Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSYN Það fór eins og margan grunaði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík; Helena Albertsdóttir vann kraftaverk fyrir Albert Gudmundsson. En hún fékk óneitanlega óvænta hjálp frá kosningamaskínum þing- mannanna Birgis lsleifs Gunnarssonar og Eyjólfs Konráds Jónssonar. Birgir ísleifur auglýsti síðustu dagana að hann væri ,,far- sæll forystumaður" og Eyjólfur Konráð fór mikinn allra síðustu dagana og óskaði eftir stuðningi í fyrsta sætið. Birgir ísleifur fékk 891 atkvæði í fyrsta sætið og Eykon 517 at- kvæði. Þetta þótti mörgum heimildarmönn- um HP innan Sjálfstæðisflokksins órækur vitnisburður um að Morgunblaðsliðið/Geirs- armurinn hefði ekki frekar getað sætt sig við Fridrik Sophusson varaformann Sjálfstæðis- flokksins en Albert til að leiða lista flokksins við næstu alþingiskosningar. í ljós kemur að Friðrik er ekki síður einfari en Albert, — og sá grunur iæðist að fólki að hinn voldugi hópur sem kenndur er við ættaveldi og Morgunblað hafi viljað veikja stöðu Friðriks varaformanns og þar með formannsins, hans nánasta samverkamanns, í Sjálfstæðis- flokknum öllum. Ljóst er að hin veika for- ysta, sem útúr þessu prófkjöri kemur, er ekki mjög líkleg til langlífis í pólitíkinni, nú verð- ur kallað á sterka manninn. í leiðara Morgunbiaðsins á þriðjudag er sagt að úrslitin sýni „veikleiká' hjá öðrum helsta forystumanni flokksins og sé ,,um- hugsunarefni fyrir hann og forystuna". Ekki fer á milli mála að kærleikar hafa löngum verið litlir með Morgunblaðsveldinu og vara- formanninum. Því valda deilurnar um Gunn- ar/Geir frá því á árunum uppúr 1970. Og menn eins og Jón Magnússon hafa heldur ekki orðið fyrirgefningar aðnjótandi af sömu ástæðum. Og það hefur heldur ekki farið leynt, að eftir „stólaskipti“ í ríkisstjórninni hefur Þorsteinn Pálsson lent útaf sakrament- inu. Margir töldu að Eyjólfur Konrád hefði komið suður m.a. í þeim tilgangi að veikja forystu flokksins og búa í haginn fyrir „sterka manninn", sem nú verður strítt kall- að á innan Sjálfstæðisflokksins. Niðurstöður prófkjörsins ýta undir vangaveltur af þessum toga. Þessi aðstoð flokkseigendafélags Sjálf- stæðisf lokksins gerir samt sigur Alberts Guð- mundssonar ekki minni. Sigurinn er stór og mikill. Og hann lýsir einnig frábærri skipu- iagningu svosem fjöldi atkvæðanna sem eftir Óskar Guðmundsson Gamla ættaveldið réði mestu um niðurstöður prófkjörsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins í vanda. Búið í haginn fyrir sterka manninn. Eldra fólk fjölmennti í prófkjörið. Albert sigur- vegari — en hvar er siðferðisgrundvöllurinn? Albert sterkur — flokkurinn veikur Albert Guðmundsson fær í fyrsta sæti ber vott um. Tæplega 1400 manns gengu inní flokkinn beinlínis til að taka þátt í prófkjör- inu og víst er að þar fór drjúgur stokkur stuðningsmanna Alberts Guðmundssonar. Aðstoðin úr trúfélögunum mun einnig hafa skilað sér. En allt þetta bliknar hjá þeirri staðreynd, að staða Alberts i íslenskum stjórnmálum undanfarna mánuði hefur verið mjög veik. I skoðanakönnun HP í júlí s.l. sumar kom í ljós að 73% þeirra sem tóku afstöðu, vildu að Albert segði af sér vegna Hafskipsmálsins. Afstaða Reykvíkinga, kjósenda Alberts var enn skeleggari í þessari skoðanakönnun, eða 74,2% sem vildu að hann segði af sér, annað hvort fyrir fullt og allt (45,4%), eða meðan á rannsókn málsins stæði (28,8%). Flestir þeirra sem tóku afstöðu með afsögn, eða yfir 60%, nefndu siðferðilegar ástæður sem rök fyrir afstöðu sinni. Annað hvort hef- ur Albert tekist að breyta siðferðilegu mati almennings — eða siðferðileg afstaða þátt- takenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er önnur en annarra borgara í