Helgarpósturinn - 08.08.1980, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 08.08.1980, Blaðsíða 26
26 Föstudagur 8. ágúst 1980. helgar-pósturinn „LIFANDI TAKTUR ANDAR” - RÆTT VIÐ ARNALD ARNARSON GÍTARLEIKARA Nokkur undanfarin ár hefur klassiski gitarinn átt vaxandi vin- sældum aö fagna, svo að jafnvel hefur verið talað um stórsókn hans innan tónlistarheimsins. Jafnt verðandi hljóðfæraleikarar sem tónlistarunnendur hafa verið að uppgötva gftarinn og klasslska gftartónlist og nú er svo komið að gltarleikarar eins og Segovia og John Williams njóta engu minni virðingar en snillingar sem iagt hafa fyrir sig önnur og kannski hefðbundnari hljóðfæri innan hinnar klasslsku tónlistar. Hér heima hefur þess llka orðið vart að æ fleira ungt fóik leggur fyrir sig klasslska gitarinn og einn úr þess hópi Arnaldur Arnarson hélt tónleika hér heima á dögunum en hann stundar annars nám I tón- listarskóla i Englandi. ,,Já, það er óhætt aö segja að þið eigiö við- töl við alla mögulega og ómögu- lega menn,” sagði Arnaldur þeg- ar ég barði upp á hjá honum árla morguns. ,,En ég veit ekki hvort þú færð nokkuð út úr mér af viti. Ég var að halda tónleika I gær og maður er alltaf hálftómur I hausnum eftir tónleika.” Og talið barst strax að þvi hvernig sé að halda tónleika. Sviðsskrekkur „Jú, það er öðruvisi nú en hér áðurfyrr. Núna fylgir þessu meiri tilhlökkun og óneitanlega spenna, en ég myndi frekar kalla það eftirvæntingu en vanliðan. Ég held að það sé hægt að hafa mikil áhrif á taugaspennu með hugan- um. Taugaveiklun fyrir hljóm- leika er oft byggð á fölskum for- sendum: menn eru hræddir við að gera tæknileg mistök og setja það á oddinn sem ég held að sé alls ekki rétt. Það er óþægi- leg tilfinning sem fylgir sviðs- skrekk, þvalir fingur, stifni i höndum og minni stjórn. En mér finnst, að i staðinn fyrir að reyna að losa sig viö þetta eigi menn að notfæra sér ástandið og iáta það vinna með sér, en ekki gegn sér. Og þegar þvi er náð er kannski hægt að minnka þessa tilfinningu. Annars ætla ég að vona að þetta verði aldrei svo hversdagslegt að maö- ur verði aiveg dauður fyrir þvi. Þá er alveg eins gott að hætta. Margir segja að einsamall eigi maður að imynda sér að maöur sé að spila fyrir áheyrendur og öfugt. En ég held að þetta sé tæknilegt atriði, sem snýst oft um að sýna einhverja akróbatik, sem er vitlaus hugsun. Þegar maður er aö spila þá er maöur að tjá eitt- hvert ástand. Maöur er ekki að sýna hvað maður getur hreyft puttana hratt, þó vissulega hafi veriö skrifuð slik verk og það ele- ment sé alltaf til staöar.Tæknin á að vera þjónn þinn, en þú ekki þræll hennar.” I Klassíska aðferöin — Er erfitt að læra á gitar? „Já, þvi fylgja miklar kvalir á köflum og sálarþrautir. Það er óhætt að segja það, einsog með öll hljóðfæri og alla list. Þetta er mikil vinna sem útheimtir mikla sjálfskritik.” — Af hverju fórst þú að læra á gitar? ,,Ég veit ekki hvort ég get út- skýrt það. Ég hafði heyrt krakka hérna heima vera að glamra og fannst þetta spennandi og eitt- hvað sérstakt. Þegar ég byrjaði, þá hugsaði ég hinsvegar ekkert um kiassikina. En þegar svo kom að þvi að ég fór að læra þá var það klassiska aðferöin og ég tók henni bara einsog hún kom fyrir. Svona einsog dæmi sem maður er að fást við að leysa án þess að hugsa um framhaldið. Ég veit ekki, maður gerði sér enga grein fyrir þvi hve erfitt þetta er, sér þaö svona eftirá.En þegar vel gengur þá bætir það upp aila erfiðleik- ana,ensvokomaauðvitað timar þegar illa tekst til og þá er bara að taka þvi. Það er erfitt að segja hversvegna maður leggur þetta á sig og einsog ég segi þá gerði maður sér enga grein fyrir þvi fyrirfram. Þetta er eitthvað markmið sem maður stefnir að og hugsar ekki um annað, hugsar ekki um hvað þetta er timafrekt og dýrt. En núna þegar maður lit- ur til baka og sér hvað liggur að baki, þá gerir maður sér lika bet- ur grein fyrir takmörkum sinum og hvað þaö er sem