Tímarit.is   | Tímarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fram

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fram

						156

FRAM

Nr 43

iega yfirvegun ráða yfir hleypidóm-

um og heimskulegum vana.

Engin dirfist að mótmæla því að

ofdrykkja sé öllum skaðleg, og með-

an ofdrykkja á sér stað meðal þjóð-

arinnar, er henni full þörf á að

hömlur séu lagðar við því að pessi

vogestur þrífist og haldist við.

Bannlögin eru ekkert annað en há-

stig bindindisstarfseminnar — al-

þjóðarbindindi. Og mér finst ekki

hægt að saka forgöngumenn þeirra

fyrir neitt annað en það, að lögin

hafi komið alt of seint. Þjóðinni

var þörf á bannlögunum löngu fyr.

Hefði hún átt því láni að fagna, að

vera búin að starfa svo sem tvær

aldir undir áhrifum áfengisbannlag-

annna, myndi margt líta öðru vísi

út en nú er. En þrátt fyrir það að

lögin komu of seint, meigum við

vera stolt af því, að hafa orðið á

undan nágrönnum okkar. Þeir koma

á eftir áður en mörg ár líða. Það

er engin þjóð svo vel á vegi stödd

að alt það, sem stefnir að því að

bæta hag hennar, sé henni ekki kær-

komið, og það er einber fásinna

að snúast öndverður móti nýungum

þó þær brjóti bóg við gamla venju.

_  ,      , ,     Allir  kannast

Rekurnokk-  yið málsháttinn:

urnauðsyntil  >Nauð    brftur

bannlaga    ^  ^ ef að

skilja áþannveg,

að barátta einstaklings og þjóðar

fyrir tilverurétti sínum geti eigi lot-

ið þeim lögum sem leggja hömlur

á náttúrlegan þroska og velsæld.

Og þó munu allir gætnir menn sam-

mála um það, að öllum lögum beri

að hlýða, á meðan þau gilda. Séu

þau skaðleg, eigi að fá þeim breytt

í betra horf. Öll lagabrot séu órett.

En nú skulum við athuga, hvort

bannlögin standa velmeigun og

þroska þjóðarinnar að nokkru leyti

fyrir þrifum. Læknisvísindin segja

nautn áfengis skaðlega. Hagfræðing-

ar og siðameistarar eru á sömu

skoðun. Mikilmenni stórþjóðanna

segja áfengisnautnina baka þjóðun-

um meira böl, en kólera, berklaveiki

og taugaveiki til samans. Það hefir

enginn reynt að sýna né sanna, að

bindindismaðurinn sé að nokkru

leyti vansælli en áfengisneytandinn,

og það er heldur ekki hægt

Eitt af því er andbanningar halda

hæst á lofti er það að bannlögin

skerði persónufrelsi einstaklingsins.

Sjálfsagt mun flestum finnast orðið

Jitið úr persónufrelsi ofdrykkjumann-

sins, sem ekki er lengur sinn eigin

herra. Þessvegna hljóta andb. að

eiga þar við »hófdrykkjumennina«

svokölluðu; mennina sem kunnaað

fara með vínið. Þeir eiga að vera

frjálsir gjörða sinna. En þetta eraf-

káralegur misskilningur. Hófdrykk-

jumennirnir eru nú flestir — strangt

á litið — ofdrykkjumenn, þó þeir

séu ekki kallaðir það í daglegu tali.

Og það eru einmitt »hófdrykkju-

mennirnir« sem hafa mest spillandi

áhrif á meðbræður sína. Vínið er

skaðræðisgripur  í  höndum  þeirra.

Við ,skulum taka tvö dæmi.

