Alþýðublaðið - 05.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.07.1939, Blaðsíða 2
IÞROTTIR | Sveinbjörn Ingimundarson. ---9-- Um ípróttaferil þessa merka íþróttamanns Hvað geta úti-íþrótta menn okkur. Þessa dagana er mikið rætt og xitað um deyfð þá, sem ríkir í úti- íþróttum okkar. Réttmætar kröfur eru bornar upp um bætt skilyrði, æfingavellir eru heimtaðir. Allar slíkar kröfur eiga fullan rétt á sér. Aðstæður íþróttamanna okkar eru afleitar, og því lítils árangurs að vænta, fyrr en betri vellir fást. Én hvað geta íþróttamenn okkar við þessar afleitu aðstæður? Þegar þessi spurning er gaum- gæfilega athuguð, kemur í ljós, að árangrarnir batna ár frá ári, og í- þróttamennirnir eru í stöðugum framförum. Hitt er aftur á móti auðsætt, að allt of fáir iðka þessar fögru íþróttir. Nú þegar hafa verið haldin tvö mót hér í Reykjavík, og eitt innanfélagsmót, — sem stendur yfir allt sumarið. Verða hér tekin nokkur dæmi, sem sanna það, að útiíþróttirnar eiga mikla framtíð hér á landi, og sýna, að ,um mikla framför er að ræða í þeirri grein, þrátt fyrir hinar lé- legu aðstæður og hinn litla skiln- ing, sem hún á við að búa. Snemma í vor fór fram fyrsta íslenzka skólamótið í þessum íþrótt um. Sýnir það, að áhuginn er að aukast í skólunum, og þeir þokast í áttina. að þeim sess, sem þeim ber að skipa í íþróttum þjóðarinnar. Mótið 17 júní sýndi úti-íþróttir ■ okkar i þeirra réttu mynd. Þátt- : takendur voru afar fáir, en samt margir hverjir óg'ætir. Þrír menn köstuðu kúlu ýfir 12 metra, og sá ’ f jórði, sem sennilega hefði gert það, var meiddur. Hlauparar þeir, sem hlupu 1500 m. sýndu mikla framför, og nú hljóp þriðji maður- inn í sögu íslenzkra íþrótta undir 4:20 mín. Mettími næst á 100 m. svona snemma. Tveir menn stukku yfir 13 m. í þrístökki. Allt fyrir- taks afrék. Litlu síðar hlaupa tveir menn á betri tíma en nokkru sinni hefir náðst hér á landi. í 1000 m., einu erfiðasta hlaupinu. Rétt á eft- ir því fer fram 400 m. hlaup, þar sem þrir menn hlaupa undir 54 sek. Það fýrir sig er glæsilegt met, þar eð ágætt þykir, að hlaupa á 55 sek. hér á landi! Síðast, en ekki sízt. ber að nefna innanfélagsmót .eins af Reykjavíkurfél'gunum í kúluvarpi. Þar köstuðu sjö menn yfir 10 metra og þar af tveir yfir 13 metra. Öll þessi dæmi sýna það, að um mikla framför er að ræða hjá þeim fáu mönnum, sem úti-íþrótt- ir stunda, þrátt fyrir hinar slæmu undirtektir, sem þeir fá hjá al- menningi, þegar þeir halda kapp- mót sín. Deyfðin, sem talað er um, liggur aðallega í því, hversu fáir stunda æfingar. Bætt skilyrði, svo koma fleiri, bæði til að keppa í og horfa á mótin. Zeus. Saga íslenzku metanna. Spjótkast. 29,40 Karl Ryden 1911'" 33,62 Magnús Tómasson 1913* 38,55 Ólafur Sveinsson, Í.R. 1914 39,31*) Tryggvi Gunn., Á. 1921 41,94 Hallgr. Jónsson, Akr. 1923 44,07 Ásgeir Einarsson, Á. 1926* 45,90 Sami 1926 47,13 Friðrik Jesson. Á. 1929 52,41 Ásgeir Einarsson, Á. 1931 56,24 Kristján Vattnes, K.R. 1936 57,63 Sami 1936 58,78 Sami 1937 *) Blöðin segja 39,51 m., en metaskýrsla Í.S.Í. 39,31. Kringlukast. 