Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						íslendingar eru þjóö sem
fjárfestir í járnbentri stein-
steypu. Á Íslandi er hamingj-
an járnbent steinsteypa. Allir
þurfa að byggja, og líka þeir
sem ástunda kristna trú hér á
landi. Það gera þeir heldur
ekki í smáum stíl, því nú eru
sex nýjar kirkju að rísa uppúr
jörðinni í Reykjavíkurprófasts-
dæmi, en þar má bæta við
tveimur kirkjum sem vígðar
hafa verið á síðustu tveimur
árum. Mörgum bregður sjálf-
sagt í brún við að sjá nýstár-
legt yfirbragð þessara bygg-
inga og hætt við að einhverj-
um lítist ekki á blikuna að
ástunda sína barnatrú þar
inni. Við birtum hér nokkur
sýnishorn af kirkjubyggingum
á höfuðborgarsvæðinu —
textinn leitast við að fylla upp
í þær fáu glufur sem Ijós-
myndirnir skilja eftir. ..
Það er iðulega sagt í hinum
mesta vandlætingartóni að eigin-
lega sé ekki til neinn íslenskur
arkítektúr; jú, einu sinni bjuggu
flestallir forfeður okkar í moldar-
kofum eða -holum, sem hljóta að
teljast býsna þjóðlegur arkítektúr;
svo tóku að myndast borg og bæir
og þjóðin flutti í bárujárnshús, sem
núorðið teljast vera þjóðlegri en
önnur mannvirki. Allt ber þetta þó
að sama brunni; aki maður í róleg-
heitunum um Reykjavíkurborg
má sjá að hér ægir saman hinum
ólíkustu og fjarlægustu stíltegund-
um og stílbrigðum steinsteypunn-
ar — spænskættuðum márastíl,
háfjallastíl ofanúr Alpafjöllum,
flatneskjulegum         úthverfastíl,
fúnkísstíl, nytjastíl og þar fram eft-
ir götunum. Þar sem gamla tíman-
um og ýmsum tilbrigðum nútím-
ans ægir saman getur útkoman oft
orðið hin afkáralegasta, einsog
glöggt má sjá dæmi um víða í mið-
borg Reykjavíkur. Það er byggt í
kappi við tímann og áratug síðar
sitja menn uppi með timburmenn-
ina, fráhvarfseinkennin — stein-
steypukumbalda sem ekki verða
svo hæglega fjarlægðir aftur.
Það er náttúrlega ekki bara við
smekkleysi, skammsýni eða ving-
ulshátt húsbyggjenda eða bygg-
ingameistara að sakast. Ein helsta
orsökin fyrir þessum mikla hræri-
graut stíltegundanna hefur verið
talin sú að íslenskir arkítektar leita
sér menntunar víða um heim, þar
sem þeir tileinka sér margvíslega
fagurfræði og kenningar; á Norð-
urlöndunum, í Þýskalandi, Frakk-
landi, Bretlandi og Bandaríkjun-
um. Hvort það yrði til góðs að ís-
lenskir arkítektar gætu menntað
sig hér heima, skal látið ósagt í
þessu greinarkorni.
Ekki meir, ekki meir!
íslenska þjóðkirkjan hefur svo
Langholtskirkja, vígð 16. sept. 1984. Arkftekt: Hörður Bjarnason
Bústaðakirkja, vígð 28. nóv. 1971. Arkítektar: Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir.
FJARFEST
vildir þú dýrka þinn
i
sannarlega ekki farið varhluta af
þessari kreppu stílleysisins í ís-
lenskum arkítektúr. Það er í raun-
inni ekki hægt að tala um neina
óslitna hefð í íslenskum kirkju-
byggingum sem styðjast mætti
við, ólíkt því sem gerist víðast hvar
erlendis. Til dæmis hafa hér ekki
varðveist neinar kirkjur frá mið-
öldum, engar gamlar höfuðkirkj-
ur; og í rauninni ekki aðrar kirkjur
en fáeinar torfkirkjur og heldur
lágreistar timburkirkjur frá því á
síðustu öld. Þá er reyndar undan-
skilin dómkirkjan í Reykjavík,
ágætis mannvirki, þótt hún sé
reist í stíl danskra og sænskra
steinkirkna.   Islenskir  bygginga-
meistarar og kirkjufrömuðir
neyddust því til að róa á önnur mið
þegar þeir hófu að byggja kirkjur
í nútímastíl um og uppúr heims-
styrjöldinni síðari.
Síðan þá hefur ævinlega^ staðið
styr um kirkjubyggingar á íslandi.
Þar urðu náttúrlega frægastar
deilurnar um Hallgrímskirkju,
sem urðu einu höfuðskáldinu efni-
viður í eftirfarandi háðkvæði:
Húsameistari ríkisins
tók handfylli sína af leir
og horföi dulráðum augum
á reizlur og kvarda.
51 x 19 + 18- 102,
þá útkomu lœt ég mig
raunar lítils varöa.
Ef turninn er lóöréttur
hallast kórinn til hœgri.
Mín hugmynd er sú,
aö hver trappa sé annarri lœgri.
Húsameistari ríkisins
tók handfylli sína af leir,
og Hallgrímur sálugi Pétursson
kom til hans og sagdi:
Húsameistari ríkisins!
Ekki meir, ekki meirí
Og þær eru fleiri kirkjurnar sem
hafa valdið deilum á íslandi; til
dæmis Neskirkja sem vígð var ár-
ið 1957. Þeim sem vildu halda fast
í gamla tímann þótti hún frámuna-
lega ljót byggíng og lítt hæfa trúar-
athöfnum — og svo má auðvitað
ekki gleyma öðrum hópi sem
hafði hátt í stríðinu um Hallgríms-
kirkju; þeim sem alls ekki vilja láta
byggja neinar kirkjur.
Dýrar og óhagkvæmar
Nú eru sextán söfnuðir í Reykja-
víkurprófastsdæmi, sem nær yfir
Reykjavík, Kópavog og Seltjarnar-
nes. Tíu þessara safnaða iðka trú
sína í kirkjubyggingum sem eru
fullkláraðar og vígðar samkvæmt
öllum  kúnstarinnar reglum,  en
Seltjarnarneskirkja, ( byggingu. Höfundur: Hörður Björnsson tæknifræðingur.
Áskirkja, vígð 11.des. 1983. Arkítektar: Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir ásamt Haraldi V. Haraldssyni.
28    HELGARPÓSTURINN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32