Tíminn - 15.12.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.12.1917, Blaðsíða 2
162 TlMINN Hans Hátign konungurinn sagði: Eg get ekki fallist á tillögu þá, sem ráðherra íslands hefir borið fram; en eg vil bæta því við, að þegar íslenzkar og danskar skoð- anir ekki samrýmast munu almenn- ar samningaumleitanir í einhverju formi heldur en að taka eitt einstakt mál út úr, leiða til þess góða samkomulags, sem ætíð verð- ur að vera grundvöllur sambands milli beggja landanna. Áhrif blaðanna. Ógætni og öfugstreymi. Blöðin geta haft geysimikil áhrif á hugsun og störf almennings, bæði til góðs og ils. Þau geta laðað menn til samúðar, samvinnu og dugnaðar. En þau geta líka æst til ófriðar, eitrað í stað þess að græða og eyðilagt nauðsynleguslu sam- yinnu og nytsömustu fyrirtæki þjóðarinnar. Skylda blaðannna er þung á metum og ábyrgð ritstjóranna af- armikil, en lítið virðast sumir þeirra finna til hennar. Aðfinningar geta verið réltmætar og sjálfsagðar, ef þær eru rökstuddar og æsinga- lausar. Blöðin eru harla misjöfn að þessu leyti. Þetta eiga kaupend- urnir að gera sér ljóst, og virða blöðin að verðleikum. Af hugsunar- Ieysi, heimsku eða eigingirni, hafa blöðin sum hér i landi, aukið mjög á ósamlyndi, illa Iöggjöf og ólöghlýðni, atvinnuspjöll og óáran innanlands. Það er glæpur við þjóðfélagið að sundra kröftunum, þegar lif margra manna liggur við og vel- ferð þjóðarinnar, að allir leggi fram orku sína og beri hver annars byrði. Eg á hér við blöðin, sem slegið hafa á lægstu strengi alþýð- unnar: öfund, eigingirni mótþróa og heimtufrekju. — Blöðin, sem hafa borið eld í sinu, milli bænda og borgarbúa. — Blöðin, sem tala sífelt með lítilsvirðing um bænda- sléttina, nægjusömustu stétt lands- ins að eðlisfari, friðsömustu og þjóðhollustu. — Blöðin, sem heimta að sett sé lágt hámarksverð á beztu matvörur bændanna, og skamma þá svo, ef þeir koma ekki eftir sem áður með beztu bitana og sopana frá munni sínum, þó sjálfir verði þá svangir heima. — Blöðin, sem ávalt vilja kenna bændum, og helzt þeim einum, uin ágreining og mis- fellur bæði á alþingi og í sljórn landsins. — Blöðin, sem vilja reyta fjarðir af landbúnaðinum, til þess að mýkja mölina. Eru þau ekki augljós áhrifin af þessháttar blaða- mensku? Hafa blöðin ekki hjálpað til þess, að minka framleiðslu sveitanna og auka við erfiði sveita- búa? Hafa þau eklci hænt fólkið að kaupslöðunum, og aukið þar við atvinnuleysið og ómenskuna? Þegar svo er búið að tefla í mát, hafa blaðasneypur þessar ekki önnur ráð, en ala á heimtufrekj- unni. Heimta vinnu, bara einhverja vinnu lagða upp í hendurnar, og peninga úr landssjóði eða bæjar- sjóði. Þegar svo ekki er unt að bæta þarfir allra, þá verður úr- ræðið að skamma — mér liggur við að segja — alt og alla. Bændur margir ofbjóða heilsu sinni með erfiði, ekki síst við heyin á veturna. Aldraðir menn og slit- uppgefnir bjástra við búskapinn meðan þeir orka að staulast út og inn, og eiga fult í fangi að bjarga búpeningi sínum, en fá ekki verka- fólkið. Samtímis híma hundruð verkfærra manna undir veggjum liúsanna á eyrinni, og krefjast þess að fá eitthvað að gera — fyrir ríflega borgun. Þó þeir fái svo að pikka klaka í byl eða velta grjóti og mold í hrakveðri, þá er þetta lítil sældaræfi. Og hvaða gagn er svo að slíkum vinnubrögðum, hvaða not verða að þeim móts við nyt- samlega frainleiðslu? Oft