Tíminn - 14.07.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.07.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. frá upphafi til áramóta. TÍMINN AFGBEIÐSLA Bókbandið á Laugaveg 6 (Björn Björnsson). Þar tekið móti áskrifendum. I. ár. Reykjavík, 14. júlí 1917. íeiðbeiningar i húsagerð. Ákveðið er að Jóhann Fr. Kristjánsson ferðist um Norðurland í sumar í þeim erindum að veita leiðbein- ingar um húsagerð, bæði úr torfi og steinsteypu, skoða steypuefni, velja hússtæði o. s. frv. Ferðin hefst fyrstu dagana í ágúst úr Borgar- firði og verða fastákveðnir viðkomustaðir þessir, og þar liægt að láta boð liggja fyrir lionum: Borðeyri, Staður, Melstaður, Lækja- mót, Blönduós, Sauðárkrók- ur, Hólar í Hjaltadal, Akur- eyri (Gróðrarstöðin), Háls í Fnjóskadal, Ljósavatn, Breiðum5rri, Reykjahlíð, Húsavík, Víkingavatn, Pórs- höfn. — í kauptúnunum snúa menn sér til símastjóranna. I. Skömmu eftir að ísleiidingar fengu löggjafarþing, kom banka- málið á dagskrá. Það var árið 1881. Ýmsir leiðandi menn vildu þá að stofnuð yrði einskonar veðdeild eftir danskri fyrirmynd, og átti það að bæla úr peningavandræðunum. En bæði á því þingi og næstu ár- um beittu þeir Arnljótur Ólafsson, Einar í Nesi og Benedikt í Múla sér mjög á móti »lánstofnun« þess- ari, en kröfðust þess að bér yrði komið á fót banka með nútima sniði. Skyldi hann hafa útibú viða um land, og gefa út seðla með nægilegri gulltrygging að baki. Danska stjórnin sveigði til undan þessari ákveðnu mótstöðu og lagði fyrir þingið 1885 frumvarp til laga um landsbanka. Fjámálamenn i Danmörku höfðu verið hafðir með í ráðum, og eflir tillögum þeirra var Landsbankan- um ætlað að hafa ógulltrygða seðla. Hálf miljón króna í slíkum seðlum skyldi vera veltufé lians, og spari- sjóðsfé eftir því sem til ynnist. Bankastjóraembætlið skyldi launa með 2 þús. krónum. Ölíklegt er að fjármálaspeking- anúr dönsku hafi af umhj'ggju fyrir framförum íslendinga lagl það til, að seðlarnir skyldu vera óinn- ley.sanlegir, enda voru beztu menn landsins mjög óánægðir með þetta fyrirkomulag, þótt eigi fengju þeir að gert. Enda lá hér falin súmein- semd, sem olli því síðar, að öðr- um banka voru fengin yíirtökin í íslenzkum fjármálum. Einn af yfirdómurunum varð fyrsti bankastjóri á íslandi og liafði verkið í hjáverkum nokkur ár, þar til er þingið neyddi stjórnina til að brejda þessu. Tók Tryggvi Gunn- arsson þá við forustu bankans og hafði það að aðalstarfi, enda voru nú launin hækkuð að mun. Brátt kom að því að mönnum þótti bankinn eigi fullnægja sann- gjörnum kröfum. Fj'rstu árin var hann ekki opinn nema tvo daga í viku, og þá skamma stund í senn. Þótli fjærsveitamönnum þetta ærið bagalegt. Ofan á bættist það að bankinn þótti erfiður viðureignar mönnum, sem eigi voru búsettir í Reykjavík eða í nágrenni hennar. Þá var það og til baga, að banka- stjórinn, Trj'ggvi Gunnarsson var mikill þingskörungur en átti hins- vegar marga andstæðinga, eins og jafnan vill verða um slíka menn. Héldu andstæðingar hans því ó- spart á lofti, að stjórnmálin sipltu fyrir bankastarfsemi hans, ekki sízt fyrir það, að hann yrði á stundum að hafa bankastörfin að hjáverkum. Hvað sem hæft kann að vera i þessu, þá er óhætt að fullyrða það, að Landsbankanum liefði verið fyrir beztu, að starfsmenn lians hetðu frá upphafi eingöngu gefið sig við atvinnu sinni. Allir þessir þættir urðu til þess að auka ótrú margra manna á peningastofnun landsins. Hún þótti þnng í vöfunum, seinvirk, fjár- magnið lítið og það ekki koma að lialdi nema helzt þeim sem bjnggu í Rej'kjavík- eða í nánd við höfuð- staðinn. Fjölmargar ástæður leiddu þannig til þess, að þjóðin bar eng- an sérlegan velvildarhug til Lands- bankans. Fj'rirkomulagsgallarnir sem fj'Igdu honum frá upphafi voru -höfuðástæðan. Og svo bætt- ust við önnur mein, eins og þegar er bent á. Eingöngu með þelta fj'rir augum verður skiljanleg sú stefna sem bólaði á um aldamótin, að bezt væri að leggja Landsbankann niður, og afhenda peningaverzlun lands- ins erlendu gróðafélagi í því nær heila öld. Slík liílaga hlaut að teljast frá- leitasti andhælisháttur í augum allra heilbrigðra manna, ef ekki væru því meiri sakir fram að færa gegn Landsbankanum. Að vísu var úrræðið jafn-fráleitt fyrir því, en þá var þó auðveldara að gera sér grein fyrir, hvers vegna slík uppá- stunga gat fengið ákveðna for- gönumenn. ' Ivring uin aldamótin var andleg bylting í hugum íslendinga, og ekki sízt í stjórnmálunum. Sam- herjar Jóns Sigurðsson voru að falla í valinn. Feir