Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						26
TIMINN
Um ostagerð
eftlr
Jön Á. Guðmundsson.
IV.
í framtíðinni er æskilegt að sem
flest ostabú verði sameign bænda,
svo að hagnaður sá, sem verða
kann af ostagerðinni, lendi hjá
þéim, sem framleiða mjólkina. Og
þ(5 að fyrst um sinn verði þessu
ekki viðkomið, er rétt að leggja
grundvöllinn þannig, að það geti
orðið í náinni framtíð.
Reynslan fyrir ostagerðinni er
enn þá of lítil ril þess, að bændur
þori almenl ^ð leggja fé sitt í osta-
byi. Enda er ekkert því til fyrir-
stöðu, að einstakir menn brjóli is-
inn, og kqmi þeim á stofn. Til
þess þurfa bændur þó að sículd-
binda sig, að selja mjólkina um á-
kveðinn árafjölda, því að öðrum
kosti myndi enginn einstakur mað-
ur leggja út í slíkt fyrirtæki. En
jafnframf ættu bændur að tryggja
sér kauprétt á bú}nu, að þeim
tíma liðnum. T. d. eftir 5 ár.
Mjólkurverðið ætti helst að vera
hreyfanlegt eftir ostaverðinu. Þá
er áhættan minni hjá kaupanda,
en seljendur fá jafnframt hluta af
gróðanum ef vel gengur. Fyrst í
staö er þó þörf á ákveðnu lág-
marksverði.
Þeir sem að ostagerðinni vinna,
einkum þó forstjórar búanna, ættu
aðaUega — eða eingöngu — að
fá laun sin, sem prósenfur af osta-
verðinu. Mundi það skapa áhuga,
og auka trygging fyrir vel unnu
starfl.
Þegar fundinn er ábyggilegur
mælikvarði fyrir kostnaði við rekst-
ur ostabúanna, geta hinir einstöku
eigendur þeirra haldið áfram að
reka þau á eigin reikning fyrir á-
kveðinn hluta af ostaverðinu. En
bændur sjálfir haft sölunna í sinni
hendi og þannig notið ágóðans af
framleiðslunni.
Um leid og ostagerðin breiðist
út, er nauðsynlegt að hafa góða
samvinnu á milli búanna, og full-
komið sameiginlegt eftirlit með
útflutningnurn.
Á komandi sumri hygg eg að
taka þrjá nemendur við ostagerð-
ina, sem aðallega verður í Ólafs-
dal. Tek þó móti miklum hluta
mjólkurinnar á öðrum stað, i
Saurbæjarhreppnum, en flyt ost-
ana þaðan að ólafsdal, eftir 10—14
daga. Úr nokkru af mjólkinni vinn
eg fyrir ákveðinn hluta ostaverðs-
ins, en aðra mjólk kaupi eg með
hreyfanlegu verði. Þannig að það
sé 35 aura fyrir hvert kg. mjólk-
ur, ef osturinn selst með sama
verði og siðast-liðið sumar. En
lágmarksverð ,er ákveðið 30 aurar
fyrir kg.
Það er í rauninni ekki mikið þó
menn fái 30 sinnum 35 aura fyrir
mjólkina undan hverri á yfir sum-
arið. En, sem betur fer, er meðal-
ærnit víða miklu meiri en 30 lítr-
ar, þó hún kunni að vera minni á
stöku stöðum. Þekki t. d. eitt heim-
ili þar sem meðalærin mjólkaði 80
lítra á siðastliðnu sumri. Með þessu
verði fengi sá bóndi 28 krónur
fyrir mjólkina úr hverri þeirra.
Það er kunnugt að ein einátök ær
hefir mjólkað 160 lítra yfir sum-
arið. Fyrir mjólkina úr henni hefði
því með sama verði fengist 56
krónur.
Þetta bendir til þess, að til sé
nokkuð af ágætum mjólkurám
víðsvegar um landið.
Með kynbótum er því hægt að
koma hér upp ágætu mjólkur
kyni, sem yrði miklu arðmeira, en
beztu dilkærnar eru nú, eða að
líkindum verða í náinni framtíð.
Fyrir rúmum 60 árum byrjuðu
Frakkar á kynbótum á mjólkurfé
sínu, og árangurinn er orðinn sá,
að meðalærnit hefir vaxið um
meira'en helming síðan.
Okkar kynbætur hafa aðallega
stefnt í þá áttina, að auka kjöt-
þungann, og hafa beinlínis órðið
til að ^aga ur mjólkurhæfileikun-
um. Því þó það geti komið fyrir,
að góðar mjólkurær sér jafnframt
kjötþungar, eru flestár þeirra mjög
rírar á kjöt.
