Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 8
8
sÝniiHinrssilir
Skruggubuð við
Suðurgötu:
Á föstudaginn langa kl. 15 opnar sýn-
ing á andtrúarlegri list, þar sem 40
listamenn víös vegar aö úr heiminum
sýna verk sín. Sýningin er opin kl.
17—21 virka daga og kl. 15—21 um
helgar. Henni lýkur 20. apríl.
Ásmundarsalur:
Á fimmtudag, 31. mars, opnar hópur-
innMINGsamsýningu.lhópnum eru
fjögur ungmenni, Magnús, Ingibjörg,
NannaogGunnar. Opið kl. 14—22 og
lýkur 4. april.
Sýningarsalir:
Norræna húsið:
Árni Ingólfs, Daöi Guðbjörns, Helgi
Þorgils, Kjartan Óla, Kristinn G. Harö-
ar, Tumi Magnús og Valgaður Gunn-
ars sýna það nýjasta í málverkinu.
Opiö til 9. april. Myndarlegt afrek
ungu mannanna. Opiö um páskana.
Sigríöur Gunnars sýnir Ijósmyndir í
anddyrf.
Listasafn ASÍ:
Sýningu Kristjáns Guðmundssonar
og Ólafs Lárussonar lýkur 4. apríl.
Opiö um páskana.
Listmunahúsið:
Samsýningu Guðrúnar Auðunsdótt-
ur, Eyjólfs Einarssonar, Rögnu Ró-
bertsdóttur, Guörúnar Gunnarsdóttur
Árna Páls, Sigrúnar Eldjárn og Daða
Guðbjörnssonar lýkur 4. april. Opiö á
skfrdag og á2. i páskum. Flýtiö ykkur.
Mokka:
Nemendur Verslunarskóla íslands
sýna Ijósmyndir og málaðar myndir,
svo og skúlptúra. Framhald af lista-
hátíð skólans. Sýningunni lýkur eftir
páska.
Hallgrímskirkja:
Passiumyndir Barböru Árnason til
sýnis i anddyri. Opiö kl. 16-22 fram að
páskum.
Gallerí Háholt, Hafnar-
firði:
Siguröur Haukur Lúövíksson opnar
málverkasýningu á laugardag. Mynd-
irnar eru málaðar með vatnslitum og
olíp. Sýningin veröuropin daglega kl.
14-22 til 17. april.
Gallerí Langbrók:
Hjördfs Bergsdóttir sýnir tauþrykk.
Opiö kl. 12-18 daglega nema kl. 14-18
um helgar. Sýningunni Iýkur20. apríl.
Gallerí Lækjartorg:
Skúli Ólafsson sýnir 50-60 myndir,
expressjónískar fantasíur, raunsæjar
blekteikningar og margt fleira.
Nýlistasafnið:
Jóhanna Kristln Yngvadóttir opnar
sýningu á föstudaginn langa kl. 20.
Þar sýnir hún málverk, sem máluö
voru á undanförnu ári. Þetta er fyrsta
einkasýning Jóhönnu, en hún hefur
áöur sýnt á Gullströndinni og á UM á
Kjarvalsstööum fyrir skömmu. Sýn-
ingin er opin alla daga kl. 14-22 og
lýkur henni 10. apríl.
Gallerí íslensk list:
Fjöldasýning fólagsmanna úr List-
munafélaginu aö Vesturgötu 17 i
splunkunýju gallerii.
Bókasafn Kópavogs:
Ingiberg Magnússon sýnir grafík á
venjulegum opnunartíma safnsins kl.
11-21 virka daga og 14-17 á laugar-
dögum. Sýningunni lýkur 16. apríl.
Kjarvalsstaðir:
Kirkjulistarsýning I öllu húsinu. Opið
alla páskadaga.
leikhiis
Þjóðleikhúsið:
Skirdagur: Lfna langsokkur eftir
Lindgren kl 14.
Silkitromman eftir Atla Heimi Sveins-
son kl.20.
2. i páskum: Lina langsokkur kl 14. -
Sllkitromman kl 20.
