Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 12

Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 12
156 svo tímanlega, að þau séu komin til þeirra fyrir lok júnímán- aðar ái hvert, og eiga. þeim að fylgja nákvæmar skýrslur og vottorð um öll þau atriði, sem tilgreind eru hér að framan. Styrkurinn veitist einkum eftir kenslutima og nemendafjölda. Enn fremur liafa í fjárlögunum sjálfum verið sett nokkur skilyrði fyrir fjárveitingunni; hafa þau tekið nokkurum breyt- ingum frá upphafi. í síðustu fjárlögum eru þau þannig orðuð, að styrkur til barnaskóla annarsstaðar en í kaupstöðum (í kaupstöðum fá barnaskóiarnir engan styrk úr landssjóði) veit- ist einkum eftir lengd kenslutímans og nemendafjölda, ogmeð því skilyrði, að skólarnir njót.i einnig annars tillags, er eigi só minna en helmingur á móts við styrkinn úr landssjóði. En um styrkinn til sveitakennara er svo ákveðið í fjárlögunum, að hann skuli vera alt að 80 kr. handa hverjum, og að hann veitist eftir tillögum stiftsyfirvaldanna. -------<>»0-0------ „Kermarabl. “ hlýtur að þessu sinni að flytja lesendum sínum þá sorgarfregn, að skarð er orðið fyrir skildi í hóp ís- lenzkra kennara, þar sem vér eigum á bak að sjá tveim merkismönnum úr flokki vorum. Það eru þeir Markús F. Bjarnason skólastjóri og Árni Pálsson barnakennari. Marlcús Finnbogi Bjarnason var ættaður vestan úr Arnar- firði og fæddur þar hinn 23. nóv. 1849. Gaf hann sig snemma að sjómensku, svo sem föðurfrændur bans höfðu gert, og varð einn meðal hásetanna, á fyrsta þilskipinu, sem gekk til fiski- veiða hóðan úr Reykjavík; en það var „Fanny“ eign Geirs kaupm. Zoega o. fl. í íslenzkum blöðum frá 1873 er þess getið sem nýlundu mikillai' eða öllu heldur sem einsdæmis hór á landi, að þá gekk íslenzkur sjómaður einn undir stýrimannapróf hér í Reykja- vík og stóðst það með mjög góðum vitnisburði, að dómi próf- dómenda, er voru foringjar af herskipinu „Fylla“. En sjó-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.