Helgarpósturinn - 12.04.1984, Page 18

Helgarpósturinn - 12.04.1984, Page 18
LEIKLIST Yossarian vill lifa Leikfélag Hafnarfjarðar: 22. grein eftir Jospeh Heller. Þýðandi og leikstjóri: KarlÁgúst Úlfsson. Tónlist: Jóhann Morávek. Leikmyná Ragnhildur Jónsdóttir. Leikendur: Lárus Vilhjálmsson, Daníel Helgason, Jón Sigurðsson, Atli GrétarGeirs- son, Hallur Helgason, Jakob Bjarnar Grét- arsson, GunnarJónsson, Kristinn Þorsteins- son, Jón Björgvinsson, Eyjólfur Sigurðsson, Kristín Guðrún Gestsdóttir, Björk Jakobs- dóttir, Svanhvít Magnúsdóttir, Kristín Birna Bjarnadóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Katrin Þorláksdóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir. Catch 22 eða 22. grein er upprunalega fræg skáldsaga sem kom út árið 1961. Hún er byggð á atburðum seinni heimsstyrjald- arinnar og ýsir á margflókinn hátt fárán- ieika stríðsins og styrjaldarátaka yfir höfuð. Naut þessi saga mikilía vinsælda á sjöunda áratugnum. Seinna Vcinn höfundur leikrit uppúr sögunni sem frumsýnt var 1971. Einnig hefur verið gerð fræg bíómynd eftir sögunni. Persónur leiksins eru hermenn flugsveit- ar amerískrar sem er með bækistöð á ítaJíu. Einnig koma við sögu hjúkrunarfólk, lcinds- menn og fleiri. Alls eru um 40 hlutverk í leiknum. Aðalpersónan Yossaricin hefur fengið sig fullsaddan af stríðinu og fáránleika þess og reynir að losna úr herþjónustunni. En það gengur ekki greitt þótt h£inn reyni allt sem honum dettur í hug. Allsstaðar verður fyrir hin margslungna 22. grein herþjónustulag- anna sem eiginlega nær yfir adlt. í verkinu eru teknar fyrir margar hliðar stríðsrekstrar, valdhroki, brask, ópersónu- legt kerfið o.fl. o.fl. Þegar yfir atburðina er litið er í rauninni verið að f jalla um valdbeit- ingu, blinda valdstjóm sem verður að ómanneskjulegri maskínu áður en varir og þau markmið sem ef til vili voru tii staðar í upphafi eru löngu gleymd og grafin. Aðferð- in sem höfundur notar tii þess að koma þessari sýn sinni á hemaðinn til skila er á mörkum þess að vera absurd, á mörkum hins fáránlega og hreins farsa. En í raun em aðstæðurnar fullkomlega raunvemlegar, svo þegar þetta allt blandast saman verður úr mögnuð kaldhæðni, svört kómedía af svæsnustu tegund. Það liggur því á borðinu að það er tölu- vert vandaverk að koma leikverki eins og þessu á svið og nálgast biræfni af lítt þjálf- uðum áhugaieikflokki. En hví skyldu þeir ekki spreyta sig á erfiðum verkum? Leikstjóranum tekst nokkuð vel að halda utanum sýninguna og halda góðum hraða og lipru samspili. Það hefði að skaðlausu mátt stytta verkið nokkuð og hefðu leikend- ur þá trúlega haft verkið betur á valdi sínu. Svo sem fram kemur hér að framan em nærri 40 hlutverk í sýningunni og fcira 17 leikendur með þau. Gefur að skilja að mörg þeirra em ógnarsmá. Leikendur em harla misjafnir en mörgum þeirra tókst einkar vel upp. Sérstaklega vcikti athygli mína að vandað var vel til margra smáhlut- verkanna. Ekki þarfyrir að stærri hlutverk- unum hafi ekki einnig verið gerð þokkaleg skil, en í þeim kom betur fram hæfileika- og þó einkum þjálfunarmunur