Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 2
30 Föstudagur 4. desember 198Í halgarpn^tl'trihri . Geirharður Þorsteinsson: —Skipulagiö var Gunnlaugur Halldórsson: — Þetta þótti slik barn sins tima... bomba þá, aðekki þótti fært að $lik bók lægi á giámbekk... Hjörleifur Stefánssonr — Sveitarstjórnar- menn settu honum stólinn fyrir dyrnar... Hreppapólitík Það var fyrir fyrra strið, aö sett var fram sú skoðun af merkum manni, Alfred Raaved sem var bróðir Thor Jensens. Raaved var mikill sveitastjórnaarkitekt og skipulagsarkitekt, ágætur maður. Hann bendir á i bók sem hann skrifaði (bókin heitir „De danske Rigslande” — litil upphefð fyrir okkur) hvernig honum finnist að Reykjavik eigi að þróast. Hann gerði teikningar af þessu og hann bendir á að „austurþróunin” sé ekki heppileg og verði að sporna gegnhenni.Og hann bendirá suð- urþróunina til Hafnarfjarðar, sem hann telur vera þá einu réttu. 1 þessum plöggum gerir hann griðarmikla og breiða götu suöur i Fjörð. Samkvæmt þessum hug- myndum átti nýr miðbær að vera i Kringlumýrinni, þar sem hann er áætlaður núna. Hann vildi svo hafa rikisborg á iitlu öskjuhliö- inni fyrir sunnan, en háskóla- hverfi og „botanisk-have” á aðal öskjuhli'ðinni. Þegar svo Breds- dorf prófessor kom hingað.þá tók hann upp þessa hugmynd og lagði fyrir borgarstjórn — en borgar- stjórn sagði neitakk. Og það var ekki gerð grein fyrir þvi, hvers vegna þeir viidu þetta ekki. En vitanlega hefur það verið vegna þess, að sveitarfélögin i kring hefðu hagnast á þessu, en ekki Reykjavik. Það var gefin út bók um þessi mál. Sú bók er í fárra manna höndum og hún var fjölrituð sem handrit, vegna þess að ekki mátti vitna í þetta. Varðandi suðurþró- unina, þá segir þar: „Hvort sem mönnum er ljúft eða leitt, þá veldur þróun samgöngutækninn- ar þvi, að bæjarfélag eins og Hafnarfjörður, sem hingað til hefur verið alveg sjálfstætt, verö- ur i vaxandi mæli hluti af heildar- byggðinni. Koma þar til húsnæð- ismál, atvinnumál, viðskiptamál og menntamál, svo nokkuð sé nefnt. Gott gatnakerfi og kerfi strætisvagna, verður hvort eð er að vera á milli Reykjavikur og Hafnarfjaröar. Ef ákveöin verður frekari byggö en fyrir er á svæð- inu milli Reykjavikur og Kópa- vogs annars vegar og Hafnar- fjarðar hins vegar, er unnt að nýta betur það kerfi sem hvort eð er er nauðsynlegt. Við það skap- ast samfellt stórborgarsvæði. Byggingasvæðin á þessum strandkafla veröa auk þess ein- hver allra bestu og eftirsóknar- veröustu ibúöarsvæðin i nágrenni Reykjavikur, útsýni til sjávar, meöalhiti hærri og úrkoma minni enþegar lengra dregur inn i land- ið”. Þetta hefur þótt slik bomba þá, að ekki þótti fært aö þessi bók lægi á glámbekk. Nú — og Reykjavikurborg beindi sinni þróun I austur. 1 tillögu sinni vill Þórður Ben.að byggðin þróist ekki lengra til austurs en að Elliðaánum — hann bendir ákveðið á suðurþróun. HP: Við athugun á sýningu Þórðar Ben.og svo þvi sem kemur fram hér að ofan, kemur manni fyrst i hug að stórkostleg mistök hafi áttsér staö við skipulagningu Reykjavikur. Mistök, sem eru af- leiðing skammsýnnar hreppa- pólitikur. HS: Þaö er villandi að tala um mistök. Prófessor Bredsdorf var talinn einhver færasti maður á sinu sviði. Og þegar hann gerði sitt plan, þá fékk hann til liðs I marga sérfræðinga og gat safnað isaman eins mikilli þekkingu og hugsast gat. Það var ekkert spar- að. Og hér fékk hann raunveru- lega frjálsari hendur en hann hafði nokkurn tima fengið áður til þess að virkja þær fræðikenning- iar sem hann vissi bestar. NU eru breyttir timar og breytt viðhorf. Eins