Helgarpósturinn - 14.08.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 14.08.1986, Blaðsíða 24
Bjarni Daníelsson, nýskipaður skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans. Kem ekki til að kollvarpa kerfinu Eg skrifa ljóð af því að ég er laglaus — segir Sveinbjörn Þorkelsson í samtali við HP en hann hefur nýverið gefið út Ijóðabókina Pos Nýveriö var rádinn nýr skólastjóri ad Myndlista- og handídaskólanum í Reykjavík. Pad var Sverrir Her- mannsson menntamálarádherra sem skipaði Bjarna Daníelsson / embœttið. Pessi skipun leiddi til nokkurra blaðaskrifa, þar sem ráð- herra hafði gengið þvert á sam- hljóða samþykkt skólamálaráðs borgarinnar. Skólamálaráðið mœlti með Torfa Jónssyni sem hafði verið settur skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans síðastliðin fjögur ár. Til að kynnast manninum lítils- háttar var Bjarni Daníelsson tekinn tali. Hann var fyrst spurður um menntun og störf. „Ég er nú kennari úr Myndlista- og handíðaskólanum með myndmenntakennarapróf. Síð- an hef ég undanfarin ár verið í fram- haldsnámi í Bandaríkjunum í Madi- son í Wisconsin. Þar hef ég verið í uppeldisfræði myndlistar ef við- klúðrum „arteducation" þannig yfir á íslensku. Ég er þar núna í doktors- námi. Undanfarið ár hef ég verið að vinna að doktorsritgerð um mynd- listarnám í íslenskum skólum." — Er hún á lokastigi? „Það miðar heldur í áttina. Það er erfitt að segja upp á dag hvenær maður klárar. Ég hef verið hér á landi í rúmt ár við gagnasöfnun. Og þetta er náttúrulega mikið verk, bæði að safna gögnum og vinna úr þeim. Ég held ég fari ekki að íþyngja þér og lesendum með því að segja nánar frá ritgerðinni en ég er að kanna stöðu myndlistarinnar út frá félagslegu sjónarmiði. Eftir að ég lauk námi frá MHÍ kenndi ég í grunnskóla og fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og hef núna, síðan ég kom heim fyrir hálfu öðru ári, verið stundakennari við Kennaraháskóla íslands. Ég hafði reyndar fengist við það áður en ég fór út. — Hvað rrieð MHÍ, ertu með nýjar hugmyndir, er eitthvað sem þú vilt breyta? „Ég á nú fullt í fangi með að átta mig á rekstrinum og starfseminni eins og er. Að sjálfsögðu hef ég ákveðnar hugmyndir um gang mála en ég kem ekki hingað til að koll- varpa kerfinu heldur til þess fyrst og fremst að stuðla að því að þetta haldi áfram að vera góður skóli — vonandi. Ég vonast til að geta ýtt áfram góðum málum. En það er náttúrlega búið að skipuleggja kennsluna og starfsemina fyrir næsta ár þannig að ég geng bara inn í það núna. Síðan verður að sjá til hvað gerist á næsta vetri. En ég hef hvorki patentlausnir né áætlanir um að kollvarpa öllu hér.“ — Nú hafa orðið blaðaskrif út af ráðningu þinni að MHI, er ekki erfitt að byrja í starfi undir slíku álagi? „Ég hefði vel getað verið án þess. Hinsvegar hefur mér verið ágæt- lega tekið hér og hef ekki yfir neinu að kvarta. Torfi Jónsson tók vel á móti mér og setti mig inn í starfið. Aðrir hafa verið ljúfmannlegir eftir því.