Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
95
Öheilindin í Heimastjórnarflokknum.
Árásir „Horflurlaiðs" á íingmenn Eyfiröinga.
Um það bil sem þingmenn riðu
til þings, þá flutti »Norðurland«
Jóns Stefánssonar greinarkorn, sem
nefndist: »Reisu-passi handa þing-
mönnum Eyfirðinga á aukaþingið
1918«. Er grein þessi lúalegar á-
rásir á þá Stefán Stefánsson í
Fagraskógi og Einar Árnason á
Eyrarlandi.
Hvað Stefáni viðvíkur, þá kveð-
ur þar við sama tón og áður; það
virðist svo, sem þeir »Norður-
lands«-furstarnir álíti það lífs-
ætlunarverk sitt, að ausa hann sí
og æ auri og bera á hann alls-
konar órökstuddar getsakir, og
gera alt sem þeim er unt, rtjjl þess
að lítilsvirða hann og gera lítið
úr þingmensku-hæfileikum hans.
Er engu líkara en hér liggi megnt
hatur frá þeirra hendi til grund-
vallar, enda þótt þeir reyni að
breiða yfir það í öðru orðinu, og
er slíkt næsta undarlegt, er maður
athugar það, að Stefán ep eindreg-
inn Heimastjórnarflokksmaður, og
það þykjast þeir játa.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að Stefán er með allra lipr-
ustu þingmönnum og fylginn sér,
þótt hægt fari, og honum vinst vel,
því hann er vinsæll mjög. Um
framkomu hans á þingi, með til-
liti til kjördæmisins, má geta þess,
að hann hefir mörgu til leiðar
komið, bæði i almennri löggjöf og
í fjárveilingum kjósendum sínum
og kjördæmi til hagnaðar og fram-
fára. Hér er ekki rúm til að telja
það upp, en hitt er eg ekki í nein-
um efa um, að þar standi hann
ekki að baki neinum fyrirrennara
sinna í þingsessi, að þeim ólöst-
uðum.
Um Einar á Eyrarlandi er það
að segja, að hann er mjög álitleg-
ur þingmaður, gætinn og stiltur.
Hann er ungur í starfinu, en eng-
in ástæða til að álíta annað en að
hann sé sómasamlegur fulltrúi fyrir
kjördæmið. — Þau svívirðingarorð
sem »Norðurland« hefir um hann,
eru svo ósæmileg og óþrifaleg, að
eg vil alveg leiða minn hest frá að
gera þau að sérstöku umtalsefni,
„en að eins geta þess, að eg trúi
ekki öðru, en að allir valinkunnir
borgarar þessa lands, sein verða
svo óhepnir að sjá þessa óþverra-
grein »Norðurk«, muni meta hana
eins og hún á skilið.
Það er ekki í fyrsta sinni, sem
bitrakkar úr Heimastjórnarflokkn-
um ráðast aftan að hans beztu
mönnum. Vil eg í því efni benda
á framkomu þeirra gagnvart Guðm.
landlækni Björnssyni og Bríetu
Bjarnhéðinsdóttur fyrir landkosn-
ingarnar. Það er sami leikurinn
sem »Norðurlands«r-furstarnir leika
n4 gagnvart einum allra bezta
manni flokksins, Stefáni í Fagra-
skógi.
Nú vil eg spyrja: »Sýnist leið-
togum Heimastiórnarmanna það
heppilegt, að halda framvegis áfram
Reglugjörð
um
ráðstafanir til að tryggja verslun
landsins.
Samkvæmt heimild í lögum nr. 6, 8. febrúar 1917, um heimild
handa landsstjórainni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til
landsins, eru hér með sett eftirfarandi fyrirmæli.
1.  gr.
Meðan samningar standa nú yfir milii Bretastjórnar. og sendi-
manna lands&tjórnsrinnsr íslenzku um verðlag á íslenzkum afurðum
árið 1918, er bannað að selja tii útlanda eða gera samninga um sölu
til útlanda á fslenzkum afurðum, sem framleiddar hafa verið eða fram-
leiddar verða á yfirstandandi ári.
2. gr.
Brot gegn ákvæðum I. gr. reglugjörðar þessarrar varða sektum
alt að 50Ó 000 krónum. Bæði sá, sem seiur eða lofar að selja vörur
þær, sem greindar eru í 1. gr. og á þann hátt, er þar greinir, og sá,
sem kaupir eða lofar að kaupa þær, skaí sek'ur talinn við ákvæði
þessarrar  reglugerðar.  Hið  selda  eða  umsamda  er  að  veði fyrir
sektunum.
3  gr-
Með mál út af brotum gegn reglugerð þessarri skal fafa sem
almenn lögreglumál.
Áður en dómari úrskurði sektir, án þess að mál fari fyrir dóm,
skal malið borið undir stjórnarráðið.
4  gr-   -
Reglugjörð þessi öðlast gildi þegar í stað.
Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, er' hlut eiga að máli.
í stjórnanáði íslands, 22. apríl 1918.
Sigurður Jónsson.
Oddur  Hermannsson.
Auglýsing.