leikaranna. Sá leikari sem mest mæðir á er Láms Vil- hjálmsson sem ferð með hlutverk Yossciri- ans. Hann er á sviðinu nær allan tímann og skilcir sínu hlutverki mjög vei, nær að sýna að þrátt fyrir afkáraskapinn og fáránleikann í aðstæðunum er Yossarian ósköp venju- legur maður sem á þá ósk heitasta að lifa, vera lifandi manneskja. Það virðist vera mikill þróttur í Leikfélagi Hafnarfjarðar sem endurvakið var í fyrra og er kjarni hópsins ungt fólk sem kynnst hefir leiklist í skóla og þá flestir í Flensborg. Útlit er fyrir að rekstur þess komist á fastari gmndvöll næsta haust en þá mun vera í ráði að félagið fái Bæjarbíó til cifnota. Sýningin á 22. grein er í Hafnarfjarðarbíói. G.Ást. Hafnfirðingarsýna 22. grein-lipurt samspil en hefði mátt stytta verkið. MYNDLIST Framsœkinn norrœnn fúkki eftir Guðberg Bergsson Ýmislegt er til bæði í kotum og höllum, ekki mjög margt, en eitt er þó algengast: fúkkinn. Kotafúkkinn hcifði þá sérstöðu, ef hægt er að hafa það orð um híkka, að engin tvö kot lyktuðu eins eða kotafólkið. Aftur á móti er hallarfúkkinn alþjóðlegur, og yfir hann reynt að breiða með giæsilegum tepp- um, veggteppum. Það er líka gert að Kjarvalsstöðum á sam- norrænni sýningu sem ber yfirskriftina Borecilis eða Útúrborur, í réttri þýðingu. Sýningin kemur hingað frá Sveaborg í Finn- landi, en hún er sögð vera miðstöð norrænnar myndsköpunar. Hið mikla gildi stöðvarinnar liggur í augum uppi í skyggnu- kassa. Kynninguna setti saman helsti for- kólfur norrænncir myndlistcir, Krúskopf, en hann stjómar eða stjómaði samnorrænu riti um norræna myndlist, og kom það út nokkmm sinnum á ári og var sambland af innihaldi Herópsins, SÍBS, berklasjúklinga og Einingar, hins ágæta rits Góðtemplara. Sem sagt: samnorræn blanda af bestu boð- unargerð. Því þessar þjóðir em þjóðir boð- skapcU'ins, cilltaf að boða lausnir á öllu með einföldum ráðum, og er því pokaprestur í öðmm hverjum manni. Mikið krúska hefur verið í höfðinu á Krúskopf þegar hann samdi „sögulegtyfirlit á skyggnum" í fúkkakassann sinn. I menn- ingarmiðstöðinni er hægt að verða ljúft vitni að hjóli sem liggur uppi við skúr, sjá Helsínkí í fjarlægð, sjó renna milli tveggja blautra steina, þrisvar einhverjar hleðslur, krakka að klifra, mann að reyna að smíða fiðlu og svo nokkra iegsteina. Auðvitað hlýtur þetta að laða listamenn að listamið- stöðinni, andlega lífið er svo gífurlega spjenncindi. Og þó gleymdi ég einni mynd: hægt var að sjá inn langan gang fulian af reiðhjólum. Listamenn hjóla upp frægðar- brautina í Sveaborg. Úr þessari háborg er sýningin komin. Mér var sagt að flestir fæm fyrst inn á hana til hægri. Hún er áhrifameiri þaðan að sjá. Við blasir mynd af þremur konuhöfðum, á háum stöngum, samt ekki níðstöngum, og þau em ættuð úr höfuðheimunum þremur: menningcu-heiminum vestræna, reynslu- heimi kvenna og þriðjaheiminum. Höfuðin em saumuð Sciman úr leðurpjötlum og eiga kannski pjötlumar að minna á handverk Ilse Koch forðum, en nafn myndarinnar er Karbætt hugsun kvenna. Þá komum við að annarri konumynd. Þar er konan að brjótast út um múr sem er