Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 8

Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 8
152 hana í verkinu allsstaðar á Norðurlöndum, svo að þau öfl, sem hreifa sér í þjóðlífi voru, geti þroskast; reynslan hefir sýnt, að þessi vegur er fær og að hann liggur í rétta átt, því að þúsundir manna hafa farið hann, og þeir hafa fundið, að kraftar þeirra þróuðust, og þeir hafa enn fremur fundið, að það var skylda þeirra að verja þeim landi og lýð til heilla. Þessa leið geta norrænir sveinar og norrænar meyjar enn þá farið. Og þá rætist það, sem hann dreymdi um í kyrð næt- urinnar, greppinn forna, þegar hann sat yfir skræðum sínum og var að þýða íornsögurnar á móðurmál sitt, svo að alþýðan gæti lesið þær; þá kemur það í ljós, fyrir hverju þeir hafa barist, sem síðan hafa farið að hans dæmi og reynt að fá landa sína til viðtals bæði í Danmörku og annarsstaðar á Norður- löndum. J'TlJ^ðumenfun ó 12orðurlöndum. 4. ísland. I. Eftir að í undanfarandi greinum hefir verið minst stutt- lega á fyrirkomulag alþýðuskóla á Norðurlöndum, skal nú máli snúið að alþýðufræðslu vorri; þó verður í grein þessari lítt rakin framfarasaga hennar, að eins drepið á nokkur höfuð-at- riði, en aðallega gert að umtalsefni ástandið, eins og það er nú. Eins og kunnugt er, hefir hér eigi komist á almenn skóla- skylda, ejns og svo víða annarsstaðar; þó hvílir hér á nokkur fræðsluskylda og hefir all-lengi gert. Pegar eftir siðbót er prestum gert að skyldu að fræða lýðinn í kristindómi í kirkj- unni á helgum dögum, skyldu þeir taka einhvern kafla úr fræðunum til útlistunar á messudögum; síðan er það hert á kröfum, að foreldrar skuli kenna börnum sínum í heimahúsum kristin fræði, og prestar hafa eftirlit. með þessu á húsvitjunar- ferðum sínum. Þá er og farið að brýna fyrir mönnum, að kenna unglingum bóklestur, að svo miklu leyti sem því yrði við komið; þó er um miðja síðustu öld ekki komið lengra en svo,

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.