er kvartað um það, að ó- magarnir séu of margir á lands- sjóði, og ofmikið sé goldið fyrir arðlítil störf. Sist er það ástæðu- laust, en ekki lækka þó úlgjöldin eða fækkar launamönnum lands- sjóðs, þegar hundruð verkamanna bætast líka á landssjóðinn. Það er hið mesta neyðarúrræði, eins og hag landsins er nú hátt- að, að verða að gjalda þúsundir kr. i tuga tali eða hundraða, og fá bæði lítið og seint í aðra hönd. Þetta öfugstreymi er horfellirinn hættulegasti — horfellir dugnaðar og sjálfstæðis. Á hverju á fólkið að lifa næstu árin, ef framleiðslan verður vanrækt og striðið heldur áfram? Þá mun fljótt þrjóta láns- traust landssjóðs, og ómögulegt getur orðið að ná í vörur útlend- ar. Og, þó gott sé að eignast veg- leg hús og góðar götur, þegar vel árar, þá verður hvorugt til að bjarga lífi manna, þegar hallæri dynur yfir og hungur sverfir að Pá getur ekkert bjargað lífi lands- manna, nema framleiðsla og hag- nýting efnanna sem eru til í land- inn, og gullkistunnar við strendur landsins. Pá mætti mönnum skilj- ast, að líf þjóðarinnar leikur í höndum framleiðenda. Pá á þjóðin líf sitt að launa hyggindum, dngn- aði og þolgæði bændanna og verka- fólksins við landsnjdjar og kvik- fjárrækt, kjarki og krafli útgerðar- manna, og hugprýði og hreysti sjómannanna. Ef ekki breztur áræði og fyrir- hyggju, má afla mikils til fæðis og klæða, húsa og hita. Og, ef þjóðin vildi Iæra að spara og leggja eitthvað af .útlenda glingrinu á hilluna, þá verður árferðið óvenju illt, ef marg- ir þurfa að deyja af skortinum. Öðru máli gegnir, ef ekki verður minni óáranin í fólkinu. Ef fjöldi manna vill heldur velta grjóti en gefa kúm eða kindum, heldur pikka klaka en sækja íisk í soðið, heldur híma skjálfandi en prjóna flík eða bæta bót, heldur neyta vatns en hreyta kýr og ær, þá er fellir manna fyrir dyrum, ef stríð- ið varir enn ári lengur. wLandiða1) hefir nýlega talað um bændur sem »þriðja flokk fram- leiðenda«, og virðist þá — líklega í hugsunarleysi — telja kaupmenn í framleiðendahópnum, nr. 1. Ekki kem eg þó auga á það, hvað kaupmenn framleiða hér á landi, eða hversu þeir mættu bjarga fólk- inu í neyðinni, ef eliki væru aðrir til að framleiða vörurnar, er þeir svo verzla með. Landbúnaðurinn (»nr. 3«) veit- ir þó enn þá liálfri þjóðinni lífsnauðsynjar sinar. Hann fæðir líka, ldæðir og skæðir að ekki' svo litlu leyti, hinn helming þjóð- arinnar. Mætli þó gera þetta miklu meira, ef tískutildrið og glingrið útlenda, sem kaupmennirnir marg- ir »framleiða« handa þjóðinni, væri ekki búið að drepa þjóðlega siðu og þjóðlega búninga. Mikið gæti þjóðin hagnýtt sér innanlands til fæðis og fata, ef hún vildi kaupa minna af útlenda efninu, sem er dýrara og ónýtara, og flytja rninna út af óunnum vörum og illa verk- uðum. Sjávaraflinn fæðir líka, að nokkru leyti, mikinn fjölda landsbúa — þó betur mætti vera. Hann gefur mjög miklar viðskiftavörur og er mesta bjálparhella landssjóðs. Bregðist sjávaraflinn, eitt ár eða fleiri, kemst landssjóður — og kaupstað- irnir — á vonarvöl. Er nú ekki komin tími til þess að blöðin líti ofan í gröfina, sem þau hafa verið að grafa? Er ekki mál að hætta að naga ræturnar undan »lífsins trénu« islenzka? Nú þarf fremur að vekja hlýjan hng til framleiðenda, en að lasta þá og tortryggja. Nú þarf fremur að hjálpa framleiðendum, örfa þá með góðurn ráðum, lipurð og