Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 7
„Homo faber er tœknimadurinn sem afneitar tilfinningum, gróandi, frjósemi. Starf hans er tœknilegs eölis — hann stjórnar samsetningu flókinna túrbína og hann lítur á menneskjuna sem eins konar véir Ingunn Ásdísardóttir í TÆKNIMAÐURINN ORÐINN ÍSLENSKUR, ritdómi um Homo faber eftir Max Frisch. BÓKMENNTIR Tœknimaöurinn oröinn íslenskur Homo faber eftir Max Frisch þýö.: Ástrádur Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson útg.: Örn og Örlygur Max Frisch þekkjum við Islend- ingar sennilega helst af leikritum hans, Andorra og Biederman og brennuvargarnir, en skáldsögum hans höfum við ekki fengið að kynnast nema á erlendum tungum. Frisch hefur með réttu verið taiinn einn helsti rithöfundur svissneskur um áratugaskeið og merkustu skáldsögur hans teljast Stiller, Mein Name sei Gantenbein (Nafn mitt sé Gantenbein), ásamt Homo faber, þeirri sögu sem nú er komin út í ís- lenskri þýðingu þeirra Ástráðs Ey- steinssonar og Eysteins Þorvalds- sonar. Homo Faber er tæknimaðurinn sem afneitar tilfinningum, gróandi, frjósemi. Starf hans er tæknilegs eðlis — hann stjórnar samsetningu flókinna túrbína og hann lítur á manneskjuna sem eins konar vél, æðra stig homo sapiens. Þegar til- viljanir hins mannlega lífs taka að ryðjast inn í tilveru hans svo harka- lega að hann getur ekki leitt þær hjá sér eða látið sem þær komi sér ekki við fara ýmsar brotalamir að koma í ljós í vélinni homo faber. Loks upp- götvar hann meira að segja að til- viljanir og tilfinningar mannlífsins hafa haft áhrif á allt hans líf — upp- götvun sem neyðir hann til að skoða líf sitt í nýju og framandi ljósi. Undirtitill sögunnar er „skýrsla". Skýrsla sem Walter Faber, aöalper- sóna bókarinnar, skrifar um líf sitt. Skýrslu þessari er skipt í tvo aðai- kafla, Stöð 1 og 2, en hvor kafli er skrifaður í brotum og brotin ekki í tímaröð. Þetta form á nokkuð skylt við dagbókarbrot — er á líður lest- urinn raðast upp í huga lesandans atvik þau og atburðir sem sagt er frá svo úr verður heilleg mynd. Form þetta undirstrikar þá niðurstöðu sögunnar að manneskjan er ekki vélræn og getur ekki lifað sam- kvæmt slíkum formúlum; við hvert fótmál bjóðast fleiri en ein möguleg leið og oft er tilviljunum og utanað- komandi áhrifum háð hvaða stefna er valin. Þýðingin er yfirhöfuð á góðu máli, nákvæm en dálítið stirðleg á köflum. Eina svolítið pínlega stafsetning- arvillu hnaut ég um: orðið lesbisk er dregið af nafni grísku eyjunnar Lesbos og getur því engan veginn haft í sér p — lespísk, hvað sem Árni Böðvarsson og íslensk málnefnd segja. Eins þótti mér erfitt að lesa setn- ingar eins og: „Aftur furðar mig á því hve ung hún er" (bls. 92). Ég hefði haldið að annaðhvort skyldi standa: „...furðar mig hve ung hún er“ eða „...furða ég mig á því hve ung hún er“. Önnur setning: „ég lá og studdi fæturna á hvíta rimlana..." (bls. 96). Hér trúi ég að réttara væri að segja: „...studdi fæturna við...“ eða „...studdi fótunum á...