30,88 Sigurjón Pétursson, Á. 1913* 31,94 Frank Fredriksson 1920 32,84 Björn Vigfússon, Á. 1922* 33,04 Karl Guömundss., Á. 1923* 33,42 Þorgeir Jónsson 1924* 38.58 Sami 1926 40,25 Kristján Vattnes, K.R. 1936 40,38 Sami 1937* 41.09 Sami 1937 41,34 Ólaíur Guðm.s., Í.R. 1938 42,23 . Sami 1938 43.46 Sami 1938 *) Stjörnumertu afrekin voru aldrei staðfest, en eru viðurkennd rétt. Frjálsar íþróttir. Þjóðverjar kepptu við mörg Iönd á sunnudaginn, sitt á hverj- um stað. Beztir árangrar náðust í Múnehen, þar sem þeir kepptu við Frakka og unnu með 106 stigum gegn 45. Helztu úrslit: 100 m.: Nekermann 10,6 sek. 200 m.: Sceuring 21.1 sek. 800 m.: Harbig 1:50,5 mín. Kúluvarp: Stöck 16,14 m. Trippe 16,12 m. Kringlukast: Trippe 47,12 m. Lampert 46,44 m. Spjótkast: Beússe 68,64 m. Hástökk: Weinköts 1.93 m. Þjóðverjinn Scheuring hljóp í Mannheim 200 m. á 21,0 sek., sem er ágætur tími. í langstökki kom fram nýr maður, Sedlag, sem stökk 7,30 m. Sveinbjörn Ingimundarson Þessa mikla íþróttagarps hefir sjaldan verið getið nú hin síðari ár, enda eru 8 ár síðan hann lézt. Þegar ég kyntist hinum glæsi- lega íþróttaferli Sveinbjarnar heit- ins, datt mér í hug, að marga fýsti að fá að vita meira um afrek hans. Skrifaði ég því eftirfarandi línur, sem ég vona að verði ungum í- þróttamönnum til fróðleiks og fyr- irmyndar. Sveinbjörn heitinn var fæddur 10. des. 1901. Hann andaðist 5. sept. 1931, svo að líf hans varð eigi langt, en þó kom hann mjög við sögu frjálsra íþrótta hér á landi. Bjössi, eins og hann var oftast kallaður, var í íþróttafélagi Reykjavíkur og þess mesta stoð og stytta, hvort sem þð var í fimleik- um eða frjálsum íþróttum. Á haustmóti Í.R. 1924 keppti hann í fyrsta skipti. þá 22 ára að aldri. Hann varð þá annar í þrístökki (11,55 m.), en þriðji í langstökki með 5,54 m., aðeins 29 cm. frá sig- urvegaranum, Reidar Sörensen. sem sig'raði einnig í þrístökkinu. 1925 var eins og kunnugt er hvíldarár fyrir íslenzka útiíþrótta- menn vegna vallaskipta. Á allsherjarmótinu 1926 kom Sveinbjörn loks aftur fram á sjón- arsviðið og sýndi nú miklar fram- farir. Hann varð 1. í 400 m. hlaupi á 57,4 sek., 2. í 200 m. á 25,0 sek., 4. í langstökki, þótt hann stykki 5,80 m., og 4. í þrístökki með 11,76 m. Á meistaramóti Í.R. sama ár setti Sveinbjörn sitt fyrsta met. Var það í 400 m. hlaupi, 56,2 sek. Sögulegt við þetta hlaup var það, að brautin reyndist 8Vs m. of löng, svo að tíminn samsvarar ca. 55,1 í 400 m. Einnig var hann 2. í 100 m. á 11.8 sek., sem þótti þá ágætis tími. 1927 tók Sveinbjörn aðeins þátt í einu móti, meistaramóti Í.S.Í., og stóð sig prýðileg'a. Hann vann þar langstökkið í fyrsta, en ekki síðasta skipti, og stökk 6,30 m., sem var mikil og ánægjuleg framför frá því árið áður. Hann varð 2. í 200 m. á 24,7 sek. og einnig 2. í 400 m. á 55,0 sek., varð þar að láta í minni pokann fyrir Stefáni Bjarnasyni, sem hljóp á nýju meti, 54,6 sek., en Sveinbjörn hugsaði sér gott til glóðarinnar, er næsta tækiæfri byðist. í þrístökki varð hann meist- arinn og setti nýtt met, 12,73 m., enda þótt hann yrði aðeins annar. Reidar, sem vann, hafði nefnilega ekki öðlast ísl. ríkisborgararétt. Árið 1928 rann upp. Þetta var mesta afreksár Sveinbjarnar og sennilega hefir enginn ísl. útií- þróttamaður afrekað jafnmikið á einu sumri og Sveinbjörn gerði þá. Á allsherjarmótinu vann hann 100 m. hlaupið á 11,5 sek., sló þar út meðal annars methafann Garð- ar, Stefán, Helga Eiríks o. fl. 200 m. hlaupið vann hann einnig á 24,1 sek. Þar sló hann út auk fyr- nefndra tveggja manna Kristján L. G., Geir Gígju o. fl. Þá vann Sveinbjörn og 400 m. hlaupið á 54.9 sek. og sló þar út alla kapp- na smátt og smátt, þar á meðal methafann Stefán, Gígju