Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN

kemur út einu sinni  i

viku og kostar 4 kr. frá

upphafl til áramóta.

AFGREIÐSLA

Bókbandiö á Laugav. 18

(Björn Björnsson). Par

tekiö móti áskrifendum.

I. ár.

Reykjavík, 5. desember 1917.

39. blað.

Jólapósturinn.

Jólapósturinn, síðasti póstur árs-

íns, er að leggja af stað frá höfuð-

staðnum út um landið. Vafalítið

mun það vera svo, að menn bíða

alment eftir blöðunum og bréfun-

um, sem hann flytur, með meiri

óþreyju en vant er.

Það er ofureðlilegt að svo sé.

Fréttirnar hafa borist út um land-

ið um öldurnar sem risið hafa í

höfuðstaðnum, um ófrið og æsing-

ar meiri en verið hafa síðastliðið

ár, jafnvel meiri en verið hafa um

nokkur undanfarin ár.

Það virðist ekki úr vegi að varpa

birtu yfir það hvernig sakirnar

standa, hvernig málin eru flutt, til

þess að fá yfirlit yfir það.

Ófriðurinn er hafinn af andstæð-

ingablöðum stjórnarinnar. Siðan í

sumar hafa þau alið á því að

stjórnin ætti að fara frá. Síðasta

mánuðinn hafa þau sótt í sig veðr-

ið og heimtað stjórnarskifti æ há-

værara. Þau hafa ekki einu orði á

það bent, með hverjum hætti það

ætti að komast í kring, né hitt,

hverjir ættu að taka við. Það er

eins og þau hafi alveg gleymt því,

að það eru ekki nema rúmir tveir

mánuðir siðan þingið var saman

komið.

Aðalárásin hefst með sykurmál-

inu, en fellur niður aftur þegar

stjórnin lækkaði sykurverðið. Síð-

an hefir eldinum verið haldið við

með ádeilum út af landsverzlun-

inni.

Bardagaaðferðin hefir ekki ávalt

verið fögur. Var það ljóslega sýnt

í síðasta blaði Tímans, svo ekki

þurfti orðum að að eyða, hvert

hlutfallið er milli sannleikans og

ummæla þess blaðsins sem mest

hefir að kveðið í sókninni.

Það eru langsum-blöðin, sem

þessa afstöðu hafa haft. Landið virð-

ist bíða átekta og vilja sjá hver of-

an á verður, en blæs að kolunum

það sem það er. Afstaða Lögréttu

er enn óráðin gáta, en skygnir

menn þykjast sjá þess merki, að

von sé allra veðra úr þeirri átt.

Enda eru þar í rauninni orðin rit-

stjóraskifti, þótt ekki heiti á papp-

irnum.

Timinn hefir tekið sérstöðu i

málinu. Hann heflr ekki tekið und-

ir æsingarnár gegn stjórninni. Hann

hefir bent á annað, sem væri miklu

nauðsynlegra að gera, sem hann

vill styðja stjórnina til að gera.

Langsamlega stærsta málið sem

nú liggur fyrir, er að koma nýju

og góðu skipulagi á landsverzlun-

ina. Tíminn lítur svo á, sem það

mál verði ekki leyst með stjórnar-

skiftum. Stjórn landsverzlu'narinnar

er vaxin .landsstjórninni yfir höfuð,

hver sem hún er. Landsverzlun-

inni þurfa að stjórna menn með

sérþekkingu og þeir menn mega

ekkert annað hafa fyrir stafhi. Það

er öllum ofvaxið að fara bæði með

landsstjórnina og stjórn landsverzl-

unarinnar.

í annan stað er þörfin fyrir full-

komna breyting á skipulagi lands-

verzlunarinnar og þörfin fyrir sér-

staka stjórn yfir henni svo brýn,

að ekkert vit er í því að láta það

dragast þangað til önnur lands-

stjórn væri sest að völdum. Til

þess að það yrði, væri ekki hægt

að komast hjá því að kalla saman

aukaþing — sömu mennina sem

voru saman komnir fyrir rúmum

tveim mánuðum og voru þá ekki

hikandi um að styðja þá stjórn

sem nú situr.

