Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 3

Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 3
115 an af fyrir sér. En þá er líka lítil von til þess, að þeir ge'4Í í raun og veru sett sig inn í kenslustarfið; það verður þeim aldrei eigirdegt lífsstarf, heldur að eins aulca-atvinna. Sumarleyfið er alt of langt. Og það á að líkindum langt í land, að nokkur veruleg bót verði á því ráðin, í öllu falli til sveita. í kaupstöðum, þar sem skóiar eru, ætti það að vera dálitið auðveldara. Þar er ávalt meira eða m.inna af börnum, sem enga sérstaka atvinnu hafa og sem lítið gera um sumar- tímann. Einkum á þetta sór stað hér í Reykjavík, enda heflr nú á síðustu árum verið haldið hór uppi sumarkenslu, og verður því væntanlega haldið áfram framvegis. T(m iíennaraslíóla í iOanmörku, (Niðurl.) 4. Vitnisburðir og pröf. Daglegir vitnisburðir eru ekki gefnir. Þó munu einkunnir víðast vera gefnar fyrir ritgerðir, og í verklegum kensluæflng- um verða kennararnir daglega að skrifa hjá sór vitnisburð um frammistöðu nemendanna, því að meðaltalseinkunnir fyrir alt kensluárið eru reiknaðar með vitnisburðum þeim, er menn fá við próflð. Burtfararpróflð er í tveim hlutum. Fyrri hlutanum er lokið eftir 2 ár, og lúka menn þá þessum námsgreinum : teikningu, skrift, reikningi, matematik, landafræði, náttúrusögu og eðlis- fræði. Þá lúka menn einnig biblíusögum og kirkjusögu, danskri málfræði og dönskum stíl eftir upplestri; en vitnisburðir í þess- um náinsgreinum eru reiknaðir með þeim, er menn fá í trúar- brögðum og dönsku við síðari hluta prófsins. Skriflega próflð er ávalt haldið í byrjun maímánaðar, og eru þá gefln verkefni í þessum námsgreinum: Við fyrri hlutann í dönsku, reikningi og matematik (þá er og próf haldið í skrift og teikningu), og við síðari hlutann í dönsku, trúfræði, upp- eldisfræði og „kateketisk dispositión". Verkefnin eru hin sömu við alla skólana, enda er lika skriflega prófið haldið riákvæm- lega á sama tíma við þá alla.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.