og Gunnlaugur benti á áðan, þá voru áður komin fram viðhorf um að byggja til suðurs, en það voru sveitarstjórnarmenn sem settu honum stólinn fyrir dyrnar, og sögðu honum að það skyldi byggt til austurs. GÞ: Það má til gamans benda á,að um leið og viðerum núna að færast meira yfir á lága, þétta byggð, þá eru til setningar i aðal- skipulaginu, þar sem Breds- dorf bendir á þá þróun og segir hana mjög liklega á næstu árum. Við byrjuðum reyndar fyrst á þvi að þétta byggðina með hærri byggingum. Siðan hverfum við frá því, þegar við sjáum hve margir gallar fylgja þessari háu byggð. Núna, einum tiu eða fimmtán árum seinna, erum við að gera þá hhitisem hann benti á þá. Við skulum leyfa honum að eiga það sem hann á, þó honum hafi ekki lánast að vera nægilega varkár gagnvart umferðarmál- unum. Bredsdorf gefur sér það, að umferðarmálin verði að leysa út frá einkabilnum. Hann setti ekk- ert spurningamerki við þá þróun. Hann fékk til samstarfs við sig færustu menn i að skipuleggja miðað við það. GH: Það er bein afleiðing af þeirri stefnu sem hann hefur ver- ið látinn taka. GÞ: Já. já. Hann ákvað þetta ekki á eigin spýtur. Honum hefur verið þröngvað til að ganga svona langt i þessu. Þetta er ein af for- sendunum, sem hann neyðist til að taka inn imyndina. Hann hefði vafalaust verið til viðtals um að byggja borgina fyrst og fremst miðað við stætisvagnakerfi, eða eitthvað shkt. En í aðdragandan- um að skipulaginu, var meira að segja ákveðið, að strætisvagna- kerfi væri svo flókið og hefði svo ólikar þarfir borið saman við einkabilakerfið, að rétt væri að taka það bara inn í myndina seinna. Það er til skýr ályktun um þetta —,að fresta þvi að fjalla um almenningsumferð eða strætis- vagnakerfið, vegna þess að það muni trufla svo mikið árangurinn af þviað sinna hinu kerfinu. Það má segja, að þegar við horfum á þetta skipulag raina, þá hafi mað- ur mest út á það að setja, hve hugmyndirnar um einkabilinn komust á einrátt stig. HS: Þessar hugmyndir um að- alskipulagið leidduvarla tilnokk- urra mötmæla eða gagnrýni. Það er lika eitt af þvisem hefur breyst frá þessum tima, að þátttaka al- mennings og umræða um þessa hluti, er orðin miklu meiri. GÞ: Það erkannski ágættdæmi úr þessu skipulagi, aö til þess að geta ekið upp Grettisgötuna, þá átti að rifa fangelsið við Skóla- vörðustig9. Það áttii fullri alvöru að rifa það niður stein fyrir stein og færa það um breidd sina, til þess að það væri hægt að keyra á fullri ferð þarna i'nn i Grettisgöt- una. Þannig voru hugmyndir manna þá um verndun og þ.h. þvi var ekki ansað að verja svona hús. Og þannig var það með fleiri hluti. HP: Gáfu menn þvi engan gaum, hvað það myndi kosta að reka alla þessa bila sem áttu að streyma um borgina? GH: Það var miðað við vissan bilafjölda á þúsund manns. Og sú þróun hefur orðið. Forsendurnar hafa ekki breyst svo ýkja mikið. GÞ: En það er annað sem hefur breyst. Skipulagið verður til, þeg- ar ágengni einkabilsins hefur náð hámarki. Við fáum svo skipulag sem ber mikinn keim af þessu — og við tekur andófið.Við upplifum sem sagt niðurlag bilismans og byrjunina á andófinu i umræðum okkar um skipulagið. HP: Hvaða gagn getur umræða um skipulag, eða skipulag fram- tiðarinnar haft af framlagi Þórð- ar — þessari sýningu hans á K jar- valsstöðum? GÞ: Mér finnst hans framlag fyrst og fremst vera hugvekja. Ég vil benda á það, að hans fram- lag hefur öll einkenni hugvekju, fremur en að geta talist leið til lausnar. Þetta er náttúrlega eng- inlausn— þessi „lausn” hans eða uppástunga hefur náttúrlega marga faglega galla — og