Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 6
Föstudagur 9. október 1981 IDEIGLU he/garpósturinnl_ Kjarval í handaskolum — Kjarvalsstaðir eiga aðeins brot af verkum meistarans — Engar rann- sóknir - tak- mörkuð fræðslu- starfsemi Meistari Jóhannes Kjarval hefur um- fram marga abra, sett svip sinn á Islenskt þjóftllf þessa öldina. Þessa dagana er þab „Lifshlaup” hans, sem er mönnum um- ræftuefni. Festir Reykjavfkurborg kaup á þessu vinnustofuverki málarans — eöa er hætta á aft verkift fari úr landi, verfti t.d. eign danskra listaverkasafnara efta safna? En Kjarval hefur löngum veriö börnum þessa lands hugleikinn, bæfti sem listamaft- ur, stórbrotinn málari og svo persóna. Hann var orftinn þjóösagnaefni og reyndar heil listastofnun löngu fyrir daufta sinn. Helgarpósturinn fór I stúfana nýlega og ræddi vift ýmsa þá er hafa látift sig Kjar- valsmálefni skipta undanfarin ár og reyndi aft hlera eftir þeirri „stefnu” sem mönnum finnst, áft borgaryfirvöld hljóti aft hafa, efta eigi aft hafa, þegar okkar stóri málari á I hlut. Einhvern veginn er þaft svo, aft þegar op- inberir aöilar hafa reynt aft hafa afskipti af málefnum Kjarvals, hafa hlutir farift I handaskolum, deilur risa fljótt og hátt, allt fer I hund og kött. Kjarvalsstaðir Reykjavikurborg hefur vissulega ekki skort góftan vilja til aft sinna Kjarvalsmál- um af nokkurri reisn. Listamiftstöftin aft Kjarvalsstöftum hefur nú verift starfrækt í átta ár. Starfsemi, efta öllu heldur rekstur þeirrar stofnunar, hefur reyndar verift til- efni deilna, stjórnmálamanna og lista- manna — sem var svo leyst, aft minnsta Persónulegir munir Jóhannesar Kjarvals eru varftveittir I kössum I geymslu Reykjavikur aft Korpúlfsstöftum — hver kassi innsiglaftur og blftur fræftimann- anna. kosti ( bili, meö því aö skipuleggja stjórn hússins á nýjan leik. Nú eiga fulltrúar Fé- lags Islenskra myndlistarmanna og svo Bandalags listamanna, stjórnarfulltrúa I stjórn staöarins ásamt þremur borgar- stjórnarfulltrúa. Kjarvalsrannsóknir Ahugafólki um myndlist, sem viröa hina veglegu byggingu á Miklatúni fyrir sér, kemur fyrst I hug, aft þar hljóti aft fara fram rannsóknir á arfi Kjarvals, verkum hans og llfi. Spurningum um þau mál, er reyndar fljótsvaraft: Svo er ekki reyndin. Stjórn Kjarvalsstafta býöur ekki upp á neina „stefnu” i tengslum viö Kjarvals- fræfti. Stofnunin á ekki nema brot af verk- um Kjarvals. Númeruö Kjarvaisverk á Kjarvalsstööum eru ekki nema liftlega 100. Og þau málverk sem stofnunin getur fyrir- varalitift hengt á veggi hússins, eru ekki nema um sextiu, svo fá ,,aö varla dugir I eina sýningu” sagfti einn stjórnarmanna Kjarvalsstaöa blaöamanni. Rekstrarfé Kjarvalsstafta er ákaflega lit- ift. Starfsmenn eru fáir og listfræftingur hússins, hefur reyndar mörgum öftrum störfum aft gegna, en aft sinna Kjarvals- rannsóknum. Kjarvalsstaöir eiga nefni- lega, jafnframt því aft vera safn Kjarvals, aft vera alhlifta menningarmiftstöft I Reykjavik, daglega opin almenningi, fræft- andi og veitandi. Gjöf Kjarvals Viö heyrum stundum talaft um „gjöf