maður þarf að yfirstiga” Ekki köllun „Ég get nú ekki sagt að tónlist- in sé köllun hjá mér einsog hjá sumum. Aö visu langaði mig á timabili þegar ég var I mennta- skóla, að kasta öllu öðru til hliðar og skella mér úti þetta. En það var aldrei fuilkomin vissa. Eftir stúdentsprófiö ákvað ég þó aö prófa þetta, þvi ég vissi að ef ég geröi það ekki, þá myndi ég sjá eftir þvi alla ævi. Ég varö að prófa þetta og gat þá bara komið aftur og gert eitthvað annað ef útf það færi. En nú litur allt útfyrir aö maður verði i tónlistinni áfram.” — Eru vinsældir gitarsins ekki alltaf að aukast? „Jú, ég held að vinsældir git- arsins hafi aukist talsvert siðan ég byrjaði að læra. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem reyna að kynn- ast hljóöfærinu af eigin raun. Fyrir allmörgum árum var gitar ekki talinn með klassiskum hljóð- færum og skipað á bekk með harmónikkunni, sem er lika van- metiö hljóðfæri. Þaö eru aðallega Gunnar H. Jónsson og Eyþór Þor- láksson sem hafa kynnt gitarinn hér á landi. Ég get getið þess svona til gamans, sem dæmi um hvernig áhugi hefur vaxið og skilningur aukist á gitarnum, að þegar kennarinn minn gamli, Gunnar H., var að byrja hérna fyrir u.þ.b. 20 árum, þá var það ekki máliö að læra klassik. Mönn- um þótti mikiö að læra þrjú grip og vildu komast af með tvö. JUjú, gitarinn er greinilega á uppleið. Maður veit þó að það er enn tals- vert af fólki, sérstaklega úti á landi, sem litur ekki sömu augum á gitarinn og t.d. fiðlu og pianó, en bilið er alltaf að minnka.” — Markaður fyrir gitarleik- ara? „Ég held að það sé litill mark- aður fyrir klassiska gitarleikara hér núna, en hinsvegar er nóg að gera fyrir þá sem vilja kenna. Það er skortur á gitarkennur- um.” Ef nögl brotnar — Segðu mér eitt, — þarftu ekki alltaf aö passa vel uppá putt- ana? „Jú, ég forðast mikla handa- vinnu. Maður notar eigin neglur hægri handar og passar að brjóta þær ekki. Það er orðið ósjálfrátt hvernig maður beitir höndunum. Ég er samt ekkert hræddur við aö taka á, en nálgast alla hluti með varúð. Ef ein nögl brotnar þá raskast jafnvægið talsvert. Ann- ars voru negiur ekki mikið notað- ar hér áðurfyrr. Það var Segovia sem ruddi þessari tækni braut. Menn notuöu gómana, en negl- urnar framkalla hreinni tóna og gefa möguleika á fjölbreyttari blæbrigðamy ndun.” — Þarftu að beita mikium sjálfsaga við gitarnámið? „Sko, I fyrsta lagi þá vinn ég eins litið eftir rútlnu og ég mögu- lega get. Ég er afskaplega tor- trygginn á þá aðferð, þegar feng- ist er við list, að vinna eftir ein- hverri rútlnu. En ég vil fara var- lega úti þetta með agann. Þú beit- ir ákveðnum þvingunum þegar þú agar þig. Ég vil frekar beina hug- anum aö þvi sem ég er að gera, finna eitthvað innra með mér sem ég reyni að rækta heldur en að beita utanaðkomandi þvingunum. Ég held að það sér erfitt aö fá fram óþvingaða tjáningu með þvi að beita aga. Ég held að maður verði miklu ánægðari ef maður hefur sannfæringu. Þess vegna finnst méf ekki nóg að segja viö nemendur hvað þeir þurfi aö gera, heldur ekki sist að gera þeim grein fyrir því af hverju það er svo mikilvægt. En þegar ég tala um agaleysi á ég ekki við að menn temji sér stefnuleysi. Ég hef það mottó i sambandi við mlnar æfingar, að ef ég finn enga þörf eða löngun hjá mér til að spila á hljóðfærið þá geri ég það ekki. Ég bý aldrei til æfinga- plön, þó þaö sé ágætt að hafa ein- i hverja yfirsýn. Þetta er grund- ! vallaratriði sem mér finnst gilda allsstaðar i lifinu. Auðvitað verða menn að beygja sig undir ákveðna rútinu, þjóðfélög geta ekki verið án þess, en mitt viðhorf er að menn liti það jákvæðum augum, i staðinn fyrir að vera sl- fellt að kvarta, ef menn á annað borð ætla sér að taka þátt i þvi.” Allt hefur sinn takt „Það er erfitt að tala um abstrakt hluti konkret, en ég held að allt sem maður gerir I listinni verði maður að byggja á innri sannfæringu. Það er ekki nóg að kunna bara nótur. Markmiðið er að