o. fl. Tími Sveinbjarnar í úrslitunum er ótrú- lega góður, þegar tekið er tillit til þess, að hann varð að hlaupa 400 metrana þrisvar sinnum á sama klukkutímanum! — Langstökkið vann Sveinbjörn mjög glæsilega og setti nýtt met, 6,55 m., sem stóð óhaggað í 9 ár, eða þar til Sig. Sig. sló það í sterkum með- vindi sumarið 1937, en það er líka eina skiftið, sem stokkið hefir ver- ið lengra hér á landi til þessa tíma. Það var engin tilviljun þetta lang- stökksmet Sveinbjarnar. heldur af- leiðing réttrar og rækilegrar þjálf- unar. Öll stökk hans voru lengri en gamla metið, 6,39 m., sem Garð- ar hafði átt. Stytzta stökk Svein- bjarnar í þetta skipti var hvorki meira né minna en 6,44 m.! Þarna sló hann út auk gamla methafans, Reiðar, Helga o. fl. — Fimmti sigur Sveinbjarnar á þessu móti var í fimmtarþraut. í þrístökki var hann að vísu ekki nema annar. en setti þó nýtt met, 12,87 m. í há- stökki var hann svo annar, á 1,59 m., aðeins 2 cm. lægra en Helgi stökk. Loks hljóp hann svo 110 m. grindahlaupið á 21 sek., sem nægði til 3. verðlauna. Sveinbjörn hlaut bikar að vero- launum fyrir langflesta vinninga á mótinu auk viðurkenningar fyrir bæði metin. Á meistaramótinu sama ár vann Sveinbjörn enn meiri afrek, sem nú skal greina: Hann var 1. í 100 m. á 11,5 sek. lá þó í starti) 1. í 200 m. á 23,4 sek., mettímanum, þótt hann væri alveg án samkeppni. Næsti maður 2 sek. lengur! 1. í 400 m. á 54,4 sek., sem var nýtt met, og 1. í 800 m hlaupi á 2:05,8 mín. og sló þar út sjálfan methafann, Gígju, enda þótt það væri í fyrsta skipti. sem hann hljóp þetta hlaup. Nú, auðvitað vann Sveinbjörn langstökkið að vanda, 6,39 m. Stökk hann mjög jafnt 4 stökk yfir 6,35. Sennilega hefir hann verið orðinn þreyttur, þegar hann fór í lang- stökkið, því hann gekk venjulega grein úr grein, oftast óvinnandi. í þrístökki var hann annar, en þó meistarinn vegna þess að Reidar, sem var fyrstur, hafði ekki ísl. rík- isborgararétt. í hástökki var Sveinbjörn svo annar á 1,65 m., sem var ágætt afrek, þareð hann æfði ekki hástökk sérstaklega. Grindahlaupið hljóp hann á 20,5 sek., sem var undir meti (2. verðl.- og loks varð hann annar í fimmtar- þrautinni, Þar hljóp hann meðal annars 200 m. á 23,7 sek., eða í annað sinn undir 24 sek. Sem sagt, Sveinbjörn hlaut þarna 6 einstaklings meistarastig, þrenn 2. verðlaun, setti eitt nýtt met og jaínaði annað. Auk þess vann hann það dæmalausa þrek- virki að sigra í öllum fjórum hlaupunum frá 100 upp í 800 metra og það á ágætum tímum, allt á sama mótinu. Er frammistaða þessi með slík- um ágætum, að slíks munu engin dærni hér, hvorki fyrr né síðar. 1929 hvíldi Sveinbjörn, en næsta sumar, 1930, keppti hann loks aft- ur á Alþingishátíðarmótinu, þá tæplega 29 ára gamall. Samt vann hann langstökkið með 6,52 m., sem er ágætt afrek, hvort sem það væri unnið þá eða nú, 9 árum síðar. 100 m. hljóp hann á 11,7 sek. og 200 m. á 24,1 sek. Fleiri greinum tók Sveinbjörn ekki þátt í að þessu sinnit sennilega ekki viljað það vegna ónógrar æfingar. Hann var nefnilega gæddur þeim mikla kosti að koma aldrei illa æfður til leiks, enda sýna afrek hans, að hann hefir hlotið að vera mjög vel æfð- ur og undirbúinn til þess að geta unnið slík þrekvirki, stundum mörg á sama degi, enda þótt hann væri vel lagaður til íþrótta frá náttúrunnar hendi. Um Sveinbjörn má með sanni segja, að hann keppti vegna íþrótt- arinnar, en