Fram


Fram - 13.07.1918, Blaðsíða 2

Fram - 13.07.1918, Blaðsíða 2
104 FRAM Erlendar símfréttir Nr. 26 FRA M kemur út 52 sinnum á ári. Verð 4 kr. Ojalddagi 1. júní. Útgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Friðb. Níeisson fíannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1918. Almanak næstu viku. Júií. 1918 Sd. 14. Ráðuneyti fyrir ísland 1874. Md. 15. d. síra Snorri Björnss. Húsafelli 1803 Þd. 16. Fyrsta kv. 5,25 f. m. Md. 17. d. Hallbera Snorradóttir 1231. Fd. 18. d. síra J. Þorsteinss. pislarv. 1637. 13. v. sumars. Fd. 19. Þverárbardagi 1255. Ld. 20. Árnesingaskrá 1375. Þorláksmessa. nái þroska. Og það vantar birtuna svo menn sjái inn í sína eigin sál, og verði varir við hve mikið þar er af kulda, sem veldur eyðileggingu bæði þar inni og útávið. Kaldar og brendar eru sálir margra manna bæði fyrir eigin aðgjörðir og annara. 8. Brunkuvísur. Hjá mér yndi áður fann, — er burt hryndist núna, — Þá um strindi röskleg rann reiðarhindin brúna. Lífs um tíð, á veíli var, vaxtar fríður gripur. Hún mig víða um brautir bar, bæði þíð og lipur. Reistan sveigði svírann kná, síst þolbeygð af neinum geist sig teygði grundum á gneistum fleygði úr steinum. Skeiðaði bæði móa og mel, með snarræðið sanna; fram um svæði fylgdi vel flokkum gæðinganna. Straums í kverum best mig bar bjargaði mér frá grandi. Hún sem »Sker« ei hraktist par, hraðaði sér að landi. Eðlisbráð og orkurík, ei frá dáðum sloppin. Sundið háði selnum lík; svartan gljáði á kroppinn. Frí við galla fundin var, fjörs gjörvallar tíðir. Þolgóð alla þrælkun bar, þó nam falla um síðir. * * * Hinumegin — helst vil spá — hlekkjum fleygi bana. Nýjum vegi aftur á, eg þar teygi hana. Ouðm. Stefánsson. Síldarvart hefir orðið hér frainundan, svo útlit er fyrir að síld muni fást strax og tíðin batnar. Rvík í gær. Maximalistar segja gagnbiltingu bælda niður. Embættisafsögn Kíihlmanns gerir enga stefnubreyt- ingu, ríkiskanslarinn sá sami. ítalir hafa handtekið 1300 manns í Albaníu. Frjálslyndi flokkurinn í Pýskalandi er andvígur ríkiskanslaranum og varakanslaranum. „Vorwaerts“ krefst þess að Hertling leggi niður vöíd nú þegar. * Agangur. Margur er yfirgangurinn og marg- ar lögleysurnar hér í Siglufirði, og mjög fer slíkt vaxandi eftir því sem fólkinu fjölgar hér því mjög brest- ur á það, að löggæsla hafi verið • aukin hlutfallslega við fólksfjölgunina Eitt af því er ágangur búfjár, sem með grasbrests horfunum sem nú er á túnum, er algerlega óþolandi. Túnrækt er eitt allra helsta skil- yrði fyrir þrifum þessa bæjar, þar eð hann hefir sáralítinn landbúnað að baki sér til að styðjast við. En til þess að túnrækt geti nokkuð auk- ist, þarf kostnaður sá og fyrirhöfn sem lagður er í hana, að bera árang- ur — gefa rentur — en það gerir hann ekki ef túnblettirnir okkar sem nýlega erum byrjaðir að rækta, bít- ast upp af fénaði annara, og þá er hætt við ef við sjáum lítinn eða engann ávöxt verka okkar að við hættum við hálfnað verk og er þá illa farið. Alt hið sama má segja um mat- jurta garðana. Hvorutveggja ætti að vera öruggt gegn ágangi af skepn- um og mönnum, ef um það er lögmæt girðing, en svo er ekki hér í reyndinni. Pessu ollir fremur skeytingarleysi en illvilji þeirra er fénaðinn eiga og svo vissan um það, að lögbrotið sé látið óátalið og óhegnt. — Eft- irlitið í þessu efni ekkert og varla til neins að kæra. í öðrum sveitum þar sem eg þekki til, er það siður að reka allan bú- pening nema málnytuna, á fjall að vorinu, enda mæla lög svo fyrir. Hér keppast flestir um, að halda fé sínu heima við sem lengst og kæra sig kollótta hvar féð fær ofan í sig. Og þar sem hagalítið er hér kring- um