Alþýðublaðið - 23.08.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.08.1939, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 23. ágúst 1939 192. TÖLUBLAÐ Samningur Hitlers og Stalins hefir auk ið ófriðarhættuna um allan helming. ■ •»- Stríðsundirbitttingur fi algleymingi um alla Evrópu. Deiiurnar á Siglufirði: Nep ðánægia yfir afstoðu Sveins Benediktssonar 09 Þormóðs Eyj- ólfssonar í síMarverksmiðjumálinu Hnjaskið, sem Sveinn Ben. varð fyrir, al- gert innanflokksmál Sjálfstæðismanna. F) EILURNAR innan Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins á Siglu firði út af afstöðu stjórna þessara flokka til verk- smiðjumálsins halda áfram. Er þetta og eðlilegt, þar sem þetta mál snertir svo mjög hagsmuni Siglufjarðarbæjar. Þeir menn, sem hafa verið að reyna að koma í veg fyrir, að Siglfirðingar reisi síldarverk- smiðjuna Rauðku, hafa borið út alls konar sögur um gang máls- ins og meðal annars látið svo heita, að það væru kommúnist- ar, sem einkum berðust fyrir málinu. Sannleikurinn er sá, að Al- þýðuflokksmenn og Sjálfstæð- isflokksmenn á Siglufirði hafa staðið alveg einhuga um málið og gert allt, sem unnt var til að koma því áleiðis. Þeir hafa og haft með sér talsverðan hluta Framsóknarflokksins, yfirleitt aðra Framsóknarmenn en Þor- móð Eyjólfsson og þrengstu klík- una, sem honum fylgir. Hins vegar hafa kommúnistar, einkum upp á síðkastið, að eins viljað nota málið til æsinga, en þeim hefir orðið lítið ágengt, af því að Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðismenn hafa haldið á málinu með festu og af skilningi. Núna seinustu dagana er ver- ið að bera það út, að á Siglu- firði ríki eins konar uppreisnar- ástand. En þetta er algerlega til- hæfulaust. Að vísu hefir nokkr- um flokksmönnum þeirra Þor- móðs og Sveins runnið í skap við þá, vegna þess, að þeir telja, að þeir hafi svikið á hinn auð- virðilegasta hátt bæði málstað síldarútgerðarmanna og Siglu- fjarðarbæjar. Hefir gremja flokksmanna Sveins Benediktssonar komið l'ram í því, að þeir neita að vera með honum á dansleikjum og oðrum opinberum skemmti- stöðum, og einn eða tveir þeirra hrintu eitthvað við honum á klúbbballi sem verzlunarmenn á Siglufirði, allt Sjálfstæðis- menn, héldu mjög nýlega og lauk þeim viðskiptum með því, eins og Alþýðublaðið hefir áður skýrt frá, að þeir ráku Svein út af ballinu. Sá, sem stóð fyrir þeirri ráðstöfun er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksfé- lagsins á Siglufirði, Jón Gísla- son, og einn helzti áhrifamaður Sjálfstæðisflokksins á Siglu- firðij og sá sem stjakaði við hon. um er meðlimur í Félagi ungra Sjálfstæðismanna, Tryggvi Fló- ventsson, sonur eins af elztu bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins á Siglufirði. Sveinn hefir þannig orðið fyr. ir því, að flokksmenn hans á Siglufirði hafa látið í ljós við hann fyrirlitningu sína. En saga Morgunblaðsins um, að einhver Alþýðuflokksmaður hafi ráðizt á Svein og barið hann, er til- hæfulaus uppspuni. Hnjaskið og fyrirlitningin, sem Sveinn Bene- diktsson hefir orðið fyrir á Siglufirði, hefir verið hreint innanflokksmál hjá Sjálfstæðis- flokknum. Aðrir hafa ekki lát- ið neitt í ljós um það opinber- lega, þó að Siglfirðingar beri yfirleitt líkar tilfinningar í brjósti til Sveins og Sjálfstæðis- menn hafa látið í ljós. Frh. á 