landinu. í þessu ljósi gæti sigur Alberts verið jafnvel enn stærri — og ósigur Sjálfstæðis- flokksins alls hins vegar enn meiri. En það er ef til vill önnur saga. Margt þykir benda til þess að gamla flokks- eigendafélagið, Morgunblaðs- og Geirsarm- ur hafi sýnt mikinn styrk. Þannig eru nýlið- arnir tveir Geir Haarde og Sólueig Pétursdótt- ir skjólstæðingar ættaveldisins og „uppreisn- armennirnir" Vilhjálmur Egilsson og Jón Magnússon handleika nú bikar ósigursins — fjarri kjötkötlum kerfisins sem Geir kollega þeirra Haarde hefur nú nálgast frá öðru sjón- arhorni en áður. Og það er einnig greinilegt að þátttakend- ur í prófkjöri eru að stórum hluta fullorðið fólk. Guðmundur H. Gardarsson kom vel út úr prófkjörinu en hann er af sömu kynslóð og Ragnhildur Helgadóttir og hefur í mörg kjörtímabil beðið utan dyra þingsætanna. Morgunblaðið segir um sigur hans: „óum- deildur talsmaður launþega í þingflokki sjálf- stæðismanna og arftaki Péturs Sigurðsson- ar“. Guðmundur er viðskiptafræðingur og er yfirmaður hjá einu stærsta fyrirtæki lands- ins, SH. Heimildir HP innan Sjálfstæðisflokksins fullyrða að Vilhjálmur Egilsson hafi haft nær algjöran stuðning meðal yngra fólks — ekki bara Heimdellinga heldur og yfirgnæfandi stuðning fólks undir fertugu. En það dugði ekki til. í prófkjörinu fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar var yfir helmingur þátt- takenda yfir fimmtugt og um þriðjungur þeirra yfir sextugt — og talið er að hlutfall hinna fullorðnu hafi verið enn hærra nú. Eins og HP hefur áður bent á hefur Heimdell- ingum fækkað um meir en helming á örfáum árum — og það hefur einnig sett strik í þenn- an reikning. Þá má benda á að Albert Guð- mundsson þykir hafa staðið í fremstu víglínu þeirra stjórnmálamanna sem af alvöru hafa sinnt málefnum gamia fólksins — og hafi hann notið þess í prófkjörinu með góðum stuðningi gamla fólksins. Hvaða áhrif hefur þessi niðurstaða á vænt- anlega stjórnarmyndun? Sumir telja að hún auki líkurnar á að sama ríkisstjórn sitji áfram og þá með sömu ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins. Aðrir benda á að sá sem harðast lagði áherslu á viðreisnar- stjórn í prófkjörinu, Eyjólfur Konráð, hafi far- ið mjög vel útúr þessum slag. Það hefur heyrst orðrómur um að valdamiklir aðiljar í Sjálfstæðisflokknum muni leika sama leik og eitt sinn var leikinn gegn Jónasi Jónssyni frá Hriflu að fá samstarfsflokk til að neita að mynda ríkisstjórn ef viðkomandi yrði ráð- herra. Mun Jón Baldvin neita að samþykkja Albert sem ráðherra ef kemur til myndunar viðreisnarstjórnar? „Það er náttúrlega Sjálf- stæðisflokksins ef til kemur að taka ákvörð- un um hverjum þeir treysta til ráðherra- embætta, en fyrst verða þeir að meta hvaða áhrif þessi niðurstaða hefur á fylgisvonir Sjálfstæðisflokksins og mitt mat er að þetta sé hrikalegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Og sá sem nýtur góðs af því fyrst og fremst verður Alþýðuflokkurinn,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. Hann kvað sjálfstæðismenn verða að leysa sitt heimilisböl sjálfa. Sjálfur segir Albert að efsti maður á lista sé sjálfkrafa ráðherraefni og hann stefni á að verða fjármálaráðherra í næstu ríkisstjórn. En það er ekki í hans höndum að ákveða það. Hafskipsmálið er enn í biðstöðu hjá sak- sóknaraembættinu og enginn veit hver verð- ur niðurstaða í því máli. Og Albert á einnig eftir að leiða flokkinn í Reykjavík í gegnum kosningar. Þjóðviljinn segir að með niður- stöðu prófkjörsins stefni „stærsti stjórn- málaflokkur þjóðarinnar að því að gera þann siðferðisbrest sem kom í ljós í Hafskips- málinu að varanlegu ástandi í íslenskum stjórnmálum". Og þennan sama ugg tjáir Morgunblaðið í leiðara sínum og segir að það