reynd- ar tel ég rangt að leggja þessa hugvekju hans undir faglega smásjá. En tillagan er mikils virði sem hugvekja. Ég tel hana mikilvæga og merkilega. GH: Þetta er hugsjón. GÞ: Já, hugsjón,og hún er mik- ilvæg, vegna þess að við erum honum sammála i grundvallarat- riðum —sammála um það, að það eru ekki nógu jákvæð tiðindi fyrir dyrum i skipulagsmálum, sér- staklega i' sambandi við miðbæj- arþróun. Það er þvi mikill fengur i svona liðsauka. Og mér finnst merkilegt við framlag Þórðar Ben. að hann beitir aðferðum myndlistarmanns, en ekki venju- legs skipulagsfræðings við aö koma þessum hugmyndum á framfæri. Fagmenn hefur eigin- lega dagað uppi I þessum málum núna lengi — vegna þess að þeir hafa ekki náð tilalmennings. Það getur einmitt vel verið, að þessi utangarðsmaður i þessum mál- um verki sem hvati I þessu efni. En ég er afskaplega ósammála tæknilausnum hans, vegna þess að mér finnst ég sjá svo mörg óraunhæf atriði i þvi öllu. En það er allt annað mál. HS: Þaö er rétt. Ég held við eigum ekki að ræða þessa tillögu i smáatriðum, heldur athuga þá heildarmynd sem tillagan gefur okkur — Reykjavik — eftir að hundraöþúsund manns hafa bæst Við þann fjölda sem fyrir er. Mér finnst hann sýna okkur skýrt fram á.aðþaðerfullástæða til að taka skipulagsmálin til umræðu á nýjan hátt. Hann bendir til dæmis á eitt merkilegt atriði — þegar hann talar um þessi ylstræti — sem ég tek sem ábendingu um, hvort við getum ekki nýtt okkur þennan ódýra varma og þannig gertli'fið enn þá yndislegra heldur en það er fyrir. Það sama gildir um samgöngutæki. Hann bendir á aö við gætum notað okkur is- lenska orku og þróað okkar eigin samgöngutækni miðað við þær sérstöku kringumstæður sem hér eru. Hann nefnir nauðsyn um- ræðu um skipulag bæja og gerðir húsa. Ennfremur nefnirhann ein- hverja arkitektúrstofnun, sem værióháö Arkitektafélaginu, sem hann réttilega bendir á að sé hagsmunafélag. Hann telur eðli- legt að hér sé til einhver stofnun, sem láti sig fyrst og fremst varða faglega umræðu um þessi mál. GÞ: Arkitekturstofnun, t.d. innan vébanda Háskólans, gæti þróað heildarstefnu — og þá á vegum þjóðarinnar, en ekki ein- hverra utanaðkomandi fag- manna. HP: Þórður Ben.segir, að borg- arskipulag verði að svara þrenns konar kröfum. I fyrsta lagi verði það að vera hagkvæmt, i öðru lagi fallegt, og i þriðja lagi félagslega fullnægjandi. Hvernig svarar nú- verandi skipulag þessum kröf- um? GÞ: Eins og Hjörleifur sagði áðan, þá er naumast hægt að tala um mistök i skipulagi, þvi að skipulag speglar ástand hvers tima. Við erum sifelltað vinna aö skipulagi og það tekst upp og of- an. Þi'n spurning er svo stór, að henni verður tæplega svarað nema með langri umhugsun og ýtarlegri umfjöllun. HS: Já - en það er kannski vert að benda á þá staðreynd, að við lifum og búum i þessari borg og i grófum dráttum liður okkur vel. Við höfum góða heilsu og afköst- um allmiklu i vinnu — þannig, að ef við litum á málið frá þessu sjónarhorni — þá stendur borgin sig vel. Við sjáum þó ótal galla á henni. Við gætum hugsað okkur úrbætur. Umferðarkerfi borgar- innar er i raun og veru helsjúkt. Við erum að byggja hér upp borg úr efnum og með þannig aðferð- um, að likast til stendur þessi borg hér um ókomnar aldir, en við vitum, að þær grundvallar- reglur sem umferðarkerfið bygg- irá,ermiklu miklu skammlifara. HP: Heldur borgin ekki áfram að þróast eins og hún hefur gert og verður á endanum stór Þórður Ben. harðri gagnrýni borgar- búa. Það er vafalaust, að margir telja að umhverfi okkar hafi teygst um of út- yfir viðáttu og að húsin