4. síðu. LONDON í morgun. FÚ. X 73N RIBBENTROP fór frá Salzburg til Berlín í gær og * ræddi skamma stund við Hitler, en þaðan flaug hann til Königsberg í Austur-Prússlandi, og í morgun var ráð- gert, að hann flygi þaðan til Moskva. í fylgd með honum er Gaus aðstoðarutanríkismálaráðherra og fleiri embættis- menn og aðstoðarmenn, meðal þeirra Schmidt, túlkur sá, sem starfaði á Munchenráðstefnunni í fyrrahaust. — Að minnsta kosti tvær flugvélar eru í leiðangrinum til Moskvc Víða í álfunni er nú hert á öllu hernaðareftirliti. Hcrr aðarlegum viðbúnaði er haldið áfram í Þýzkalandi og Pól- landi, en hvarvetna er frestað öllum heimfararleyfum landa- mæraliðs, t. d. í Hollandi, Svisslandi og víðar. Annars stað- ar hefir herlið verið kallað til æfinga, svo sem í Grikk- iandi, en raunverulega er það gert til þess að hafa herlið til taks. í öllum löndum, nema minnstu ríkjunum, eru heilir herir viðbúnir, og í sumum löndum standa nú yfir miklar heræfingar, svo sem Rúmeníu, Póllandi, Þýzkalandi og Bret- landi. Einhver launmál á bak við samninginn i M»skva? Hinn fyrirhugaði vináttu- samningur Rússa og Þjóðverja er hvarvetna umræðuefni stjórnmálamanna, blaðanna og alls almennings. Fregnirnar um, hvað til stæði komu mönnum svo á óvart, að því fer fjarri, að menn hafi enn áttað sig til fulls á, hvað hér er að gerast, því að sá ótti kemur víða fram, að hér liggi eitthvað meira á bak við en komið er í ljós. Stjórnmálamenn og blöð lýð- ræðisríkjanna ræða af varfærni um þetta mál, og virðist sú skoð- 10 þúsnnd tnnnur vorn salt- aðar i Siglifirði í nótt. un ríkjandi, að ekki verði enn fyrir sagt um frekari samkomu- lagsumleitanir í Moskva milli Breta, Frakka og Rússa. Sumir ætla, að hlutleysissamningur Rússa og Þjóðverja þurfi ekki að kollvarpa þeim samkomu- lagsumleitunum. Síórsigur mSuflultreld- anna segja fasista- Veiðiveður var ekki gott i nótt, fór batnandi með morgninum. en ¥ T M 10 þúsund tunnur voru saltaðar á Siglu- firði í nótt af skipum, sem komið höfðu í gær og fyrri- nótt. Fá skip komu inn í nótt, því að rigning var og slæmt veiðiveður, en í dag er gott veður og búizt við mörgum skipum. Ennþá er nóg af síld í sjón- um og veiðist hún á Haganes- vík, við Grímsey, á Húnaflóa og við Langanes. í gær og fyrradag hefir tölu- viert komið til Siglufjarðar af isíld í bræðslu. Þessi skip komu (hteð síld í bræðslu: Ölafur Bjarnason 700 mál, Gulltoppur 30 mál, Marz 70, Grótta 40, Már 30, Dóra 100, Alden 350, Hringur 60, Síldin og Báran 30, Stathav 50, Leo 60, Sjöfn 60, Sæunn 70, Sæ- finnur 250, Hilmir 50, Fylkir 200, Gloria 150, Björgvin 10, Glaður 50, Gyllir og Fylkir 30, Rúna 40, Erlingamir, I. og II. 10, Asbjörn 10, Auðbjörn 15, Drifa 70, Mugg- ur 30, Valþór 25, Arthur & Fann- ey 400, Frigg 20, Stella 50, Rifs- nes 70, Júní 1000, Huginn Rvk. 1100, Stuðlafoss 30, Síldin 200, Venus 500, Arsæll 100, Ágústa 200, Gunnbjöm 300, Sæborg 140, Öli Garða 300, Sviði 200, Bjarki 200, Sæfinnur 50, Fylkir 50, Veiga 50. 