Helgarpósturinn - 12.10.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 12.10.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 12. október 1979 h&lgarpásturinrL. Lítil saga um lítið mál sem stofnana- og nefndakerfi borgarinnar hefur hikstað á í 4 mánuði Þessir skúrar og vibbyggingin sem er ætiaO aö koma i staö þeirra, hefur staöiö i borgarkerfinu KERFISSTRÍÐI aöalbyggingu. r I Skúrarnir tveir, sem eru fastir viö 14 mánuöi. KONA Aö festast I kerfinu og vera kastaö á milli nefnda og ráöa er aöstaöa, sem allt of margir þekkja af biturri reynslu. Þá eru erindi manna send frá Heródesi til Pilatusar þaðan til Péturs og loks til Páls. Þá sendir Páll erind- iö sömu leiö til baka. Þannig kút- veltist stundum einstaklingurinn og erindi hans fram og til baka i kerfinu og hvorki gengur eöa rek- ur. Hér á eftir mun Helgarpóstur- inn rekja mál sem er af þessari geröinni. Aö Þingholtsstræti 13 stendur 103 ára gamalt hús. Þaö er langt og mjótt (ca 20 x 6 metrar) og var byggt 1876 af Þorsteini Guö- mundssyni yfirmatsmanni. Húsiö er byggt I dönskum stil og vandaö aö allri gerð. 1923 var siöan bætt viö tveimur smáútskotum á bak- hliö hússins fyrir saierni og býti- búr. Þessar viöbætur voru gerðar af vanefnum og stóöust illa tim- ans tönn. Viðbyggingarnar eru nánast ónýtar i dag, gegnumfún- ar og lekar. Um þessar viöbygg- ingar stendur deilan i kerfinu. Salerni hússins og býtibúr stiflaö- ist i kerfinu. Rétt er aö geta þess að húsiö er friöað svonefndri B- friöun. En þaö er vert aö byrja á byrj- uninni. Viö skulum gefa eiganda hússins i dag, ÞuriðiBergmann Jónsdóttur orðiö: ,,Ég hafði af- ráöiö aö skipta um járn á öllu húsinu og einnig skúrunum (viö- byggingunum). Sonur minn hugð- ist hefjast handa viö verkiö þann 15. júni s.l. en er hann var aö skipta um járn á baöskúrnum, þá bókstaflega hrundi þakiö. Kom þá i ljós er nánar var kannaö, aö baðhúsið og býtiskúrinn voru gegnumfúnir. Ég sá aö viö svo búið mátti ekki standa, þvl sal- ernis — og baðaðstööu er nauö- synlegt að hafa i öllum íbúöar- húsum. Vildi ég rifa þessa skúra, enda þeir ekki hluti af uppruna- lega húsinu og byggja i staðinn 20 fermetra stórt herbergi meö lágu risi, þar sem i væri baö og þvotta- aöstaöa, auk vinnuherbergis i risi.” Þuriður taldi ekki ráölegt aö endurbyggja skúraviöbygging- arnar, þar sem þeir voru ekkert i samræmi við hússtflinn. Annar skúrinn meö flatþaki, en hinn meö lágu risþaki. Auk þess mun Þuriöur haft í huga að koma fyrir baökeri i viöbyggingunum og ein- hverri þvottaaöstöðu, en slfkum nauösynjum var ekki hægt að komafyriref skúrarnir hefðu ver- iö endurbyggöir óbreyttir. Þá vissi Þuriöur einnig sem var, aö engin opinber lán fengjust vegna þessara framkvæmda ef viðbótin næöi ekki 20 fermetrum. Þar af leiöandi, vildi hún byggja nýtt og örlitið stærra. Heföu viöbygging- in náð tveimur metrum lengra inn I baklóöina en skúrarnir áöur- nefndu. Kerfið kemur inni dæmið Haföi Þurföur samband viö Magnús Skúlason formann