höfðu ekki verið jafnokar hins mikla foringja, en þeir höfðu verið sæmilegir liðs- menn. Á þessum árum voru þeir orðnir gegnsýrðir sparnaðar og í- haldsmenn, en trúlyndir og óspilt- ir. Magnús Stephensen var í raun og veru forustumaður þeirra, enda að flestu leyti persónugervingur þeirrar stefnu sem dó með nítjándu öldinni. í stað þessara rosknu og ráðnu ílialdsmanna komu ungir menn fram á sjónarsviðið. Að mörgu lej'ti voru þeir framfara og hug- sjóna menn, en ekki sérlega vandir að’ ineðulum. Feir vildu sjálfir hefjast til fjár og valda og það sem fyrst. Ekki verður því neitað, að allmiklar framfarir hafa orðið hér á landi fyrir áhrif þessara manna. En alla jafna er þeim um- bótum þó svo háttað, að engan Ijóma leggur á forgöngumennina. íslandsbanki er eitt af þeirra helztu afreksverkum. Saga hans hefst með 20. öldinni. Landsbankinn þj'kir ekki fullnægjandi lengur. Endur- bótamennirnir leita til danskra fjármálamanna og blanda blóði við þá. Danskir auðmenn eiga að leggja fram nokkrar miljónir í banka á íslandi. Sá banki á að fá einkarétt á allri seðlaútgáfu í land- inu í 90 ár. Hans vegna skyídi leggja niður Landsbankann og brenna seðla hans alla í angsgn almennings. Með þeim eldi ætluðu erlendu íjármálamennirninir og fylgifiskar þeirra hinir íslenzku, að helga sér atvinnuvegi og auðsuppsprettur ís- Iands um heillar aldar skeið. íaaðsverzlimia. Eflir því sem kunnugir menn segja, er nú lokið endurskoðun landsverzlunarinnar, hinni fyrstu sein gerð hefir verið, þó að þrjú ár séu liðin síðan verzlun þessi bj'rjaði. Langsum hafði nóg með sina verzlun, og komst ekki til að búa svo um linútana, , að þjóðin fengi fulla vilneskju um þessar framkvæmdir. En nú er úr því bætt, og þing og þjóð getur fengið rétt og glögt yfirlit um allan hag landsverzlunarinnar. Síðan núverandi sljórn tók yið, liefir verið unnið að því jafnt og þétt að koma verzluninni í sæmi- legt horf. En eitt atriði, sem al- menningi er mjög hugleikið, hefir enn ekki verið útkljáð til fullnustu. Það er hvort landsverzlunin á að laga sig eftir kaupmönnum eða 18. blað. kaupfélögum. En úr því verður að skera, svo að eigi orki tvímælis. Fyrir nokkru var á Sauðárkróki hækkað verðlag á sykri, án þess að héraðsbúar þættust sjá réttmæta ástæðu til. þetta var landsjóðs- sykur og þótti mörgum, sem stjórn- in fetaði þar í spor kaupmanna, sem almannarómurinn hafði svo mjög fordæmt. Sig. Jónsson ráð- herra var þá á ferð um Norðurland en náðist éigi til hans. Sumir hrepp- ar í sýslunni höfðu og af einhverj- um ástæðum ekki tekið þann syk- ur, sem þeim að réttu bar, eða eigi getað ílutt hann heim í tíma. Þeir kærðu nú til Stjórnarráðsins, og þóttust eigi skyldir til að bera hið hækkaða verð, sem miðað var við síðar keyptan sj'kur. Mun þessu hafa verið kipt í lag eftir að S. J. var heim kominn, svo að hlutað- eigendur una við. Þetta dæmi sýnir að hér eru tvær stefnur að hefjast: Kaup- menskan, sem vill hækka verðið »að gefnu tilefni«, og kaupfélags- stefnan, sem vill unna mönnum vörunnar með sannvirði. Hver stefnan er betri? Ef tekin er sú Ieið að hækka verðið á landssjóðsvörunni, til að fylgja kaupmannaverðlaginu, þá grœðir landssjóður en landsmenn tapa. En sumir kaupmenn virðast heimta að þessi leið sé tekin, til þess að þeir geti óáreittir lagt á varning sinn. Retta á »góða sam- vinnan«, sem G. G. talar svo fag- urlega um, að kosta landsfólkið. Síðari leiðin er sú, að lands- verzlunin selji ætið við sannvirði, leggi aldeir meira á en þörf er á, til að gæta örj'ggis. Hirði ekkert um það, hvort ágengum kaup- mönnum líkar betur eða ver. Gera rétt, og láta svo hvern dæma, sem vill og getur. Með þessu móti verður lands- verzlunin verðmœlir í landinu, sam- hliða kaupfélögunum. Og með þessu móti verður landsverzlunin dgrtíðarhjálp fgrir þjóðina. Og livenær er fremur þörf en nú? Sú aðferðin, að þræða kaup- mannaverðið, leiðir á glapstigu. Rjóðin finnur að henni ' er gert rangt til. Landsverzlunin verður þá þj'ðingarlaus hvað hœtt verðlag snertir. Hún gerir þá ekki annað gagn en að auka bj'rgðir í land- inu. Þar að auki leiðir þessi aðferð til þess, að kaupmenn geta á stund- um, látið líta svo út, þólt í óveru- legum atriðum sé, að þeir bjóði betri kjör en landsverzlunin. Að vísu er það vanþakklæti ef hækk- unin er gerð þeim til liagsbóla, eða af ugg við þá — til að frelsa þá frá opinberum sannvirðismæli. Samt væri þetta vanþakldæli fullkomlega verðskuldað. Það kæmi eins og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.