Fram


Fram - 02.09.1922, Blaðsíða 1

Fram - 02.09.1922, Blaðsíða 1
9 Xalbbbb 4 Vefnaðarvörur þ. á m. ágætis karlm.fataefni, Fiskilínur og Taumar, Skósverta, Skótau, Regnkápur karla og kvenna, Matvörur og margsk. smávör- ur, sem best er að kaupa hjá St. B. Kristjánssyni. * * * áteíSate: Tilbúinn fatnaður, enskur, fyrsta fiokks vara, seldur með 10% afslætti hjá Páli S. Dalmar. VI. ár. Siglufirði 2. sept. 1922. 34. blað. Úrslit landskjörsins. Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, féll atkvæðagreiðslan við landskjörið þannig að D- B- og C-listarnir komu að sínum mann- inum hvor. Peir sem fyrir kjöri urðu, eru efstu menn þessara þriggja lista, enn það eru, svo sem kunnugt er, þeir Jón Magnússon kjörinn með 3140 atkv. Jónas Jónsson — — 2982 — Ingibj. H. Bjarnason — — 2545 — og sem varamenn eru kjörnir: Sig. Sigurðsson með 2718 atkv. Hallgr. Kristinsson — 2647 — Inga L. Lárusdóttir — 2125 ■— Við talningu atkvæðanna 21. ág. var all-lengi nokkur tvísýna á, hver efri myndi verða D- eða B-listinn, og eigi síður milli A- og C-listanna, en svo fóru leikar að D-listinn gekk af hólmi meó glæsilegum sigri yfir B-listanum og C-listinn eigi síður yfir A- eða verkamannalistanum. E-listinn, vissu allir þegar fyrir kosn- ingar að hafði oflítið fylgi til að geta komið nokkurum manni að. Pað verður varla annað sagt, en að úrslit kjörsins hafi orðið betri en búast mátti við eftir því sem til þeirra var stofnað. — Listarnir voru þannig, að fæstir voru að öllu leiti ánægðir með þá og hefir það óefað orðið til þess að dreifa og fækka atkvæðum, en þó fóru svo leikar að sá listinn £sem bést var rnönnum skipaður, — D-listinn — varð efstur, og sýnir það ljóst að þjóðin sjálf hefir með fullri dóm- greind varðað um hag sinn að þessu sinni, án þess að láta blekkj- ast af öllu því moldviðri sem upp var þyrlað í agitation sumra hinna listanna. Vér teljum þingi og þjóð mikið happ að því, að fá Jón Magnússon aftur í þingmannssess og líka telj- um vér það vel farið og í rauninni óvænt happ, að ungfrú Ingibjörg H. Bjarnason náði kosningu. Pað er heiður fyrir konur landsins að hafa fylkt sér svona vel um merki sitt, og kona sú sem þær hafa nú leitt í þingsæti, er tvímælalaust ein- hver sú hæfasta sem þær gátu val- ið þangað og munum vér karlmenn flestir hverjir, vænta oss hins besta af þingsetu hennar engu síður en konurnar. Aftur á móti verðum vér að telja það illa farið, þótt kjósendum verði þar varla um kent, heldur undir- búningi listans, að Hallgrímur Krist- insson komst ekki að þingsetu. Vér viljum alls ekki spá neinum illspám um það hvernig Jónas frá Hriflu muni reynast, — vér vitum að hann er hæfileikamaður og g e t u r reynst vel í þingsæti, erj Hallgrímur var sá maður listans sein allir flokkar báru hið besta traust til, og það er einmitt n a f n h a n s sem hefir aflað list- anum þess fylgis að hann kom Jónasi að. Kosningaundirmá! Jón- asar (sem Ijóst komu fram við taln- inguna), við Alþýðuflokksmenn í Reykjavík og daður »Tímans« sem honum er svo nátengdur, núna á síðkastið við Alþýðublaðið, virðist líka benda í þá átt, að Jónasi sé eigi svo annt um að halda sam- vinnuskildinum hreinum og fáguð- um, sem um hitt, að safna um sig múgnum. Kosningaúrslitin hafa sýnt það ljóslega, hve nauðalítil ítök að A- listinn átti í huga þjóðarinnar. Rrátt fyrir hringferð Ólafs Friðrikssonar og allan berserksgang blaða flokks- ins, og alt það moldrok sem þau þyrluðu í augu fólks, þá verður þó listi þeirra, A-listinn, 639 atkvæðum lægri en sá listinn sein lægstur var af þeim sem komu manni að, en það var C-listinn og stóðu þó konur ^kiftar um hann og höfðu engum pólitiskum píslarvotti á að skipa til »kristniboðsferðar« um- hverfis landið. Og A-listinn varð 1223 atkv. lægri en D-listinn, þrátt íyrir það þótt fylgi D-listans væri klofið með öðrum lista. Pessar töl- ur sýna skýrlega hvernig hug þjóð- arinnar er skift, og sérstaklega sýna kosningaúrslitin það, hvað Reykja- snertir, að þar er stjarna Bolsje- vismans að