Loks hefir stjórnin ráðið það að

koma í framkvæmd þeirri breyt-

ing landsverzlunarinnar sem sagt

hefir verið frá hér í blaðinu og

hefir það vakið samúð og fylgi

allra góðra manna.

Svona er málunum komið. Og

það má bæta meiru við.

Blöð höfuðstaðarins gefa alls

ekki rétta mynd af hug manna í

höfuðstaðnum alment. Þótt svona

mikill meiri hluti blaðanna hnígi

að meira og minna leyti að þeirri

kröfu að heimta stjórnina úr sessi,

hvað sem svo taki við, þá er ó-

hætt að fullyrða að meiri hluti

höfuðstaðarbúa hnígur að hinni

stefnunni sem fram hefir verið

haldið í Tímanum, að styðja stjórn-

ina i þessu áformi hennar að

breyta skipulagi landsverzlunarinn-

ar, hvað sem svo tæki við. Blað

verkamanna í Beykjavík hefir tek-

ið í sama strenginn og Tíminn.

Foringiar verkamanna og lang-

samlega mestur hluti manna í þeim

flokk mun vera sömu skoðunar.

Blöðin og æsingarnar eru ekki

sannur spegill höfuðstaðarins.

Tíminn er ekki hræddur við að

leggja undir dóm þjóðarinnar, þá

afstöðu sem hann hefir tekið i

málinu. Hinir gætnari menn um

alt land munu á þá sveifina hall-

ast, að taka hlutina eins og þeir

liggja fyrir, og hýggja vel til þess

að reynt sé, með beztu manna

forsjá að koma þegar í stað lagi

á bjargráðaráðstöfun þjónarinnar,

landsverzlunina, og geyma á meðan

að hugsa til stjórnarskifta og þeirra

umsvifa er því fylgja.

Þegar annað getur og verið á

döfinni, sem kasti olíu í eldinn

og gefur stjórninni nóg að hugsa,

er þörfin því brýnni að Ijetta af

henni þessum umsvifamiklu störf-

um.

01

ísland á hlutfallslega stóran og

voldugan höfuðstað. Þann kost

eiga höfuðstaðir jafnan við að búa,

að þeir eru hafnir upp yfir allan

meting um hverskonar velfarnan,

þeirra velgengni og framfarir eru

hróður þjóðanna í heild sinni.

Svona hefir þessu verið farið um

Reykjavík. íslendingar hafa allir

talið framfarir Beykjavikur þjóðar-

framfarir. Hún hefir verið ofan við

allan smámunametning.

Enda á þetta svona að vera,

Þjóðirnar komast ekki af án þess

að eiga höfuðstað. fslendingar ekki

heldur. Reykjavík hefir á sér öll

einkenni þess að vera fyrst og

fremst höfuðstaður íslands. Hún er

höfuðból valdstjórnar og menn-

ingarmála og miðstöð um sam-

göngur og verzlun. Og að hún er

orðin alt þetta, er af því einu, að

islenzka þjóðin í heild sinni vill

láta hana vera þetta, vill að hún

sé höfuðstaður landsins.

Allir sannir höfuðstaðir eiga

skyldum að gegna gagnvart þjóð-

inni í heild sinni og meiri skyldum

en önnur borgar-(eða bæjarfélög.

Höfuðstaðirnir mega sízt af öllu

gleyma þvi, að þeir eru ekki orðn-

ir til af sjálfu sér, heldur er það

þjóðin öll sem hefir grundvallað

þá og lagt þeim mikinn styrk.

Og þessu má Reykjavik heldur

ekki gleyma.

Lengst af hefir farið vel á með

höfuðstað íslands og þjóðinni. Þarf

þar að vera óslitið áframhald.

Þess vegna er það ills viti sem

á hefir bólað í seinni tíð og fylsta

ástæða til að varað sé við.

