Alþýðublaðið - 14.11.1938, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.11.1938, Blaðsíða 1
Alþýðuflokks- félagsfundur i kvöld í IÐNÓ! RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON Gerist félagar í Alþýðuflokks félagi Reykja- ÚTGEFANDI: ALÞÍÐUFLOKKUKINN VÍfcUr. XIX. ÁRGANGUR MANUDAGINN 14, NOV. 1938 265. TOLUBLAÐ Kommúnistar samþykktu á trúnaðarráðsfundi í gær að stofna „varnarbandalag“, sem þeir gátu ekki stofnað eftir klofninginn árið 1930. I Dagsbrún eltsa að bera kostnaðlnn KOMMÚNISTAR í trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar sam- þykktu í gær tillögu frá Héðni Valdimarssyni um að koma á svokqlluðu „varnarbandalagi“ og heimila stjórn félagsins að verja úr félagssjóði fé til að senda mann eða menn út um land til að vinna að stofnun slíks „varnar- bandalags,“ „er síðan undirbúi stofnun óháðs fagsambands.“ Þegar gerð var fyrirspurn um það, hvernig þetta „varnarbandalag“ ætti að vera og hve miklu ætti að eyða úr félagssjóði til þessa, svaraði H. V., að hann sæi ekki neina ástæðu til þess að gefa skýringu á því, en að féð, sem eytt yrði, myndi líklega ekki nema meiru en skatti þeim, er Dags- brún ætti ógreiddan til Alþýðusambandsins og Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. En sú upphæð nemur hátt á 6 þúsund krónum. Alþýðuflokksmenn greiddu auðvitað atkvæði gegn þessum ákvörðunum. Héðinn Valdimarsson fer í dag, ásamt forstjóra Shell á ís- landi, til London í erindum ol- íuhringanna — og hefir því vilj- að Ijúka störfum áður en hann færi, svo að vegurinn yrði greið- fær fyrir kommúnista. Hvað er ,varnarbandalagið‘? Sagan virðist að öllu leyti ætla að endurtaka sig. Eftir kloíninginn 1930 náðu komm- únistar á sitt band Verkalýðs- sambandi Norðurlands.’ Þeir fundu brátt að þetta samband myndi einangrast, ef þeim tæk- ist ekki að ná fleiri verkalýðs- félögum, en þeim, sem í því voru. 1931—1932 og 1933 skrifa kommúnistar því margar grein- ar í „Verkalýðsblaðið" og „Verkamanninn11 á Akureyri um stofnun „varnarbandalags11 gegn Alþýðusambandsstjórn og þó sérstaklega gegn „olíu- burgeisnum Héðni Váldimars- syni.“ Ekkert varð þó úr þessu og liðaðist allt sundur í hönd- urn þeirra, eins og kunnugt er. Við umræðurnar í gær kom berlega í ljós, að hér var upp- vakinn hinn gamli kommúnista draugur - frá klofningstímabil- inu eftir 1930. Nú er „olíubur- geisinn Héðinn Valdimarsson11, eins og kommúnistar titluðu hann þá, aðeins aðalmaðurinn, og draugurinn á að vinna fyrir hann! Iilutverk þessa „varnar- bandalags" á að vera það, að kljúfa félög út úr Alþýðusam- bandinu og vinna þau fyrir hina kommúnistisku stefnu. Það á að kljúfa þau félög, sem mögulegt er og egna eins mikið af verka- fólki og’ nokkur tök eru á til uppreisnar gegn allsherjarsam- tökum sínum. En það er áreið- anlegt, að ekki verður meira úr þessu en áður. Draugurinn verð- ur kveðinn niður. Nú standa félögin fyrir norðan á öðrum grundvelli. Dagsbrún ein stend- ur með klofningsmönnum og þó aðeins að nafni til. í Verkalýðs- sambandi Norðurlands var eng- in andstaða, en í Dagsbrún er öflug andstaða og vitað að inn- an félagsins eru kommúnistar í hverfandi minnihluta. Rán úr félagssjóði verka- manna. Enginn hefði trúað því, nema sá, sem til þekti, að klíka kom- múnista myndi, eftir alt kjaft- æðið um að verkalýðsfélögin eigi ekki að skifta sér af pólitík, samþykkja á trúnaðarráðsfundi að taka úr sjóði