sé „hætta á að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki þeirri sóknarstöðu í Reykjavík", sem vænta hefði mátt. Sé það rétt að niðurstaða prófkjörsins beri vott um siðferðisbrest Sjálf- stæðisflokksins, — þá er ekki bara um heim- ilisböl þess flokks að ræða — þá hlýtur málið að varða stjórnmál allra landsins þegna. Einnig það er umhugsunarefni. ERLEND YFIRSÝN Nokkru eftir að bandaríska leyniþjónustan CIA hóf hernað gegn byltingarstjórn Sandin- ista í Nicaragua með málaliðasveitum, varð uppnám á Bandaríkjaþingi út af þessum stríðsrekstri nýs forseta í Mið-Ameríku. Bandarískir fréttamenn birtu handbók í hryðjuverkum, sem samin var á vegum CIA og gefin út á spönsku til leiðbeiningar fyrir Contra-sveitirnar sem CIA gerði út gegn Nicaragua. í hryðjuverkahandbók CIA eru leiðbein- ingar um, hversu valda skuli ótta og upp- lausn meðal almennings með áberandi blóðsúthellingum á völdum stöðum. Sérstök áhersla er lögð á að ryðja úr vegi þeim sem eru máttarstólpar samfélagsins í sveitahér- uðum Nicaragua, svo sem kennurum barn- anna og læknum fólksins. William Colby, yfirmaður CIA, varð að af- neita leiðarvísinum í hryðjuverkum, hét að afturkalla hann og kenndi þýðanda á spönsku um verstu kaflana. En hneykslunin sem hlaust af útgáfu bandarískrar stjórnar- stofnunar á leiðbeiningum um launmorð og fjöldadráp á óbreyttum borgurum, varð með öðru til að Bandaríkjaþing setti 1984 lagafyr- irmæli, sem áttu að taka fyrir bandarískt lið- sinni við Contra-sveitirnar. Bannað var að veita þeim hernaðaraðstoð frá Bandaríkjun- um, og sér í lagi var CIA fyrirboðið að kosta hernað þeirra úr leynilegum sjóðum sínum. Fimmta þessa mánaðar var skotin niður yfir sunnanverðu Nicaragua bandarísk flutn- ingaflugvél, hlaðin vopnum og skotfærum. Byssurnar voru sovéskar. Flugskjöl í vélinni sýndu, að hún hafði á tveim árum farið 15 ferðir með slíkar birgðir, sem kastað var nið- ur úr lofti til Contra-sveita í fjöllum og frum- skógum Nicaragua. Vélin var búin fullkomn- ustu tækjum sem bandaríski flugherinn ræð- ur yfir til að miða nákvæmlega staðina, þar sem Contra-menn biðu eftir að taka á móti vopnum og öðrum birgðum, sem svifu niður til þeirra í fallhlífum. Þegar Nicaraguaher skaut niður C-123K flutningaflugvélina, komst einn af þrem Bandaríkjamönnum í áhöfninni lífs af. Hann heitir Eugene Hasenfus, og yfirvöld í Nicara- gua voru ekki sein á sér að gefa fréttamönn- um, erlendum sem innlendum, aðgang að eftir Magnús Torfa Ólafsson Eftir að Eugene Hasenfus leysti frá skjóðunni, berast böndin að Þjóðaröryggisráði forsetaembættisins. Vopnasmygli til Contra er stjórnað úr Hvíta húsinu því að spyrja hann um verk sín og feríl. Hasenfus skýrði frá að þeir félagar hefðu starfsaðstöðu á flugvöllum í Honduras og E1 Salvador, nágrannaríkjum Nicaragua. Þessa flugvelli hefur bandaríski flugherinn ýmist látið gera eða stækka á síðustu árum, og ræður í raun hvað þar fer fram. Fanginn nafngreindi einnig þekkta CIA-menn, sem hann kvað stjórna flutningunum. Sjálfur hafði Hasenfus, ásamt flugstjóra sem fórst í vélinni, William J. Cooper að nafni, tekið þátt í leynilegu flugi á vegum CIA með birgð- ir til bandarískra leynisveita í Laos, Kampút- seu og Thailandi meðan stríðið stóð í Víet- nam. Eftir því sem bandarískir fréttamenn hafa rakið þræðina frá uppljóstrunum Hasenfus, er helst að sjá að CIA hafi lagt til menn, þjálf- aða og reynda í vopnasmygli með flugvélum, en ekki annast verkið sjálft, til að ganga ekki of opinskátt í berhögg við lagafyrirmælin frá 1984. Þess í stað var á vegum forsetaembætt- isins sett á laggirnar bráðabirgðaleyniþjón- usta, til að gegna þessu sérstaka verkefni. Hún hafði það eitt hlutverk með höndum, að halda úti á laun málaliðasveitunum, sem