Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 16
MAGNÚS ÞÓRDAPSON, SKRIFSTOFU NATO ÁISLANDI, I HELGARPÓSTSVIDTA eftir Ómar Friðriksson mynd: Jim Smart Áður en við Magnús setjum okkur niður til að ræða saman bregður hann greiðu á loft og rennir yfir hárið. „Ég hef nýverið lesið bók,“ segir hann um leið og hann kemur sér fyrir í stólnum og teygir sig í vindlapakka, ,,þar sem meðal annars er fjallað um breska stjórnmálamanninn David Owen. Og þar er verið að segja frá því hvað hann kemur vel fyrir, og það er tekið til þess að hann komist upp með ýmis ,,eccentricities“ sem aðrir stjórn- málamenn gætu ekki, og til dæmis er nefnt, „combing his hair in public", — að greiða sér á almannafæri. Það þykir nefnilega ekki fínt í sumum lönd- um. Ekki frekar en gamli siðurinn að vera ekki að skafa á sér neglur fram- an í öðrum. Ég man að þegar ég var krakki þá var manni bara kennt það upp á dönsku að „man skal holde sine negle rene, men helst alene“,“ segir hann og kímir. Það er Magnús Þórðarson á skrifstofu NATO á íslandi, — eins konar upp- lýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins, — sem er mættur í opnuviðtal Helgarpóstsins að þessu sinni. Magnús er roskinn og virðulegur borgari sem síðastliðin 18 ár hefur haft þennan óvenjulega aðalstarfa að vera sér- legur málsvari varnarbandalagsins hér á Iandi. Hernaðarbandalags, myndu eflaust sumir segja því eins og kunnugt er hafa deilur um eðli þess og hlutverk verið harðar og óvægnar síðustu áratugi. Það gætti þó engrar stífni í viðmóti Magnúsar þegar ég pantaði við hann viðtal, heldur tók hann bón minni einkar ljúflega og þegar séð hafði verið fyrir kaffi í könnurnar og eldi í vindlana voru samræðurnar fljótar að komast á skrið. Magnús byrjar á að leiðrétta fyrir mér algeng- an misskilning: „Nei, ég er ekki lögfræðingur þó svo að margir haldi það og ég er alltaf að leið- rétta þetta. Það hefur fylgt mér gegnum lífið,“ heldur hann áfram. „Meira að segja hef ég lent í því að sitja hjá lögfræðingum á fundum og þeir hafa haldið að ég væri einn af þeim. Ég var þó í lögfræðinámi og er cand. phil., eins og menn titluðu sig stundum í gamla daga eftir að hafa lokið heimspekilegum forspjallsvísindum, en fór fljótlega að vinna á Morgunblaðinu sem blaðamaður og féll í þá gildru, eins og margir aðrir, að vinna með námi. Það varð svo til þess að ég lauk aldrei námi og fannst auk þess blaða- mennskan mun skemmtilegri en lögfræðin þó að hún sé ákaflega merkileg." Hann segist örlítið sposkur á svip hafa gaman af því að slá um sig með cand. phil. titlinum þeg- ar hann er í útlöndum því þar veit enginn hvað þetta er. „Útlendingar geta ekki lesið í þetta og halda að það sé eitthvað voðalega fínt, þarna sé líklega einhver heimspekingur á ferð. Nokkrir íslendingar notuðu þó þennan titil hér áður fyrr og hef ég séð það í bókum sem ég hef safnað að menn hafa skrifað sig cand. phil. því að þeir hafa ekki komist lengra í námi. Það er náttúrlega betra en ekki,“ bætir hann við. Segja má að lögfræðin hafi ekki verið Magn- úsi verulega fjarskyld því faðir hans var dr. juris Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari og kunn- ur fræðimaður í lögum. „Það ríkti allnokkurt júr- idískt andrúmsloft á heimilinu," segir hann. „Faðir minn lagði mikið upp úr því að hafa júri- dískan „stringens". Það er eiginiega viss teg- 'und af hugsun og hann þoldi ákaflega illa alla dellu og hjátrú. Þó að hann hefði gaman af öll- um þjóðlegum fræðum þá reyndi hann ævin- lega að leiða hjá sér alla vitleysu og það sem ekki stóðst. Hann var mjög rökfastur maður og talaði stundum um að menn skorti hinn „júríd- íska stringens" og taldi að allir hefðu gott af því að læra lög. Þetta var þó enginn hroki í honum, það vissum við sem þekktum hann vel, annars held ég að þetta sé að einhverju leyti meðfætt að vera svona lógískur í hugsun og kæra sig ekki um að fólk komist upp með