Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINl*
27
frá Alþingi — fara fram á þennan
hátt. Með því móti hefði hún get-
að sparað kostnað við verkstjórn
og fengið miklu meiri vinnu fyrir
peninga þá, sem fyrir þetta fara. Því
að ekki treysti eg svo dygð verka-
manna, að þeir viuni betur yfir-
leitt þótt vinnan sé veitt þeim af
náð og miskunnsemi.
10. janúar 1918.
Jón H. Porbergsson.
LandsreikDingurinn 1914-15
og óreiðan þar.
Það var rifjað upp fyrir mönn-
um í síðasta blaði hvað fundið
væri meðal annars að reiknings-
skilum landsstjórnarinnar fyrir
fjárreiðum landsins 1914—15, og
hlýlur öllum að liggja það i aug-
um uppi hversu viðurhlutamikið
það væri fyrir þjóðina í heild
sinni að gera sér slík reiknings-
skil að góðu, enda mun mega telja
þau eitt hið mesta hneikslismál
sem fyrir okkur hefir komið.
Það er í lögum hér á Iandi að
sérhver verzlun hafi fullkomið
bókhald svo af því megi sjá
hvernig hag hennar er farið.
Er það þá ekki óafsakanlegt, að í
þessu sama landi skuli einhver
stærsta viðskiftastofnunin, sjálf
fjármáladeild landsstjórnarinnar,
skila reikningum í slíku ásigkomu-
lagi sem lýst hefir verið, reikning-
um sem um stórfelda Iiðu gefa þær
einar upplýsingar sem innbyrðis
eru í megnustu mótsögnum.
Reikningsskilin í heild sinni bera
þess vott að þörf sé gagngerðrar
umbótar. En stærstu skekkjurnar í
landsreikningnum hafa vakið mesta
athyglina sem vonlegt er. Mörgum
manninum varð ekki um sel er
þeir lásu um þetta hér í blaðinu í
sumar. Varð þeim helzt fyrir að
leita á náðir þingmanna um frek-
ari fræðslu í þessu efni, og bar
það þá við að sumir þingmanna
töldu þetta alt í bezta lagi, þingið
hefði ráðið hér fullkomnar bætur á.
Þingið gerði aðallega þrent í
þessu máli, það vísaði »ruglingn-
ura í reikningsfærslu landssjóðs-
verzlunarinnar« til stjórnarinnar,
ákvað að telja skyldi sjóði um
áramót og veitti skrifstofustjóra
fjármáladeildarinnar launin hans
að eftirlaunum.
En með því að Tímanum.sem
hafist hafði handa um þetta mál
þótti ekki nóg að gert með þessu,
þá tók hann að hreyfa málinu að
nýju. Honum voru engar mála-
mynda-aðgerðir nógar i þessu efni,
hann vildi að fyrst yrði ráðin sú
bót á þessum reikningsskilum sem
frekast yrði framkvæmd og mælti
með sérstakri rannsóknarnefnd,
vildi að hér yrði alt tekið sem
föstustum tökum bæði til þess að
h'ér þyrftí ekki að verða »auð siða«
í fjármálasögu landsins, og þó
einkum til þess að slík reiknings-
skil ættu sér ekki' oftar stað, held-
ur yrði stofnað til þess bókhalds
í fjármáladeildinni sem að engu
stæði að baki þvi sem lög lands-
ins heimta jafnvel af hverri smá-
verzlun sem er, bókhalds sem
sýndi það á hverjum tíma hvernig
hag landsins væri í raun og veru
farið. Og því fremur virtist áslæða
til hvatningar í þessu efni, sem með-
ferð reikningsskilanna í þinginu
mætti hinu mesta umburðarlyndi
og hlífð, og ekkert stjórnmálablað-
anna nema Tíminn mintist einu
orði á þetta mál.
Hr. G. Sv. alþingismaður hefir
tekið til máls um þessi reiknings-
skil í tsafold nú nýverið, en ekki
víkur hann þar að málinu í heild
sinni, heldur að eins að fjárskift-
um landssjóðs og landsverzlunar.
Rekur Gisli mótsagnirnar i lands-
reikningnum um þetta atriði og
skýrir frá aðgerðum þingsins í
tilefni af þeim. Segir hann sam-
þykt landsreikninganna á alþingi
hafa átt sér stað með þessum for-
mála:
»Eftir  því sem ráða má af
athugasemdum  yfirskoðunar-
manna  og  svörum  ráðherra,
er svo mikill ruglingur í reikn-
ingsfærslu landssjóðsvezlunar-
innar,  að  eigi  má  við  una.
