Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						22

TÍMINN

Það eru sjaldnast gleðifréttir, sem

síminn og póstarnir flytja út um

landið á þessum tímum. »Dýrtíð«

og »versnandi dýrtíðarútlit« er hið

vanalega, sem fyrst heyrist bæði

úr síma og blöðum. Það er sú

undiralda sem hæðst ber á og

ofan á henni fijóta aðrar sem

minna er um vert.

En þessar, sem ofan á fijóta

eru þó ekki allar þýðingarlausar.

f>ær eru ekki allar illar, þó þær

séu það langfiestar, og með síð-

asta pósti flaut ein frétt að sunn-

an, sem gladdi mig meir en-nokk-

ur önnur frétt nú langa lengi. Blöð-

in minlust hennar raunar lítið og

mig minnir að Landið væri eina

blaðið er flutti hana, en engu síður

er þó hér um stórfrétt að ræða,

en hún er svona: Stjórnarráðið

hefir ákveðið að hœtta sölu þjóð- og

kirkjujarða.1')

Þau tvenn lög sem heimila

þessa sölu, áttu að verða til þess

«að skapa sjálfsábúð. Menn sáu að

leiguliðaábúðin var slæm, kunnu

ekki og reyndu ekki að bæta

hana, en ætluðu í þess stað að

gera alla að sjálfseignarbændum.

En markið náðist ekki, og væri

nú ransakað, mundi það koma í

ljós að margar jarðir, sem seldar

hafa verið eftir þessum lögum,

eru ekki í sjálfsábúð, og sumar

hafa jafnvel aldrei komið það,

(leppmenska). Leiguliðarnir eru

fjölmargir enn, mikið meira en

helmingur bændanna, og kjör þeirra

eru ekki bætt enn. Þetta hefir

stjórnarráðið séð. Það hefir séð,

að venjan er að virða jarðirnar

lítið yfir hálfvirði og stela þar með

af landssjóði. Það hefir s,éð að

jarðir stiga í verði og eign lands-

sjóðs vex, ef jarðirnar eru látn-

ar óseldar. Það hefir séð að þjóð-

in á siðferðislegan eignarrétt á land-

inu, en ekki einstakir menn, og þetta

alt hefir knúð stjórnina til að gera

það sem rétt yar, hætta að selja

þjóð- og kirkjujarðirnar.

Það er lika komið svo *\ sumum

sýslum að engin jörð er til, til

opinberra afnota. Hér í Borgarfirði

t. d. veit eg ekki hvar á að setja

niður lækni, ef nú verandi læknis

misti við, en hann býr á eignarjörð

sinni. Sunnan Hvítár munu til

tvær jarðir, sem til mála gætu

komið, sem enn eru kirkjueignir

(Kvikstaðir, Kópareykir) og eru

þó báðar óhentugar, og mikið ó-

hentugri en ýmsar, sem hafa verið

seldar. Og svipað mun vera víða

annarstaðar.

En þessi þarfa ráðstöfun skapar

þó kyrstöðu ef ábúðinni á jörðunum

verður ekki bregtt til bóta. Það því

nauðsynlegt að næsta þing taki

það mál rækilega til athugunar.

Pað hefir sgnt sig að lögin um sölu

þjóð- og kirkjujarða skapa ekki sjálfs-

1) Ákvörðun stjórnarinnár, sem hér

er átt viö, er á þá leið, að frestað

heflr verið sölu allra opinberra jarð-

eigna til næsta pings.       Ritstj.

ábúð, en þá er að gera leiguliða

ábúðina á þeim jafngöða sjálfsábúð.

Þetta er það sem stjórnin á eftir,

og til þess hjálpar næsta þing

henni vafalaust. í »Frey« 3. tbl.

þ. á. hefi eg reynt að benda á

hvernig þetta yrði gert. Og sam-

þykti alþingi lög svipuð uppkasti

því sem þar er, þá er ábúðin á

»opinberu jörðunum« orðin betri

en nokkur sjálfsábúð.

Og kæmi þessi stjórn þessu fram,

og það er í rauninni beint áfram-

hald af því sem hún nú er byrjuð

á, þá fær hún gert mikið, og stígið

stórt spor til framfara landbúnað-

inum.

Hafi hún þökk fyrir ákvörðun-

ina sem hún hefir tekið, og auðn-

ist henni gifta til að halda þessu

máli áfram, og að gera leiguliða-

ábúðina jafn góða sjálfsábúð.

