Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						MYNDLIST
eftir Guöberg Bergsson
Hin brennda ímynd mannsins
Listamenn þurfa að ráða við handbragð
og tækni til þess að geta komið tilfinningum
sínum á strigann (listaverkið) og á framiæri
við listunnandann.
Sýning Jóns Óskars er sýning á tækni og
kunnáttu sem hann hefur öðlast. Þetta er því
sýning að loknu námi. Það gerist nú æ tíðara
að jafnvel nemendur sýni á opinberum stöð-
um, og þá ólærða list, og það á jafnt við
myndlistarfólk sem tónlistarfólk, leikara,
söngvara. Vandræðalegast er þetta á sviði
tónlistarinnar þegar „snillingar við nám í
Bandaríkjunum" eru að gutla á píanó á veg-
um einhverra tónlistarsamtaka (og stofnana
Framsóknarflokksins, í baksýn) að Kjarvals-
stöðum.
Þegar sú listgrein hófst sem ekki er
sprottin af innri þörf mannsins eða hægt er
að tjá með líkamanum einum án hjálpar-
gagna, svo sem tónlistin, sagnalistin, ljóð-
listin og málaralistin, það er að segja kvik-
myndalistin, sem tæknikunnáttan leiddi af
sér en ekki innri frumstæð þörf til tjáningar,
þá þurfti hún á ýmsum hjálpargögnum að
halda til að laða að sér múginn, sem er enn
helsti áhangandi hennar. Eitt helsta hjálpar-
gagnið voru risastór málverk af stjömunum
sem prýddu framhlið kvikmyndahúsanna.
Myndirnar á veggspjöldunum voru málaðar
í hráum blæbrigðalausum litum, því slíkir
litir ganga helst í múghugsun og eðlisávísun
dýra, eins og rannsóknir hafa sannað. Slík list
hafði mest áhrifT Russlandi, og við stofnun
Sovétríkjanna færðu valdhafamir ,Jiina
miklu leiðtoga" yfir á risaveggspjöldin í
staðinn fyrir leikairana. Þannig varð komm-
únisminn brátt kvikmyndalistinni að bráð:
hann fór að leika í kvikmynd í stað þess að
vara í raunveruleikanum og lýðurinn hélt
(og viðkvæmt menntafólk) að kvikmynda-
leikurinn væri fúlasta alvara. Hin rísandi list-
grein „ljósmyndasamsetningur" photo-
montage fór líka að hafa áhrif á sovésk
stjórnmál: með tæknibrögðum listgreinar-
innar gátu valdhafarnir fært fólk til og frá á
myndum eftir geðþótta sínum og kölluðu
marxisma. Þannig hvarf Trotsky, og konum
Maos* var vippað af hestum eftir vild og
tunnupokar látnir í staðinn. Listastefnur
voru þannig notaðar í þágu stjórnmálageð-
þótta.
í vestrænni menningu var þetta ekki
stundað að ráði, nema þegar auðvaldið
þurfti að koma nokkrum hryðjuverkum sín-
um yfir á kommúnismann. En það furðulega
gerðist að meðal múhameðstrúarmanna,
þar sem hvers kyns myndagerð er syndsam-
leg, samkvæmt kenningum Al-kúransins
(eða Kóransins), þar fóru valdhafarnir að
láta mála kvikmyndaplaköt af sér, í anda
leiðtoganna í Kreml og kvikmyndalistar
þeirra. Þó Komeni fordæmi allt sem er vest-
rænt, en lofi trúarbækur sínar, heldur hann
samt í heiðri hina syndsamlegu kvikmynda-
plakatslist: stór veggspjöld af sér. Það
er sökum áróðursgildisins sem slíkar myndir
hafa fyrir lýðinn. Allir arabaleiðtogar stunda
þessa skurðgoðadýrkun myndarinnar, og
það sem athyglisverðast er að á þeim öllum
eru þeir með blá augu, jafnvel heiðblá augu,
nema Komeni. Þótt hann sé reyndar aríi eins
og íranar, enda eru þeir ekki arabar.