séu of dreift og of stór. Vlöa hafa orðið slys I skipulagn- ingu og hönnun. Nægir að nefna iðnaðarhúsnæði sem komið er fyrir viö sjávar- ’siðuna á þeim stöðum sem fegurstir teljast. Þá má og nefna hina umdeildu Hall- grimskirkju, Múlahverfið i Reykjavik, sem eflaust er hið kuldalegasta og ljótasta sem gefur aö lita. Þórður Ben. benti á, aö með þvi að dreifa byggö- inni eins og gert hefur ver- ið, láta borgina svo til ein- vöröungu vaxa til austurs, þá verði hún óhjákvæmi- lega afskaplega dýr. „Hún verður dýr fyrir hið opinbera. Það er dýrt aö leggja langar akbrautir. Það er dýrt að leggja þess- ar löngu leiðslur. Og það er dýrt að halda úti strætis- vagnakerfi fyrir svo dreifða byggð. Og borgin verður lika dýr fyrir ein- staklinginn. Fólkiö I borg- inni verður aö reiöa sig á einkabilinn, þvi að það hef- ur I raun enga aðra mögu- leika á að komast milli staða. Bilar eru dýrir. Og tlminn sem fer I þessi ferðalög er dýrmætur. Þar aö auki er viöbúið, að timi komi, aö við höfum ekki efni á að reka alla þessa bila. Efnið til þeirra og eldsneytið getur allt i einu oröið svo dýrt, aö viö getum ekki rekið bifreiö- ina”. Fólkhefur lengi skynjað gallana Þaö er ljóst, að hefði Reykjavik verið skipulögö ööruvisi siðustu áratugina, byggðin t.d. höfð þéttari, væru likur á að rekstur hennar hefði veriö hag- kvæmari. En þegar borg er skipulögö, þarf jafnframt að huga að félagslega þætt- inum. „Við búum I þannig sam- félagi”, sagði Þórður, ,,að það er full ástæða til fyrir okkur að tala saman, frem- ur en að vera áhugalaus og atkvæðalitil og taka aöeins við boðum að ofan. Þess vegna þarf að skipuleggja umhverfiö þannig, að það ýti undir og auðveldi mönn- um að hittast og taka sam- an tal. Núverandi skipulag gerir borgina stirða. Hún verður ekki eins félagslega lifandi og opin”. Þriðji þátturinn sem hverri borg er nauösyn og Þórður gaf mikinn gaum á sýningu sinni, er svo fagur- fræöi umhverfisins. „1 Reykjavik hefur myndast fagurfræðilegt ójafnvægi”, sagði Þórður —■ ,,en fólk hefur lengi skynjaö þessa galla á um- hverfinu. Þegar ég kom hingað heim eftir áralanga dvöl erlendis — það var ár- iö 1976 — sló þaö mig sterkt, að hér var verið að gera og höfðu reyndar þeg- ar verið framin, alvarleg mistök i skipulaginu. Ég hef siðan oröið var við, aö fólk hefur tekið minum hugmyndum fagnandi. Það hefur lengi vitað innra með sér, að það vildi öðru visi umhverfi. Minar hug- myndir eru kannski ekki svo óskaplega frumlegar, en með þessari sýningu, hef ég tekið á kýlinu sprengt einhverja bólu sem fyrir var. Er þá allt vitlaust, sem gert hefur verið i skipu- lagningu hér á landi? „Nei, ég vil ekki segja að þær hugmyndir sem liggja núverandi skipulagi til grundvallar, séu vitlausar. En ég held, að þetta hafi ekki veriö gert rétt. Menn hafa veriö aö byggja blokk- ir til að spara jarðrými og svo byggja menn bilskúra, stór bilastæöi og verslanir á einni hæð og búa til stóra geira sem nýtast ekki borg- aranum. Svo held ég að þessi arkitektúr, sem viö höfum búið við hér og ann- ars staöar i Evrópu, hafi ekki verið hagstæður fyrir svona blokkaumhverfi — fyrir umhverfi mannsins. En umhverfið endurspegl- ar menningarstigið, feg- urðartilfinninguna”. En eitthvaö I Reykjavik hefur tekist vel — hvaða svæði finnst þér fallegt? „Svæöið kringum Tjörn- ina. Þar eru hús af eölilegri stærð, garöar, grindverk, gangstéttir, bilar á götum — vatnið og hæðirnar beggja vegna. Þetta er vissulega fallegasti staður- inn i Reykjavik. Og það eru til fleiri fallegir blettir”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.