Margir kannast við söguna, sem

hefir gerst og gerist enn þann dag

í dag. Fjárglæframaðurinn, sem sjálf-

ur er í peningaþröng, þarf að fá

ábyrgð valinkunns manns fyrir stórri

fjársummu í bankanum. Enginn gæt-

inn maður kastar þeirri byrgði á sig

algáður. En leiðin er þekt. Aðferð-

in margreynd. Brallarinn býður þeim

«sterka» heim tjl sín, eða á eitthvert

. «þekt» kaffihús. Vínið »hressir og

fjörgar,« vináttuböndin styrkjast um

stund. Veitandinn notar tækifærið og

«sá sterki skrifar upp á.» Það hefði

hann aldrei gert, ef hann hefði ver-

ið allsgáður. Og langoftast eru

eftirköstin þau, að ábyrgðarm. verð-

ur að «borga brúsann.* Þjóðfélagið

á að taka vínið af þessum mönnum.

Þá mun ekki öllum ókunnugt um

það, hvílíkt þarfameðal áfengið er í

höndum misindismannanna, sem

skaðlegastir eru fyrir æsku og sak-

leysi ungu stúlknanna. Skyldi vera

stór synd að taka áfengið af þeim.

Nei, syndabaggi «hófdrykkkjumann-

anna» er alt of þungur til að þjóð-

in álíti sig skylda til að bera hann

með þeim. Þeir sem háværast láta

um skerðing persónufrelsis einstakl-

ingsins, eru oftast allra manna fljót-

astir til að selja samfæringu sína

og hugsjónafrelsi fyrir stundarhagn-

að. Vegna slíkra manna á þjóðin

ekki að líða bannlagabrot, eða kagta

bannlögunum frá sér. Það finst

engin knýjandi nauðsyn tii

bannlagabrota.

_  ,          Orsakirnar eru

En hvers-           sc

, ,  margar. Afengis-

vegna eru þa  ,   f.    x    ,

,    ....     þosti  ræður at-

bannlogin    ^^   %m

brotw?    ... , .,,

logbrjotanna,  en

þó ekki fíestra.  Fjárgræðgi smúlar-

anna leiðir þá afvega.  Sumirbrjóta

lögin af  »fikti,«  ef svo mætti að

orði komast, aðrir til að fara í kring-

um og storka lögreglunni og s.frv.

En aðalorsök brotanna er spiltur

hugsunarháttur æðri stétta þjóðar-

innar, sem kallaðar eru  og þar af

leiðandi  ánýtjungsháttur  og  deyfð

lögreglustjóranna.   Undantekningar

eru þó hér eins og alstaðar annar-

staðar.

Mentaskólinn (latínuskólinn) þessi

aðal mentalind þjóðarinnar um lang-

an aldur, hefir árlega sent út frá

sér menn sem hafalært að drekka

þar, jafnframt því sem þeir teyguðu

af bikar mentagyðjunnar. Háskólinn

í Kaupmannahöfn hefir svo tekið við

þeim og skilað þeim frá sér spilt-

um ofdrykkjumönnum, hafi þeir ann-

ars komist til háskólans.  Og það

hafa ekki ætíð  verið þeir  óefnileg-

ustu, eða tossarnir,  sem hafa farið

þessa leiðina. Þvert á móti. Þegar

þeir svo komu út á meðal  þjóðar-

innar, settust í embætti, hafa þeir

gengið á undan  öðrum og dregið

aðra  inn á  óheillabrautina.   Hér

þarf eigi að tilfæradæmi og verður

ekki heldur gjört. Þau þættu máske

Erlendar símfréttir.

Khöfn 3. sept.

Nýjar kosningar eiga að fara fram í Þýskalandi og

eiga allir hermennirnir að kjósa.

Rússar hafa yfirgefið Riga og hörfa undan orustu-

laust.

Khöfn. 8. sept.

Rússar halda stöðugt undan.

Talið ólíklegíað Hindenburg muni hættaáað stefna

her sínum til Petrograð.

Fjöldi af tundurduflum  hefir  rekið  við  strendur

Noregs, og eru skipaferðir þar stöðvaðar fyrst um sinn.

Bandaríkin hafa bannað útflutning á gulli.

Eftir skeytum til Rvík.

helsttil nærgöngul. Margir hafa af

þessu fengið þá ramvitlausu skoðun

að það væri »fínt« að drekka. Efna-

mennimir, nánustu vinir^og jafningj-

ar embættismannanna væru sjálf-

sagðir að vera með. Kaupmanna-

stéítin hafði líka, til skamms tíma,

hagnað af drykkjuskap þjóðarinnar

og ýtti vel undir. Þó einn og einn

úr hópnum lægi dauður áhjarninu,

félli í ána, sofnaði undir hellisskút-

anum eða króknaði undir húsvegg-

num, var ekki verið að fástumþað.