bygg- ingarnefndar Reykjavikurborgar vegna þessa máls. Kom hann á staðinn og skoöaöi húsiö og viö- byggingarnar. Aö sögn Þuriöar haföi Magnús aö oröi, aö vel mætti lengja baöhúsiö út i baklóö- ina.tilaðunnt yröi aö koma fyrir baöi. Ekki var hann þó hrifinn af breikkun og hækkun baðhússins. Þuriöur eigandi hússins tók hug- myndum formanns skipulags- nefndar fálega og fannst litil hús- prýöi af tillögum hans. „Mér fannst litill feguröarauki i þessum tillögum Magnúsar Skúlasonar. Lenging baðhússins hefði gert þaö aö verkum, aö viö- byggingin heföi staöið eins og langt mjótt spjót út úr húsinu,” sagöi Þuriöur viö Helgarpóstinn. „Magnús sagöi viö mig, er viö vorum ekki sammála. „Þú ert ekki rétti kaupandinn aö þessu húsi” Fannst mér þetta furðuleg ummæli. Magnús fór siöan á braut og kvaöst ætla aö hugsa málið betur.” Síöan geröist þaö f þessu máli, aö konan haföi samband við Nönnu Hermannsson borgar- minjavörð, en samkvæmt kaup- samningi er eigandi gerði viö söluaöila (Reykjavíkurborg) var honum gert að hafa samráö viö minjavörö varöandi breytingar og bætur á húseigninni. uppi varöandi viöbygginguna væru ekki aö mfnu skapi. Þetta væri of stór viöbygging og myndi rýra minjagildi hússins. Sú skoö- un min breyttist ekki eftir að ég sá teikningar eiganda. Þetta var og er min persónulega skoöun og byggir á reynslu minni i þessum efnum.” Húsfriðunarnefnd með Nanna Hermannsson fór f mán- aöarleyfi fljótlega eftir aö hún hafði rætt viö eiganda hússins. Þuriður Bergmainn Jónsdóttir eig- andinn, var hins vegar orðin nokkuö óþolinmóö meö ganginn i þessu máli og hugðist leggja þaö Afstööuteikning af bakhliö Þingholtstrætis 13 ef teikningar eigandans veröa samþykktar Nanna Hermannsson sagöi i samtali viö Helgarpóstinn: „Er Þuriöur Bergmann lýsti hug- myndum sinum aö viöbyggingu viö húsiö, sagöi ég henni strax aö hún þyrfti aö láta hanna teikning- ar til aö unnt væri aö taka form- lega afstööu til þessara hug- mynda. Þó lét ég þess strax getið, aö þær hugmyndir sem hún heföi fyrir byggingarnefnd. Aöur en það geröist fékk hún Hörð Agústsson listmálara, nefndar- mann f húsfriöunarnefnd og baö hann segja sitt álit. Höröur mætti á staöinn og kvaöst geta sætt sig viö þær hugmyndir og þær teikn- ingar sem eigandinn haföi þá lát- iögera. Þór Magnússon formaöur húsfriöunarnefndar skoöaði einn- ig vettvang og tók í sama streng og Höröur. Húsafriöunarnefnd samþykkti siöan fyrir sitt leyti á fundi sinum 8. ágúst aö þessi viö- bygging mætti rísa. Helgarpósturinn hafði sam- bandi við Hörð Agústsson vegna þessa og spuröi á hvaöa forsend- um hann heföi samþykkt teikn- ingar eiganda. „Ég var i sjálfu sér ekkert of hrifinn að bæta svona miklu við þetta hús,” svaraði Höröur. „Hins vegar tel ég nauðsynlegt aö hjálpa fólki I svona gömlum hús- um tilað geta búiö þar án teljandi erfiöleika. Það vantaði baö — og þvottaaðstööu i húsiö og þvi þurfti aö bjarga. 