kauptúnið, þá leita skepnurnar auðvitað því meir inn á túnin, enda er nú svo komið að girðing þó í góðu lagi séu — aðrar en net, — nægja ekki til vörslu. Um málnytupening' er hér ekki að tala .annan en kýr og svo álitlegan flokk af geitfé — mylku og ómylku sem gengur hér vöktunar- laust mestmegnis í túnunum því venjulegar vírgirðingar halda ekki geitfé. — Skeytingarleysið með geitfé er jafnvel svo mikið, að sá er þetta ritar hefir séð komið með geitfé beina leið frá heimilunum, og því slept rétt við tún annara sjáanlega í því fulla trausti að það hefði vit á að smeigja sér inn. F*að væri þó ekki sá kostn- aðar auki geitaeigenda að setja grind- ur á þær, og þá gera þær engan skaða, en það hefir aðeins einn mað- ur gert hér. Við túneigendur kynokum okkur við því í lengstu lög að »setja inn« fénað nágrannanna og góðra kunningja okkar, eða að beita Iög- unum, sem í þessu efni eru allströng en að því rekur að við neyðumst til þess ef eigi verður bætt um af eigendum fénaðarins. Sama máli er að gegna um skemdir girðinganna af mannavöldum, og umgang um afgirtar lóðir. Girðingar mínar voru marg oft í vor, slitnar og rifnar nið- ur af mönnum, sem í algerðu leyf- isleysi fóru innyfir þær og virtust líta á þær sem óþarfa og réttlausa hindrun. Eg hefi ekki kært þessi brot enn en nokkur þeirra eru vott- fest. Siglufirði 7. júlí 1918. Jón Jóhannesson. Bæjarfré ttir. —o— Afmæli: 16. júlí Páll Jónsson sjómaður. Kírkjan síðdegismessa á morgun kl. 5. Til bæjarins koma nú daglega margir menn, sem ætla að verða hér í sumar. Svo sem: Lúðvík Sigurjónsson frá Ak- ureyri, Sig. Stefánsson frá Seyðis- firði, JakobBjörnsson yfirsíldarmats- maður o. fl. — En ekki kemur að- stoðarlögreglustjórinn okkar enn til þess að jafna á þeim sem brjóta áfengislöggjöfina. Mannalát. Sigþór Magnússon bókhaldari hjá h.f. Hinar sam. ísl. verslanir hér í bænum, andaðist úr blóðeitrun að- faranótt mánudagsins 8. þ. m. — Jóhann Porfinsson á Árbakka andaðist í fyrrinótt. Hafði verið heilsutæpur undanfarin ár. Opinberun. Páll S. Dalmar, kaupm. og ung- frú Louise Hansen hafa birt trúlof- un sína. Stefán Stefánsson yfiruliarmatsmaður á Varðgjá kom hingað í vikunni og fór til Skaga- fjarðar. Var í embættiserindum milli undirmatsmannanna. Síldarsöltunarbækur, Frumbækur og alskonar eyðublöð prentar Prentsmiðjan. Kveðju-ávarp. Yfir liðna Ijúfa tíð lít í huga mínum, frá þeim tíma er bernskan blíð batt mig reyfum sínum. Góðhjartaða gæfan þá, götu mína lagði. Ömurlegri fátækt frá, fluttist eg að bragði. Vandalausum vinum hjá verustaðinn hlaut eg, þeirra kærleiks örmum á, uppfósturs svo naut eg. Hrakningur og hugmóðs tár, hafa sig því falið. Þrisvar sinnum átta ár, eg hefi hjá þeim dvalið. Því ógleyminn þanki minn, þá mun játning gjöra: Þakkarskuld eg þunga finn, þeim ógoldna vera. Syríir að éli saknaðar, sig vill gleðin hylja kæru fósturforeldrar, fyrst nú leiðir skilja. Samt í hlýrri hugans bygð, horfna tíð skal geyma. Ykkar beggja ást og dygð aidrei mun eg gleyma. Forlaga þó frekur byr, funda lengi milli, eiga kýs eg að sem fyr ykkar ráð og hylli. Er mín hjartans ósk og þrá, öllum fjarri baga, ykkur gefi gæfan há glaða og bjarta daga. Meðan endist æfi braut öll þið hljótið gæði. Forsjónar í friðarskaut, fel eg ykkur bæði. Ykkar þakklætisminnugur fóstursonur Hafliði Jónsson. Kveðja til Fljótanna. Burt með stríði og hugar hrygð hver ein líður stundin, kveðja fríða Fljóta bygð fyrir kvíðir lundin. Æfi sól mín upp þar rann; að fer njólu halla. Þels um ból eg þýðast. ann, þeirra skjóli fjalla. Eg hef fundið allar þar, yndis stundir lífsins,

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.