1 gær komu þessi skip með síld í söltun til Siglufjarðar: Freyja 127 tunnur, Óðinn 131, Snorri 227, Reynir og Víðir 146, Frigg 215, Fylkir 366, Val]‘ór og Þráinn 156, Sæfinnur 407, Rúna 180, Auðbjörn 321, Glaður 324, Stella 379, Ingólfur og Eggert 303, Veiga og Gísli J. Johnsen 233, Súlan 317. Til Djúpuvíkur kom Hilmir i gær með 1100 mál og Baldur var á leiðinni með 1000 mál. Von var á fleiri toguram þangað í morgun með um 1Q0Q mál. Þýzku og ítölsku blöðin halda því hins vegar fram, að þessi samningsgerð, sem þau telja víst, að verði fljótt lokið, sé stórkostlegur stjórnmálasigur fyrir möndulveldin, og einkan- lega mikilvægur á þeim tíma- mótum, sem nú eru, og aðvara blöðin, einkanlega hin ítölsku, lýðræðisríkin viðvíkjandi Dan- zig, en það hlutverk hafa ítölsku blöðin rækt af kappi seinustu daga. Brezku blöðin hvetja til að halda saman og standa við öll sín loforð gagnvart Pólverjum, en Pólverjar sjálfir láta engan bilbug á sér finna. Ráðherra- fundir héldu áfram í öllum höf- uðborgum álfunnar fram á nótt. Otsakar samningnrinn stefnnbrejrtingn Jagana? í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, er litið svo á, að fregnin þurfi ekki að vera eins ógnvekjandi og hún virtist í fyrstu, en verði af þessari samningsgerð, hljóti aðstöðu- munurinn og viðhorf allt í Ev- rópu að breytast. Einnig kæmi hún til með að hafa mikil áhrif í Austur-Asíu. Bandaríkjamenn ætla, að samningsgerðin muni hafa stór- Fxh. 4 4. aíÖu. Ribbentrop (til hægri) og Ciano greifi í Salzburg á dögunum. í dag er Ribbenlrop í Moskva. ?ulltrúar sovétstjórnarinnar á járnbrautarstöð í Moskva við fcomu ensku og frönsku hermálasérfræðinganna fyrir rúmri viku síðan. Bretar lita ajfio aivarieg- ia augum á ástandil. Brezka þingið kallað saman á morgun? ----- ■» — LONDON í gærkveldi. FÚ. ÐUR en ráðuneytisfundur- inn hófst í London í gær, ræddi Chamberlain við Sir Kingsley Wood flugmálaráð- lierra, Sir John Simon fjár- málaráðherra og Sir Samuel Hoare innanríkisráðherra. -— Chamberlain veitti einnig á- heyrn Sir Arthur Greenwood, þingleiðtoga jafnaðarmanna. Leiðtogi frjálslyndra manna í stjórnarandstöðu, Sir Archibald Sinclair, leggur af stað frá Skot. landi til London í fyrramálið. Engin opinber íilkynning liggur fyrir um ráðuneytisfund- inn, en ganga má út frá því sem gefnu, að umræðuefnið hafi verið viðhorfið í alþjóðamálum með tilliti til hins fyrirhugaða hlutleysissáttmála Sovét-Rúss- lands og Þýzkalands. Meðal stjórnmálamanna er talið ekki ólíklegt, að þingið verði kallað saman, og orðróm- ur gengur um, að það verði sett næstkomandi fimmtudag. Á fimmtudagsmorgun kemur þingflokkur Alþýðuflokksins saman á fund, en miðstjórn flokksins á morgun. Þegar Arthur Greenwood kom af fundi Chamberlains, sagði hann, að hann teldi horf- urnar mjög alvarlegar, og væri það skylda hvers borgara að forðast allar æsingar og taka ró- lega hverju, sem að höndum bæri, og vera ákveðnir og ör- uggir í baráttunni gegn ofbeld- inu, en að koma í veg fyrir of- beldi og ágengni væri eini veg- urinn til þess að tryggja friðinn í álfunni. Hvort til styrjaldar kemur eða friður helzt, er undir Hitler komið, sagði hann, en ef þjóð- irnar verða fyrir þessu ógurlega áfalli, að styrjöldin skelli á, get- um vér haft góða samvizku. Er ég og sannfærður um, sagði Greenwood, að brezka þjóðin mun horfa örugg fram á leið. Blað Gðbbels undirstrib- ar sbyldleibann við Stalin 1 dag lofa þýzku blö&in há- stöfum hina endurnýjuðu þýzk- rússnesku vináttu, og þeirn virð- ist „kommúnisminn" gleymdur með öllu. „Angriff“, blað Göb- bels, telur heimsókn von Ribben- Frh. á A. «4Ö*i.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.