Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						i'^tw
n
r       r___ ___
mmi  mmmm       mm  mm^mmm mm  jnip.....i^  pmmmmmm
i u inn
Unnið að uppsetningu sýningarinnar á islenskri alþýðulist á Kjarvals-
stöðum.
Kjarvalsstaðir:
íslensk alþýðulist
á ári aldraöra
Myndlistarsýning i tilefni af ári
aldraöra opnar á Kjarvalsstöðum
á laugardag. Sýning þessi er sett
upp á vegum þingkjörinnar
nefndar i tilefni af ári aldraðra og
öldrunarráös. Sýningin er á is-
lenskri alþýðulist, og þarna er að
finna ~ stærsta samansafn af
naivistum, sem sýnt hafa saman
á íslandi. Meðal þeirra má nefna
ísleif Konráðsson, Grimu (Ólöfu
Grimeu Þorláksdóttur), Sölva
Helgason (hinn eina sanna), Ösk-
ar Magnússon,  Blómeyju  Stef-
ánsdóttur, Jón Hróbjartsson,
Gisla Jónsson, Halldór Stefáns-
son og Eggert Magnússon. Þá
heiðra hinar öldnu kempur As-
mundur Sveinsson og Sigurjón
Ólafsson sýninguna með verkum
sinum. Auk þess verða sýndir
ýmsir gripir úr tré, járni, steini
og fleiri efnum, gerðir af hag-
leiksfólki viða um land.
Sú nýjung verður á sýningunni,
að sýnt verður myndbandapró-
gram með viðtölum við aldraða
úti á landi og sýnd vinnubrögð
þeirrá.
I tengslum við sýninguna verð-
ur mikið um að vera á Kjarvals-
stöðum. Verður m.a. efnt til ráð-
stefna og málþinga, auk annarra
uppákoma.
Sýningarnefndin er skipuð
þeim Sverri Kristjánssyni, Frið-
riki G. Friðrikssyni, Aslaugu
Sverrisdóttur, Eggerti Asgeirs-
syni, Finni Fróðasyni og Hrafn-
hildi Shram, en þau siðasttöldu
sáu um að setja sýninguna upp.
Otto Grimm og verk hans Durch ein Versprechen gebunden.
Svissnesk list
í Nýlistasafni
Svissneski myndlistarmaður-
inn Otto Grimm opnar sýningu i
Nýlistasafninu við Vatnsstig i
kvöld, föstudag. t samtali við
Helgarpóstinn sagði Otto, að hann
ætlaði að sýna teikningar, mál-
verk, tréverk og ljósmyndir.
Otto fæddist i borginni Suhr i
Svisslandi og nam hann myndlist
i heimaiandi sinu, og siöan i Jan
van Eyck akademiunni i Maastr-
icht i Hollandi. Þetta er i fyrsta
skipti, sem hann sýnir á Islandi,
en aður hefur hann haldið f jölda
sýninga, m.a. I Ziirich, Basel,
Montreux og viðar. A siðastliðn-
um vetri dvaldi hann i Paris og
hlaut til þess styrk frá svissneska
rikinu.
Myndirnar, sem hann sýnir
hér, gerði Otto á siöasta ári og
þessu, og sagði hann i samtali, að
erfitt væri fyrir sig að lýsa þeim
með orðum, fólk yrði bara að
koma og sjá þau. Sýningin stend-
ur til mánaðamóta.
Leiklistarstjóri útvarpsins:
Staðan auglýst í sumar
Nú i vor lét Klemens Jónsson af
störfum sem leiklistarstjóri út-
varpsins. Staða hans hefur enn
ekki verið auglýst laus til um-
sóknar og hefur flogið fyrir að
ætlun útvarpsmanna sé að leggja
þetta embætti niður og setja
starfssvið þess undir dagskrár-
deild.
Ekki vildi Andrés Björnsson út-
varpsstjóri kannast við þetta þeg-
ar Helgarpósturinn bar málið
undir hann. — Klemens er ný-
hættur og það er bara ekki búið að
auglýsa stöðuna enn. Ég geri ráð
fyrir að það verði gert i sumar.
NU er maður settur i starfið, Ósk-
ar Ingimarsson sem undanfarið
hefur verið aðstoðarmaður Klem-
ens, og gegnir hann þvi þangað til
skipað verður i stöðuna, sagði Ut-
varpsstjóri.