“ — Þér líst vel a starfið? „Já, mér líst ljómandi vel á starfið. Myndlista- og handíðaskólinn er skemmtileg og margþætt stofnun." — En er starfið ekki dálítið mikil skrifstofuvinna? „Jú, það er það. En það er heil- margt sem er að gerast. Það hefur alltaf verið lífleg umræða í gangi um skólann og innan skólans. Um- stefnu hans og framtíð. Það er bæði mikið verk að halda þeirri umræðu gangandi og fá einhvern botn í hana. Eins er auðvitað hinn daglegi rekstur bæði tímafrekur og umsvifa- mikill," sagði Bjarni að lokum. —gpm Sumarið virðist vera orðið árstíð Ijóðabókanna. Mál og menning hef- ur reynt að brjóta upp jólabóka- flóðshefðina, t.d. með útgáfu Ijóða- bóka að sumri. Eins, og ekki síður, hafa Ijóðskáld, sem standa í útgáfu eigin verka, gefið út á sumrin. Einn þeirra er Sveinbjörn Þorkelsson en hans þriðja Ijóðabók Pos kom út á dögunum. Aður hafa komið út eftir Svein- björn ljóðabækurnar Ljóð innan glers 1978 og Hvítt á forarpolla 1979. „Letur gaf báðar þessar bækur út," segir Sveinbjörn í viðtali við HP. „Einsog Sigurjón í Letri sagði þegar kona hans kvartaði yfir því að lítið kæmi inn vegna ljóðabókaútgáfu hans: „Einhver verður að gefa þess- ar bækur út." En þessa nýjustu bók mína gef ég út sjálfur." Pos skiptist í þrjá kafla, sem sam- anstanda af 27 Ijóðum, frekar stutt- um. Aðspurður um nafnið, sagði Sveinbjörn að þetta væri gamalt ís- lenskt orð notað um reifar eða ung- barnafatnað. Sveinbjörn var spurð- ur að því hvernig þessi hans nýjasta bók væri. „Án þess að ég vilji vera hátíðleg- ur þá finnst mér það vera helgispjöll að tala um ljóð. Hið rétta er að lesa þau og skrifa. Við höfum til þess menntaða menn sem fjalla um ljóð. En meðal efnis í Pos er: Líf, dauði, steinn. Myndbönd. Sjóari, sumar- nótt, svartnætti og ein kona.“ — En af hverju líður svo langt á milli bóka hjá þér? „Ég gaf út tvær bækur, sitt árið hvora. Fyrra verkið var byrjanda- verk. Þótt ég væri orðinn 25 ára gamall var ég seinþroska og ég þurfti meiri tíma. Og vegna þess að mér fannst ég þurfa meiri tíma kom á mig hik. Og ég hafði nægan tíma. Eins skrifa ég ekki mikið og um 1980 kom stopp vegna annarra starfa. En samt hef ég alltaf skrifað ljóð, því ég er laglaus og get ekki sungið. Þess vegna skrifa ég ljóð, enda er Ijóðið nátengt söng. Ég er það seinþroska að enn er von í góða ljóðabók frá mér. Þessi ímynd um hið unga skáld á sér eflaust ein- hverja fyrirmynd í raunveruleikan- um en það eru einungis einstaka snillingar sem verða skáld á unga aldri og ég er ekki einn þeirra." — Eru Ijóð vinsœl? BÓKMENNTIR * A afmœli bankans Pœttir úr íslenzkri atvinnusögu, gefnir út í tilefni af 100 ára afmœli Landsbanka ís- lands. Ritstjóri: Heimir Þorleifsson. Landsbanki íslands á hundrað ára afmæli og hefur víst ekki framhjá neinum farið. Stjórn bankans hefur minnzt þess með ýms- um hætti, svo sem vera ber, m.a. með útgáfu þeirrar bókar, sem hér er til umræðu. Hún er 331 bls. í stóru broti og í henni eru 11 ritgerð- ir hagsögulegs eðlis eftir jafnmarga höfunda. Tvær þeirra víkja beinlínis að Landsbankan- um: Bergsteinn Jónsson