einhverja dellu. UNGUR OG PASTURSLÍTILL — Hvað telurðu að hafi helst mótað skoðanir þínar og lífsviðhorf? Uppvöxturinn í föðurhús- um eða eitthvað annað? „Skoðanir mínar eru alveg frá sjálfum mér því að það var aldrei talað um stjórnmál á mínu heimili. Þetta var mjög samheldið heimili, en faðir minn var hæstaréttardómari og þar af leið- andi var hann ekki kjörgengur. Hann mátti að vísu kjósa en hann gerði það þó aldrei meðan hann var dómari og vildi ekki vera að tala um pólitík á sínu heimili. Ég myndaði mér snemma ákveðnar skoðanir og varð fljótt mjög pólitískur. Ég fylgdist vel með og las mikið og tel mig mjög heppinn að hafa fæðst inn á heimili þar sem var stórt og mikið bókasafn, en ég man það að föður mínum líkaði það illa ef ég fór t.d. að tala um stjórnmál við matborðið. Hann vildi hafa matfrið og leidd- ist það tal. Hann hafði því aldrei áhrif á skoðanir okkar systkinanna, en almennt séð hefur rök- festa hans eflaust haft áhrif á hugsunarhátt okk- ar.“ Inngangan í Atlantshafsbandalagið 1949 var þó sá viðburður sem Magnús segir að hafi haft hvað djúptækust áhrif á sig. Hann var sjónar- vottur að atburðunum við Alþingishúsið en kveðst ekki hafa haft sig í frammi. Hann var þá nýbyrjaður í menntaskóla og segist muna ýmsa eldri skólafélaga sína í hópi þeirra hvítliða sem stormuðu út úr Alþingishúsinu. „Þetta var náttúrlega mikið hitamál og menn komust ekki hjá því að taka afstöðu í því. En ég var of ungur og pasturslítill til að taka þátt í at- burðunum á Austurvelli þennan fræga dag, var 16 ára að aldri, en þetta hafði mikil áhrif á mig.“ — Varstu þá þegar orðinn harður á meining- unni í þessum málum? „Já, já. Ég taldi það alveg rétt að ganga í Atl- antshafsbandalagið og hið sama má segja um flesta kunningja mína.“ EKKERT RASISTATAL Magnús er mikill áhugamaður um sögu ís- lensku þjóðarinnar og hefur m.a. varið miklum tíma í að skoða gömul bréf og annan vitnisburð um þjóðhætti, siði og hugsanagang þjóðarinnar í fyrri tíð. Hann furðar sig mikið á þeirri gríðar- legu breytingu sem orðið hefur á íslenska þjóð- félaginu á svo skömmum tíma sem raun ber vitni. „Þjóðfélagið brunar eins og úr miðöldum inn í nútímann á nokkrum áratugum," segir hann, „og einstaklingarnir þurftu að brjótast úr mikilli fátækt." Þessu til sönnunar víkur Magnús nú talinu að móðurætt sinni. Móðir hans, Halldóra Magnúsdóttir, er dóttir Magnúsar Magnússonar sem kallaður var Mangi lipri af mörgum. Hann ólst upp í fátækt en fór snemma til sjós og braust svo til mennta. Var í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og menntaði sig enn frekar í Kaupmannahöfn. „Þegar hann kemur aftur til íslands," segir Magnús, „er hann mjög stórhuga og var einn af þeim sem stofnuðu útgerðarfélagið Alliance í byrjun aldarinnar. Hann var svo mikill umsvifa- maður, var lengi framkvæmdastjóri Alliance, og fékkst við ýmislegt fleira. Ég man eftir honum á 4. áratugnum þegar hann var stundum að fara norður í Djúpuvík í Ingólfsfirði þar sem var síldarbræðsla sem síðar lognaðist út af vegna síldarleysis. Hann hafði mikið umleikis á tímabili en eins og er með alla þá sem starfa í sjávarútvegi þá er mikið lagt und- ir og áhættan er mikil. Þannig hefur þetta sjálf- sagt gengið upp og niður," segir hann, „og afi minn lést svo árið 1940. Amma seldi þá það sem hún átti af hlutabréfum í eignunum." Magnús er hafsjór af fróðleik um fyrri tíma og segir skrifara margar sögur af ættmennum sín- um sem of langt mál væri að tíunda hér, en öll áhersla hans er þó á það hvað raunverulega sé nú skammt til gamla tímans og gjörólíkra lífs- hátta: „Mér finnst að við sem nú erum uppi tengjumst mjög einkennilega forneskju og mið- aldalífi með ýmsum hætti. Afi minn í föðurætt var bóndi með þessu gamla sniði og svo var afi minn í móðurætt sjómaður í Reykjavík sem byrjaði á opnum bátum en endaði á togara og

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.