Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 1

Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 1
X_L 4^//) MÁNAÖABRIT IJM ITPPELDI 00 EENSLUMÁL ), ÁR6, I SEPTEMBER 19 00. I 12, BLAfl. , ll .fiarnapróf. Síðan sveitakennarar fóru að fá styrk úr landssjóði, hafa við lok kensluársins verið haldin próf af prestum og kennurum, sumst.aðar að sóknarnefndum viðstöddum. Þetta er nauðsyn- legt til þess að styrkveitingin geti komið róttilega niður. Bn að öðru leyti álít ég að barnapróf þessi hafi helzt til iitla þýðingu, eins og þeim er nú fýrir komið. Mér virðist þau hafa alt of lítil áhrif í þá áttina að vekja áhugann meðal eldri og yngri, og enn fremur get ég eigi betur séð en að þau gefi næsta ófullkomið yfirlit yfir mentunarástandið meðal æsku- lýðsins. Þau börn, sem eigi njóta vikukenslu, geta samkvæmt skýrsluformunum ekki talist, með á skýrslu sveitakennarans. Ég geri nú að vísu ráð fyrir, að kenslunni muni víða eðajafn- vel víðast vera hagað þannig, að ekkert barn njóti kenslu skemmri tíma; en reynslu hefi ég þó fyrir því, að hið gagnstæða á sér einnig stað. Og þau börn, sem þannig er ástatt með, eru venjulega ekki prófuð. Það er talið þýðingarlaust, þar sem þau geta ekki komist á skýrsluna hvort sem er. • í>á er enn fremur fjöldi barna, sem engrar kenslu nýtur hjá sveitakennurunum, heldur að eins í heimahúsum. Þessi börn koma ekki til prófs. Éað eru prestarnir einir, sem hafa hugmynd um uppfræðingu þeirra. En nú er þess að- gæta, að prestarnir fara oftast rannsóknarferðir sínar, húsvitjunarferðirnar; að haustinu eða fyrri hluta vetrar, og er námstími barnanna þá nýbyrjaður og stuirdum ekki byrjaður. Hlýtur því eftirlitið

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.