011 gerö þeirrar viö- byggingar sem eigandi hafði hugsaö sér, var i stil viö húsiö. Þá sést viðbyggingin ekki frá götu, þar sem ris viöbyggingar er 20 cm lægra en þak hússins, auk þess sem viðbyggingin var inn- tekin frá horni. Mér fannst þvi mjög kurteislega meö þetta farið og setti mig ekki á móti teikning- um konunnar. Þaö veröur að gera greinarmun á þvi hvort friðuð hús séu á safni, eða hvort i þeim er búið af fólki.” Kerfið fer í gang Eftir samþykkt húsfriöunar- nefndar hófst siöan kerfisstriöiö fyrir alvöru og hefur enn ekki tek- iö enda. Skal nú rakinn mála- reksturinn eins og hann gekk fyr- ir sig i borgarkerfinu. 1. Húsfriðunarnefnd eins og áöur sagði ákveöur á fundi 8. ágúst að „ekkert sé við fyrirhugaöa við- byggingu aö athuga, enda fellur hún vel aö byggingarstil húss- ins”. Mælt meö þvi að viðbygg- ingin yrði leyfö. 2. Byggingarnefnd tekur máliö fyrir 9. ágúst og visar þvi þá til umsagnar húsfriöunarnefndar og umhverfismálaráös. (Samþykkt húsfriðunarnefndar hafði ekki náö fundi byggingarnefndar.) 3. Húsfriðunarnefnd tekur máliö aftur fyrir 21. ágúst og staöfestir fyrri niöurstöðu sina. Viöbygg- inguna skal.leyfa. 4. Umhverfismálaráð á feröinni meö máliö 22. ágúst. Frestar ákvörðun. 5. Umhverfismálaráö á nýjan leik og nú sérstakur fundur um viö- byggingarmáliö Þingholtsstræti 13. Þar tekin fyrir teikning Hauks Viktorssonar arkitekts, og var hún gerö samkvæmt hugmyndum eiganda hússins. Umhverfismálaráð taldi á fundi sinum ýmsa ágalla á þess- ari teikningu. Sagöi hana of stóra og þess vegna raska hlutföllum hússins og bera þaö ofurliöi. Þá segir umhverfismálaráö i þessari umsögn sinni: „aö lögun hússins breytist viö þessa viöbyggingu. t stað skúrbygginga i bakgarði er komin ný álma, sem er allt aö þvi jafnbreiö húsinu.” Umhverfismálaráö lagöi þaö til, aö ný teikning yröi gerö af viö- byggingunni og hún geröi ráö fyr- ir minna húsplássi. Voru allir ráösmenn á þessari skoðun, en Magnús L. Sveinsson bókaöi þó sérálit, þar sem hann tók undir niöurstööur húsfriöun- arnefndar aö nokkru leyti. Umhverfismálaráö fól siöan borgarminjaverði aö freista þess aö ná samkomulagi viö eiganda hússins um breytingar sem hægt væri aö sættast á. Hins vegar veröi „mat borgarminjavaröar á varöveislugildi hússins og hugs- anlegri skeröingu á þvl ráöandi fyrir afstööu borgaryfirvalda til málsins.” 6. Byggingarnefnd var meö máliö á dagskrá 30. ágúst og ákvöröun þá frestaö, en vísaö i samþykktir húsafriöunarnefndar og um- hverfismálaráös. 7. Eigandi hússins, Þuriöur Bergmann Jónsdóttir sendir borg arráöi bréf þar sem hún skýrir frá gangi málsins innan borgar- kerfisins. Segir hún i bréfi þessu, aö hön telji afskipti borgarminja- varöar af húsinu ganga lengra en lög segi til um. Þá fer eigandinn fram á að kvöö um friðun á húsi þessu veröi felld niöur. Skýrir Þuriöur Bergmann einnig frá þvi aö húsiö hafi staöiö opiö fyrir veöri og vindum i allt sumar á meöan aðilar þessir (húsfriöun- arnefnd, umhverfismálaráð, minjavöröur, byggingarnefnd)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.