Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						

TÍMINN

kemur út einn sinni i

viku og kostar 4- kr.

árgangurinn.

AFGREIÐSLA

i Regkjavík Laugaveg

18, simi 286, út um

land iLaufási, sími 91.

II. ár.

Reykjavík, 9. febrúar 1918.

6. blað.

Danir í vorn garð.

i.

T Danmörku eru tvö félög sem

sérstaklega hafa íslands-mál á

stefnuskrá sinni. Hið eldra er

Atlantshafseyjafélagið, og er það

gamalkunnugt hér á landi, þótt

ekki verði fyrri ferill þess rakinn

að sinni. Hið yngra er Dansk-ís-

lenzka félagið.

Félög þessi eru spegill af huga

Dana í yorn garð, þeirra sem eitt-

hvað um okkur vita og hugsa.

En meginþorri Dana veit sem

ekkert um okkur, nema helzt ein-

hverjar ýkjusögur, og gerir sér því

litla grein fyrir því hvað um okk-

ur verður, eða hverrnig okkur líður.

Með því að athuga framkomu

þessara félaga gagnvart tslending-

um — meðal annars út af fána-

málinu nú — má sjá það ljóslega

að mjög skiftir í tvö horn um hug

Dana til okkar. — Er okkur ís-

lendingum holt að gera okkur þess

fulla grein.

Verður hér fyrst horfið að eldra

félaginu, Atlantshafseyjafélaginu.

Nokkru fyrir áramótin var hald-

inn aðalfundur í félaginu, en fund-

argerðin er nýkomin hingað. Var

þá birtur árangur af stjórnarkosn-

ing. Fór hún á þá leið að allir

voru endurkosnir, nema einn, en

það var Bærentsen amtmaður frá

Færeyjum. í hans stað var kosinn

Knútur Berlín, sem alkunnur er

af hinum óheillavænlegu afskiftum

sínum af íslandsmálum, sá maður

sem mest hefir gert til þess að

spilla fyrir eðlilegum og farsælum

framgangi mála vorra i Danmörku.

Hlaut Knútur Berlín meir en helm-

ingi fleiri atkvæði en Bærentsen.

Prófessor Finnur Jónsson tók

þegar til máls er úrslit kosning-

anna voru kunn, og mælti á þessa

leið:

»Eg hefi heyrt úrslit kosning-

anna og þykir mér mjög hafa mið-

ur farið. Það er nú komið fram,

sem eg vildi ekki leggja trúnað á.

Agætum og nákunnugum málsvara

eins ríkishlutans hefir verið kastað

út, (»smidt ud«) til þess að koma

að manni sem ber ekki annað til

brunns en lögfræðis þekking sína,

en er fulltrúi pólitisks undirróðurs

sem hefði átt að hlífa félaginu við.

En eg veit það af eigin reynslu,

að frá vissum hliðum hefir ekki

mikið komist að af sérþekkingu, upp

á síðkastið. Það skal nú sagt með

fullri áherslu, að kosning prófess-

ors Berlíns, er högg í andlit öllu

því sem íslenzkt er. Með henni er

fullkominn endi bundinn á störf

félagsins viðvíkjandi Islandi — og

þykir mér mjög fyrir. Félagið get-

ur algerlega strikað ísland út af

stefnuskrá sinni. Það verður óhjá-

kvæmileg afleiðing af þessari

kosningu. Mig brestur orð sem séu

nógu sterk til þess að lýsa þessu,

eins og það á skilið«.

Próf. Finnur Jónsson gekk því-

næst burt af fundi félagsins.

Með þessum orðum hefir próf.

Finnur Jónsson, fyrir hönd allra

íslendinga, sagt skilið við Atlants-

hafseyjafélagið. Svo á það að vera

um alla. íslendingar þeir sem enn

eru í félaginu, gera ekki skyldu

sína gagnvart íslandi, ef þeir ekki

segja sig nú úr félaginu. Aðrir

hafa gert það áður, við fyrri fram-

komu félagsins. Þessi síðasta tekur

af öll tvímæli hvert það stefnir.

Því að það er áreiðanlega engin

tilviljun að Knútur Berlín er kosinn

í stjórn félagsins og það einmitt

nú og með svo miklum meirihluta.

Það verður ekki skilið á annan

hátt en þann, að félagið taki nú að

sér stefnu hans gagnvart íslandi.

Og þeir sem ekki fara nú úr fé-

laginu taka sömu stefnu um af-

stöðu til íslands og Knútur Berlín

hefir barist fyrir — stefnuna að

rísa gegn öllum kröfum okkar —

stefnuna að halda í okkur sem

fastast til þess að ekki minki

»nýlendu«ríki Dana, né það svæði

sem danskur fáni blaktir yfir. —

Hvort sem okkur er það ljúft eða

leitt. Hvort sem okkur er það til

hags eða tjóns. Til þess að halda

í lengstu lög í æru og ríkisveldi

Dana.

Á þessum anda hefir áður bólað

í félaginu. En nú hefir hann alger-

lega fengið yfirhöndina. Lengi hafa

sumir íslendingar borið hann með

þolinmæði. Þegar próf. Finnur

Jónsson nú tekur svo af skarið —

en hann er í þeirra manna flokki,

sem ekki vildu stofna til slíks ó-

friðar fyr en i seinustu lög --- þá

mega allir íslendingar ganga að

því vísu að andi félagsins i okkar

garð er öllum okkur óþolandi.

Félag sem kýs argasta mótstöðu-

mann okkar í stjórn sína undir

þessum kringumstæðum, getum við

ekki skoðað öðru vísi en okkur

fjandsamlegt.

