Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 7

Kennarablaðið - 01.03.1900, Blaðsíða 7
87 jSfafrófsíjveritþ. Það er ekki lítið andir því komið, að hin fyrsta lestrar- kensla sé góð. En það brestur mikið á, að hnn sé það al- ment. Á symnm heimilum aftur er lestur kendur furðu vel.- Sumstaðar er það siður, að hirða ekki um ‘að kaupa staf- rófskver. Sálmabókin, eða Nýjatestamentið, eða einhver önnur bók er tekin og barninu kent að þekkja staflna á hana, og síðan að lesa. Á meðan bærileg stafrófskver vantaði, mátti nærri því á sama standa, þó að þessi aðferð væri höfð. Það er lítið auðveldara að kenna lestur með lélegu stafrófskveri, heldur en með hverri annari bók. Af hinum eldri stafrófskverum er stafrófskver Jóns Ólaf's- sonar vafalaust lang-hentugast. Það hefir víst verið alment viðurkent. En kver séra Eiríks Briems var þó allmikil fram- för frá því. Og eina bendingu, sem höfundurinn gefur lestrar- kennaranum, má ómögulega láta eins og vind um eyrun þjóta, þá bendingu, að vekja athygii barna þegar í stað á hljóði sam- hljóðendanna. Með það stórvægilega atriði léstrarnánasins fyrir augum, að tileinka sér hljóðið, heflr höfundurinn samið þetta kver. En þetta, að innprenta börnunum hljóðið í stað nafnanna á samhljóðendunum, er einmitt leyndai'dómur lestrarkenslunnar. Kennendurnir láta sér alt of oít ekki nægilega ant um það. heldur festa athygli barnanna alt. of mjög við stafaheitin og tefja með því fyrir náminu. Það er öðru nær en það sé auð- veit verk fyrir börnin að „kveða að“, o: nefna saman hljóð margra stafa, sem þeim heflr áður einungis verið kent að nefna með þeim nöfnum, sem staflinir nú einu sinni haía fengið, og sem oft benda ails ekki á það hljóð, sem þeir hafa í orðinu, sem nefna skal. Það er því alveg nauðsynlegt, að kennarar eftir megni hjálpi börnunum fram úr þessum toifærum, og það gera þeir bezt með því, að benda þeim skýrt og iðulega á hljóðið í hverjum samhljóðanda. Auk þess eru kaflarnir í kveri séra Eiríks einkar vel valdir, og heflr kverið þann mikla kost, að vera auðvelt fyrst, en þyngjast hæfllega eftir því sem aftur eftir því dregur. I'að

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.