CIA hafði komið á laggirnar, meðan bandarísk lög bönnuðu opinskátt liðsinni við þær. Samkvæmt skýrslu sem unnin er fyrir John F. Kerry, demókrata í utanríkismála- nefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings, var reynt að láta líta svo út, sem um aðgerðir og fjárframlög einkaaðila væri að ræða, en yfir- stjórnina yfir leynilegri hjálp við Contra- sveitirnar hefur með höndum Oliver L. North, undirofursti í Bandaríkjaher og að- stoðarframkvæmdastjóri stjórnmála- og her- máladeildar Þjóðaröryggisráðs Bandaríkj- anna. Sú stofnun hefur aðsetur í Hvíta hús- inu í Washington og lýtur forsetanum beint. Þjóðaröryggisráðið sá Contra-sveitunum, með aðstoð milliliða, fyrir vopnum, fé og herþjálfurum, segir starfslið Kerry öldunga- deildarmanns. Kerry er úr stjórnarandstöðunni, en flokksbræður Reagans eru ekki öllu sáttari við það sem nú er að koma á daginn, við- ieitni forsetans til að fara í kringum eða ganga í berhögg við vilja Bandaríkjaþings og bein lagafyrirmæli þess. Dave Durenberger er formaður þeirrar nefndar Öldungadeild- arinnar sem á að fylgjast með athæfi leyni- þjónusta Bandaríkjastjórnar og í flokki repú- blíkana. Hann sagði um vppnasmyglið til Contra-sveita í Nicaragua: „Ég veit að Hvíta húsið veit, en það lætur vitneskjuna ekki uppi.“ Bæði leyniþjónustunefndin og utanríkis- málanefnd Öldungadeildarinnar hafa boðað yfirheyrslur vegna þessa máls, en óvíst er að af þeim verði fyrir þingkosningarnar í byrjun næsta mánaðar. Vopnasmyglið til bandarískra málaliða í Nicaragua undir verndarvæng forseta- embættisins hefur þegar dregist inn í kosn- ingabaráttuna. George Bush varaforseti var í Suður-Karólínu að styðja við bakið á fram- bjóðendum repúblíkana, þegar fréttamenn tóku að yfirheyra hann um tengsl við Max nokkurn Gomez, sem hafði yfirumsjón með vopnasmyglinu frá E1 Salvador. Gomez er ættaður frá Kúbu, og tók á sínum tíma þátt í innrásinni við Svínaflóa á vegum CIA. Síðar stundaði hann vopnasmygl á vegum leyni- þjónustunnar í Suðaustur-Asíu og hefur lengst af verið í þjónustu hennar. Bush þótt- ist hvergi hafa komið nærri hernaðaraðgerð- um gegn Nicaragua, en eftir því sem frétta- menn grafa dýpra berast böndin fastar að varaforsetanum. Staðfest þykir að það var Donald Gregg, aðstoðarmaður Bush en áður undirmaður hans í CIA, sem réð Max Gomez til að hafa umsjón með vopnasmyglinu frá E1 Salvador til Contra-sveitanna í Nicaragua og hafði síðan stöðugt eftirlit með að það gengi sem greiðast. Bush var yfirmaður CIA á ár- unum 1976 og 1977. Meginbaráttan í þingkosningunum í Bandaríkjunum stendur um meirihlutann í Öldungadeildinni. Demókratar þurfa að vinna fimm öldungadeildarsæti til að ná valdi á deildinni, og eygja til þess möguleika. Takist það hefði stjórnarandstaðan meiri- hluta í báðum deildum Bandaríkjaþings, því fullvíst er talið að ekkert fái að þessu sinni haggað traustum meirihluta demókrata í Fulltrúadeildinni. Verði þessi raunin, er komin upp á tveim síðustu valdaárum Ronalds Reagans staða sem minnir á lokaskeið forsetaferils Nixons. Forsetaembættið hefur tvímælalaust verið notað til að koma fram persónulegum vilja valdhafans, hvað sem líður landslögum og þingvilja. í því skyni hafa skýr lagafyrirmæli ýmist verið virt að vettugi eða reynt að fara í kringum þau. Vilji Bandaríkjaþing halda þeim orðstír og því áliti sem það vann í viðureigninni við Nixon, getur það ekki látið sem ekkert sé, þegar annar forseti fetar með vissum hætti í fótspor hans. Annað mál er, hvort úrslitin verða eitthvað svipuð. Ronald Reagan hefur margfalda lýðhylli á við Nixon og er frægur fyrir að á honum hríni engar ávirðingar, þótt öðrum yrðu jafnvel að falli. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.