Plógur - 01.02.1907, Blaðsíða 2
Passíusá/mar
Hall^ríms Péturssoriar
eru gimsteinn í bókmentum þjóðar vorrar. Nú er
verið að prenta þá í vandaðri útgáfu í 4to. með fjór- *
um röddum fyrir harmóníum og með hinum réttu
lögum og lagboðum, sem skáldið heflr valið við þá.
Það er ætlun margra, að séra Hallgrímur hafi ekki
verið söngmaður og þess er getið í æfiatriðum hans,
að hann hafi ekki verið mikill raddmaður. En hver,
sem nákvæmlega vill kynna sér lögin við sálmana,
mun fljótt komast að raun um, að þau eru svo meist-
aralega valin við efnið, að jafn-rangt væri að víkja frá
þeim, eins og breyta orðum eða efni sjálfra sálmanna.
Bókin verður send út um land á næsta sumri;
hún verður 18—20 arkir að stærð og seld svo ódýrt,
sem hægt er. Verðið er ekki fastákveðið enn, þó mun
hún ekki verða dýrari en kr. 2,50 fyrir þá, sem panta
hana á þessu ári. Sálmarnir eru prentaðir eftir frum-
handriti skáldsins, en ritháttur nýrri. Sama er og með
lögin, að elzta rithætti á þeim er ekki fylgt, einkum þó
að því er hljómfallið (rhytmus) snertir, sem þó er
einkennilega fagurt í mörgum eldri kirkjusöngslög-
um. Flest eru lögin í samræmi við Guðbrandssálma-
bók, Hólum 1589.
Rvík, Pingholtsstræti 8, 20. jan. 1907.
Jónas Jónsson.