Tíminn - 18.05.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.05.1918, Blaðsíða 1
TÍMÍNN kemur út einu tinni t vika og kostar 8 kr. árgangurinn. AFGREIÐSLA i Megkjavík Laugaveg 18, simi 286, át um land i Laufáti, simi 91. Reybjavífe, 18. maí 1918. 20. blað. II. ár. Bændapólitík. Það eru að heyrast raddir um það, að stefna Tímans sé alt of einskorðuð bændapólitík. Hún geti þess vegna ekki talist lirein vinstri- mannastefna. Og munu þær raddir af lítilli góðgirni fluttar, en stinga óneitanlega í stúf við aðrar viðlíka góðgjarnar sem töldu Tímann jafnaðarmannablað. Að segja hálfan sannleika er hættulegt vopn til þess að villa mönnum sýn. Þess vegna skal hér stuttlega gerð grein fyrir því hvers- konar bændapólitík það er sem Tíminn flytur. Tíminn hefir rætt landbúnaðar- mál og samvinnufélagsmál — sem enn hafa nálega eingöngu náð út- breiðslu meðal bændastéttarinnar — meir en nokkur mál önnur. Til þess liggja tvær ástæður: Fyrsi og fremst er nú svo kom- ið á landi okkar, að þjóðin á til- veru sína og líf að meslu leyti undir landbúnaðinum. Rás við- burðanna liefir orðið sú, að hinn aðalatvinnuvegurinn, sjávarútveg- urinn, hefir orðið fyrir svo mikl- um hnekki vegna stríðsins, að hann hefir gengið stórkostlega saman og verður æ dýrari í rekstri. Og það má telja öldungis víst að úr þeirri kreppu kemst hann ekki meðan styrjöldin geysar. — Það er því harla eðlilegt að nú snúist ræða manna einkum um að styðja þann atvinnuveginn og þá stéttina, sem þjóðarbúið aðallega verður á að hvíla. í annan stað er því ekki að levna að það er sánnfæring þess flokks, sem að Tímanum stendur, að landbúnaðurinn sé og eigi altaf að vera aðalatvinnuvegur þjóðar- innar og sá sem þjóðin leggur mesla áherslu á að standi full- réttur. Eru það eklu einungis lands- liættir, hinir stórkostlegu mögu- leikar sem landið á til, um að sá atvinnuvegur geti tekið stakka- skiftum og óbilandi trú á þá möguieika, sem rökstyðja þá skoð- un. Hitt vegur eigi minua að væn- legast er að gera ráð fyrir að vel ment bændastétt geti tileinlcað sér þá menning og víðsýni, sem er grundvöllur heilbrigðs stjórnmála- lífs í landinu og farsællar framtíðar þess. En annars liggja svo mörg fök-til þessarar skoðunar, að þau verða ekki talin í stuttri blaða- grein. Er þessi »bændapólitík« ósam- rýmanleg »heilbrigðri vinslrimanna- slefnu«. því er hér svarað hiklaust neitandi. Vinstrimannastefna á ís- landi verður einmitt að grundvall- ast á slíkri bændapólitík. Hún get- ur ekki sótt aðalstuðning sinn úr annari ált en frá vel mentuðum og viðsýnum bændum. Ur annari átt verður ekki vænst nógu öfl- ugra krafta til þess að geta stýrt landinu með festu og forsjá. En heilbrigð er slík vinstri- mannastefna því að eins^ að hún láti landbúnaðarmálin aldrei verða meira en eilt af mörgum áhuga- og framkvæmdamálum. I5ótt þau séu, a. m. k. fyrst um sinn, efst á dagskrá, þá verði þó aldrei önnur látin sitja á hakanum þeirra vegna. Stefnuskrá Tímans sýnir það svart á hvítu hverjum læsum manni, að ekki er verið að halda fram neinni þröngsjmni bænda- pólitík. En frá hinu verður ekki runnið að heilbrigðri vinstrimanna- stefnu verður ekki fylgt fram á íslandi, nema meginstyrkur liðs- ins komi frá þroskuðum og við- sýnum bændum. Grundvöllur lieil- brigðrar vinstrimannastefnu oerður þvi fgrst og /remst viðreisn landbún- aðarins. fánamálið í Danmörku. j Skeyti hafa borist hingað und- Íanfarið, um æsingar í Danmörku úl af framkomu dönsku stjórnar- innar í okkar garð íslendinga. Hafa andstæðingablöð