Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fram

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fram

						Nr. 43
FRAM
157
Fréttir.
Ur bænum.
Á einni viku, 12. til 19. ágúst
hirti Halldór skólastjóri á Hvanneyri
2800 hesta af töðu og útheyi. Voru
20 manns við heyvinnu allavikuna,
en vel hefir verið haldið áfram.Þetta
mun vera langmesti heyskapur á
einni viku, sem sögur fara af hér
á iandi.
Árni Eggertsson erindreki stjórn-
arinnar í Ameriku hefir símað það
til Reykjavíkur að Bandaríkin ætli
að skamta íslandi nauðsynjavöru
framvegis. Leyfi til útflutnings mun
því aðeins verða veitt, að stjórnar-
ráðið samþykki, með milligöngu
fulltrúa hennar í Ameriku, og gegn
því að hann tilkynni fyrirfram hve
mikið þurfi til hverra þriggja mán-
aða. Á þetta að gildafyrstum sinn
þangað til í juní 1918.
Willemoes, Oullfoss og Lagarfoss
eru öll á leið frá Ameriku.
Megn óánægja er sögð í Reykjavík
útaf ýmsum aðgerðum þingsins, svo
sem í dýrtíðarmálinu og skólamál-
inu o. fl.
Þingið er enn framlengt til 22. sept.
Sterling á ekki að fara úr Rvík í
aðra strandferð fyr en sunnudaginn
23. þ. m. Á hún að bíða eftir þing-
mönmmum þangað til. Þá fer hún
austur um land.
Fundargjörð.
Árið 1917, hinn 6. sept. var fund-
ur haldinn meðal útgerðarmanna og
kaupmanna á Siglufirði. Var tilefni
fundarins að áskorun hafði komið
fram frá félagi íslenskra botnvörpu-
skipaeigenda í Reykjavík um að senda
mótmæli til alþingis gegn frumvarpi
til breytinga á tekjuskattslögunum er
mí liggur fyrir þinginu. Var kosinn
fundarstjóri Hjalti Jónsson og skrif-
ari Jón Guðmundsson.
Eftir allmiklar umræður var sam-
þykt í einu hljóði svohljóðandi til-
laga:
»Vegna fyrirsjáanlegs stórtjóns á
allri sjáfarútgerð í ár, er etið mun
hafa upp algjörlega tekjur þær sem
urðu á þessum atvinnuvegi 1916,
mótmælir fundurinn eindregið öll-
um breytingum á núgildandi tekju-
skattslögum á þessu þingi.«
Frekara ekki fyrir tekið. Fundi slitið.
fíjalti Jónsson.
Jón Ouðmundsson.
Afmæli:
16. sept. Ásgr. Þorsteinss. skipstj.
»   »   -Kristján Sæby, sjóm.
17.  4»   Kristj. Tómasson sjóm.
»              «
norskt selveiðaskip, kom hingað
í gærmorgun. Er það í leit eftir
norsku selveiðaskipunum sem vanta
og álitið er að hafi farist í páska-
hretinu. Skipið er búið að leitaalla
leið norðvestur- að Orænlandi og
hefir hvergi fundið neitt er sett verði
í samband við skipin. Hingað kom
það til að síma á þær hafnir norð-
anlands er síma hafa, til þess að
vita hvort nokkuð hafi rekið erver-
ið gæti úr skipum þessum.
HJalti Jónsson
skipstjóri úr  Reykjavík,  sem  er
hér fyrir fiskiveiðafélagið  »ísland«,
hefir gefið öllum  stúlkunum  sem
ráðnar voru hjá félaginu við síldar-
verkun, 50 kr. í peningum hverri,
en þær eru um 60. Þetta mun hann
hafa gert til þess að bæta þeim upp
atvinnuna í sumar, og er það slíkur
höfðingsskapur, að ekki verður með
orðum þakkað. — Skyldu fleiri koma
á eftir jafn örlátir og höfðinglega
hugsandi?
I
Skólanefndin
hefir nýlega samþykt fyrirkomu-
lag á barnaskólanum hér í vetur. Á
kenslan að fara fram í 3 deildum
en allar í einni stofu og kenslan að
fara fram 9 tíma á dag þannig, að
miðdeild verði kent frá 9 til 12,
yngstu deild 12 — 2 ogelstudeild
frá 3 til 7. — Fastakennarar verða
3 en aukakennarar eða tímakennar-
ar engir.
Ef þessi hugmynd lukkast vel, mun
það draga mikið úr skipa eklu þeirri
sem nú er orðin, því mörg stó'r skip
hafa verið notuo til þessara timbur-
flutninga.
FIutningur,á flekum.
í erlendum blöðum erþessgetið,
að sænskur verkfræðingur, sem nú
býr í Englandi hafi stungið upp á
því að flytja trjávið þann sem Eng-
lendingar þurfa að fá frá Noregi og
Sviþjóð, á flekum til Bretlands, að
stríðinu loknu. Uppástungum þess-
um hefir verið vel tekið, og er þeg-
ar myndað öflugt félag til þess, að
koma þeim í framkvæmd. Hann
gjörir ráð fyrir að flekar þessir verði
afar stórir og geti flutt eins mikið
og mörg stór gufuskip til samans.
