Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 2

Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 2
178 með fræðslu þeirra að vera ófullkomið. Auðvitað geta þau börn, sem njóta heimakenslu, verið eins vel og ef til vill miklu betur að sér heldur en þau, sem njóta fræðslu hjá kennaran- um um lengri eða skemmri tíma; en það. er alls ekki víst að þau séw það. Samanburðurinn yrði fyrst mögulegur, ef að þau væru prófuð saman. Ég vil því leyfa mér að beina þeirri spurningu til presta og kennara. og annara þeirra, sem iáta sér ant um fræðslu barna og unglinga, hvort eigi rnuudi heppilegt að kveðja til prófs öll þau börn, sem á kenslureki eru, að vorinu til, hvoi’t sern þau hafa notið kenslu hjá sveitakennurum eða í heima- húsum. Alít ég réttast, að börrrin úr hverri sókn væru prófuð í einni heild. Við barnaprófln ættu að vera viðstaddir, auk presta og kennara, sóknarnefndarmenn og foreldrar eða hús- ráðendur barnanna. Ég gerrg að því visu, að með þessu fyrir- komulagi mætti fá miklu betra. yfirlit yfir barnafræðsluna en nú, og sömuleiðis, að það mundi verða til þess að vekja áhuga bæði hjá börnunum og þeim, sern yfir þeirn eiga að segja. Við shk tækifæri ætti einnig vel við, að prestarnir brýndu það fyrir almenningi, hve nauðsynlegt er að hver og einn gæti skyldu sinnar í þessu efni, og mundi það án efa verða málefninu til eflingar, og það mun óhætt að fyllyrða, að öll orð í þá átt sóu orð í tíma töluð. S. S. ------0»0>0----- JJlþýðumeuíun á jQorðurlöndum. Niðurlags-kafli. Vér tókum það fram þegar í upphafi, að tilgangur vor rneð greinum þessurn um alþýðumentun á Norðurlöndum væri- sá, að gera samanburðinn milli vor íslendinga og nágranna- þjóða vorra í þessu tilliti auðveldari. Vér höfum nú drepið á aðalatriðin úr sögu alþýðumentun- armálsins bæði hér hjá oss og í nágrannalöndunum, og skýrt stuttlega frá ástandinu, eins og það er nú, löggjöf og fyrir- komulagi kenslumálanna.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.