Hvanneyri 2sk 1917.

Páll Zóphóníasson.

Jr5itfi»es:ii.

Viruiiiii eftir Guðm.

Finnbogason dr. phil.

Reykjavík. Rókaverzl.

Sigf. Eymundssonar.

Eg hefi tröllatrú á vinnuvísind-

unum. Þurfti ekki að heyra nema

nafnið til þess að gera mér beztu

vonir. Bækur Guðm. Finnbogason-

ar hafa styrkt mig í trúnni, og þá

ekki hvað sizt nýútkomna bók-

in hans, Vinnan.

Mér kemur ekki til hugar að

fara að skrifa um efni bókarinnar,

til þess er blaðið of lítið en efnið

of viðtækt, en eg hugsa að í bók-

inni sé eögin setning ósönn, þótt

ekki sé þar sagður allur sannleik-

ur — sem betur fer.

Mér er minnistæð skopmynd í

erlendu blaði. Mannaumingi lá

þar í hægindastól með vindil í

munninum, hendurnar í vösunum

og teygði frá sér bífurnar. Hafði

verið að lesa í blaði.

' »Það er annars undarlegt«, sagð'

'ann. »Það eru allir að kvarta um

atvinnuleysi, — maður skyldi næst-

um halda að það væri ekki það

leiðinlegasta, að vinna«.

Allur fjöldi manna mun nú

kominn að þeirri niðurstöðu fyrir

löngu.

En hin sannindin, að ekki sé

sama hvernig unnið er, eiga örð-

ugra uppdráttar.

Og það jafnvel á okkar menn-

ingarinnar landi íslandi.

Mér hefir satt að segja fátt blöskr-

að meira en eftirtölurnar eftir þess-

um fáu krónum sem þingið loks-

ins fekst til að veita til athugana

á þessu sviði þekkingarinnar, en

þó tekur það út yfir allan þjófa-

bálk, að það skyldi merjast í gegn

undir því yfirskini að þetta væri

einskonar eftirlaun handa manni

sem margt hefði velunnið og væri

alls góðs maklegur!

Vísast er nú að ekki þurfi á

sliku yfirskini að halda öðru sinni.

Menn  séu það alment vaktir til

umhugsunar um þessa nýju gull-

námu veraldarinnar, gullnámuna

sem öllum var hulin, nema fáum

útvöldum sem alt lék í höndun-

um á.

Eitt er eg viss um, að þeir hinir

sömu, mennirnir sem fram úr skara,

eru sizt vantrúaðir á að lengra

megi komast, takmörkin séu ekki

þar sem þeir eru. Og þess vegna

á eg svo bágt með að átta mig á

því að hinir, allur fjöldinn, skuli

álíta sig dauðadæmda þar sem

komið er, miðlungsmenn, liðlétt-

inga, skussa, hjassa, amlóða.

Eða kanske það sé af þvi að

menn óttist atvinnuleysi, ef meiru

sé afkastað á sama tíma og með

sömu orku.

Sú meinloka er til.

En er líka meinloka.

Annars væri aðalástæðan gegn

járnbrautum sú, að þá hefðu land-

póstarnir ekkert að gera.

Landpóstarnir fengju eitthvað

annað að gera, kannske eitthvað

mikiu ánægjulegra — í því yrði

öll breytingin fólgin. Heimurinn á

talsvert óunnið enn.

Ef mannamunurinn væri ekki til,

þá væri ekki gaman að lifa, en

alveg væri ólifandi ef hann væri

mönnum meðfæddur, eins og

hann er.

Þess vegna eru vinnuvísindi

einna merkustu andlegu ádrættirn-

ir sem eg veit um að orðið hafi

til þessa lands í seinni tíð.

Þau eru þegnskylduvinna sem

fæstir svíkja sjálfa sig um að

inna af hendi, og verður ekki

langt að.bíða.

Síminn flytur þá fregn, að búið

sé að lögákveða hámarksverð á

smjöri og hámarkið séu kr. 1,50

—1,65 pundið.

Mér er eigi vel kunnugt um verð-

lag á þessari vörutegund í Reykja-

vik, siðustu mánuðina, annað en

það sem ráða má af grein Gisla

Sv. í ísafold nú nýverið, að það

hafi verið orðið um 2 kr. pundið.