Leikfélag Reykjavíkur:
Skírdagur: Skilnaður eftir Kjartan
Ragnarsson
5. april: Guörún eftir Þórunni Sigurö-
ardóttur.
íslenska óperan:
Mikado eftir Gilbert og Sullivan.
Sýningar laugardag og 2. ( páskum
kl. 21.
Leikfélag Akureyrar:
Spékoppar eftir Gogga Feydeau. 2.
sýning þessa frábœra gamanleiks
veröur á 2. i páskum og þriöja sýning-
in þann 7. apríl. Frumsýningin veröur
hins vegar i kvöld miðviðudaginn 30.
mars.
Leikfélag Mosfellssveit-
ar:
Allir á bomsum nema einn.
Ný islensk revía eftir marga góöa.
Sýning í Hlégarði fimmtudaginn 7.
apríl kl. 21. Miðapantanir í símum
66822 og 66195. Góöa skemmtun.
Miðvikudagur
30. mars 1983.-^gft lnnn
Kirkjulist aö Kjarvalsstöðum
Þegar komið er inn á kirkju-
listarsýninguna að Kjarvalsstöð-
um og gesturinn svipast um, verð-
ur fyrsta viðbragð hans að biðja
guð að hjálpa sér, og hlýtur
höfuðtilgangurinn með sýning-
unni að vera sá, enda skortir hið
listræna og flest verkanna eru eins
og unnin af faríseahendi.
Fátt er eðlilegra en samlíf trúar
og listar eða að ofsa gæti hjá
annarri í garð hinnar. Því ef list og
trú eru ekki af sömu línu, þá eru
þær samliggjandi línur eða stigs-
munur á sömu tilfinningunni sem
á uppruna sinn handan við litina,
orðin og formin, úti í hinni miklu
vídd eða tómi þar sem guð er eða
neistinn. Og maðurinn fyllir tóm-
ið til að nálgast guð eða listina.
Við það öðlast maðurinn lífsfyll-
ingu: hann verður til sem hlutur
en um leið endalaus víðátta á stað
sem er ekki neins staðar en þó ná-
lægur.
Listin krefst lítillætis og enginn
verður listamaður án þess hann
viti að hann er að fást við eitthvað
sem er miklu stærra en hann sjálf-
ur, og að þetta eitthvað er í honum
sjálfum. Trúuðum fer á sama
hátt. En á sýningunni á Kjarvals-
stöðum er auðsætt að listamenn-
irnir hafa „drifið sig í það að
verða trúaðir". Einhver páska-
hrota hefur gripið um sig í þeim
og þeir hafa sópað fiski á land
sem er að mestu netamorkur, ónýt
vara og á engan hátt kristin. Ekki
einu sinni í hinu veikburða tákn-
máli, sem bögglast þó fyrir brjóst-
inu á flestum. Hinn íslenski raun-
sæisheimur kröfupólitíkur og
fljóttekins gróða er fráhverfur
táknmáli, nema það sé eitthvað
sem liggur algerlega í augum uppi
líkt og flatneskjan.
Hið kynlega er að hinir fornu
munir, ef svo mætti segja, hafa
ekki heldur auðugt listrænt gildi.
Það er klossuð trú tálguhnífsins
sem liggur að baki þeim. Hins
vegar kunna þeir að vera gæddir
gildi hlutadýrkunarinnar, verið
mönnum kærir, eins og hlutir sem
maður fer oft um höndum og
húðin elskar og minnið, sökum
minninga. En sem hlutir gæddir
æðri vitund eða Iistrænni lögun
eru þeir ekki. Þess vegna er sára-
lítill munur á „fornri“íslenskri
kirkjulist og þeirri listahrotu sem
fundurinn í Skálholti hrundi af
stað. Listamennirnir hafa eflaust
séð þarna gróðamöguleika, von
um að koma list sinni að og í verð.
Slíkt er helsta áhugamálið. Og all-
ir skilja það þótt verðbólgan éti
síðan gróðann. Trúardýrkun
gróðans gapir þess vegna á móti
manni á Kjarvalsstöðum, og er
það ekki í fyrsta skipti sem trúar-
hofin skýla markaðsstefnunni.
