Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 13

Kennarablaðið - 01.06.1900, Blaðsíða 13
141 bilnum stulkum færi á að afla sér frekari almennrar mentun- ar en skólinn áður gat veitt, og meðfi-am að veita þeim stúik- um, er hugsa til að fást við barnakenslu, nokkurn undirbún- ing undir það starf. í fyrravetur var þetta gert. Stúlkur þær er þá voru í fjórða bekk skólans, höfðu verkiegar kensluæfingar bæði í munnlegum námsgreinum og handavinnu. En síðast- liðið skólaár varð þessu eigi komið við. Engin af 3. bekkjar námsmeyjum frá í fyrra sótti skólann i vetur, og þær sem gengu í 4. bekk nú, höfðu svo mikið að læra sjálfar, að eng- inn tími varð afgangs til kensluæflnga. Barnaskóli Reykjavíkur. Honum var einnig sagt upp 14. raaí. Undir próflð, sem haldið var vikuna næst á undan, gengu alls 300 börn. Nokkur voru farin úr skólanum, áður en próf byrjaði, sum vegna veikinda og sum burt úr bænum. Það er nú eitt hið mesta mein barnaskólans, að mörg af börnunum hafa lokið dvöl sinni í honum alt of snemma, löngu fyrir fermingaraldur; eru alt af að verða meiri og meiri brögð að þvi, og stafar af því, að mörg böin eru nú svo ung, þegar þau byrja að ganga í skólann, eða svo vel undirbúin eftir aidri, að þau hlaupa yflr neðstu bekkina. Pau eru því oft eigi nema 12— 13 ára, þegar þau eru búin með 6. bekk, og þá hefir skólinn ekki meira að bjóða þeim. En vonandi, að úr þessu verði bætt áður langt um iíður með því að bæta einum bekk við, svo að börnum verði gefinn kostur á að æfa sig frekar í þeim námsgreinum, sem kendar eru í 6. bekk, og auk þess að nema eitthvað nýtt, því eigi er hægt að ætiast til þess að börnin séu látin ganga í sama bekkinn hvert árið eftir annað. -------<Kx>0------ j&risfilegf unglingafélag. Félag þetta hefir, þó tiltölulega ungt sé, náð afar-mikilli útbreiðslu víðsvegar um hinn kristna heim, og óhætt mun að fullyrða, að það hafi haft stórmikil vekjandi og siðbætandi áhrif þar sem það hefir náð að festa rætur.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.