Þess vegna er nauðsynlegt, að
koma upp tveim fjárkynjum:
mjólkurkyni og kjötkyni.
Væri ef til vill heppilegt ráð, að
þeir, sem áhuga hefðu fyrir kyn-
bótum á mjólkurfé, stofnuðu með
sér öflugt* félag til að koma þeim
í framkvæmd.
Eitt mikilsvert atriði til aukinn-
ar mjólkurframleiðslu eru vandaðar
mjaltir, en því miður er víða skort-
ur á, að þær séu nógu vel af hendi
leystar.
Frakkar hafa svo mikla ná-
kvæmni við mjaltirnar, að þeir láta
reynda og æfða mjaltara totta
hverja einustu á, eftir að hinir ó-
reyndari hafa mjólkað þær. Frakk-
ar sitja við mjaltirnar og verða á
þann hátt miklu fljótari. Eg hef
áður i blaði þessu skýrt, frá hvern-
ig þessu verður komið við hjá
okkur, og tel því ekki þörf, að
endurtaka það hér.
Góðum mjaltakonum þarf að
borga vel, enda mun það fyllilega
svara kostnaði.
Heppilegt væri að hafa sérstaka
borgun fyrir mjaltirnar, sem miðuð
væri við meðalærnit yfir sumarið.
Á býli þar sem meðalærin mjólk-
aði vanalega um 30 lítra, gæti borg-
unin verið þannig: Fyrir 20 lítra
mjólk úr hverri á 4 aurar á hvern
Fyrir næstu 10 lítra 6 aurar á
hvern, og 8 aurar fyrir hvern lítra
yfir 30 lítra meðaltal. Ef sú mjalta-
kona sem mjólkar 50 ær, gæti með
nákvæmni og vandvirkni komið
meðalánni upp í 40 lítra mjólk,
fengi hún 40 krónur í auka kaup
að launum fyrir vandvirkui sina.
Hagur húsbóndans yrði þó svo
miklu ineiri, að hann gæti boigað
enn þá hærra fyrir síðustu lítrana.
En þó að þetta fyrirkomulag
verði ekki tekið, er rétt að örfa
vöndun í mjöltum eins og frekast
er unt.
Ef bein mjólkursala, eða sam-
eiginleg salá mjólkurafurðanna gæti
orðið almenn, myndi vakna gleggri
tilfinning fyrir því, hve góðu ærn-
ar eru arðsamari en þær lélegu,
og um leíð myndi skapast áhugi
fyrir kynbótum á mjókurfé.
Aukið verð afurðanna, og greið
sala þeirra, er þvi ekki að eins
beinn gróði fyrir landbúnaðinn í
auknum tekjum, heldur ef til vill
miklu frekar óbeinn gróði. Því það
knýr til framkvæmda og umbóta,
og hvetur bændur til að leita að
þeim leiðum, og því búskaparlagi,
sem þeir sjá og finna að gefur
þeim mestan og fljótastan ágóða.
•Verkráðendur og vinnendur.
Hið sjálfsagða er fyrir alla verk-
ráðendur og vinnuveitendur, að
veita hjúum sinum og verkfólki
sæmilegt kaup, fæði og annan
aðbúnað, svo fólkið þess vegna
þurfi ekki að fráfælast heimilin eða
störfin. Enn fremur þarf meira að
því að gera en nú er, að launa
hverjum eftir þvi sem hann vinn-
ur. Þéir, sem vel eru færir til
verka og vinna vel, eiga heimting
á því. Einnig ættu vinnuveitendur að
reyna að hafa sem mest vistráðið
fólk til vinnu, það er hentugra,
frekar má fá fólk til að hugsa
betur um störfin, ef lengri er tím-
inn sem það vinnur á sama stað.
Og með þessum sæg, sem nú er
orðinn af kaupafólki, hlýtur altaf
að vera meira og minna af þvi at-
vinnulaust að vetrinum, sem hefir
sínar skaðlegu afleiðingar: Vinnu-
kraftur fer til einskis, fólk venst á
iðjuleysi, kostur þess þrengist og
margt fleira ilt leiðir af þessu.