Vegna vesturevrópskra áhrifa varð
plakatslist aldrei vinsæl í Bandaríkjunum
nema í augum lýðsins, þegar hún var notuð
til að prýða inngongur kvikmyndahúsanna:
karlstjörnurnar spenntu kvenstjömumar
það mikið aftur á bak að þær opnuðu munn-
inn með varimar í ropastöðu en merkti:
brennandi losti. Það var ekki fyrr en vestur-
evrópskri menningu fór að hnigna sökum
svika við hugsjónir sínar að Bandaríkja-
menn fóru að sýna sitt rétta andlit, í þeim
r jómakökulitum sem Jón Óskar lætur mann-
inn bera á andliti, hári og flíkum fyrir öðrum
enda salarins.
Það sem áhorfaridinn vill að sé athyglis-
verðast á þessari sýningu eru mannamynd-
irnar úr fjölskyldualbúminu. Listamaður
gæti ekki farið mildari höndum um fjöl-
skyldu sína. Jón Óskar reynir ekki einu sinni
að breyta þessum björtu sakleysislegu
sveitaandlitum sem hafa eflaust endað hjá
Iscargo eða SÍS (eftir svipnum að dæma). En
málarinn lætur sér nægja að mála kringum
andlitin án þess að hrófla við þeim. En
hann klínir litum á andlit fyrirsætunnar, það
er hennar starf að fá á sig klíningu - „en
fjölskyldu mfna læt ég mér nægja að klína
„Meðsamafram-
haldi gæti Jón Óskar
endaðsem leik-
tjaldamálari hjá
Isfilm. Og myndin á
sýningunni að
Kjarvalsstöðum af
manninum meö
brennda andlitið
gæti þáhafaverið
hin brennda ímynd
hanssjálfs," segir
Guðbergur
Bergsson m.a. í
gagnrýnisinnium
myndlistarsýningu
Jóns Óskars.
kringum". Sum dýr skíta aldrei í hreiður sitt
heldur fyrir utan það.
Og svo eru þarna fánar, ágætir til að nota í
íslenskum kvikmyndum, þegar gerðar verða
myndir af víkingum sem verða sambland af
ítölskum teiknimyndaflokkum um víkinga,
samúræjum, kúrekum, indíanum og spag-
hettikúrekum. Við getum gert okkur þá í
hugarlund, þegar þeir þeysa fram með þjóð-
lega fána með víkingamyndum úr haug-
skipasafni, auðvitað á íslenskum hestum
með einhvers konar loðnu himalæjasniði.
Með sama framhaldi gæti Jón Óskar end-
að sem leiktjaldamálari hjá ísfilm. Og mynd-
in á sýningunni að Kjarvalsstöðum af mann-
inum með brennda andlitið gæti þá hafa
verið hin brennda ímynd hans sjálfs.
En ungir menn koma ekki aðeins úr skóla,
þeir segja skilið við hann með tímanum en
varðveita tæknina sem vannst. Og vísa ég nú
til upphafs þessa pistils: Listamenn þurfa
að.....
* Margar deildir maóista klofnuðu vegna
deilna um hina frægu mynd, sumir héldu því
fram að CIA hefði falsað myndina og látið
konu á hestinn í stað tunnupoka, enda hefði
Maó fremur þurft á tunnupokum að halda en
kvenmanní, því hægt er að geyma skotfæri í
tunnupokum en ekki í konum, en Kanar
væru alltaf með kvenfólk á heilanum sökum
áhrifa frá kvikmyndum.
Myndir á hinni frægu sýningu í Köln 1928
sem nefnd var Intemational Press Exhibi-
tion voru photomontage eftir Lissitzky og
flestar Lenínmyndir eru falsanir eða list
Dziga Vertovs; sjá ævisögu hans: Minningar
bolsévísks kvikmyndagerðarmanns. Síðar
urðu sovétmenn snillingar í ,Jistrænum
jarðarförum". Hér er ekki hægt að rekja jarð-
arfararstílinn sovéska til málaralistarinnar
og evrópskra krýningarhátíða. En allt var
þetta „hannað" af hinum frábæm sovésku
Íistamönnum sem var síðan komið fyrir katt-
arnef svo ekki kæmist upp um stílinn. Ef vel
er að gáð koma samt áhrifin í ljós.