hrajaa, - Ólafur Frið riksson tr að draga hana með sér niður í kyrð og myrkur gleymsk- unnar þrátt fyrir hina fölsku gyll- ingu sem á hana hefir verið sett með rússneskum rúblum, teknum frá dauðvona munnum hungraðra smábarna þar eystra, — gulli, sem hefði átt að verja til brauðkaupa handa þeim. Vonandi verða kosningaúrslitin nú, það rothögg sem ríður að fullu hrófatildrinu sem Ólafur Friðriks- son og félagar hans hafa hlaðið undir sig og krunkað á nú upp á síðkastið og væri þá vel ef árang- ur landskjórsins yiði sá meðal ann- ars, að þjóðin fengi frið fyrir öllu því krummagargi. Síldarsala útlendra skipa. Stjórnin tilkynnir að ekk- ert útlent skip megi selja meira af síld í landi en 700 tn. en fiski- veiðalögin ákveða engasekt við því. --- * Eins og getið var í síðasta blaði, hefir stjórnin tilkynt opinberlega hingað að engu útlendu skipi sem hér stundar síldveiðar skuli teljast leyfilegt að selja meira af síld til söltunar í landi, en 500 til 700 tn. Axarsköft stjórnar og þings í þeim málum sem síld og síldar- verslun vora snerta, virðast ekki hafa verið af vanefnuin gjörð, þau hafa rekið hvert annað og verið hvert öðru gildara, þótt þetta síð- asta taki hinum flestum fram. Skilningur stjórnarinnar eða öllu heldur skilningsskorturá Fiskiveiða- lögunum, hefir veiið frá fvrsta til síðasta mjög á reiki, og er það að sönnu vorkun, því lögin eru í sum- um greinum, flestum eða öllum óskiljanleg. Uni það, hversu reikull að skilniugur stjórnarinnar hefir verið á ákvæðum laganna hvað síld- arsöluna snertir, ber best vott mót- sögnin sem fram kemur í skeytum þeim sem birt voru í 31. tbl. þessa blaðs og í þessu nýja valdboði stjórnarinnar. Þegar stjórnín gefur út skeytið 12. maí er skilningur. hennar ótvírætt sá, að allir íslenskir þegnar hafi létt til að kaupa svo mikið sem vera skal af erlendum skipum, og þar af leiðandi auðvit- að að útlendingar hafi rétt til að selja söniu mönnum. Nú kemur þessi nýja fyrirskipun algerlega í bága við þetta skeyti, og þó er hitt verra, að hún kemur ekki fyr en eftir dúk og disk, eða ekki fyt en síldarvertiðin er meira en hálfnuð og mörg skip eru þeg- Drengjaföt seld með 30°|0 afslætti aðeins á mánud. og þriðjud. Notið tækifærið! Sophus Árnason. ar búin að gera sig brotleg gegn henni, — búin að selja í landi yfir 700 tn. Sá húsbóndi þykir ekki starfi sinu vaxinn sem gefur hjúum sínum eða verkafólki mótstæðar skipanir og hann glatar þeirri virðingu sem hjúin eiga að bera fyrir honum ef hann eftir á, átelur þau fyrir að hafa gjört það sem hann hefir boð- ið þeim að gjöra eða leyft. S'jórnin er húsbóndinn á ísienska þjóða'búinu og hún hefir með þessari síðustu fyrirskipun vítt það verk sem hún skömmu áður var búin að leyfa. Slíkt verður eigi til að auka virðingu hennar í augum þjóðarinnar frekar en náðun Ólafs Friðrikssonar. Og hvernig ætlar stjórnin sér að jframfylgja þessu ákvæði? Hvernig fer hún að sektá þau skip, sem brotleg voru orðin áður en hún sendi út tilkynning- una og þau sem gjörðu sig brot- leg áður en þau vissu um hana? Lögin hafa, eins og áður er bú- ið að benda á hér í blaðinu, ekk- ert hegningir-ákvæði í sér bundið gegn þessu nýa valdboði, af því að þau telja síldarsöluna ekki brot. Stjóruin verður því að gjöra tvent í einu ef hún vill vera sjálfri sér samkvæm í þessu máli, búa tit lög- in að þessu leiti, án heimildar þings og þjóðar og dæma brot á þeim eftn eigin geðþótta, Að öðrurn kosti verður ákvæði þetta vindhögg eitt. Peim, sem seldu og keyptu síld í þeirri góðu trú að sér væri það leyfilegt og höfðu brotið gegn þessu ellefta boðorði áður en það var þeim kunngjört, er hinn fylsti ó- léttur gjör ef þeir nú verða sektað- ir fyrir það, og ef sektum ekki verð- ur beitt, þ ' berar stjórnin með því veiluna t ákvæðinu og vanmátt sinn gegti þeim sem brjóta það. Hvorugur er kosturinn góður, en »af tvennu illu skal taka hið minna« og hið siöara er þó skárra, iafnvel þott það ali hjá þjóðinni lítilsvirð-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.