“. Málvillur eins og þessar sem ég hef hér tínt til eru óþarfi í svo magnaðri og skemmtilegri bók sem Homo faber er. Þýðendur rita ítarlegan eftirmála þar sem gerð er grein fyrir höfund- arverki Max Frisch, rekja helstu ein- kenni og þemu í skáldsagnagerð hans og fjalla sérstaklega um Homo faber á þann veg að verður lesanda til aukins skilnings á verkinu. Ingunn Ásdísardóttir * Ahrifamikil leiöindi ^ Farsedlar til Argentínu eftir Erlend Jónsson útg.: ísafold. Ut er komið hjá ísafold smásagna- safnið Farseðlar til Argentínu og aðrar sögur eftir Erlend Jónsson og er nafn bókarinnar dregið af síðustu sögunni. 1 bókinni eru átta sögur. Þrjár þær fyrstu: Saga úr sveitinni, Sundnám- skeið og Lífið á Breiðósi, eru frá- sagnir af heldur misheppnaðri barn- æsku og unglingsárum þriggja drengja (einn í hverri sögu), sem all- ir eiga það sameiginlegt að vera ut- anveltu við hinar skárri hliðar til- verunnar. Sagan Horft til æskuslóða segir frá Hafliða sem kemur í heimsókn til fæðingarbæjar síns og ætlar að fá uppreisn æru en mistekst. Framavonir segja frá Páli Páls- syni sem er deildarstjóri í stöndugu fyrirtæki, en framhjá honum er gengið í stöðuveitingum svo hann móðgast og gengur út. En endar svo sem lagermaður hjá sama fyrirtæki. í sögunni Stjórnmálanámskeiði segir frá Aðalsteini sem lætur póli- tíkina og pólitíkusana spila með sig. Þó endar með því að hann nær sér í konu. Leyndarmál kennarans er ævi- sagan sem Sigurður kennari skrifaði eftir að hann komst á eftirlaunaald- urinn en fór svo frjálslega með stað- reyndir að mati konu sinnar að hún henti handritinu í tunnuna. Síðasta sagan, Farseðlar til Arg- entínu, segir frá hjónum sem eiga upp- reisnargjörn börn; son sem er horf- inn í sollinn og dóttur sem gift er í Argentínu. En þangað er ekki öllum ætlað að komast. Ekki er í rauninni hægt að segja að neitt verulegt sé að þessum sög- um byggingarlega eða málfarslega séð. En þær eru bara allar með tölu TIL JÓLAGJAFA Pennasett • Pennastatíf • Töfl • Servíettur • beikspil • Allar jólabœkurnar • Hnattlíkön • Jólakort • Vönduö tréleikföng • Tölvuspil • Kerti • Skrifborösmottur • Jólapappír • Spil • Jólaskraut • Slaufur og boröar • Merkimiöar • Kertaglös • Skjalatöskur • Óróar • O.m.m. fl. Meö nýjungarnar og nœg bilastœöi Siðumúla 35 — Sími 36811 JÓLABÆKUR MENNINGARSJÓÐS BÓLU-HJÁLMAR Höfundur: Dr. Eysteinn Sigurðsson. Blaðsíðufjöldi 313 Verð kr. 2.250,- HVALVEIÐAR VIÐ ÍSLAND 1600-1939 Höfundur: Trausti Einarsson sagnfræðingur. Blaðsíðufjöldi: 177 Verðkr. 1.350,- Viihjátnmr Hjáiniarsson MJORRÐINGA- SÖGUR Hofundur: Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku. Blaðsíðufjöldi: 391 Verð kr. 2.950,- VATNIÐ Guórrtundur Danielsson_ VATNIÐ Höfundur: Guðmundur Daníelsson. Blaðsíðufjöldi 251 Verð kr. 1.980,- ÞJOÐHATIÐIN 1974 Höfundur: Indriði G. Þorsteinsson. Rit þetta er saga þjóðhátíðar sem haldin var í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar. Þjóðhátíðin er í tveimur bindum og myndskreytt. Blaðsíðufjöldi: 655 Verð kr. 6.700,- Bókaúigófa /HENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7» REYKJAVlK • SlMI 6218 22 Hvita íosm HVITA ROSIN Þýðing: Einar Heimisson Höfundur: Inge Scoll Blaðsíðufjöldi: 138 Verð kr. 1.100,- tIEH3 LANDAMÆRI Höfundur. Heiðrekur Guðmundsson. Blaðsíðufjöldi: 82 Verð kr. 1.375,- HELGARPÓSTURINN B-7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.