— Og þetla er annað og það eldra

félagið i Danmörku sem tekið

hefir sérstaklega íslenzk mál á

stefnuskrá sína. Hvernig er hægt

að hugsa sér áframhaldandi sam-

band við Dani á þessum grund-

velli? Það er óhugsandi.

Aðalspurningin er þessi: Hversu

mikill hluti Dana er það sem

fylgir Atlantshafseyjafélaginu um

þessa afstöðu gagnvart okkur ís-

lendingum?

Að það sé töluverður flokkur

má telja víst, úr því félagið tekur

nú stefnuna svo eindregið og beitir

Knúti Berlin fyrir sig. Það má og

ráða af framkomu danskra kaup-

manna, sem á mjög óviðeigandi

og niðrandi hátt fyrir íslendinga

hafa ráðist á próf. Finn Jónsson

út af afskiftum hans af málinu.

TJr lí&ndli.

Töluverðar sögur ganga um það

í bænum, að margir íslenzkir

verkamenn muni hafa í hyggju

að hverfa til Englands til þess að

leita sér atvinnu. Annað dagblaðið

flytur nánar fréttir af þessu. Segir

að um 250 menn muni ráðnir til

Englands og skip muni koma

bráðlega  til  þess  að  sækja  þá.

Hvað er satt í þessum sögu-

burði?

Nálega ekkert.

Eftir hinum áreiðanlegustu heim-

ildum er sá einn fótur fyrir þess-

um sögum sem hér segir:

Tveir menn af vélstjóraskólan-

um fóru á fund brezka ræðis-

mannsins og spurðust fyrir um

það hjá honum hvort þeir myndu

geta fengið atvinnu á Englandi.

Fyrir beiðni þeirra sendi ræðis-

maðurinn símskeyti til brezku

stjórnarinnar og spurðist um þetta

fyrir þá.

Svar stjórnarinnar var fyrirspurn

um það hvaða mennn þetta væru

og hvaða  atvinnu þeir stunduðu.

Stjórninni var aftur sent svar

um það. Síðan hefir ekkert skeyti

komið frá stjórninni. —

Þetta er alt.

Sögurnar um að menn svo

hundruðum skifti séu ráðnir til

Englands, eru gersamlega ósannar.

Að skip sé væntanlegt innan

skamms til þess að sækja þá, er

sömuleiðis gersamlega ósatt.

Enska stjórnin hefir ekki einu

sinni gefið einum einasta íslenzk-

um verkamanni leyfi til þess að

stiga á land á Englandi, hvað þá

meira.

Það er daglegt brauð að miklar

sögur geta myndast af litlu tilefni.

Þarf oft minna til en það sem

hér er um að ræða.

En — ekkert blað, sem hefir

einhvern snefil af sómatilfinning,

á að láta slíkt koma fyrir sig, að

fara með svona mikinn söguburð

án þess að leita fyrst upplýsinga

um það hvort satt sé eða ekki.

Enda var ekkert hægara en að

leita þeirra upplýsinga.

Vilji  biöð  halda  virðing sinni,

mega þau allra sist fara með svo

stórkostlegar ýkjur, um þau efni

sem að einhverju leyti koma við

öðrum þjóðum.

Það þarf ekki að fara í neinar

grafgötur um það hvers vegna

blaðið hleypur svona á sig — og

önnur blöð t. d. Landið taka sögu-

burðinn fyrir góða og gilda vöru—.

Það gafst um leið tilefni til þess

að ala á tortryggninni í garð

landsstjórnarinnar, að gefa það a.

m. k, óbeinlínis í skyn, að menn

væru að flýja land vegna þess

bvernig landinu væri stjórnað.

Jafnvel af því að stjórnin væri

ekki enn búin að kalla saman

aukaþingl

Það er ekki óeðlilegt, að blöðin

njóti lítillar virðingar almennings,

þegar þau fara svona að ráði sínu.

Einkennileg bardagaaðferð.

Það er nú orðið alllangt siðan

nokkurt orð hefir heyrst frá and-

banningum hér, þ, e. frá þeim

sjálfum. Þeir virðast orðnir raka-

Iitlir. í stað þess beita þeir nú

fyrir sig dönskum andbanninga-

hetjum og ofmikið af því þýðinga-

góðgæti, fær ísafold seint, altaf

nóg rúm fyrir slíkt. Skrifstofu and-

banninga mætti nú kalla þýðinga-

skrifstofu.

En skrifstofan er líka fréttastofa.

Það  má sjá af dönskum blöðum

— en þar í landi stendur nú hörð

bannlagabarátta — að andbann-

ingar þar hafa hinar einkennileg-

ustu hugmyndir um bannlögin

hér. Gera jafnvel ráð fyrir að þau

verði afnumin bráðlega. Telja

kvenfólkið einu vörnina fyrir

bannmenn o. s. frv. Fréttirnar eru

taldar ábyggilegar og raktar um

Noreg til skrifstofu andbanninga

hér. Það litast mörg frásagan á

skemmri leið. En óneitanlega er

þetta einkennileg bardagaaðferð. —

Það einkennilegasta við bardaga-

aðferðina mun þó vera það, hvað

hún ber litinn árangur. Þrátt fyrir

þennan stuðning sem íslenzkir og

danskir andbanningar veita hvorir

öðrum — Danir með því að leggja

rökin i hendur íslendingum og Is-

lendingar með því að flytja ófara-

fréttir  af banninu  til Danmerkur

— er það kunnugt að banninu vex

daglega fglgi hér á landi, og dansk-

ir bannmenn telja nú engan vafa

á því að þeir hafi meiri hlúta

þjóðarinnar með sér.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28