Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 14

Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 14
158 hann í þeim greinum, sem mest ríður á við stýrimannakenslu. Bn hitt mun þó oigi siður, að vandfenginn sé jafningi hans að áhuga og stjórnsemi; menn, som hafa þessa kosti til að bera og sem þó geta áunnið sór svo mikla og almenna hylli nem- enda sinna, eius og Markús sál. gerði, — þeir eru sannarlega ekki á hverju strái. Arni Pálssou barnakennari á Akri í Njarðvíkum andaðist 27. f. m., 46 ára gamall, frá konu og 10 börnum, flestum í ómegð. Hann fékst alllengi við barnakenslu þar í Njarðvík- unum, og leysti það starf vel af hendi, enda var hann vel að sér og áhugamaður mikill mn það sem annað, er að framför- um lýtur. Eigi hat'ði hann verið til menta settur, en þó hafði hann aflað sójé meiri og haldbetri mentunar, en margir þeirra, sem á skóla hafa gengið. Hann var af fátækum kominn og lifði jafnan við fremur þröngán hag, og nú hin síðari árin að minsta kosti við mjög mikla fátækt. En þrátt fyrir það var áhuginn altaf samur á því, er hann fann, að þjóðinni mátti áð þrifum verða. Á jörð þeirri, er hann bjó á um allmörg ár, Narfakoti ; Njarðvíkum, gerði hann óvenjumiklar jarðabætur og stundaði garðyrkju af alefli; ritaði hann ýmsar greinár um það efni i blöð og tímarit. Annað það mál, er hann unni mest og starfaði fyrir, var bindindismálið. Má óhætt fullyrða, að það mál liafi fáa einlægari og tryggari vini átt en hann. En þó hyggjum vér að alþýðumentunarmálið hafi verið það mál, er hann unni heitast. Hann vissi af reynslunni, hve sárt það er, að hafa brennándi löngun til að mentast, en fá ekki þessari löngun fullnægt á uppvaxtai'árunum. Árni sál. var einn af þeim mörgu, sem sárt verða að gjalda fátæktarinnar. Hæfileikarnir, sem þeir eru gæddir, koma bæði sjálfum þeim og öðrum að litlum notum, þegar alt lendir í baráttunni fyrir tilverunni. Og það, sem þeir segja eða gera í þá áttina að efla framför lands og lýðs, verður oft að litlu metið, af þvi að það eju Jieir, sem segja það eða gera. Nöfn þeirra gleymast brátt; þau verða hvorki rituð á veglega minn- isvarða né í sögu þjóðarinnar; og skyldulið þeirra verður að gera sér að góðu að þiggja náðarbrauð af sveitinni.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.