—ÞH
Skurðlæknirinn, tannlæknirinn
og leikstjórinn:
EKKI FÆÐAST
ALLIR EINS
Tónabió:
Sverðið og seiðskrattinn (The
Sword and the Sorcerer).
Bandarisk kvikmynd, árgerð
1981. Handrit: Albert Pyun og
tveir aðrir. Leikendur: Richard
Lynch, Lee Horseley, Katheline
Beller, George Maharis, Anna
Björnsddttir. Leikstjdri: Albert
Pyun.
Sumir  eru  fæddir  skurð-
læknar,  aðrir  tannlæknar,  en
heldur að sviðsetja bardaga-
senur þannig að eitthvert vit sé
i. Það er næstum þvi eins og allt
hafi verið gert meö tfu þumai-
puttum. Eins og við má bUast,
sýna leikarar litil tilþrif i
dramatiskri tUlkun, enda hand-
ritið of heimskulegt til þess aö
svomætti vera. Hérermest lagt
upp ur lfkamlegri hreysti, og
margir leikaranna eru greini-
lega mjög fitt.
svo mikið er vist, aö ekki hefur
Albert Pyun stokkið sem
alskapaður kvikmyndaleik-
stjdri úr móðurkviði. Og fátt
bendir til þess, að hann eigi
nokkurn tima eftir að verða það,
a.m.k. ef marka má þá afurð
hans.semokkurer boðiðaðsjá i
Tónabiói þessa dagana.
Fyrir það fyrsta, er efni
myndarinnar eins ófrumlegt og
nokkuð má vera. Vondi kóngur-
inn ræðst inn i paradisarkdngs-
rikið og drepur allt, sem hönd á
festir. Yngsti sonur góða kóngs-
ins kemst þd undan og hyggur á
hefndir. Inn i þetta blandast svo
einhverjir fáránlegir galdrar.
Réttlætið sigrar svo að lokum.
I öðru lagi, kann Albert Pyun
ekki  að  stjórna  leikurum  né
t þriðja lagi er þetta siðan
hundleiöinleg mynd.
En leiðinleg, eða ekki leiðin-
leg, léleg, eða ekki léleg, SOS
virðist ganga i áhorfendur, ef
marka má skjal nokkurt, sem
hangir i biðsal biósins. Hvað
segir ekki amerískt dagblað:
Mynd, sem sigrar meö þvi að
falla almenningi í geð.
Hver sagði svo almenningi, að
þetta væri mynd fyrir hann?
Varð það almenningur sjálfur,
eða var það auglýsingaherferö
f ramle iðanda nna?
Að lokum þetta: 1 myndinni
eru fallegir litir og nokkuð er
um fallegarstelpur. Þá er hasar
og blóð, kossar i litlum mæli og
meira gefið til kynna, o.s.frv.
Sem sagt: mynd fyrir alla. GB
Ekki er allt sem sýnist
Regnboginn: Sólin var vitni
(Evil under the Sun). Ensk.Ar-
gerö 1981. Leikstjóri Guy Ham-
ilton. Handrit: Anthony Shaffer.
Aðalleikari: Peter Ustinov.
Peter Ustinov er aftur kominn
á kreik sem Hercule Poirot og
jafn óborganlegur sem áður.
Peter kemst eflaust næst þvi að
sýna okkur Poirot eins og
Agatha hugsaði sér hann: sjálf-
umglaðan litinn nagg, þreytandi
en aldrei leiðinlegan.
Það eina sem hægt er að fetta
fingur út i við þessa mynd er, að
hún er eftir einni af þeim sögum
Agöthu sem byrja á atviki sem
siöar tengist sögunni. Þessar
sögur hennar hafa verið mjög
vinsælar til kvikmyndunar,
hverju svo sem það sættir.
Að öðru leyti er myndin góð
kvöldskemmtun og þarna er ef-
laust kominn sá still á sögur
sem við fáum að sjá i framtið-
inni, björt mynd i fallegu um-
hverfi, þar sem yfirstéttarfólkið
dundar sér við að drepa hvert
annað.
Söguþráðurinn er það flókinn
að engum nema Hercule Poirot
tekst að leysa hann, þó gráu
frumur áhorfenda séu eflaust á
fullu. Og ekki má gleyma þeim
úrvals hópi enskra leikara sem
skapa aðalpersónur Agöthu.
Þar er valinn maður i hverju
rUmi.
En þrátt fyrir góða kvik-
myndun, fallega bUninga og
rétta timasetningu situr smáat-
vik eftir: Hvaðan kom álpappir-
inn?                   JAE
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32