verkamannafé- lagsins margar þúsundir króna og eyða 1 pólitískan undirróður fyrir hinn nýja kommúnista- flokk. Og það er ekki nein smá- upphæð, sem þannig á að ræna af verkamönnum, hátt á 6. þús- und krónur ef með þarf. Þessu á Þorsteinn Pétursson og fleiri slíkir menn að eyða í ferðalög um landið. Finst verkamönnum í Dagsbrún vel varið ársgjöld- um þeirra? Eru þeir ánægðir með fjármálastjórnina — og hvað er nú orðið eftir af gyll- ingum H. V. um fjárhag Dags- brúnar á síðasta fundi og hvers vegna var ekki þessi tillaga bor- in fram við allsherjaratkvæða- greiðsluna, eða a. m.k. á félags- fundinum? Þannig verður hald- ið áfram með Dagsbrún, þar til hún er alveg lögð í rústir, að- eins ejnbeittur vilji verkamann- anna sjálfra og sterk ákvörðun tekin eftir rólega yfirvegun getur bjargað félginu frá voð- anum. Við Alþýðuflokksmenn erum sannfærðir um að það tekst, en peningunum er ekki hægt að bjarga, þeir eru þegar komnir úr sjóði Dagsbrúnar. Brottvikningin til umræðu. Á trúnaðarráðsfundinum lögðu þeir Ólafur Friðriksson og Þórður Gíslason fram tillögu um að ógilda burtrekstur Al- þýðuflokksmannanna 6, og mæltu þeir báðir fyrir tillög- unni. Fengu þeir slæmt hljóð, en síðan var tillagan feld með miklum látum. - Það kom hvað eftir annað í ljós á fundinum, að klíkan er vondauf um það, að það takist að kljúfa Alþýðusambandið, hins vegar telur hún rétt að gera alt, sem mögulegt er til þess — og verða peningar Dagsbrúnar áreiðanlega ekki sparaðir í því skyni. AliifMlolSísfé- lagsfindnríMld Dmræður um stjómmála- viðhorflð m. Alþýðuflokksfé LAG REYKJAVÍKUR heldur fund í kvöld kl. 814 í alþýðuhúsinu Iðnó, Forseti Alþýðusambands- ins talar um stjórnmálavið- horfið, eins og það er í dag. Ritari Alþýðusambandsins talar um Alþýðusambands- ^þingið. Alþýðuflokksmennirnir, sem vikið var úr Dagsbrún, munu taka til máls á fundin- um. Allir félagar eru beðnir að mæta stundvíslega — og skila aðgöngumiðum við inn- ganginn. Nýir félagar, sem ekki hafa fengið senda aðgöngu- miða, eru beðnir að koma nokkru áður en fundur á að hefjast. Fjölmennið á fund inn, Alþýðuflokksfélagar. Mioiiigarathifn nm hina iðtnn sjómenn. M i'nnmgara th öfn Mm hiina látn'u sjóiruemi, sean fónmst mieð tog- arawurn Ólafi, Ser fraim á mi'ð- vikudag kl. 2 í dóonkirkjumni. Er ætlast til, að hlé verði á Vin’niuistöðiuim í 'bænuan meðain at- liöfnm fer fram. Verkalýðsfélag Dalvíknr tekiir skarpa afstoðu gegn klofnlngs- staffsewi kommúnista og fram- koin fnlltrða sinna hér syðra. -----------------^----- Það fordæmir stofnun annars verkalýðs samhands sem klofningsstarf semi. 17 ERKALÝÐSFÉLÖGIN ® eru nú sem óðast að halda fundi og ræða um nið- urstöður 15. þings Alþýðu- sambandsins. Fyrir fáum dögum hélt Verkalýðsfélag Hríseyjar fund og tók afstöðu á móti fjramkomu fulltrúa síns. sem sendur var hingað suður, en í stað þess að sækja Alþýðusambandsþingið, sótti hann klofningsfundi komm- únista. Var hann svo fylgis- snauður á þessum fundi fé- lags síns, að hann greiddi atkvæði við annan mann á móti ályktun félagsins. Á laugardagskvöld hélt Verkalýðsfélag Dalvíkur af- arfjölmennan félagsfund, einhvern þann fjölmennasta, sem félagið hefir nokkru sinni haldið. Fulltrúar þess á Alþýðusambandsþing voru kosnir Kristinn Jónsson og Haraldur Zophoníasson. Þeir mættu hvorugur á þinginu, en sátu klíkufundi kommún- ista. Á fundinum, sem haldinn var á laugardagskvöld og þar sem mættur