Það er eins og vart sé að verða

við krit milli Reykjavíkur og þjóð-

arinnar. Blöðin sum sem mest hafa

aiið á úlfúð í garð sveitafólks og

þá eigi alt af farið sem gætilegast

með sannleikann eiga hér óefað

sinn þátt í. Óáran af völdum ó-

friðar nokkuð, en einkum munu það

þó vera áhrif þeirra manna sem

með völd fara og um of eru nær-

sýnir um það sem varðar almenn-

ingsheill.

Kritur þessi hefir einna eftir-

minnilegast stungið upp höfðinu

nú í þrjú skifti alveg nýlega, og er

það alt út af fjárviðskiftum eins

og von var til.

Er það þá fyrst fullyrl að

stjórnarvöld bæjarins hafa í huga

að láta landssjóð borga allmikinn

tilkostnað við dýrtíðarráðstafanir

hér í bænum, svo sem matvæla-

hefnd og seðlaskrifstofu, og tii-

kostnaður þessi nemi alt að 30

þúsundum króna. Landssjóður mun

hinsvegar   líta   svo   á   að  hér eigi

ranglega að hafa af sér fé.

Til tals hefir komið að ein dýr-

tíðarráðstöfunin sem til yrði gripið

yrði sú, að leggja nýjan veg milli

Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og

vanda til hans hið bezta. Sú til-

laga hefir komið fram opinberlega

að vegur þessi yrði látin taka sig

upp af þjóðveginum við Elliðaárn-

ar og lægi þaðan suður í Hafnar-

fjörð.

Ýmsum þykir tillagan kynleg.

Þykir mörgum óþörf lykkja Iögð

á leiðina með þessum hætti. Að

vísu vita menn til þess að Hafn-

firðingar hafa hug á að fá sem

beinast samband við austurvegina

á sinum tíma, en að þeir vilji fórna

»sem beinustu sambandi« við

Reykjavík fyrir þetta þykir næsta

ótrúlegt, enda þykir Reykvíkingum

sumum einkennileg samgöngubót

að því að eiga fyrst að labba alla

leið inn að Elliðaám til þess að

komast suður í Fjörð.

Nú er sú skýring komin um

þetta — og alla leið innan úr

bæjarstjórn, að með þessum hætti

muni Reykjavík; að mestu eða öllu

leyti losna við fjárframlög til þess-

arar ráðgerðu vegagerðar. Að öðr-

um kosti yrði bærinn að standa

straum af kostnaði við veginn að

miklu eða öllu leyti út úr lög-

sagnarumdæminu, en vegurinn inn

að Elliðaám, sem vitanlega þyrfti

endurbótar við, sé þjóðvegur.

Sé þessu nú svona farið, að

Reykjavík ætli sér með þessu lagi

að seilast eftir fé i vasa landssjóðs,

mun mörgum þykja hrin vera far-

in að »hugsa mest um sjálfa sig«,

eins og sagt er um suma menn,

og sé þá að verða helst til gleym-

in á höfuðstaðarskyldurnar.

Hitt er auðskilið mál, að Reykja-

vík hafi orðið fyrir hattbarðinu á

dýrtíðinni og sé þess vegna fjár-

hagslega illa stæð. En það hefir

öll þjóðin orðið líka, og munu

þess glögg merkin á landssjóði.

Hugsast gæti nú að í þessu ætti

að vera fólgin traustsyfirlýsing til

þings og stjórnar um að landssjóð-

ur bæri sig þetta betur í höndun-

um á þeim en bæjarsjóður í hönd-

unum á bæjarstjórn. Væri þetta

svona, virtist landssjóður strax

eiga að hlaupa undir baggann um

fjárframlög með einhverjum þeim

kjörum, sem bæjarsjóði væru bæri-

leg.

Maður hefði átt hægara með að

sætta sig við þessa skýringu ef

ekki hefði verið þriðja fyrirbrigðið

um þennan krit. En það kom

greinilega fram í umræðunum á

síðasta bæjarstjórnarfundi þegar

rætt var um hverjir ættu að geta

fengið dýrtiðarvinnu hjá bænum.

Sjálfur borgarsljórinn beittist fyrir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160