Kjarvals”. Meistarinn gaf Reykvlkingum skissur eftir sig, persónulega muni og svo peninga. Þaft undarlega vift þessa gjöf er hins vegar sú staftreynd, aft ómögulegt viröist vera aö fá hana nákvæmlega til- greinda. En gjöf var þaft. Og viö spuröum Guftrúnu Helgadóttur, borgarfulltrúa, einn stjórnarmanna Kjarvalsstafta, hvafta verk- efni hún teldi brýnust I sambandi viö Kjar- valsfræftin. Arfurinn eftir Kjarval er stór. Borgin hlýtur aft bera mikla ábyrgft. „Þaft allra brýnasta” sagöi Guftrún, „er aöhefja skrásetningu og myndun Kjarvals- verka”. Hvar er þessi verk aft finna — og hve mörg eru þau? „Þaö hefur veriö giskaö á aft Kjarvals- verk geti verift kringum þrettán þúsund talsins — og ég held aft þaft sé ekki fjarri lagi”. En þessi verk hljóta aft vera á einkaheim- ilum — áttu von á þvi aft fólk verfti sam- starfsfúst, ef og þegar til skrásetningar kemur? „Ég á von á þvl. Ég held aö fólk beri þaö mikla virftingu fyrir listinni, aft þaft fer varla aft setja sig upp á móti því”. 100 ára afmæli Arift 1985 verftur hundraft ára afmæli Jó- hannesar Kjarvals. Þá er viöbúift aft mál- | arans verfti minnst meö ýmsum hætti, ekki , ihvaft sist á Kjarvalsstöftum. Borgin hefur reyndar lengi munaö eftir þessu afmæli og I tilefni af þessari ártift, var Indrifti G. Þor- steinsson rithöfundur fenginn til aft skrifa ævisögu málarans. „Vift höfum lagt á þaft .áherslu”, sagfti Guftrún Helgadóttir, „aö Indrifti lyki þessu verki. Ég reikna enda meft aft hann geri þaö. Hann hefur einu sinni komift á fund meö stjórn Kjarvals- staöa þar sem hann gerfti grein fyrir framvindu verksins. Skriftahlé Indriöi tjáöi blaöamanni aö hann heföi vífta farift og dregift aft efni til bókar sinnar. Kvaftst hann einkum hafa lagt sig eftir þvi aftfræftast af fólki um Kjarval, aft ná I þær manneskjur sem myndu meistarann vel og hefftu haft af honum náin kynni. Indriöi sagfti jafnframt, aö um þessar mundir sinnti hann litt Kjarvalsskriftum og myndiekki gera fyrr en á næsta ári, þvl aft sitthvaft heffti orftiö til aft.hefta hann viö starfift. Atti hann þá viö „fólk sem viröist telja sig eiga Kjarval — þaö er eins og ég hafi stigift ofan i eitthvert hreiftur. Þaft er nógu erfitt aö skrifa bók”, sagfti Indrifti, „þótt maftur þurfi ekki lika aft standa i ill- deilum vegna verksins á meftan. Geta menn ekki beftift eftir bókinni?” Fjársvelti Undanfarin ár, hefur starfsfólk Kjarvals- staöa lagt mesta vinnu I aft gera húsiö aft lifandi miftstöft sýninga og samkoma. Flestir munu samsinna aö starfsemin hafi tekist nokkuö vel, aft minnsta kosti ef miftaft er vift fyrstu ár stofnunarinnar. En Kjarvalsstaöir þyrftu aö verfta mift- stöft upplýsinga um Kjarval og reykviska málaralist. Og þaft er enginn vafi, aft starfsfólk hússins og stjórn þess, eru full meft góftan vilja til aö sinna þessu verkefni sinu. En þaö vantar peninga. Og þaft er skortur á starfsfólki. Kjarvalsstaöir eiga aft vera aögengiiegir skólum. Þar á aft fara fram fræftsla um myndlist, myndasýningar, fyrirlestrar og fleira I þeim dúr. En þegar kemur aö þeim þætti, kemur