Fram


Fram - 15.03.1919, Blaðsíða 1

Fram - 15.03.1919, Blaðsíða 1
Verslun Sig. Sig’urðssonar Siglufirði. IfSPfSfTpf m Gardínutau t 5 2 teg. hver annari fallegri ^ 1 Friðb.Níelsson | III. ár Siglufirði 15. marz 1919. 11. blað. M iðs vetrarfundur var haldinn hér í gær, hafðihon- um verið tvívegis frestað vegna ó- veðurs og mannfæðar. Sem vanalega gerðist lítið á þess- um fundi, oddviti hafði einn orðið °g gaf ýmsar skýringar, en alvöru- mál hreppsins voru engin rædd. Er það siðvenja hér að varpa áhyggju sinni uppá hreppsnefndina og láta hana eina ráða, og má vera að það sé heppilegt. Oddviti dvaldi um hríð við nokk- rar greinar sem staðið höfðu í Fram um raflýsingarmálið. Kvað hann ranghermt hjá Sig. Kristjánssyni aö engar mælingar hefðu farið fram á vatnsmagn'i ánna fram í firðinum. Vel má vera að rétt sé, að eitthvað hafi árnar verið mældar, en það hef- ir verið gert af mönnum er enga faglega þekkingu höfðu, og tilheyr- andi útbúnaður við mælingarnar hef- ir verið algjörlega ófullnæjandi. Þýð- ir ekkert að reyna að kasta ryki í augu almennings í þessu efni. Um vatnsmagn á Hvanneyrardal, sbr. grein Flóvents Jóhannssonar, skal ekki dæmt hér, ílla gert að efa orð oddvita eða skýrslur þær er hann gaf um vatnsmagnið, en geta má þess að fleiri munu hafa vit á þeirn málum en hann. Um grein er eg hefi skrifað um þetta mál fórust honum svo orð að hún væri ekki svara verð. Líklega réttast fyrir hann að reyna ekki að svara henni, en halda mun eg fast við þá skoðun að þegar saga raflýsingarmálsins á Siglufirði verður skrifuð — verði hún skrifuð af óhlutdrægum mönn- um — mun hún hvorki verða odd- vita né neinum er um það mál hafa fjallað, til stórsóma, það er að segja sá þáttur sem þegar er gjörður. þá gat oddviti þess á fundinum og virtist liggja honum þungt á sinni, að komið hafði út í Fram grein um þjófnað. Var sem komið hef ði verið við hjartað í honum í nefndri grein; og er í raun og veru ekki að undra þó hann vilji ekki að sá Ijóti sannleikur, er þar var sagður sé borinn út um sóknarbörn hans — líklega presturinn sem þar hefir talað — sem hann samkvæmt almennum skilningi ber ábyrgð á að miklu leiti. Hitt getur tæplega borið sig, að oddvitinn — eða presturinn — vilji bera í bæti fláka fyrir þeim mönn- um er á óleyfilegann hátt tileinka sér eignir annara. Mál, eins og þessi grein fjallar um, er nauðsynlegt að tekin séu til op- inberrar umræðu, er það alsiða um allan heim að þeim sé hreift á op- inberan hátt. Sýnir það þroskaleysi hjá háttvirtum oddvita og presti, að álíta að heppilegt sé að láta þetta og annað eins liggja í þagnargildi, og mun Fram framvegis haga sér sem viðeigandi er án tillits til álits oddvitans. Annars er þetta ekki í fyrsta skifti sem hann hefir gert árás á blaðið og efni þess, en þær hafa enn sem komið er reynst magnlausar og fall- ið um sjálfar sig. Jafnvel það högg- ið sem hæst var reist, málssóknin sæla út af kolagreininni í fyrravetur, hefir ekki fallið ennþá. Hznnes Jónasson. Henry Ford. Margir hafa heyrt getið um amer- iska automobilfabrikantinn og auð- manninn Henry Ford, — bæði í sambandi við bílana hans og sér- staklega við friðarferðir um norður- lönd 1915. — í Nationaltidende 11. febr. s. I. skrifar danskur maður Valdemar Galster, langa grein um hann, og fer hér á eftir útdráttur úr henni. »Margir álíta mig aðeins automo- bilfabrikant* segir mr. Ford, »en það er ekki rétt, — reyndar renna 1500 bílar út af vélaverkstæði mínu daglega, en þetía er aðeins aukaat- riði. — aðalverk mitt er að skapa menn. — Heitasta ósk mín er áð gjöra aðra hamingjusama og það borgar sig, líka peningalega, — því við hverja nýja aðferð sem eg finn upp til þess, streyma auðæfin jafn- framt í vasa mína.« Pað er auðvitað mikið torveldara að reikna út árangurinn af velgjörða starfi hans, heldur en auðæfi hans, en víst er um það, að á verksmiðju Fords þar sem 40 þús. manns vinna daglega, er engin óánægja og flestir vinnendurnir vinna þar ár frá ári. »Þetta erekki verksmiðja« seg- ir Ford við greinarhöf. heldur skóli, fyrir fullorðna og börn.