POPP
eftir Gunnlaug Sigfússon
Einfeldningar
Nú hefur farið svo, sem reyndar margir
þóttust sjá fyrir, að hljómsveitin Tappi
Tíkarrass hefur lognast út af. En áður en þau
hættu tókst þeim að koma út einni stórri
plötu, sem heitir Miranda, en þau voru ekki
til staðar til að íyígja henni eftir með spila-
mennsku og má vera að það hafi komið í veg
fyrir að hún hafi heyrst meir en raun er á.
Er það raunar miður, því þetta er hin ágæt-
asta plata og sannarlega í hópi þess besta
sem út kom af íslenskum plötum á árinu
1983, sem að vísu var heldur dauft hvað
hljómplötuútgáfu varðar - ekki þurfti nú
nein meistaraverk til að komast í hóp þess
besta.
Miranda er ósköp þægileg og þokkaleg
plata og greinilegt er á þeirri tónlist sem á
henni er að finna að Tappinn hefur enn verið
í nokkurri framför, þegar hinsta kallið kom.
Það sem kemur mér einna mest á óvart er
hversu mikið af rólegu efni er að finna á
plötunni og er það síður en svo af hinu verra.
Það er nefnilega allt of lítið um að nýrri
íslensku hljómsveitimar hafi spreytt sig á
rólegri tónlist. Það er nú svo að oft má fela
vankantana í hraðanum og rólegri lög þurfa
yfirleitt sterkari laglínur og oft á tíðum fjol-
breytilegri hljóðfæraleik en þau hröðu, til
þess að halda athygli hlustandans.
Meðlimir Tappans eru allir ágætir hljóð-
færaleikarar; þó finnst mér stundum að
krafturinn í bassaleiknum sé ekki nógu
mikill í samspilinu með trommunum, en lík-
lega er hér um hljóm (sound) spursmál að
ræða. Björg stendur yfirleitt fyrir sínu sem
söngkona og er hún reyndar í hópi betri
söngkvennalandsins.
Lögin eru flest nokkuð góð og vil ég sér-
lega minnast á Beri Beri, sem er þokkalegt
fönklag, Get ekki sofið, Sokkar og Tjet (ég
held það sé nafnið).
Hins vegar eru textamir heldur aumar rit-
smíðar. Innviklaður „menntaskólamóraH"
er þar ráðandi og líklega eru þeir flestum
óskiljanlegir, öðrum en þeim sem þá sömdu.
Frakkar- 1984
Hvað ætli þær verði margar plötumar
sem koma út á þessu ári sem heita 1984? Ég
hef trú á því að það verði allmargir, sem
grípa til þess ófrumleika að nota sér nafnið á
þessari frægu sögu Orwells nú þegar komið
er að þessu herrans ári í tímatalinu.
Hljómsveitin Frakkar er ein þeirra hljóm-
sveita, sem þegar hafa sent frá sér sína 1984
og er tónlistin sem þar er að finna álíka
ófrumleg og nafngiftin. Ég las einhversstað-
ar í viðtali við Mike Pollock, söngvara hljóm-
sveitarinnar, að Frakkarnir flyttu fönktón-
list. Ég er enn að leita eftir þessu á plötunni.
Að vísu er tónlistin undir áhrifum fönktón-
listar en hún nær því þó hvergi almennilega
að geta talist fönkuð. Það næsta sem þeir
komast því er í laginu Boogie Man. Ástæðan
fyrir þessu er líklega sú að ryþmaparið er
ekki að spila fönk. Þá sérstaklega ekki
trommuleikarinn og ekki megnar ásláttar-
leikur Ásgeirs Óskarssonar að bjarga þessu.