skrifar skilmerki- lega um Landsbankafarganið 1909, er Björn Jónsson rak stjórn bankans og varð af mikill hvellur, sem að líkum lætur. Bergsteinn skrif- ar um efni sitt af glöggskyggni og yfirsýn, enda fáir jafnfróðir um sögu Landsbankans það tímabil, sem um ræðir. Ritgerð Sigurðar Líndals er síðan óbeint framhald af sögu Bergsteins: Réttarstaöa gcezlustjóra Lands- bankans eftir bankafarganiö 1909. Þar er rakinn aðdragandi „fargansins", umræður á alþingi, m.a. um lagalegt gildi athafna Björns Jónssonar og ekki sízt um réttarstöðu bank- ans, ábyrgðina. Það er forvitnilegt að lesa um þessi skoðanaskipti, ekki sízt í Ijósi þeirra málefna, sem nú ber hátt í þjóðlífinu. Aðrar ritgerðir bókarinnar tengjast sögu bankans að því leyti sem þær víkja að efna- hagsmálum þjóðarinnar, einkum sjávarút- vegi, en Landsbankinn hefur frá upphafi ver- ið stoð atvinnuveganna, þótt stofnaðir hafi verið bankar, sem tengjast einstökum bjarg- ræðisvegum. Helgi Skúli Kjartansson skrifar um Louis Zöllner, erlendan fjárfestanda á Is- landi 1886—1912. Zöllner er þekktur maður, einkum fyrir umboðsstörf sín fyrir kaupfé- lög, en hann hafði fleiri járn í eldi. Niðurlags- orð (eða -hugleiðingar) Helga, „Farvegir er- lends fjármagns" eru bráðskemmtileg, og ritgerð hans sýnir og sannar, hvað þjóðfélag- ið var í raun fábrotið um og eftir aldamót; Zöllner og vísast fleiri hans líkarvoru stór- veldi í viðskiptum og samt sem áður var lítill „enskur landsbyggðarbanki. . . uppspretta þess fjármagns, sem svo víða hafði komið við sögu í íslensku viðskiptalífi um tveggja áratuga skeið." (bls. 26) Trausti Einarsson skrifar um tímabært efni: Erlent fjármagn í hvalveiðum við ís- land og tekjur landsmanna af þeim 1883—1915. Ætli megi ekki segja, að hval- veiðar Norðmanna og annarra hafi verið þeim gullnáma? Mér sýnist á töflum Trausta, að tekjur íslendinga hafi verið heldur rýrar miðað við afrakstur hvalveiðifélaganna, en líklega hefur þó ekki hver króna skilað sér á framtali. Guðmundur Jónsson á þátt sem heitir Bar- áttan um Landsverslun 1914—1917. í ritgerð- inni eru rakin skipti „hins opinbera" af verzl- un og viðskiptum í heimsstyrjöldinni fyrri og á bak henni og grein gerð fyrir þeim sjónar- miðum, sem stjórnmálamenn og aðrir héldu á lofti, með og á móti. Að breyttu breytanda er sömu rökum beitt nú um stundir. Sumarliði Isleifsson segir frá bankamálum: „íslensk eða dönsk peningabúð?" Saga Is- landsbanka 1914—1930. Stuttlega er rakinn aðdragandi bankastofnunarinnar og sagt frá velgengnisárum hans og síðan hnignunar- skeiði, sem lauk með stofnun Utvegsbank- ans 1930. Á töflum gefur að líta þær hagtölur sem orkuðu á afkomu bankans, og í megin- máli leitar Sumarliði orsaka fyrir ófarnaðin- um. Og enn er efni til að leita samanburðar í nútímanum, þar sem eru háværar umræður um bankamál. Forsvarsmenn íslandsbanka kenndu til dæmis „óvinveittum skrifum blaða" (bls. 150) um ófarsæld bankans að nokkru leyti og höfðuðu m.a. mál á hendur Ólafi Friðrikssyni, ritstjóra Alþýðublaðsins, og unnu það. Óg