T4I þess að kippa þessu í lag,
virðist eigi annað fært,  en að
landsstjórnin  Játi  gera  ná-
kvæma  reikninga yfir verzlun
þessa frá byrjun, og fái síðar,
að  lokinni  umboðslegri end-
urskoðun,  yfirskoðunarmönn-
um til athugunar, og láti þeir
síðan athugasemdir með svör-
um  og tillögum fylgja lands-
reikningnum.w
Formáli  þessi  er  nú  að  vísu
betri en ekki neitt. En nú vildi eg
mega spyrja hr. G. Sv., hvað kom
það  fjármáladeild  landsstjórnar-
innar  við,  þótt  ruglingur væri á
reikningsfærslu landsverzlunarinn-
ar.  Gat  hún  ekki  samið  réttan
reikning yfir fé það sem hún hafði
látið af bendi fyrir þvi? Það var
hvort  sem  var  opinbert leyndar-
mál  að  einmitt  landsverzlunin
framdi hið megnasta lagabrot hvað
alt  bókhald  snerti  og hafði gert
frá fyrstu tíð.  Var þá nokkurt vit
í því að ætla að hafa landsverzl-
unina  að  heimild fyrir því hvað
landssjóður  legði henni mikið fé.
Og hvers  vegna seilist þingið hér
um  hurð  að  loku  með  því  að
nefna landssjóðsverzlunina og rugl-
ing í reikningum þar, en  ekki á
landsreikninginn?
En sleppum þessu.
Gísli bætir við:
»Af framanskráðu er það nú
ljóst að hér er um að ræða
rugling i reikningsfœrslu, eins
og fjárhagsnefndin kemst að
orði, i viðskil'lum landssjóðs
og landsverzlunar, talsvert
mikinn, en heldur efcki nokk-
nrn skapaðan hlut aiinað en
rngllng í reikningsfærslu«
(auðkent af mér).
Talar Gísli hér ekkert um of?
Gætir hann ekki að þvi að lands-
verzlunin neitar því, samkvæmt
skýrslu hr. Þórðar Sveinssonar, að
hafa tekið við svona miklu fé. Hún
er ekki að bera það upp á lands-
sjóð að hann eigi 644 þúsundum
524 krónum og 27 aurum meira
hjá sér en hann viti af. Finnur
hann ekki óvissuna í orðalagi fjár-
máladeildarinnar þegar hún telur
að í landsverzlun »eí<?í að standa«
svo og svo miklar fjárhæðir, í stað
þess blátt áfram að segja að þær
»standi« þar. Og þykir honum það
ekkert óvarlegt að fara með slíka
fullyrðing þegar hann gætir að
þvf, að fjárhæðin sem landsverzl-
uninni er færð til skuldar er upp
á eyri su fjárhæð, sem þarf til
þess að »afballancera« lands-
reikninginn, koma öllu heim?
Maður getur vonað, að hér sé
um rugling einan í reikningsfærslu
að ræða, en það er tilgangur Tím-
ans með afskiftum sínum af þessu
máli, að þar þurfi menn ekki að
lifa í von heldur uissu, og vill
hann í því sambandi beina þeirri
fyrirspurn til hr. G. Sv., hvort það
sé á nokkurn háti upplýst að lands-
reikningnum og peningaforða lands-
sjóðs beri saman i rann og veru.
Eitt af eftirminnilegustu verkum
Einars Arnóssonar-stjórnarinnar
var það, að hún gekk ríkt eftir
glöggum reikningsskilum frá ýms-
um er höfðu opinbert fé undir
höndum, svo sem landssímastjóra
og póstmeistara, og gerði þeim að
skila fé ársfjórðungslega í stað
þess að áður höfðu þeir gert skila-
grein einusinni á ári. Mæltist þetta
vel fyrir hjá öllum almenningi og
hlaut stjórnin lof af. En því und-
arlegar kemur mönnum það fyrir,
að einmitt þessi sama stjórn skuli
sjálf ekki ynna af hendi gleggri
reikningsskil en raun er á orðin1).
Að lokum vil eg láta þess getið,
að yfirskoðunarmenn töldu hvorki
landssjóð né póstsjóð nú um ára-
mótin þrátt fyrir fyrirmæíi síðasta
þings. Styður það mjög skoð-
unina um hinn ríkjandi linleskju-
hátt í öllum þessum málum.