Gítarryþminn er Iéttur og kraftlaus og það
sem verst er, líflaus. Raunar er ekki nema
einn ljós punktur í hljóðfæraleiknum á plötu
þessari og er það þáttur Björgvins Gíslason-
ar en hefði hans ekki notið við er næsta
áreiðanlegt að það væri óbærilegt að hlusta
á hana. Björgvin fer víða á kostum og sannar
hann enn einu sinni að hann á sér fáa jafn-
ingja hér á landi á sviði gítarleiks.
Þegar ég heyrði plötu þessa fyrst, datt mér
í hug önnur tilraun íslenskrar hljómsveitar
til að spila fönkaða tónlist, þ.e. fyrsta breið-
skífa hijómsveitarinnar Júdas. Það þótti nú
ekki sérlega góð plata en þeir voru þó mikl-
um mun nær markinu þá en Frakkamir eru
núna.
Simple Minds - Sparkle in The Rain
Hljómsveitin Simple Minds varð til í Edin-
borg í Skotlandi árið 1978 en nokkrir með-
lima hennar voru áður í pönksveitinni
Johnny & the Self Abusers. Simple Minds
voru í fyrstu undir áhrifum frá „glimmer"
sveitum áttunda áratugarins og þá sérstak-
lega Roxy Music, en með tímanum hefur
þeim tekist að þróa með sér sinn sérstaka
stíl. Nú er málum þeirra þannig háttað að
þeir eru ein vinsælasta hljómsveit á Bret-
Íandseyjum og t.d. fór nýja stóra platan
þeirra, Sparkle In The Rain, beint í fyrsta
sæti breska vinsældalistans. Það eru margir
sem tala nú um Simple Minds sem Genesis
níunda áratugarins.
Árið 1982 sendi Simple Minds frá sér plöt-
una New Gold Dream og var hún talin ein af
bestu plötum þess árs. Það var þá ljóst að
það yrði þeim erfitt verk að fylgja plötu þess-
ari eftir og hvað þá gera betur. Þeim hefur
heldur ekki teksit að gera betur á Sparkle In
The Rain en í fljótu bragði heyrist mér hún
ekki standa New Gold Dream langt að baki.
Tónlistarlega eru þetta nokkuð svipaðar
plötur en þó er yfirbragð Sparkle In The Rain
nokkru þyngra. Þá á ég við að hún sé öllu
þyngri í taktinum en ekki endilega mikið
flóknari. Það er trommuleikurinn sem gerir
fyrst og fremst þennan þyngdarmun og er
hann nú t.d. hafður framar í hljóðblöndun-
inni en áður. Einnig virðist víða hlaðið meira
í útsetningar. Þess ber þó að geta að tónlist
Simple Minds hefur alltaf verið þeirrar gerð-
ar að hlusta þarf nokkrum sinnum á plötur
þeirra áður en hægt er að gera sér góða
grein fyrir því sem þar er að gerast.
Þar sem ég hef ekki haft Sparkle ln The
Rain undir höndum nema í tvo sólarhringa,
þegar þetta er skrifað, en hef hins vegar
hlustað mjög mikið á New Gold Dream síðan
hún kom út, þá er erfitt að gera samanburð
og segja til um hvor platan sé betri. Þó er víst
að ekkert lag er á þessari nýju plötu sem ég
tel líklegt til viðlíka vinsælda og Promised
You A Miracle naut á sínum tíma. Samt sem
áður eru hér greinilega nokkur mjög góð lög.
Má þar nefna fyrstu fjögur lög plötunnar og
þá kannski sérlega það fyrsta, sem heitir Up,
On The Catwalk. Annars er fljótlegra að telja
upp þau lög sem ekki falla alveg í kramið hjá
mér en það eru síðustu lögin hvom megin og
svo Lou Reed-lagið Street Hassle, en þessi
lög_geta þó varla talist mjög slæm.
Eg tel það engum efasemdum bundið að
þegar upp verður staðið í lok þessa árs,
muni þessi plata verða á lista yf ir bestu plöt-
ur. Ef svo verður ekki getum við svo sannar-
lega farið að hlakka til þess sem á eftir að
koma út.
20    HELGARPÓSTURINN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28