Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 34
Bölv og ragn (5)
Nú verð ég víst að standa við loforð mitt í
síðasta þætti að tína til einhver þeirra nafna
á djöflinum, sem mér vannst ekki rúm til að
ræða þá.
Orðið grefiller ekki óalgengt blótsyrði. Ég
hefi meira að segja séð það á sjónvarpsskján-
um. Þetta orð er kunnugt í íslenzku frá því
um 1650 úr orðabók Guðmundar Andrés-
sonar, sem raunar var ekki gefin út fyrr en
rúmum þrjátíu árum síðar (Lexicon islarid-'
icum ... scriptum a Gudmundo Andreœ...
Havniæ 1683). 1 bókinni er orðið þýtt
ridicule dœmon, sem líklega á að merkja
„spottsamur andi". Orðið kemur einnig fyrir
í tveimur orðabókum frá 18. öld. í orðabók
Jóns frá Grunnavík er orðið þýtt malus
genius („illur andi“) og sagt komið úr þýzku
greuel (a germ greuel). Framan greinda vitn-
eskju hefi ég fengið úr Orðabók Háskólans.
En bæta má við öðru átjándu aldar dæmi úr
orðabók Björns í Sauðlauksdal. Þar er orðið
grefill sem sagt er merkja monstrum,
abominamentum, þ.e. „óvættur, andstyggi-
legur hlutur" (BH 1,303). Vel má vera sam-
band milli þess, að þeir Jón Grunnvíkingur
og Björn í Sauðlauksdal rekja uppruna orðs-
ins á sama veg. Ég hygg, að þeir hafi rétt fyrir
sér, að orðið sé þýzkt tökuorð, sbr. miðhá-
þýzku griuwel, nútímaþýzku Greuel, en lík-
lega liggur miðlágþýzk mynd orðsins til
grundvallar. Af sömu rót er íslenzka orðið
grýla. Orðið grefill er notað í upphrópunar-
setningum, t.d. hver grefillinn, einnig sem
atviksorð, t.d. grefill ertinn. Og eignarfallið
grefils er notað sem lýsingarorð, t.d. grefils
óþokkinn.
Annað einkennilegt blótsyrði er þremill.
Eldri mynd þess virðist vera tremill. Sú orð-
mynd kemur fyrir í kvæði eftir Eggert Olafs-
son (d. 1768): tremilinn allan eta þeir (Kvœdi
Eggerts Olafssonar, Ijóspr. frá 1974, bls. 147).
Orðabók Háskólans hefir annað dæmi um
þessa orðmynd frá sömu öld úr orðabók
Grunnavíkur Jóns. Þar segir, að tremill sé al-
þýðlegt mál, en vægt um illan anda eða
óvætti (vocula plebeia sed modesta pro
genius malus vel dæmon). Um orðmyndina
þremill hefir orðabókin hins vegar ekki
dæmi fyrr en frá Jónasi Hallgrímssyni. Trem-
ill virðist vera myndað af tramr, trami „illur
andi, óvættur", sem fyrir kemur í fornmáli og
minnzt var á í þætti mínum í HP 5. marz
1987. Gera verður ráð fyrir, að tremill hafi
breytzt í þremill. Athuga ber, að hljóðin t og
þ eru skyld. Þau eru bæði tannhljóð. Munur-
inn er aðallega sá, að þ er önghljóð, en t er
lokhljóð. Það er engin tilviljun, að hið forna
þ hefir í Norðurlandamálum breytzt í t (sbr.
t.d. ísl. þak, dönsku tag). Víxl þessara hljóða
í íslenzku eru sjaldgæf. Þó má minna á, að þ
hefir breytzt í t í fuglsheitinu teista, sem í
fornmáli var þeisti. Eg þekki ekki orðmynd-
ina tremill úr nútímamáli, en þremill er al-
gengt. Þremill er notað í upphrópunarsetn-
ingum, t.d. hver þremillinn, einnig í spurnar-
setningum, t.d. hvern þremilinn viltu vera að
eiga við þetta. Þá er eignarfall orðsins, þ.e.
þremils, notað sem lýsingarorð, t.d. þremils
hnýsni.
Élzta dæmi Orðabókar Háskólans um
orðið rœgikarl er úr Vídalínspostillu (11,203).
Það er, eins og tekið var fram í síðasta þætti
mínum í HP, tökuþýðing úr grísku diabolos,
sem í rauninni merkir „rógberi". Sýnilegt er,
að á 18. öld er orðið borið fram með dl, því
að Björn í Sauðlauksdal skrifar rœgikall og
segir, að í alþýðumáli sé sagt rœ-kall, en með
því að skrifa svo hlýtur hann að eiga við, að
borið sé fram rœkadl. í nútímamáli kemur
einnig fyrir myndin rœkarli, fram borin
rœkadli eða rœkali. Sagt er í upphrópunar-
setningum hver rœkadlinn eða hver rœkal-
inn. Þá er eignarfallið af rœkarl, fram borið
rækals, notað sem lýsingarorð, t.d. rœkals
strákurinn, einnig með greini rœkalans kerl-
ingin. Vera má, að sumir beri þessar eignar-
fallsmyndir fram með dl. Þá er myndin
rækarli, fram borin rœkali, notuð sem at-
viksorð, t.d. rœkali duglegur. Þetta minnir á
djöfulli, af djöfull.