ekki vegna verðlaun- anna. Eftir þetta kvaddi Sveinbjörn í- þróttirnár og lífið, en hans mun ávalt minnst sem eins af beztu og mestu afrekssonum þjóðarinnar á íþróttasviðinu. J. B. Hinn nýi heimsmeistari í 5000 m. hlaupi, Taisto Máki, hljóp 3 km. á 8:14,8 í næsta hlaupi, sem hann hljóp, eftir methlaupið. Max Schmerling. Schmeling sló Heus- er í 1. loltu. Max Schmerling kom á sunnu- daginn aftur fram á sjónarsviðið. Barðist hann við Adolf Heuser um Evrópumeistaratitilinn í þunga- vigt. Bardaginn fór fram í Stutt- gart. Smerling' sló Heuser niður í fyrstu lotu. Bardaginn varð þann- ig stuttur, en laggóður. 7 menn yfir 10 m. í kúluvarpi. Innanfélagsmót K.R. í kúluvarpi fór fram fyrir helgina. Úrslitin urðu þessi: 1. Kristján Vattnes 13,26 m. 2. Sigurður Finnsson 13,15 m. 3. Jóhann Bernhard 12,03 m. 4. Anton B. Björnsson 11,35 m. 5. Gunnar Huseby 11,13 m. 6. Sveinn Ingvarsson 10,51 m. 7. Vilhj. Guðmundsson 10.37 m. Vattnes hefir verið óheppinn í kúluvarpinu í keppnunum í vor, þar eð hann hefir kastað um 14 m. á æfingum. Sigurður er í stöðugri framför, og er þetta annað bezta afrek, sem íslendingar hafa unnið í þessari grein. Afrek Jóhanns er ágætt, þegar litið er á, að þetta er ekki hans sérgrein.. Þó gæti hann kastað töluvert lengra með bættum stíl. Anton og Gunnar eiga ábyggilega eftir að láta heyrast frekar frá sér, •— því að þeir eru svo ungir. Hjá Sveini og Vil- hjálmi er kúluvarpið alger auka- grein, svo að þessi árangur er á- gætur. Þar eð svo margar breytingar hafa orðið á yfirlitinu yfir beztu afrek íslendinga í kúluvarpi, skal það birt hér, eins og það var 1. júlí, 1939. 13.74 Kristján Vattnes, K.R. ’38 13.15 Sigurður Finnsson, K.R. ’39 12,91 Þorst. Einarsson. Á., ’32 12,54 Marinó Kristinsson, Á. ’31 12,31 Jens Magnússon, Á. ’38 12.11 Ólafur Guðmundsson, Í.R. ’39 12,03 Jóhann Bernhard, K.R. ’39 11,77 Ágúst Kristjánsson, Á. ’37 11,51 Sig. í. Sigurðsson, Á. ’33 11,39 Sveinn Stefánsson. Au., ’38 11,35 Anton B. Björnsson, KR. ’39 11,33 Trausti Haraldsson, KR. ’32 11.22 Gunnar Húseby, K.R. ’39 11.16 Júlíus Snorrason, K.V. ’35 CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnln á Bounty. 14. Karl ísfeld íslenzkaði. Bligh stóð við hliðina á Hillbrandt meðan hann leysti utan af osttunnunum. í eitt fatið vantaði tvo fimmtíu punda osta og Bligh fékk óðara eitt af bræðisköstum sínum. — Djöfullinn sjálfur! Þeim hefir verið stolið, öskraði hann. — Eins og þér kannske munið, skipstjóri, sagði Hillbrandt, var tunnan opnuð samkvæmt skipun frá yður, meðan við vorum í Deptford og ostarnir voru fluttir í land. — Haldið þér kjafti, bölvaður þrjóturinn! Christian og Fryer voru af tilviljun uppi á þilfari, þegar þetta skeði og Bligh leit þá ekki hýrara auga en hina af skips- höfninni. — Bölvað þjófapakk, hélt hann áfram. — Þið eruð allir á móti mér, bæði yfirmenn og undirgefnir, En ég skal temja ykkur, það megið þið hengja ykkur upp á. Hann snéri sér að Hillbrandt: — Ef þér segið eitt orð ennþá, læt ég húðstrýkja yður. Hann snérist á hæli, gekk aftur eftir skipinu og -öskraði inn um káetudyrnar: — Herra Samúel, komið á þilfar á augabragði! Smúel kom flaðrandi til húsbónda síns og Bligh hélt á- fram: — Það hefir verið stolið tveim ostum. Sjáðu um, að skipshöfnin fái engan ost, hvorki yfirmenn né hásetar, fyr en búið er að vinna upp tjónið. Ég sá, að Fryer var mjög móðgaður, enda