Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 5

Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 5
101 verulegt gagn af henni, — einungis um hitt, hvort þau hafi lært svo eða svo mikið. Hverjir eru svo ávextir þessarar fræðslu? Eflir hún þroska nemendanna? Ef hún gerði það, þá mundu unglingarnir varla vera svo áhugalausir og skeytingarlausir, eins og nú með réttu er kvartað yflr. • Eykur hún mentafýsn þeirra? Þvert á móti. tlún eykur oftast hjá þeim leiða á náminu, svo að þeir verða þeirri stund fegnastir, þegar þeir losast algerlega við það. Gerir hún þá færari til að ganga út í lífið? Ekki að neinum mun, því mestöll þekkingin er gleymd að fám árum liðnum; P’eir standa þá eftir alt að því jafn-fáfróðir og jafn-óþroskaðir, eins og þó þeir hefðu aldrei notið neinnar kenslu í æskunni. Með þessu er engan veginn sagt, að öll þekking sé lítils eða einskis virði. Auki hún þroska og mentafýsn nemandans, og geri hún hann færari til að gegna skyldum sínum í mann- félaginu, þá er hún mjög mikils virði. Þetta á hún að gera og getur hún gert, sé fræðslunni rétt hagað; en geri hún þetta ekki, þá er hún fánýt. Um það erum vér hr. Árna Pálssyni alveg sammála, að meira þyrfti að hlynna að unglingafræðslunni, en gert hefir verið. En til þess að hún geti komið að sönnum og veruleg- um notum, þarf mentunargrundvöllurinn að vera rétt lagður hjá börnunum, þannig, að hann efli áhuga þeirra. Annars er hætt við, að lögbundin unglingafræðsla verði af öllum þorra manna — bæði nemendunum og öðrum •— skoðuð sem óeðli- leg skylda, sem bezt sé að geta komist hjá. Og árangurinn yrði þá tiltölulega litill, að vísu nokkuru meiri og varanlegri þekking, en varla að því skapi aukinn þroski. ^[m kennarasfíóla í .Danmörfíu. 2. Námstíminn er 3 ár. Kensluárið byrjar í ágústmánuði; þó er það nokkuð misjafnt, og fer eftir því, hvenær vorprófi er lokið. En það endar eigi á sama tíma við allla skóiana. Sumarleyfið stendur

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.