Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 3

Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 3
99 Évaö veldur afíti^alc^sinu? f5essi spurning stendur í nánu sambandi við það atriði, er hr. Árni Pálsson ritaði um í síðasta blaði „Kennarabi." Hann talar þar um áhugaleysi unglinganna, og það víst ekki að ástæðulausu. Að vísu munu margir vilja benda á aðsóknina að gagnfræðaskólunum, kveönaskólunnm, búnaðarskólunum, sjómannaskólanum og öðrum mentastofnunum og álíta haná bera vott um alt annað en áhugalóysi unglinga á því að leita sór mentunar. Sumir líta jafnvel hornauga til mentafýsnar þeirrar, sem lýsir sér í þessari aðsókn, telja hana óholla fyrir þjóðfóiagið. Um það atriði skal ekki rætt að þessu sinni, heldur skal það að eins tekið fram, að vór getum eigi skoðað þetta sem neina óbrigðula sönnun fyrir því, að mentunaráhug- inn sé almennur. Aðgætandi er, að margir þeirra, sem sækja skóla þessa, gera það ekki af mentafýsn eingöngu, heldur til þess að búa sig undir einhverja sérstaka stöðu í lífinu. Öllum þessum mönnum verðum vér að sleppa. Og hvað skyldu hinir svo vera margir, þeir,- sem ganga á skóla að eins til þess að svala mentaþrá sinni? Það er ekki gott að segja. En svo mikið er óhætt að fullyrða, að það er mjög lítill hluti allra fermdra unglinga. Og hvað gera þeir, sem ekki ganga á skólana? Lang-flestir þeirra hugsa ekki hið minsta um að halda við því, sem þeir höfðu numið í æskunni, heldur eru búnir að týna því mest-öllu að fám árum liðnum. Mentunar-áhuginn getur því verið alt annað, — hollur eða óhollur, nytsamur eða skaðlegur —, almennur er hann ekki. Hvað veldur því ? Yér höfum fyrir oss fi’ásagnir eldri manna um það, hvernig þeir lærðu t. d. að skrifa. Peim var ekki haldið mikið til náms í æskunni, lærðu ekkert nema lestur og kver. En þegar þeir tóku að þroskast, fór þá að langa til að læra meira. Og þeir lærðu meira. Þeir fengu enga tilsögn, engar forskriftir til að skrifa eftir; en þeir náðu í umslög utan af 'brófum frá „lærðum" mönnum og höfðu utanáskriftirnar sór til fyrir-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.