enn má nefna, að á alþingi 1930 vildu 6 þingmenn Framsóknarflokks ásamt öllum sjálfstæðismönnum endurreisa bankann, en til að forðast stjórnarslit, að því er virðist, létu sexmenningarnir undan for- ystu flokksins og féllust á að stofna Útvegs- banka, en meirihluti þingmanna samþykkti frv. þess efnis. Bjarni Guðmarsson skrifar um Togaraút- gerð íReykjavík 1920—1931. Þar er greint frá endurnýjun togaraflotans eftir togarasöluna miklu í fyrra stríði, fjármagni í útgerð, arð- semi, aflabrögðum o.fl. Hannes H. Gissurarson gerir að umtalsefni Gengishœkkunina 1925 og kemst að þeirri niðurstöðu, að tilraun Jóns Þorlákssonar til að endurreisa krónuna hafi verið „skiljan- leg, eðlileg og reyndar virðingarverð við að- stæður ársins 1925“. (bls. 230) Eigi að síður var þessi gengisbreyting (eins og nú er sagt) umdeild pólitísk ákvörðun, innan stjórnar sem utan, og olli hatrömmum deilum, sem Hannes greinir frá og lýsir kenningum er- lendra fræðimanna, sem stjórnmálamenn reistu skoðanir sínar á, og er þessi nót dregin allt til okkar daga. Sigfús Jónsson, nýbakaður bæjarstjóri á Akureyri, skrifar um Alþjóðlega saltfisk- markaði og saltfiskútflutning íslendinga 1920—1932, stórfróðlega grein. Þar er gerð grein fyrir fiskveiðum, saltfiskverkun og - sölumálum þjóða við norðanvert Atlantshaf, samkeppni þeirra um markaði o.fl. Og sem fyrr eru margar töflur og myndir til stuðnings meginmáli, lesendum til glöggv- unar. Jón Böðvarsson cand. mag. ritar íhuganir um iðnað og kemur víða við, en m.a. er þar gerð glögg grein fyrir félagslegri skipan iðn- aðarmanna, löggiltum iðngreinum, námi o.fl. Síðustu grein bókar skrifar Björn S. Ste- fánsson, Eorsendur verðlags á landbúnaðar- afurðum í hundrað ár. Þar er lýst þeim að- ferðum sem við lýði hafa verið til að leggja verð á afurðir, sem bændur selja þéttbýlisbú- um. Upphaf ritgerðarinnar er raunar harla óljóst, en í heildina gefur hún góða sýn yfir viðfangsefnið. Loks er að geta kynningar höfunda og myndaskrár, sem er til fyrirmyndar, og í heild er hlutur ritstjóra með prýði; ég rakst t.a.m. aðeins á tvær meinlitlar prentvillur. Myndefni er í senn upplýsandi og fjölbreytt, ólítil vinna liggur að baki þeim efnisþætti. Ritstjóri hefur ekki samræmt frágang rit- gerða, og tel ég það kost, því of mikil snið- festa setur höfundum óþarfar skorður. Ég vil þó gera þá athugasemd, að mér finnst ekki fara vel á að telja inngang fyrsta kafla rit- gerðar, eins og þeir gera Sumarliði ísleifsson og Sigfús Jónsson. lnngangur á að vera ótölusettur, hann er aðfaraorð eða efnislýs- ing, síðan hefst meginmál með I. kafla. Eg sætti mig ekki alls kostar við útlitshönn- un bókar, mér finnst hún með „of miklum glans" og sakna þess sárlega að hafa ekki titil þrykktan á kjöl. Aðfinnslur mínar eru hálfgerður sparða- tíningur, því Landshagir eru eiguleg bók fyr- ir þá sem meta hagsögu nokkurs, og sér í lagi er þeim fengur í þessari bók, sem fást við at- vinnusögu á fyrri hluta þessarar aldar. SS. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.