Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 6

Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 6
134 Það sem ég tel unnið við þetta er: 1) að kenslan yrði eigi ains erfið og sundurleit fyrir kenn- arana og nú á sér stað, þar sem þeir hafa oft börn til kenslu í einu, sem eru svo misjöfn að aldrf og þroska, að þau þurfa að vera í eins mörgum flokkum og börnin eru mörg; 2) að með þessu fyrirkomulagi gengi kenslan jafnara yfir. Hvert barn ætti að njóta kenslu að minsta kosti 12 vikur á hverjum vetri, og væri það góð breyting frá þvi, sem nú er, þvi að fjöldi barna nýtur nú kenslu að eins hálfs mánaðar til mánaðar tíma; 3) að betri stjórn kæmist á kensluna. yfirleitt; hún yrði ekki hugsunarlítið hringl út í loftið, ósatnboðið málefninu, eins og nú á sér sorgfega víða stað. Enn fremur væri þá mjög svo auðvelt að halda barnapróf á hverju vori og safna þannig skýrslunt um menningarástandið á landinu; 4) að börnin vendust á félagsskap og bróðurhug við að læra saman og leika sér samán, og gæti það orðið óbein or- sök til margs góðs síðar í lífinu; Auðvitað tel ég þessa breytingu ejgi eins góða né algjörá eins og ef barnaskólar kæmust á til sveita. En af því að ég sé engar líkur til, að þeir geti komist á fyrst um sinn, vil ég ieyfa rnér að benda á þetta til athugunar, ef vera mætti, að það sé spor til bóta og spor 1 rétta átt. B. J. B. -------$xO©<>----- Hnn um Ijennarafélög. Því verður eigi neitað, að eindreginn og góður félags- skapur er undirstaða allra sannra framfara, því allsstaðar og á öllum tímum sannast orðtakið: „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föilum vér.“ Heflr þetta einnig komið greinilega í Ijós hér á landi, því nú á síðari tímum, einkum síðan þjóðin. öðlaðist aukið frelsi, hafa myndast ýms félög, sem stefna að því að bæta hag einstaklinganna og þjóðarinnar í heild sinni, bæði í andlegum og líkamlegum efnum. Má t. d. nefna verzlunar- félögin, bindindisfélögin og ýms fleiri félög, er ég. eigi hirði um

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.