gjarna enn einn hængurinn á: Húsift sjálft. Starfsaftstaöa er ekki svo stór- kostleg og ókunnum gesti gæti virst, þvi aft húsift er eiginlega ekkert annaft en sýninga salir. Kannski var engin ákveöin „stefna” mót- uft og ákveftin þegar hafist var handa um hönnun og byggingu hússins. Lífshlaupið Þaft fer ekki hjá þvi, aö manni detti ýmis- legt skrýtiö I hug, þegar moldviftri gýs upp kringum meistara Kjarval. Deilurnar um Kjarvalsstafti. Kjarvalshús á Seltjarnar- nesi, þetta hús sem Islenska rikift gaf Jó- hannesi Kjarval til aö búa I — og hann sté vist aldrei færi i. Þaö hús er nú heimili fyrir þroskaheft börn — og stendur reyndar til aö þaft muni innan skamms koma isienskum myndlistarmönnum aft gagni. Og svo er þaö „Lifshlaupsmálift”. Þegar þessar linur eru skrifaftar, er Guö- mundur Axelsson listaverkasali nýkominn frá Danmörku, þar sem hann, aft eigin sögn, hefur verift I sambandi viö einhvern aftila, sem hefur áhuga á aö kaupa „Lifs- hlaupiö”. Þaft yröi vitaskuld mikill missir, ef þess- ar myndir af veggjum vinnustofu Kjarvals hyrfu úr landi. Sá skafti yrfti óbætanlegur. Má nrfna margar ástæftur þessa, og þá ekki sisb. þá, aft Kjarval varft meft fyrstu íslend- ingum til aft lifa af list sinni og töfra fram sin stóru verk i takti vift sjálfstæftisbaráttu þjóftarinnar. Vinnustofa hans er stór kafli i islenskri listasögu og reyndar þjóftarsögu. Undanfarna daga og vikur höfum vift les- iö i dagblöftum fréttir af þessu „Lifshlaups- máli”. Eins og venjulega skiptast menn i tvö horn — og vitanlega spilar flokks- pólitikin þar inn i. Helgarpósturinn þykist hins vegar hafa af þvi nokkrar spurnir, aft óhætt sé aö reikna meft þvi aft Guftmundur Axelsson selji borginni verkift. Tilboö þaft frá Dan- mörku, sem rætt hefur veriö um, mun ekki vera jafnhátt og heyrst hefur, sumir telja jafnvel aft ekki sé um neitt alvörutilboö aft ræfta. Þaft var aft minnsta kosti einróma álit ráöamanna Kjarvalsstaöa og reyndar fleiri sem viö höfum rætt vift, aö á endanum myndi Lifshlaupift lenda á Kjarvalsstöftum. Kjarvalsstaðir framtíðarinnar Listamenn og listfræftingar vilja sjá Kjarvalsstafti risa úr öskustónni og verfta aft þeirri fræöslumiöstöft, sem til stendur. Stofnunin á aö verfta miöstöö reykviskrar málaralistar, jafnframt þvi aft verfta aöset- ur þeirra Kjarvalsrannsókna, sem svo áriöandi er aö komist i gang hift fyrsta. 1 þeim málum stendur upp á borgaryfir- völd, aö láta nú veröa af þvi aft sinna skyld- um, kosta nokkru til aft Kjarvalsmiftstöft verfti aft veruleika. „Þaft er i rauninni stærsta hneykslift”, sagöi myndlistarmaftur nokkur i samtali viö Helgarpóstinn, „aft Kjarval skuli vera dreifftur á einkaheimili út um allt land. Al- menningur I landinu hefur enga möguleika á aft sjá verk sins stóra málara. Þetta er sambærilegt vift aft Norftmenn gætu ekki séö efta sýnt Edward Munch, Hollendingar Van Gogh og svo framvegis”. ■ —— ---------- ------------- ■ —- .........— :■■■;..... -........ ...........- - ............. eftir Gunnar Gunnarsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.