Einkennilegt er orðið ólukki. Orðið lukka
er gamalt tökuorð (líklega frá 14. öld) úr mið-
lágþýzku (gejlucke, en ólukki er íslenzk ný-
myndun. Þetta blótsyrði er mér ekki tamt,
en það virðist hafa verið algengt fyrr á öld-
inni. Það kemur fyrir í upphrópunarsetning-
um, t.d. mikill ólukki, hver ólukkinn, einnig
í annars konar setningum, t.d. þau gátu ekki
dottið, hver ólukkinn sem á gekk (úr Morg-
unbl. 1921, bls. 258), enn fremur sem atviks-
orð, t.d. hvaða ólukki er þeim ógreitt um svar
(úr Lögréttu 1915, bls. 18). Þá er eignarfallið
ólukkans notað sem lýsingarorð, t.d. ólukk-
ans lœti eru þetta.
Gamalt nafn á Óðni er Herjann. Eignarfall-
ið af því er notað sem blótsyrði í samsettum
orðum, t.d. herjanslœti.
Sum nöfn á djöflinum eru ekki notuð sem
blótsyrði. Svo er því t.d. háttað um orðið
kölski, einnig mun fátítt, að Satan sé í ís-
lenzku notað sem blótsyrði.
Þetta er síðasti þáttur minn um bölv og
ragn. Ég biðst afsökunar á, hve margt hefir
vantað í þá. Ég hefi t.d. lítið rætt um sam-
runaorð eða blendinga eins og ansvíti (úr
andskoti og helvíti) og déskotans (úr djefill
og andskoti). Þá hefði ég getað tekið fleiri lið-
felld orðasambönd eins og farðu kollóttur,
grákollóttur, bölvaður, grábölvaður, grá-
skjóttur o.s.frv. Einnig hefði mátt hafa sér-
stakan þátt um styrkleikamun blótsyrða. Þá
gleymdi ég hinu skemmtilega blótsyrði
farðu í hurðarlaust hólakot.
Ég bið lesendur að athuga, að verkefnið
bölv og ragn er svo víðtækt, að rannsókn á
því er efni í heila doktorsritgerð, ef efnið er
brotið til mergjar bæði frá málfræðilegu og
menningarsögulegu sjónarmiði. Þetta
skemmtilega verkefni bíður einhvers efni-
legs orðfræðings framtíðarinnar.
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA?
HREFNA BJÖRNSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI HJÁ PRENTLIST SF.
Á laugardaginn verð ég að
vinna eins og við gerum á hverjum
laugardegi. Við erum um þessar
mundir að filmuvinna fyrir nýja
auglýsingastofu, auglýsingastof-
una Næst. Á laugardagskvöldið
reikna ég með að vera heima og
horfa á sjónvarpið. Cosby er eftir-
lœtisþátturinn minn og ég reyni að
missa aldrei af honum. Á sunnu-
daginn fer ég á skíði í Bláfjöllum
svo fremi sem gott skíðafœri er,
enda nýti ég alla frídaga til skíða-
iðkunar þegar veður leyfir.
34 HELGARPÓSTURINN
STJÖRNUSPÁ
HELGINA 1.-3. MAÍ
Hættu við hugsanleg ferðalög á föstudag og haltu
þig fjarri bílum, ef kostur er. Það getur líka reynst hættu-
legt að skipta skyndilega um skoðun eða átt. Ef þú
verður fyrir töfum, er ekki um ann að að gera en taka því.
Á sunnudag geturðu lent upp á kant við einhvern í fjöl-
skyldunni vegna mála heima fyrir, loforð gætu veriö
svikin og það skortir eitthvað á að samvinna við þína
nánustu sé eins og best verður á kosið.
unmnmBsmmmmm
Þú verður að viðhafa aðhald í fjármálum á næstunni.
Láttu það ekki á þig fá, þó svo fólk telji ráðagerðir þínar
ópraktískar. Ef þú kemur auga á ný tækifæri og mögu-
leikavið hverja breytingu, og hættir að hafa áhyggjur af
vandamálum síðustu mánaða, líður ekki á löngu þar til
þú sérð heiminn frá nýju sjónarhorni.