Þess er ekki getið, hvernig hann
ætlast til að flekar þessir komist
milli landanna, hvort þeir verða
dregnir af gufuskipi eða þeim verði
siglt eins og hverju öðru seglskipi.
Fossinn.
Fram við hárra fjallarætur
fossinn kveður sterkum rómí.
undirraddir hreinar hljóma
hreimmjúkar og unaðsþýðar.
Hver á vald þér lagði listir:
ljóða smíð og tónasnilli?
Hiifiinborin hljómagyðjan
hörpu sína í skaut þér seldi.
Þeirri ástmey gafstu að gjaldi
gulli fegra og steinum dýrra
ennisband úr úða djásni
er þú knýttir sólu fágað.
Talið alda ára stunda
oss 1 þínum ljóðum syngur.
Mannlífsböl, og unað ásta
einstaks kjör, í sælu og þrautum.
Dalsins prýði sómi sveitar
sífelt ertu fossinn kæri.
Þér eg þakka ljóðin ljúfu
listasönginn. Vertu í friði.
Brynjóífur Björnsson.
Höfundurinn óskar þess getið
að vísur þessar eru um fossinn hér
fram í firðinum. Honum og einnig
oss er ókunnugt um að hann hafi
nokkurt sérstakt nafn.
Nýja sprautuhúsið.
Eftir Hindevig Winther.
Niðurl.
»Og hvað þrjósk er dóttir hans?«
sagði Karl um leið og hann faðm-
aði hana að sér.
»Það mun reynslan því ver syna
þér, að það er um of. En þú,« og
hún starði á hann eins og hún vildi
lesa hann ofan í kjölinn, »ætli þú
verðir virkilega með tímanum ergi-
legur, óánægður nöldrunarseggur,
sem enginn þorir að hafa á móti.t
»Hvernig stendur á þessum spurn-
ingum þínum?«
Mamma segir að eftir fárra ára
hjónaband verði allir karlmenn að
föntum.«
»Ekki eg elsku Rut, truðu mér,»
sagði hann og kysti hana.
Þegar Rut kom heim sagði hún
móður sinni frá ást sinni, hamingju
sinni og; óttanum fyrir reiði föður
síns. »Ó hvílík sorg ef jólin og ný-
árið liðu svo að þau mættu ekki
opinbera.
»Þú verður að segja pabba það,
elsku mamma segðu pabba það.«
»Ekki núna barn mitt það myndi
vera til lítils, hann er altof reiður
við séra Adler, og þegar hann fyrst
hefir sagt nei, fáum við hann aldrei
til að segja já. En þið Karl verðið
að tala við séra Adler og fá hann
til að hætta við fyrirætlanir sínar
með sprautuhúsið — það er þó
Stórt úrval
af drengja og unglingaföt-
um og sérstökum karl-
mannabuxum er nýkomið í
verzl. Aalesund.
Munntóbak
komið aftur í
verzlun
Jens Eyjólfsson.
Vinnulaun
yðar munu endast lengur en vana-
lega, ef þér gerið innkaup í hinni
alþektu ullarvöru- og karlmannafata-
verzlun. — Vöruhúsinu. — Margar
vörur.  Gamalt verð.
Vöruhúsið Siglufirði.
heimskulegt að sprautuhúsið skuli
verða til þess að skilja gamla og
reynda vini.«
Næsta dag báðu þau Rut og Karl
séra Adler að hætta við að byggja
sprautuhúsið á gérðinu.
„¦- Presturinn hristi höfuðið og sagði
að það stæði ekki lengur í sínu valdi
að stöðva það — bændur hefðu á
réttu að standa <— gérðið hefði aldrei
verið eign Wangs, — hann var sjálf-
ur mjög leiðinlegur yfir þessu, en
nú þegar sannanir voru fengnar var
það Wang sem átti að beygja sig
fyrir réttinum, en hann ætlaði að
hitta hann og gjöra alt sem í
sínu valdi stæði til að vingast við
hann aftur. En nú urðu þau að fara
því hann var í önnum með jóla-
dagsræðuna, og hafði engan tíma
fyr en helgidagarnir væru á enda.
Wang var æfinlega vanur að fara
til kirkju á jóladaginn með konu sína
og dóttur, en nú ákvað hann, að
ekkert af sínu fólki skyldi fara til að
hlusta á séra Adler.
»En góði minn það lítur þó svo
illa út, hvað heldur þú að fólk
segi ?»
»Eg vil bara láta það segja hvað
það vill, einmitt það. Legðu bara
hattinn og kápuna frá þér, við höf-
um ekkert með það að gjöra.«
Frú Wang fikraði dálítið við hatt
sinn, mjög hugsandi, og bar hann
svo burtu.
Stuttu eftir kom Rut inn, hún var
klædd til kirkjugöngu og hélt á sálma-
bók í hendinni.
»Við förum ekki til kirkju í dag,«
sagði faðir hennar.
»Ert þú lasinn pabbi?« hún batt
»slörið« um hattinn.
»Þarf maður  endilega  að  vera
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 155
Blağsíğa 155
Blağsíğa 156
Blağsíğa 156
Blağsíğa 157
Blağsíğa 157
Blağsíğa 158
Blağsíğa 158