í sambandi við reglugerð þá um ráðstafanir til að tryggja verzl-
un landsins, sem gefin hefur verið út í dag, auglýsist hérmeð, að
landsstjórnin vegna landssjóðs getur ekki tekið neina ábyrgð á afleið-
ingum af ráðstöfunum eða sölusamningum manna á milli hér á landi
um íslenzkar afurðir til útflutnings, sem framleiddar hafa verið eða
framleiddar verða á yfirstandandi ári.
í stjórnarráði íslands 32. apríl 1918.
Sigurður Jónsson.
Oddur Hermannsson.
að baknaga beztu stuðningsmenn
sina og beita þá ósæmilegum
árásum og ósönnum aðdróttunum.
Halda þeir að sá ilokkur, sem
slíkt' lætur viðgangast átölulaust,
muni halda virðingu sinnióskertri
hjá alþjóð manna?
Jón Árnason
«
prentari.
Úr Skagaflrði u/i. Hríð á hverj-
um degi úr einhverri átt, eða þá
ofsahlákur sem enda með hríð.
Útlit ískyggilegt ef ekki batnar fyr-
ir alvöru snemma í næsta mánuði
eða jafnvel fyr.
Úr Porskaflrði 14/i. Virðist að
búpeningsfellir muni verða, ef ekki
batnar tið innan skams. Allur fjöldi
bænda verður heylaus handa s'auð-
fé og hrossum á sumarmálum.
í haust var þó álitið að almenn-
ingur væri allbyrgur af heyjum og
þau voru vel verkuð víðast hér á
Vestfjörðum. Það er ekki sjaldgæft
hér vestra nú, að sauðfé og hross
séu búin að standa inni í 140 daga
og kýr alstaðar síðan í Ieitum.
Margir fullyrða að þeir hafi eytt
helmingi meiri heyjum í vetur,
heldur en aðra undanfarna. Enn
hefir enginn skorið niður fénað
sinn það eg til veit, en viðbúið að
menn verði að taka til þess ör-
þrifaráðs ef þessu fer fram.
Þingflokkamir.
Flokkaskifting á þinginu hefir
ekki tekið miklum breytingum.
Enn verður ekki annað séð en að
þeir þrír flokkarnir sem styðja
stjórnina geti unnið saman og ráð-
herrarnir eigi sama fylgi og áður
innan síns flokks. Mun og þing-
mönnum það fyllilega kunnugt, að
allur þorri kjósenda ætlast til þess
af þeim fyrst og fremst, að ekki
verði neinn ófriður vakinn, en sem
flestir taki höndum saman til þess
að stýra nú undan stórsjóum.
Eilt atriði er það sem ýmsum
mönnum er áhyggjuefni. Það er
samband heimastjórnarmanna við
langsummenn.
Sá flokkur á engan þátt i stjórn-
inní. Það eru blöð þess flokks sem
hafa haldið og halda uppi látlaus-
um æsingum gegn stjórninni. Það
furðar marga á því að flokkur
forsætisráðherrans skuli taka hönd-
um saman við þessa menn. Og
ekki síst fyrir þá sök, að sumir
þeirra njóta einna minstrar virð-
ingar þingsins og að maklegleik-
um. Hafa þeir og sumir, bæði nú
og fyr gengið á milli flokkanna og
boðið sig til kosningabandalags
gegn þessum og þessum skilyrðum.
Sjást og Ijóslega merki þess nú að
þeir hafa borið sinn hlut frá borði,
troðið sér inn í flestar meiri háttar
nefndir og sumstaðar tveir þeirra.
Og innan nefndanna er haldið áfram
róðrinum í virðingarstöður þar.
Þvi er haldið fram að hér sé
einungis um kosningasamband að
ræða. Væri betur að svo reyndist.
En mikið er meinleysi sterkasta
þingflokksins, að láta hinn veikasta
svo raka að sér fríðindum. Og svo
vill of fara að hver dragi dám af
sínum sessunaut.
Bjargráðaráðstöfnn.
Bjargráðanefnd þingsins er sezt
að störfum. Á hún ærið verk að
vinna. Og er nú mikið í húfi að
ekkert hálfverk verði imnið, ekki
gengið á snið við vandamálin,
heldur teknar allar afleiðingar, og
þau ráð fundin sem duga.
Verður hjer bent á eitt alriði,
sem með öðrum ætti að geta
hjálpað til um að leysa vandann,
og einkum gera það auðveldara
að vinneudur og þeir sem vinnu
vilja veita, geti náð saman:
Landssjóður œtti að veita verka-
fólki þvi afslátt af fargjaldi með
skipum síuum, sem leitar atvinnu
til fjarlœgari staða.
Er það vafalaust, að það kæmi
hvorumtveggja til hags, bændum
og verkafólki, og gerði það að
verkum að framleiðslan ykist, þar
eð flestir sem vildu, fengju vinnu-
kraft, og kæmi í veg fyrir atvinnu-
leysi.
Próttur. íþróttasamband ísiands
gaf út iþróttablað á sumardaginn
fyisla, er nefnist Þróttur. í því eru
hvetjandi og þarfar greinar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96