Trúið og verslið gæti verið boð-
orðið.
Samt vottar fyrir víðáttuskyni á
sýningunni og sátt við það að geta
lifað við eitthvað sem aldrei verð-
ur skýrt nema með því að „maður
hefur það bara á tilfinningunni“.
Sumir kunna jafnvel táknmál sem
er auðsætt en leynt í senn. En
jafnvel þar vantar líka höfuðein-
kenni og fylginaut trúarinnar:
sjálfa syndina og baráttuna við
líkamann og þarfir hans, einkum
þá þörf að serða og fæða af sér
afkvæmi, í stað þess að ljúka ævi
sinni algerlega og renna saman
við almættið óskiptur. Þessar
tvær hliðar: hin andlega og klám-
gefna er á öllum andlegum stór-
mennum og list líka.
Getur þá átt sér stað að íslenskt
trúarlíf sé svona gersamlega kyn-
laust án þess að vera andlegt?
Höfðu aðstandendur sýningar-
innar ekkert sérstakt í huga við
uppsetningu hennar og skipulag?
Hafa þeir enga heimspekilega
skoðun á því hvað er trú eða and-
legt trúarlíf, guð? Niðurstaða
sýningarinnar virðist vera sú að
trúin er samansafn fremur illa
gerðra hluta sem hrúgað er upp
annað hvort í stofum, á heimilum,
eða í kirkjum. Hlutadýrkunin er
alger. Við klömbrum bara saman
einhverju á Klambratúni og köll-
um þetta eða hitt og fyllum
sýningarsali, af því fólk þarf eitt-
hvað til að glápa á í eirðarleysi
sínu, sem hefur sigrað kyrrð
trúarinnar; fólk þetta er vant
sólarparadísum, hvíldarparadís-
um, matarparadísum: jarðnesk-
um paradísum, sem gera manninn
þó gríðarlega óhamingjusaman
og mikinn „meðferðarþurfa".
Vefnaðurinn ber af á sýning-
unni og er ekki við mikið að
keppa. En þarna eru einnig verk
eftir Magnús Tómasson. Hildur
Hákonardóttir og hann njóta þess
að einhvern tíma voru þau áhang-
endur hreinnar hugmyndalistar
eða að minnsta kosti tengd henni.
Raunar er enginn listamaður „í
rauninni til“ nema hann sé jafn-
framt tengdur hugmyndalist í ein-
hverju formi. Þess vegna er frá-
leitt þegar haldið er fram af list-
fræðingum og listamönnum að
hugmyndalistin hafi runnið sitt
skeið, að hún sé úrelt (líkt og slíkt
sé til í heimi mannsandans) af þ v«í
hið nýja malverk hefur rutt sér til
rúms og líkist enn hálfkáki eða
föndri, sem eðlilegt er sökum
æsku sinnar. En hugmyndalistin
rennur aðeins saman við nýja
málverkið, á sama hátt og hún var
samrunnin allri sögu málara-
listarinnar, að minnsta kosti frá
tíma Endurreisnarinnar á Ítalíu.
Og hvað væru til að mynda mál-
verk Botticelli ef hugmyndina eða
táknmyndina vantaði?
En líklega lýtir það verk
Magnúsar Tómassonar hvað
hann skírskotar beint til Biblíunn-
ar með skrifuðum texta. Slíkt er
óþarfi, en leið tilhneiging hjá
íslenskum listamönnum að vilja
skýra verk sín svo að innihaldið
fari alls ekki fram hjá neinum.
Þeir vinna oft verk sín eins og þeir
beri ekkert traust til skilnings
áhorfandans, eða líkt og á-
horfandinn væri blábjáni sem sér
bara yfirborð hlutanna og verð-
miðann, auðvitað; hann má ekki
Vefnaður Hildar Há-
konardóttur á Kirkju-
listarsýningunni —
seiðmagnið ræður.
fara fram hjá neinum. Með
textanum sviptir Magnús myndir
sínar sínu viðtæka trúarlega eðli
og gerir þær biblíusprotnar. En
hið trúarlega inntak listar, guðið,
er ævinlega erfitt að skilja nema
með tilfinningalægu viti: hugboð-
inu.