gerður úr rauðum orða- leppum. Konan stefnir út í frelsið, afar fá- klædd, en í nógu samt. Og hvað gerist í frelsinu? Koncin rýkur strax í örtölvuleikfang og reynir að höndla hamingjuna á skermi með því að þrýsta á tvo hnappa í stýriborðinu. Yfir þessari lausn er aumingja koncin cifskaplega jarðar- fararleg og fúkkuð í framan, þrátt fyrir val- kostina. Næst komum við að vélum sem draga mynstur í sand með einföldum vélbúnaði. Siíkar vélar hafa verið í fjölmörg ár til sölu hjá leikfangasölum á götum stórborga er- lendis, en handknúnar með kúlupenna. Og þá er tennt hjól í miðjunni. Áhrifin verða sömu og véllistaverkinu er ætlað að ná, nema ef notaðir eru marglitir kúlupenneir við handknúna leikfangið verður „verkið" í lit. En þessi „myndaðferð" er afar hvimleið, líkt og tölvulistin sem Ary Brizzi lagði stund á og ýmsir argentí'nskir listamenn fyrir nokkrum áratugum, þegar það „að mata bara tölvur" átti að leysa heimsvcindcinn og þá listina líka. Þá ber okkur inn í hinn fræga Vestursal Kjarvalsstaða. Hin glæsilegu og tæru teppi Ásgerðar eru fyrir suðurveggnum og hyija allan fúa, en þegar lengra er komið inn í salinn biasir hann við í öllu sínu veldi. Vet- urnir í Noregi eru fúkkinn upp málaður á nokkrum myndum sem gætu verið cifbökun á bókum Vesaas. Danimir eru líka að afbaka þarna með fúkkalyfjum sínum bækur Dorrit Willumsen. Svíamir em auðvitað í sinni heimssýn: Allt er að farast og brenna í hin- um voðalega hildarleik sem mannkynið stendur frammi fyrir. Þess vegna verða Jjeir að boða nokkrar pokaprestalausnir á öllum listsviðum: og boða þá auðvitað eilífcin eld og eyðileggingu gegn eyðileggingunni, en eyðilegging þeirra er ,4deila á eyðileggingu hinna vondu“. Magnús Tómasson er þama í fúkka- ástandi einhvers Náttúrugripasafns og hjá honum er hægt að sjá fúkkaða dauða fugla, eins og í kössum á slíkum söfnum, nokkur fiðrildasöfn, uppstoppaða leðurblöku og nokkrar tjulldruslur úr gömlum fermingar- kjól, rós í músagildru. En það vcintar alveg hjá honum krakka ”í gamla daga“ sem em að huga að frímerkjunum sínum í fúkkuðum kjallcira á stríðsárunum. Gunnar Orn hefur líka krækt sér í fúkka þann sem spænskur málari, Hemandez, hefur stundað. Fólk hans er myglað og hálf úldið og lifir í fúkkuðum eins lags framtíðcir- heimi, sambiand af fiskum og nagdýrum. En heimssýn Gunnars er öllu þrengri: það hef- ur aðeins slegið í lærin á persónunum á myndunum hans. Fúkkinn gerir þau bara litrík. Og svo em sænskir með skíði en jóla- sveininn vantar, þótt hann liggi milli fóta á palii, í líki álímingarmyndar fyrir böm. Allt er þetta vandlega ríkisstyrkt. Þessi risháa list er fyrir löngu komin inn á fjármál hinna framsæknu norrænu þjóða sem úða á sig efni gegn andlegum fúa með lífvænlegri list neðanjarðarhreyfinganna miklu sem vom víst farnar að fúkka strax í fæðingunni. Ekki ilmar allt af gróðri sem upp úr jörðinni kemur, þótt grasrótarhreyfingar pokaprest- anna boði upp á ilm og angan. Borealissýninginá Kjarvalsstöðum- áhrifameiri ef menn fara fyrst inná hana frá hægri. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.