Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 6

Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 6
102 yfir hér um bil í 6 vikur, jólaleyfi í 2 vikur og páskaleyfi í 1 viku. Auk þess er venjulega gefið 3—4 daga leyfi að haust- inu, og loks einstakir fndagar, svo sem fæðingardagur kon- ungs, grundvallarlagadagurinn (5. júní) o. fl. Þar eð vér eigi höfum í höndum skýrslur frá öllum kenn- araskólum í Lanmörku, getum vér eigi skýrt nákvæmiega frá, hversu margar stundir kent er á degi hverjum við hvern ein- stakan skóla. En við ríkisskólana eru 6—7 kenslustundir á dag. 3. Námsgreinar. í 1. (neðsta) bekk eru kendar þessar námsgreinar: trúar- brögð (bibiíusögur og kirkjusaga), danska (málfr. og skrifleg danska), saga (mannkynssaga og Norðurlandasaga), landafræði, reikningur, matematik (bókstafareikningur og flatamálsfræði), náttúrusaga (dýrafræði og grasafræði), eðlisfræði, skrift, teikn- ing, leikfimi, söngur og fíólínspil. Orgelspil er eigi skyldunáms- grein, en allmargir taka þó þátt- í því. í 2. bekk eru kendar hinar sömu námsgreinar og í 1. bekk. Auk þess eru þar kend undirstöðuatriði þykkvamáls- fi'æðinnar, byrjað á uppeldisfræði, og við suma skólana taka nemendurnir í þeim bekk þátt í verklegum kensluæfingum. í 3. bekk er kent: trúarbrögð (trúfræði og bibliuskýring), danska (bókmentasaga og skrifleg danska), saga, uppeldisfræði (þar með taíin uppeldissaga, kenslufræði, sálarfræði og fræðsla um byggingu og eðli mannlegs líkama), verklegar kensluæfingar, leikfimi (verkleg og bókleg), teikning, söngur og fíólínspil. Eins og sjá má af yfirliti þessu, er kenslan í 2 neðri bekkjunum nálega eingöngu gagnfræðakensla. í danskri mál- fræði, sögu, landafræði, reikningi, matematik, náttúrusögu og eðlisfræði er kent viðlíka mikið og í latínuskólunum. Yeruleg kennarafræðsla byrjar fyrst í 3. bekk. Verklegar kensluæfingar fara fram á þrennan hátt: 1) Nemendur skólans eru til skiftis aðstoðarmenn í barna-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.