Maður á krossi er höggmynd
eftir Helga Gíslason, en hann
forðast að gera hangamanninn
skiljanlegan. Hann veit að
maðurinn er stöðugt að skilja eft-
ir sig hið ytra og innra roð. Hann
veit að ef þú hefur farið í hús að
kvöldlagi og rætt við einhvern, þá
hefurðu um leið skilið eitthvað
eftir af roði þínu. Eins er hinn-
hengdi maður á vírnum kannski
Kristur sviptur anda sínum. Þetta
er ekki hinn kraftalegí barokk-
Kristur Rúbens með blóð í nös-
um, heldur miklu fremur Kristur
Rembrandts í Munchen, líkaminn
sem er tekinn af krossinum líkur
slyttislegri vömb sem byrjuð er að
rotna, hið rotnunargjarna tákn
kvalanna, roðið svipt anda sínum.
Hildur er lík Magnúsi, sagði ég
í hugmyndalist sinni. En list Hild-
ar er óbundin kristinni trú, heldur
alheimsskynjun. Með röndunum
neðst leggur hún grundvöllað
sköpuninni sem umbreytist svo
með því að koma fram og hverfa
sem þræðir uns úr verður sól-
setur/árroði og verður ekki greint
þar á milli. Seiðmagnið ræður.
Vefnaður Hildar er afar áþekk-
ur vefnaði Cynthiu Schira, eink-
um því verki Schira sem hún
nefnir View to the East(Austur.
sýn) og er í ætt við austurlenska
skynjun og á því trúarsviði sem
okkur er framandi, fremur list-
rænt en trúrænt.
Og ef minnst er á náttúruna,
hvers vegna eru ekki á sýningunni
verk í anda náttúrutrúar Ásgríms
og Jóns Stefánssonar, eða trúar-
eðlis sem birtist i óhlutbundnu
formi (þvi guðið er nú einu sinni
óhlutbundið) eins og fram kemur
í verkum Eyborgar Guðmunds-
dóttur? Og hvers vegna eru engir
fyrirlestrar haldnir í tengslum við
sýninguna, sem mundu þá fjalla
um trúarathöfn þá sem sköpun
listaverksins er, ef það er á annað
borð listaverk en ekki vöru-
tegund? Kannski stafar það af því
að islenskir listamenn eru jafn litl-
ir kennimenn á sinu sviði og
kirkjunnar menn. Þeir elta bara
bókstafinn sem er fyrir eða berst
hingað frá útlöndum.
En áleitnasta og eitt minnsta
verkið á sýningunnr er verk Ás-
gerðar Búadóttur og er af litlum
ofnum krossi. Og þar sem
armarnir mætast og mynda kross-
inn verður til loðinn ferhyrningur.
Fátt er jafn listrænt, snjallt og
gætt slíkri tvíræðri dulhyggju sem
fjallar um og segir frá hlýju kval-
anna eða gróðurreit armanna og
táknsins. Haft skal í huga að
málarinn Josef Albers kvaðst
hafa helgað sig ferhyrningnum.
En hvað sem er um það:
Rannsaka, sál mín, orð það ört
að verður spurt: hvað hefur þú
gjört?
Þá herrann heldur dóm
hjálpar engum hræsnin tóm;
hrein sé trú í verkum fróm.
Svo mælti Hallgrímur Péturs-
son, og eitthvað slíkt hefðu að-
standendur sýningarinnar átt að
segja við listamennina þegar þeir
komu með verk sín.
En hver hefur einhverja skoðun
á þessum tíma, þótt Passíusálmar
séu lesnir daglega fyrir siðasakir?
Hver maður hugsar sem svo: „Ég
læt þetta eiga sig, annars fæ ég all-
an lýðinn á mig“.
Og listamenn nútímans eru að
verða að miklum og voðalegum
Iýð sem rugla saman kúnst og
kröfupólitík.