nær- gælni, en þvinga þá með óþörfum skyldum og einkisnýtum kostnaði. Nú þarf að gera alt sem mögu- legt er til að auka frainleiðsluna. Ekkert má gera sem dregur úr henni. Þvingandi lög og reglugerðir má ekki nota, nema þá sem síðasta neyðarúrræði. Eru ekki t. d. að taka, mjólkur- solu reglugerðirnar í Reykjavík, gömlu og nýju, ávöxtur dagblað- anna. Þegar svo langt er gengið sem þar, að taka lífsnauðsynjar á lieimili framleiðenda sjálfra, eða banna þeim að selja mjólk á heimili sínu til fastra kaupenda, með sanngjörnu verði — mjólkina sein þeir liafa sjálfir haft alt erfiði af og áhyggjurnar við að framleiða, þá er löggjöfin hlaupin í ógöngur. Þá er löggjöfin að ræna rétti at- orkumannsins, og gefa liinum gagnstæða. Þá virða fáir lögin 1) Þó ég nefni »Landið«, tel eg pað ekki meðal lökustu blaðanna. þess, að líta við þeiin; alt lendir í óreiðu og undanbrögðum. Þarf- ara væri að greiða götu afurðanna með frjálslegum samningum, en hefta þær og hrekja með lagavendi og óþörfum útlátum. Þarfara væri og þjóðinni hollara,. að veita rífleg lán — þó afborgun- arlaus væru í 5—10 ár, og án vaxta fyrstu árin — og nokkurn styrk að auki, til að yrkja eyði- býli, og nýbýli en að gefa stórfé fyrir »steinabrauð«. Liklegt þykir mér að margir góðir verkamenn vildu skifta á þessum atvinnum, ef kjörin væru aðgengileg. Vakna mundu þeir með vorinu, og þá ætti alt að vera undirbúið. Ekkert lifvœnlegt býli má liggja ónotað ncesta ár. Þegar afurðir annara landa eru orðnar liér í tvöföldu til tvítug- földuverði — og hver veit hvað þær geta enn hækliað í verði — þá má ekki troða gæði landsins undir fótunum, eða hlaupa fram hjá þeim ónotuðum: Hilt getur hjálpað fyr, að hirða sjávaraflami. Fiskiskipin öll, sem til eru í land- inu, og sjófœr geta orðið, verða að fara á veiðar í vetur. Ekkert má verða eftir, liverki stórt né lílið. Líf fólksins liggur við, að atvinnan fáist. Fiskinn iná eta um alt landið, nýjan, saltaðan og herlan. Fisk- urinn gæti hjálpað, ef liallæri yrði til sveita — en grjótið ekki. Svo er nú mikið sagt af fiskinum um- hverfis landið, að ekki er líklegl að afli bregðist, þegar ís og illviðri hamla ekki. Því meiri sem nú eru likurnar til að ísirin komi að landinu í vetur, og loki höfnum og fiskimiðum, þess meira ríður á snarræðinu, að láta ekki færi ganga úr greipum sér, meðan það kann að gefast. Þó landið þyrfti að taka ábyrgð á 1—2 miljónum króna, af verði salts, olíu og kola t. d., þá er það smáræði móti tapinu og voðanum sem af þvi leiddi, ef lítils yrði aflað. Þegar útgjöld landssjóðs marg- faldast, og tekjurnar eru að hverfa, þá verður að gera það sem nægir, og það eitt sem þénar, til að ná jafnvæginu aftur. Ábyrgðir og lán endurborgar — og margborgar — útgerðin aftur, þegar vel gengur. Skipin og veiðar- færin eru of dýru verði keypt og of dýrmæt aflatæki til þess að láta þau ryðga og fúna ónotuð. Grjótvinnan er frek á fæði og fötum. — Og hvaðan kemur borg- unin? — Ekki verður grjótið flult úr landi eða nolað til fæðis og fata. — Fiskinn má flytja, oflast um leið og andvirðið er sótt, og — þó ekkert verði sótt til annara landa — þarf ekki að sækja hann þangað. Þó öfugstreymi og fyrirhyggju- leysi fyrri ára á öllum sviðum, sé búið að gera ólijákvæmilegt slíkt neyðarúrræði, sem nú er klakhögg og grjótvinna, þá má ekki alt af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.