»Sjá þú sjálfur fyrir því,« sögðu

vitru mennirnir í austurlöndum end-

ur fyrir löngu.

Þegar svo meiri hluti þjóðarinnar

segir við þessa leiðtoga sína og

fyrirmyndir: Hingað og ekki lengra,

gægist úlfurinn út undan sauðar-

gærunni. Þeir, meiri háttar mennirn-

ir, verða að sýna það, að þeirhafi

ekki verið á skakkri braut. En bann-

lögin eru samin, samþykt, staðfest

og komast í fra'mkvæmd. Og hvað

skeður? Það þekkja allir, sem hafa

opin augu fyrir því sem fram fer í

kringum þá.

Þá er lögreglan í landinu. Vand-

ræði að þurfa að minnast á þá stétt

í sambandi við þetta mál, eins og

fáni hennar liggur þar lágt. Hún er

líka alin upp mitt í spillingunni;

hefir nærst af sama spenanum og

hinir höfðingjarnir. Þessvegna ekki

mikils að vænta úr þeirri átt, enda

lítið um stórvirki í herbúðunum þeim.

Það þykir ekki »passandi« að gjöra

»höfðingjana« opinbera að lögbrot-

um eða vítaverðu framferði. Steinn-

inn er til fyrir »ræflana,« síður við-

eigandi staður fyrir kjóla og lafa-

frakka. Svo er alt látið drasla. Þó

einstaka maður gjörist svo djarfur

að klaga þá brotlegu, er hængurin

hjá, að draga málið á langinn þang-

að til alt er horfið í gleymskunnar

dá. Embættis- og efnamennirnir virð-

ast vera frumkvöðlar bannlagabrot-

anna og lögreglan í landinu fram-

kvæmdalaus.

Hvað á nú að  gjöra? Afnema

bannlögin, segjaandbanningar.Herða

á bannlögunum segja bannmenn. Af-

nám bannlaganna kemur ekki til

mála, og ekki er einhlýtt að herða

á þeim — á pappírnum. Það hlýtur

að standa yfir nokkurra ára barátta

ennþá. Öðru meigin stendur fjöld-

inn með kröfu um jafnrétti og þjóð-

arhagsæld. Hinu meigin dálítill hóp-

ur af mönnum blindum af vana,

sjálfsáliti, þrjósku eða lítilsvirðingu

fyrir meðbræðrunum. Svo koma

nágrannaþjóðirnar hveraf annari og

gera áfengið landrækt hjá sér og

deilan um bannmálið hverfur úr

sögunni. Vilji þjóðin ekki bíða eftir

þessu, verður að koma hér á toll-

gæslu og reka suma lögreglustjór-

ana frá embætti. Skjót lagfæring á

þessu máli hlýtur að hafa þetta

hvortveggja í för með sér.

Og máske væri réttast að  snúa

sér að því þegar í stað.

2. september 1917.

Halldór Friðjónsson

— frá Sandi. —

Spakmæli.

Hugsaðu um það, að þegar þú

fæddist voru allir glaðir, en þú grést

Lifðu svo, að allir gráti þegar síð-

asta stund þín kemur, og að þú

sért sá eini sem ekki hefir ástæðu

til að fella tár. Þá þarft þú ekki að

óttast dauðan hvenær sem þann

ber að.

Ed. Labonlaye.

Af þyrnum augnabliksins spretta

rósir minninganna.

Rasmus Nielsen.

Viljir þú snerta netlu, án þess að

brenna þig, þá taktu fast um hana.

Þegar eitthvað pínir þig, þá farðu

eins að, þá mun sársaukinn verða

minni.               Baœ

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 155
Blağsíğa 155
Blağsíğa 156
Blağsíğa 156
Blağsíğa 157
Blağsíğa 157
Blağsíğa 158
Blağsíğa 158