þótt hann segði ekkert. Og það var ekki vandi að geta sér til um, hvernig Christian var innanbrjósts, Og við næstu máltíð, þegar enginn ostur var á borð borinn, neituðu skipverjar að borða. Einn hásetanna, John Williams lýsti því yfir, að hann hefði flutt báða ostana heim til Blighs, ásamt ýmsu fleiru, í báti frá Long Reach. Einkabirgðir okkar voru nú á þrotum, svo að við urðum að taka til ,,konungsmötunnar“. Brauðið var orðið svo hart, að það var álitamál, hvort brotnaði fyr, tönnin eða brauðið. Saltkjötið var hið mesta óæti. Einn morguninn hitti ég Al- exander Smith, sem þá var matsveinn okkar mötuneytis. Hann sýndi mér bita, sem þá hafði verið tekinn upp úr tunnu. Bitinn var grjótharður og lagði af honum megnustu óþefjan. — Sjáið til, herra Byam, sagði hann: — Hvað getur þetta verið. Það þætti mér gaman að vita. Það er hvorki af uxa né grís, það megið þér vera viss um. Og á botni tunnunnar fund- ust þrír hestskónaglar. Hafið þér séð, hvernig þeir útvega skipunum matvælabirgðir í Portsmouth. Gangið þar fram hjá eitthvert kvöldið og þá fáið þér að heyra húðarbykkjurnar frísa, þegar þær eru leiddar á blóðvöllinn. Og ekki þarf að tíunda negrana, af þeir villast þangað á kvöldin. Þeir taka þá, eins og þeir koma fyrir, stinga þeim ofan í tunnu, salta þá lifandi og slá botninn í. Og það er máske ekki verst kjöt- ið af negragreyjunum. Smith var mikill vinur Bakkusar gamla, sem hann hafði kynst á öðrum skipum. Nokkrum dögum seinna fékk hann mér trédósir og sagði: Það er til læknisins, viljið þér færa honum þær fyrir mig. Þetta voru tóbaksdósir, ágætlega smíðaðar úr dökkrauðu tré. Ég heimsótti Bakkus gamla um kvöldið. Sveit Christians stóð vörð. Við Tinkler litli vorum á vakt Fryers, en Peckover stjórnaöi þriðju vakt. Peckover var lágur maður, en sterkbyggður um fjörutíu og fimm ára að aldri. Hann hafði verið á sjó svo að segja alla ævi. Hann var glað- legur á svip, mjög sólbrenndur og handleggirnir allir tattover- aðir. Þegar ég kom inn, sátu þeir þrír saman á legubekknum: Peckover, læknirinn og Nelson. — Kom inn, hrópaði læknirinn. — Bíðið við, drengur minn, ég held, að ég geti útvegað yður sæti. Hann stóð furðu hvatlega á fætur og ýtti fram handa mér lítilli tunnu til þess að setjast á. Peckover tók tappann úr flöskunni og lét vínið freyða á tinkrúsinni. Ég afhenti tó- baksdósirnar, áður en ég fékk mér sæti á tunnubotninum með tinkrúsina í hendinni. — Þetta er frá Smith, segið þér. Það var fallega gert af honum! Mjög fallega gert. Ég man vel eftir Smith frá þeim tíma, þegar við vorum um borð í „Antelope.“ Það er eins og mig minni, að ég hafi gefið honum rommblöndu stöku sinnum á þeim árum. Og því ekki það. Ég þoli aldrei að horfá upp á þyrstan mann. Hann leit í kringum sig í klefanum, þar sem vínkvartilin voru: — Guði sé lof, að hvorki mig né vini mína .þarf að þyrsta í þessari ferð. Nelson rétti fram höndina eftir tóbaksdósunum og skoðaði þær. — Alltaf get ég verið hrifinn af því, tók hann til máls — hvað sjómennirnir okkar eru handlagnir. Hvaða tréskurðar- mejstari, sem væri, mætti vera hreykinn af þessu verki, enda þótt sjómaðurinn hafi ekki haft önnur verkfæri en hnífbus- ann sinn. Það virðist vera mahogni. Bakkus gamli hafði flett skyrtuerminni upp fyrir olnboga. Svo tók hann dósirnar og stráði langri tóbakslön upp eftir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.