En þetia vistráðna fólk verður
að hafa þau kjör, að t. d. giftur
maður geti séð fyrir sér og sínum
með vinnu sinni, þetta á sér nú
stað hér á landi og það meira aö
segja til sveita. En landbændur eiga
erfiðast með af vinnuveilendum
hér, að gjalda hátt kaup — þegar
gengið er fram hjá þeim erfileik-
um   sem   ófriðarár þessi valda. —
Sú b^eyting, sem þarf að verða
til sveita, svo að bændur geti gold-
ið svo hátt kaup, er að slægjulönd-
in verði gerð svo úr garði að þau
verði nnnin með vélum, svo að
færra fólk þurfi til heyvinnu og
að búsafurðum verði enn komið í
miklu hærra verð. Þetta næst hvort-
tveggja með tíð og tíma, og þá
eiga bændur hægra með að halda
fólkið og gjalda því. Á meðan ekki
fjölga býli í sveitum að mun, og
jarðir ekki fullsetnari en nú gerist,
getur vinnufólk haft gripi á kaupi
sínu. Er það oft þægilegur gjald-
eyrir fyrir bændur og hjúum hinn
notadrýgsti. Eins geta hjú með
þægilegu móti feDgið mjólk og
garðmat á sveitabæjum. En því
skal skotið hér inn i, að yfirleitt
meta bændur alt of lágtt bæði
kindafóður, hagagöngu gripa og
fleira sem þeir veita hjúum —
upp í kaup silt — af jarðarafurð-
um og búsafurðum.
Verðlaun til vinnuhjúa geta og
haft nokkur áhrif og eru nauð-
synleg.
En tímarnir hljóta að breytast
að óðru leyti, svo að bændum
gangi betur að fá fólkið til að
vinna og vera í sveitunum. Kaup-*
staðir og kauptún hljóta að hætta
að vaxa eins óðfluga og átt hefir
sér stað á síðustu tímum, og þá
minkar rensli fólksins úr sveitum
og að sjávarsíðum. Hvenær þeir
tímar koma er erfitt að segja, því
að enn á sjávarútvegurinn einkum
á togurum eftir að vaxa, og iðn-
aður að komast á laggirnar.
Þeir sem hafa togara á veiðum
þurfa að geta haldið út alt árið,
svo að þar sé ársvinna fyrir fólk,
enda eru nú líkur til að það geti
orðið eftir ófriðinn.
Eins og vikið er að hér að fram-
an, tel eg hina mestu þörf á því,
að sem flest af verkafólki sé vist-
ráðið. Nú á þessum tímum horfir
til vandræða atvinnuleysis verka-
fólks og það stofnar fjárhag lands-
ins í voða ef ófriðaröld þessi var-
ir enn lengi. Vinna sú er lands-
stjórnin og bæjarstjórn Reykjavík-
ur, veitir nú fjölda manna fyrir
vandræði þeirra, er hin mesta
byrði, því að vegna klakans í
jörðu vinst mjög lítið á, þótt hátt
kaup sé goldið. Og svo keyrir
þetta fram úr hófi að margir sem
til þessa þekkja, telja það efamál
hvort réttara muni að láta menn
þessa vera að nafninu til við vinnu,
eða gefa fólki því sem vinnur
bara hreinlega að eta, en spara
klæði þess og svo verkfærin. At-
vinnuíeysi þetfa stafar meðfram af
því, hversu margl er lausafólkið
og hefir verið undanfarandi.
Því má bæta hér við, að lausa-
menskan hefir það í för með sér,
að margir þeir sem hana stunda til
lengdar verða reikulir í ráði og
stefnulausir menn. Og enn má
bæta því við, að margt af þessu
fólki svíkst undan því að hafa lög-
legt heimilisfang, er hvergi talið og
greiðir ekki lögákveðin gjöld til
hins opinbera, auk þess sem það
kaupir ekki lausamenskubréf og er
því ólöglega i lausamenskunni. Á
þessu þarf að hafa betra eftirlit.
Að síðustu vil eg þá víkja að
þvi ráðinu, sem eg tel vænlegast,
til þess að hafa not af vinnu
verkafólks, einkum lausamanna, en
það er að láta menn vinna á-
kvæðisverk (»Akkord«). Við nálega
alla sveitavinnu, sem kaupfólki er
ætluð — einkum verk karlmanna,
— er hægt að koma þessu við.
Meta hversu miklu sé Jokið af
þessu eða hinu verki í hæfilegu
dagsverki og hvað sé hæfileg borg-
un fyrir það. Eins má láta verka-
menn eiga ákveðinn hlut af afla.
Með þessu móti verða viðskifti
þessi réttmætari, og svo betur unn-
ið. Á þennan hátt verður verkstjórn
hægri og kosnaðarminni.
í sambandi við þetta skal því
skotið hér inn í, að eg tel það
mjög misráðið hjá landstjórn vorri
að láta ekki grjótvinnu, þá sem
hún   veitir   —  samkvæmt heimild
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28