« Það er talsvert hæft í þessu, vinnuaðferð- in á verksm. hans er heimsfræg. í gegnum allar deildir verksmiðjunn- ar, rennur stöðugt járnkeðja með jöfnum hraða og hverfur hún í jörð- ina við dyrnar. — Innst í verksmiðj- unni tekur hún með sér hina fyrstu hluta bílanna frá járnsteypunni og jafnótt og hún rennur gegnum hverja deild, bætist við hvert stykkið eftir annað; — hver vinnandi hefir sina tvo metra eða þann tíma sem þeir eru að renna framhjá, til þess að inna sitt verk af hendi, — hinn síð- asti hefir 2 mínútur til þess að láta bensín á geymirinn og hleypa vagn- inum út. — Hve nákvæmlega öllu er niðurraðað sést best af því, að aðra hverja mín. rennur nýr vagn út af dyrunum. Ford á aðra verksmiðju þar sem búnir eru til landbúnaðarbílar, — svolitlar grýtur sem kosta nokkur hundruð dali, — en sem hægt er að spenna fyrir plóginn eða þreski- vélina eða því líkt, — eins og hest; — einnig til aksturs. Nei, þarna hentar ekki að standa og masa en Ford borgar líka minst 6 dali fyrir 8 tíma vinnu og svo part í ágóðanum. »Næstu árin fyrir stríðið, fullviss- aði eg mig um,« segir mr. Ford, »að vinnufólkið mitt gat ekki lifað af laununum sem það fékk hjá mér — það gat n. 1. ekki bygt ofanyfir sig eða trygt sér áhyggjulausa elli eða lífsviðurværi sinna nánustu eftir sinn dag, og þá ákváðum við að láta það fá hlutdeild í ágóðanum. Við greiddum verkafólkinu 10 milj. dala fyrsta árið sem þeirra hluta af ágóðanum og á því höfum við grætt meira en á nokkru öðru; — verk- smiðjan afkastaði svo mikið meira.« Ford reynir ekki að telja verka- mönnum sínum trú um að þessar 10 milj. sem nú eru seinustu árin orðnar miklu fleiri, — séu gjöf til þeirra, heldur þvert á móti; — þeir eiga að vita það og skilja að þetta eru vinnulaun þeirra. Engin fær þessa »hlutdeild« greidda fyr en hann hefir unnið 3 vikur á verk- smiðjunni og á þeim sýnt að hann færi vel með fé sitt, gjöri hann það fær hann »hlutdeildina« einnig fyrir þessar 3 vikur en fari hann illa með fé sitt, er hann aðrar 3 vikur í skóla hjá »eftirlitsmönnum« mr. Fords sem kenna honum hvernig hann eigi að nota féð þ. e. ganga vel til fara, hafa gott fæði en drekka ekki. ' Fyrsta árið fengu 70% hlutdeild í ágóðanuin en 30% ekki af því þeir kunnu ekki að fara nieð fé, en nú er það aðeins 1 af hverjum 200 manns sem álítst þess óverðugur. Framh. Hugleiðingar um atvinnu eftir G. B. Ekki er um annað meira masað uú en það háa kaup, sem fólki er boðið nú á komandi surnri, sérstak- lega er mikið gumað af hvað kven- þjóðinni er boðið hátt kaup fyrir söltun á hverri síldartunnu sem al- ment mun vera 1 króna á tunnu þar að auk biðpeningar frá 6 til 10 kr. urri viku, þeim stúlkum sem eiga hér heima eða hafa húspláss sjálf- ar. En aftur eru víst minni eða engir biðpeningar hjá þeim er verk- gefandi lætur hafa frítt hús, Ijós og hita allan. Fetta virðist fljótt á litið að séu góð kjör, og getur orðið góð atvinna ef afli yrði í meðallagi. En bregðist hann, hvar er þá kven- þjóðin, sem þessa atvinnu stundar, stödd? Jafnvel þótt að einstöku at- vinnuveitandi hafi bætt verkafólki sínu upp að undanförnu að nokkru leyti tap það, er það hefir orðið fyr- ir vegna aflaleysis, þá eru þeir svo fáir sem það mundu gjöra, að það mundi verða hverfandi hlutur fyrir allan þann fjölda sem síldarvjnnu stunda. Reynslan hefir sýnt að und- anförnu, þótt getu hafi haft til þess, að fjöldinn af vinnuveitendum hafa ekki bætt verkafólki sínu upp þótt lítið hafi borið úr bítum fyrirvinnu sína vegna aflaleysis. Fjöldinn get- ur það ekki þótt vildu, því ekki eru allir peningamenn sem eru vinnu- veitendur við síldina, því bregðist aflinn, eru þeir ekki betur farnir en vinnuþyggjandinn. Pegar maður nú athugar þetta háa kaup sem nú er boðið síldar- stúlkum, og ber það saman við það sem borgað var árið 1912 og ’13, þá nemur hækkunin nú um 100%, en allflest af þeim nauðsynjavörum er vér þurfum að brúka nemur hækkunin um og yfir 300%. Geta þá allir séð að í meðal aflaári eru þessar stúlkur ver staddar í efna- f legu tilliti en 1912 og ’13 og því ver ef lítið aflast. Alt um það er þetta háa kaup ginnandi lotterí fyrir stúlkurnar, og er hætt við að það hafi slæmar afleiðingar fyrir land- búnaðinn, því þótt ótrúlegt sé er hætt við að stúlkur gleypi við þessu háa boði og færist úr sveitum til sjávarsíðunnar, athugandi ekki það, að síldarvinnan er lotterí sem getur orðið eins til tjóns eins og til gróða og eftir því sem eg hefi heyrt nú að stúlkum væri boðið í kaup í kaupavinnu til sveita 35 — 40 kr. á viku og alt frítt, þá álít eg það tryggara og betra með allri virðingu fyrir þessu háa síldarsöllunarkaupi. Yfirleitt hefir daglaunakaup kven- þjóðarinnar hækkað meira % vís til sveita, en síldarsöltunin, þar sem alt fram að 1908 — '10 var kaup kvenna frá 7 — 10 kr. á viku svo ,það hefir alt að því fjórfaldast, og íafnvel meira sumstaðar. — Borga því bændur hærra daglaunavinnu en nemur hækkun á framleiðslu þeirra, Meira.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.