fá áheyrendur til að skynja það ástand sem maður er að tjá. Ég er ekki aðeins að spila fyrir þá sem kunna tónlist. Ef ég fæ þann sem kann ekkert i músik til að upplifa það sem ég vil tjá, þá er ég ánægður, þó hann geti ekki út- skýrt það. Þetta eru auðvitað fal- leg orð, en þetta er hægara sagt en gert og kostar mikla vinnu og hugsun. Við getum tekið sem dæmi takt- skynjun, sem fólk hefur I misjöfn- um mæli. Taktmælar eru mikið notaðir i kennslu, en takturinn I taktmælinum er dauður taktur. Þetta er eitthvað sem kemur ut- anað, getur kannski hjálpaö til, en lifandi taktur kemur innanaö og er ekki metriskur. Lifandi taktur andar. Sumir segja aö ein- hverjir hafi ekki taktskyn, en ég er ekki sammála þvi. Allt I kring- um okkur hefur sinn takt, likam- inn, hjartað, öndunin, náttúran. Maður getur hugsað sér lifandi takt sem göngulag og fengið til- finningu fyrir þvi. Mér finnst allt- of fáir tónlistarmenn hafa lifandi ryþma, ekki sist núna. Maður heyrir þetta element meira i eldri tónlistarmönnum. En þetta virð- ist eiga eitthvað erfitt uppdráttar núna sbr) diskóið sem er stein- dauður taktur. En ég held nú að þetta sé engu að siður i öllum, og aðeins spurning um að rækta þetta.” Tónlistarleg sjálfsfróun — Hlustarðu eitthvað á popp- tónlist? „Ja, I gagnfræðaskóla hlustaði ég heilmikið á popptónlist og átti min goð. Ég var t.d. mjög spennt- ur fyrir Bitlunum, Jethro Tull, Led Zeppelin og Grand Funk og siöar meir fyrir Pink Floyd og Emerson, Lake and Palmer. Svo var það einhvern veginn á tima- bili að áhuginn datt niður og ég hélt jafnvel að ég hefði andúö á poppi, hélt að það væri ómerki- legra án þess að skilja vel af hverju. En ég sé það nú að það voru utanaökomandi áhrif, ein- hver rembingur i manni, sem stafaði af þvi að maður var i tón- listarnámi og umgekkst mikið fólk sem leit niður á popptónlist. Ég hlusta reyndar ekki mikið á popp núna. Mér finnst vanta ein- lægni I tónlistina til að vega uppá móti þeirri miklu firringu sem nú rikir. Mikiö af þessari tónlist, t.d. diskóið sem er i raun ekkert annað en iðnaður, er bara tónlist- arleg sjálfsfróun. Hið sama gildir lika um mikið af djassi og klassiskri tónlist.” — Semur þú eitthvað sjálfur af músik? „Nei ég hef ekki fengist við það. Ég finn enga sérstaka þörf hjá mér til þess. En það er sjálfsagt mjög gott fyrir sköpunarhæfileik- ana að reyna að búa til eitthvað frumlegt. En svo má lika segja að þegar maður er að flytja verk eft- ir aðra, að þá sé maður að endur- semja þau á einhvern hátt.” óspillt náttúra — Nú höfum við talað mikið um þig i tónlistinni, en Htiö um þig sjálfan...? „Já, ég þori nú varla að segja að ég sé að norðan, — þá halda allir að ég sé montinn — en ég er ættaður úr Eyjafirði. Var þar alltaf I sveit á sumrin hjá afa og ömmu, alveg framyfir fermingu. Mér finnst þaö afskaplega mikil- vægt aö hafa kynnst dýrum og hef alltaf mikla ánægju af að um- gangast þau. Það er þessi eðlilega hegðun án tilgerðar sem maður sér hjá þeim — og það er nákvæmlegaþaðsem ég vil koma á framfæri i minni list. Og ég held að ég eigi alltaf eftir að búa að þeim tengslum sem ég náði á þessum tima við náttúruna. Mér finnst ég ekki bara tengjast Is- lendingum, heldur einnig is- lenskri náttúru. — Hver er svo stefnan hjá þér Arnaldur? „Ég veit það ekki, það hangir allt i lausu lofti sem stendur. Ég er nú búinn að vera tvö ár úti i námi og verð örugglega tvö 1 við- bót. Nú, maður tekur þeim tæki- færum sem kunna að bjóðast er- lendis, en það er þannig með að starfa á erlendri grund, að maður verður bæði að vera fær og hepp*' inn, samkeppnin er það mikil. Ég kem örugglega til meö aö spila hér mikiö og halda námskeiö, það er alltaf gaman að þvi og raunar allt einsliklegt að ég setj- ist hér að aö námi loknu. En eins- og er, þá get ég engu lofað, það verður bara að koma i ljós hvað ég geri.” eftir Pál Páisson mynd: Einar Gunnar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.