Sennílega hefir þurð á smjörlíki

og lítið framboð á íslenzku vetrar-

smjöri stuðlað að því að hækka

verðið, og þegar þurð verður á

einni nauðsynlegri vörutegund nú

á þessum tímum, verður einnig

fýsnin i hana takmarkalaus og

jafnvel meiri en hin raunverulega

þörf, því þá reyna peningamenn að

byrgja sig upp af þeirri tegund,

sem skortur fer að verða á.

Þegar svo er komið, að eftir-

spurnin vex til muna yfir fram-

leiðsluna, er í mörgum tilfellum

heldur ekki horft í verðið og mynd-

ast  þá tækifæri fyrir einstaklinga

— framleiðendur eða vörumiðlara

—  að setja ósanngjarnlega hátt

verð á vöruna, svo kalla má litt

kleift efnaminni mönnum að afla

hennar.

Þegar svo er komið er það sjálf-

sögð skylda stjórnarinnar að kippa

þessu í lag og ákveða hámarks-

verð á vöruna, á þeim tímum sem,

nú eru, sem eru sjúkir hvað ölt

verzlunarviðskifti snertir.

Að líkindum hafa þessar ofan-

greindu ástæður verið fyrir hendi,

er verðlagsnefndin gaf upp úrskurð

sinn um hámarksverð á smjöri og;

eru þá afskifti hennar réttmœt.

En þá er á hitt að líta: hversit

vel henni hefir tekist að velja verðið.

Síðan stríðið byrjaði og dýrtíðin

fór að gera vart við sig, hafa ýmsir

mentamenn þjóðarinnar ekki lagt

svo lítið erfiði á sig, til að sýna i

hundraðshlutum stíganda dýrtíðar-

innnar og bygt á þeim sem grund-

velli kröfur sínar um launaviðbót.

Þessi grundvöllur hefir svo hlotið

viðurkenningu þingsins, svo sjálf-

sagt virðist á honum að byggja,.

einnig fyrir verðlagsnefndina, er

hún fer að ákveða verð á fram-

leiðslu bænda. — Bændur eru, sem

betur fer, enn fjölmenn stétt, sem

hafa mörgum skyldum að gegna^

er fjölskylda, sveitar-, sýslu- og,

þjóðfélag leggur þeim á herðar.

Auk þess sem það hlutverk hvílir

á þeim að bæta og rækta landið

og til þess rennur eigi að eins öll

þeirra orka og timi, heldur og

oftast allur aflögueyrir þeirra, ef

nokkur er. — Því er þjóðarheill,

að styðja þeirra hag.

En nú má segja, að um það eitt

beri að hugsa, að lifa — fleyta fram

lifinu. En víst er og það, að und-

anfarin ár hefir fjöldi fjölskyldu-

bænda ekki náð hærra marki en

því — og það með sparsemi og

sjálfsafneitun.  Og  við  þeirra hag:

— því þeir þurfa að lifa — verður

hið opinbera að miða afskifti sin

um verð á ! framleiðslu þeirra á

þeim grundvelli dýrtíðar sem áður

var getið. En hefir nú nefndinni

tekist það?

Athugum útlitið. — Nú eru forða-

búr bænda yfirleitt bjargarsnauð,

eins og venja er fyrir vorkauptíð..

Sem framtíðarhagur blasir því við

þeim verðlag á vörum þeim er

landsstjórn deilir þeim. En borg-

unarmöguleikar á brezka samn-

ingsverðinu hvað kjöt, gærur og

ull snertir og hinu nýnefnda smjör-

verði, — og á smjöri er útflutn-

ingur bannaður.

Verður nú útlitið glæsilegt fyrir

bændur, — t. d. fátæka fjölskyldu-

manninn, sem hefir lagt alt fram

til að bjargast undanfarin ár og

tekist það, og hefir fullan hug á

hinu sama enn?

iVei og aftur nei.  .

Afkomumöguleikar hans voru

fólgnir í því að skitta á framleiðslu

sinni til hins itrasta við aðrar ó-

dýrari fæðutegundir, aðallega mjöl-

mat. Og á hinu sama byggist af~

komuvonin enn.

Og þá er líka reikningsdæmið

orðið einfalt. Þannig: Fær bóndinn

sem leggur inn smjörpund sitt nú,

sama magn og áður — fyrir stríðið

— fyrir það, af aðalnauðsynjavör-

um: kornvöru, sykri, byggingar-

efni o. fl.?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24