TVIBURARNIR (22/5-21/6]
Þér kann að hafa brugðið verulega við fréttir, sem þú
fékkst nýlega. Kannski er tími til kominn að þú horfist
í augu við erfiðleikana, segir meiningu þína hreint út og
komir fólki í skilning um það hve viljasterkur þú getur
verið. í einkalífi þínu virðist allt yfirfullt af hinum ýmsu
hindrunum, hjartasárum og vandræðum almennt. Eftir
nokkrar vikur muntu hins vegar sjá hve heppinn þú ert
í raun og veru.
l.ci.Mll.'l.'itnr.^ng—■
Föstudagurinn verður svolítið erfiður fyrir þig og þú
verður að leggja mikið á þig til þess að komast klakk-
laust í gegnum hann. Gömul vandamál geta líka skotið
upp kollinum. Á laugardag máttu síðan til að grípa ekki
til neinna blekkinga í einkalífinu. Hjónabandssælan
blómstrar þegar líður á helgina, en það sama er ekki að
segja um rómantíkina hjá þeim, sem ekki eru í föstum
samböndum. Þar gengur þetta brösótt.
Þú mátt eiga von á tilfinningalegri togstreitu á næst-
unni og þá þarftu að gera upp hug þinn varðandi það
hver á tryggð þína. Ættingjar og samstarfsmenn eru í
einhverri varnarstöðu og það er óráðlegt að hundsa
óskir þeirra; jafnvel þó svo þú þurfir að breyta áætlun-
um þinum. Þú hlýtur núna að sjá að ákveðinn aðili hefur
skipt um skoðun og ganga verður frá málunum, þó svo
það þýði að vissu tímabili í lífi þínu sé þar með lokið.
Þótt þú vildir hafa betri tryggingu áður en þú söðlar
algjörlega um í ákveðnu máli, gefst ekki kostur á því. Þú
verður að kasta þér til sunds. Þú færð núna óvenjulegt
eða óvænt tækifæri til þess að láta tilfinningar þínar í
Ijóseða binda endi á afskaplega erfitt tlmabil. Þú verður
undir miklu álagi um helgina. Komdu fólki í skilning um
að þú lætur ekki snuða þig.
Það borgar sig ekki að standa í neinum ferðalögum
á föstudag og daginn þann gætu ættingjar og þeirra
vandamál valdið þér erfiðleikum. Á laugardag langar
þig að öllum líkindum til að gera eitthvað annað en fjöl-
skyldan hefur áhuga á og þetta getur valdið sárindum.
Vertu vel á verði, svo þú látir ekki gabbast. Á sunnudag
er það síðan eyðsla maka sem er I brennidepli.
SPORÐDREKINN (23/ 1Q--22/11
Frestaðu mikilvægum fjármálum, sem áttu að af-
greiðast á föstudag, því þær aðgerðir munu ekki borga
sig. Fólk hefur auðveldlega áhrif á þig á laugardag svo
þú fáir traust á persónu eða hlut, sem ekki er þess virði.
Á sunnudag ættirðu að taka þér eitthvað fyrir hendur
með maka þínum, þó svo þú hafir ætlað að gera annað.
Það er of mikið um að vera hjá þér og þreyta gæti því
sest að.
BOGMAÐURINN (23/11—21 /12
Eitthvað, sem nákominn aðili segir við þig, virðist
mjög óréttlátt. Láttu það ekki á þig fá. Þetta er úrslita-
tími varðandi framadrauma þína og þú ættir að setja
markið enn hærra en áður. Ákveðið samband gæti ver-
ið að líða undir lok eða þú hefur einfaldlega þörf fyrir
að byrja á einhverju upp á nýtt. Kannski eru aðrir jafn-
áfjáðir í að gleyma fortíðinni og þú!
STEINGEITIN (22/12-21/1
Þú ert í einhverju ójafnvægi á föstudag og lætur'
minnstu smáatriði koma þér (uppnám. Gættu þess að
þreytast ekki á of mikilli vinnu og láttu leyndar áhyggjur
ekki magnast innra með þér. Ef þú hefur hugann of mik-
ið við fortíðina, getur þú ekki einbeitt þér. Sunnudagur-
inn er heppilegur til allrar listrænnar tjáningar og
ímyndunaraflið verður upp á sitt besta. Láttu ekki aðra
um að vera milliliði, heldur talaðu beint við þá sem þú
þarft að hafa samband við.
VATNSBERINN (22/1-19/2
Þó svo fólk virðist hrokafullt og ósveigjanlegt, skaltu
halda ró þinni enn um sinn. Það koma ekki öll kurl til
grafar fyrr en eftir miðjan mánuðinn. Áherslan er á
tilfinningamálin þessa dagana, en vertu ekki of
kröfuharður. Á sunnudag er þér vissara að láta ekki
reiðikast eyðileggja samband, sem langan tlma hefur
tekið að byggja upp - hvað svo sem þér finnst fólk
óréttlátt.
FISKARNIR (20/2-20/3!
Þér finnst ástvinir ekki sýna nægan áhuga á því sem
þú ert að fást við eða leggja á ráðin um. En eyðilegðu
nú ekki fyrir þér með neinni vitleysu. Það er örugglega
hægt að draga fólk út úr skel sinni, en það hefst ekki
með ofstopa. Reyndu að muna hvernig þér líður
sjálfum, þegar þú vilt helst fá að vera í ró og næði.
Gættu að þvf hvað þú segir og gerir, því ekki er allt sem
sýnist.