var Jón Sigurðs- son erindreki Alþýðusambands- ins, var eingöngu rætt um Al- þýðusambandsþingið og niður- stöður þess. Að umræðunum loknum voru eftirfarandi álykt- anir samþykktar að viðhöfðu nafnakalli. „Út af framkomu luíltrúa sinna, er kjörnir voru til að mæta á 15. þingi Alþýðusam- bands íslands, vill Verkalýðsfé- lag Dalvíkur taka fram eftirfar- andi: Fulltniarnir voru kjörnir og kostaðir af félaginu til þess að (Frh. á 4. síðu.) Edouard Daladier, forsætisráðherra Frakka, talar á flokksþingi sósíalradíkala flokksins í Marseille á dögunum. Dalðdier ætlar að afnema 40 stnnda vinnoviknna. ------ Fjármálaráðherra hans boðar auk þess hækktin beina skatta um 30 °(0 og mis* kunnarlausan *niðurskurð á opinberum útgjoldum. LONDON í morgun. FÚ. ♦ |3 AUL REYNAUD, fjármála- ráðherra Frakklands, til- kynnti á laugardagskvöld nokkr ar ráðstafanir, sem hann hefði undirbúið til þess að koma fjár- málum ríkisins á fastan grund- völl. Hann siegir, að ástandiö sé mjög ailvarliegt, e*n að þjóðm geti auðvieldlega sigrast á örðuglieik- um isimuim ,ef alment saimkomu- lag verði uim að taka í alvöru á málinu. Reynaud leggur til að 40 sfundia vinnUvikan verði afniumm þanmig, að atviunurekendunum verði heimilt að lengja vi'niniutama verkaimamma, ef nauðsyin-legt er. Ýmis lopimiber útgjöld ver'ði færð niður lúim 20»/o. Beimir skattar verði hækkaðir um 30%, sérstafc- ur skattur, 10%, verði lugiður á aukatiekjur mamna og yfirvimmu- tekjur. Burðargjailid bréfa iitimn- liamds, skeytaigjald og símtéila hækkar, sömuleiðis fargjöld með jávubfautum ríkisims qg almenn- iingsvögnUm. Minna fé vier&ur varið til opinberra framkvæmda. Pá isegir ráðbernainn, aíð frairn- leiðslia Frakklamds hafi dregist siamam -og bendir á, að 1932 hafi f r am leið s lu vis i t a 1 a F rakkland s verið jöfn vísitölu Þýzkalands, en sé mú lægri. • Leiom BlUlm, leiðtogi jafnaðar- miauna, gagnrýndi í gg&r í blaði siinu þessar nýju ráðistafamir, sérstaklega um afnám 40 stumda vinnuvikunmar. Kveniéiag Alþý&uilokksius hel'dur fyrsta skemtifumd simm á þessunm vetirí í Alþýðubúsimu viö Hverfiisgötn anmað kvöld kl. 8V2. Frú Oddný Sen flytur erimdi, gamansöngur, kaffi og ýmislegt annað til skemtunar. Félags- kowur miega hafa imieð sér gesti. Inabrot og k]ðt- stnldnr í nótt. I mótt var framið innbrot i gieymsJuport Saimbamds ísilien'zkra samvininiufélaga og stolið þaðan tvieiim kvarttiuininuim af kjöti. Þjófunnn, siem er þektur fyrir óknytti hjá lögregJunmi, ætlaði að má sér í fólksflntnmgsbifrieið tii aði Slytja tunnumair — og tók iögrieglan hanin þá. Spennandi meiðyrða- mði í Noregi. —O— Bithðfnndnrínn Aksei Sande- mose telur Hambro stórþings- forseta hafa móðgað sig í ritdómi. T NOREGI ier þess beðið með talsverðri eftirvæmtingu, hvemig bæjarrétturiuin í Oslo sker úr mieiðyrðamáli því, sem rithöfumduriimi Aksiel Sandiemosie böfðiaiðá gegn Hambro stórþings- forseta fyrir tveiimluir árnm. Halði Hambro skrifað ritdóim um bók eftir Sandeimosie, sem kom út 1936 og nefnist „Vi pyn- tier os mieð hiom“. Taldi höfund- urimin Hambro hafa móðgað sig piersónulega í Titdóminiuim. Frá því ieT meiðyrðamálið var höfðað hefir jafnan staðið svo á, þegar taka átti malið fyrir, að amxarhvor málsaðila var etlendis. Lok's er svo komið, að búist er við, að báðir aðilar geti mætt 28. nóv. Oig máJið verði svo útkljáð filjótlega. FO, ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.