Guðbrandur Magnússon.
frá útlSnium.
Hér í blaðinu hefir áður verið
skýrt frá ummælum Lloyd George,
forsætisráðherra Breta, um friðar-
skilmála þá, er Bandamenn mundu
gera, eða sæltu sig við. Um sömu
mundir lét Wilson forseti í ljós
svipaðar skoðanir á því máli. —
Nú hafa Miðríkin svarað þessum
kostum. Svör Czernins ráðherra i
Austurriki eru allákveðin, Hann
vonar að hægt s,é að koma friði á
án landvinninga. Samkomulag milli
Austurríki og Bandaríkja N.A. muni
auðsótt. Vi.ll hann koma á friðar-
fundi og vonar að til sátta drægi
ef fulltrúar ófriðarþjóðanna kæmi
fram með kröfur sinar. Hertling
rikiskanzlari Þjóðverja er ekki
eins eftirgefanlegur. Segir hann að
Þýzkaland verði að standa óhagg-
að eins og Bismarck gekk frá því.
Þjóðverjar muni aldrei sleppa til-
kalli til Elsass-Lothringen. Um
framtíð Belgiu og Norður-Frakk*
lands sé" að eins hægt að taka á-
kvörðun á friðarfundi. Bandamenn
sé eigi sammála um það, hver eigi
að vera landamæri Þýzkalands,.en
Þjóðverjar séu sigurvegarinn, og enn
þá einu sinni verði Bandamenn að
endurskoða stefnuskrá sína, sem
Þjóðverjar séu svo fúsir að taka
til íhugunar.
Þessum svörum er tekið mjög
kuldalega í löndum Bandamanna
og mun friðarhrej'fing þessi alger-
lega úr sögunni.
Verkfall mikið hefir verið hafið
i Berlín, sem alt að hálí' miljón
manna tekur þátt i. Er þess kraf-
ist af verkamönnum að friðarum-
leitunum sé haldið áfram.
Af vopnaviðskiftum er ekkert
öðru nýrra að frélta. Að vísu er
barist af ámóta grimd sem áður,
en þar verður engu um þokað.
í Finnlandi er hver höndin upp
á móti annari. Rússnezkir »maxi-
malistar« hafa skorist þar i leik-
inn og er þó landið talið fullvalda
þjóðveldi. Stjórnin rekin frá völd-
um og algert stjórnleysi í landinu,
Ofan á þetta bætist vistaskortur og
margvíslegar deilur. Þeim ríkjum,
sem viðurkent hafa fullveldi Finn-
lands, hafa borist áskoranir um
að skerast í leikinn og reyna að
koma friði og stjórn á i landinu.
Kosningar eru nýlega afstaðnar
í Canada. Bar samsteypustjórn Sir
Robert Bordens sigur úr býtum,
en stefnuskrá hennar er að lög-
leiða herskyldu. Sir W. Laurier,
foringi frjálslyndaílokksins var þar
hæglátari í þeim kröfum. Er úr-
slitum þessum tekið með miklum
fögnuði i Bretlandi.
Loftárásir eru nú háðar jafnt af
beggja hálfu. Þjóðverjar gera árás-
ir á London með Zeppelinsloftskip-
um, en Bandamenn fljúga til þýzkra
boi'ga og varpa þar niður sprengi-
kúlum. Eru að þessu miklar og
illar búsifjar.
1) Pess skal getiö, sem fyr, aö Björn
Kristjánsson fjármálaráoherra undir-
ritaði rcikninginn 1915,.og síðasla hönd
lögð á þao verk í hans stjórnartío.
Hafísinn hefir töluvert fjarlægst
Austurland síðustu vikuna.
Ofbeldisverk. Það hefir bólað
töluvert á því undanfarið, að ótrygt
hefir verið að ganga um götur
bæjarins. Hefir verið ráðist á menn
og þeir barðir og meiddir. Innbrot
hafa og átt sér stað. — Lögreglan
hafði hendur f hári þeirra sem ó-
eirðunum ullu áfgötunum og er nú
verið að leiða vitni í máli þeirra.
Voru þeir druknir og var sá mað-
ur sektaður um 300 kr. sem seldi
þeim vínið* Mun mörgum í hug
koma í þessu sambandi hvernig
ástandið hefði verið hér nú í dýr-
tíðarmyrkrinu og löggæzluleysinu,
ef aðflutningsbannlögin hefðu ekki
verið gengin I gildi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28