stjórnarinn- ar þarekkert sparað til þess að gera hana tortryggilega. Fregnirnar voru óljósar, en nú hefir forsætisráð- herrann danski símað Jóni Magn- ússyni forsætisráðherra og er skeyt- ið á þessa leið: Eg leyfi mér að skýra yður frá, að eg heíi birt eítirfarandi skýrslu: »Sökum margskonar orðróms í nokkrum hluta blaðanna um sam- band vort við ísland, þá lít eg svo á, að það sé rétt, að skýra frá því sem í raun og veru er að fara fram. Þegar Jón Magnússon, íslenzkur ráðherra, var hér síðastliðið haust, kom hann frain með kröfu um verzlunarfána. í ríkisráðinu 22. nóv. var til- laga hans ekki samþykt af Hans Hátign konunginum, en ræða hans, sem þá var birt, var á þessa leið: Eg get ekki fallist á tillögu þá, sem ráðherra íslands befir borið fram; en eg vil bæta því við, að þegar islenzkar og dansk- ar skoðanir ekki samrýmast, munu almennar samningaum- leitanir i einhverju formi, heldur en að taka eitt einstakt mál út úr, leiða til þess góða samkomu- lags, sem ætið verður að vera grundvöllur sambandsins milli beggja landanna. Þessi hugmynd um almennar samningaumleitanir hefir verið tek- in til ihugunar á íslandi og það var skýrt frá því, að allir flokkar þar féllust á það. Þar eð búist er við því að núverandi alþingi verði bráðlega lokið og þingmennirnir þá dreifist um alt ísland, er það æskilegt, að alþingi berisl skjótlega vitneskja um afstöðu vora í þessu máli. í þessu sambandi liefi eg beðið foringja allra stjórnmála- flokkanna að kveðja saman flokk- ana og leggja fyrir þá þá spurn- ingu, hvort þeir telji það viðeig- andi, sem stungið var upp á í ríkisráði 22. nóv., sem uppástungu til íslendinga, að hefja nú samn- ingaumleitanir um alt samband íslands og Danmerkur. Ef ákvörðun um þetta skyldi verða gerð, verður alþingi skýrt frá þessu og er þá búisl við þvi, að það sé undir það búið að koma saman vegna væntanlegra samn- ingaumleitana. Þegar ríkisþingið liefst 28. maí þá skai ákvörðun tekin um það, hvernig Danmörk muni æskja að skipa fulltrúa lil sfíkra samningaumleitana. Núverandi stjórn befir aldrei sligið nokkurt skref i sambands- málum Danmerkur og íslands, án þess að ráðgast við alla flokka ríkisþingsins, og hingað til liefir hún altaf fengið samþykki þeirra«. »Politiken« segir i sambandi við þessa skýrslu: Skýrsla Zahle for- sætisráðherra sýnir ljóslega að samningaumleitanir þær, sem nú á að koma í kring, eiga upptökin hjá Dönum í ríkisráðina 22. nóv. — Nú má vænta þess, að liægt verði að forðast allar nj7jar deilur og danska þjóðin geti nú tekið upp samningaumleitanir með ein- drægni og stillingu. Zahle. Skeytið staðfestir það sem okk- ur var áður kunnugt, að við meg- um búast við að eiga von fulltrúa af Dana hálfu, til þess að semja við okkur hér heima. Ástæða er til þess að undirstrika það, að Danir eru það sem eiga upptökin að þessum samningum. Þeir verða því að leggja fram boð sín, en íslendingar eiga að standa allir fast saman, gera annaðhvort að játa eða hafna allir, en leyfa engu að kljúfa fylkingar sínar og vekja eld innanlands um utanríkis- málin. Póstafgreiðslan á Seyðisfiröi. Hærra er nú reitt til höggs en gert var ráð fyrir í síðasta blaði, þar sem getið var um veiting póst- afgreiðsluslöðunnar á Seyðisfirði. í síðast útkominni Lögréttu ritar hr. J. Þ. — líklega Jón Þorláks- son verkfræðingur og stjórnmála- ritstjóri blaðsins — langa og vand- lætingasama grein út af veiting- unni og nefnir hana »Misbrúkun veitingarvalds«. Segir hann að veit- ii^in sé »svo stórhnej'kslanleg, frá hvaða sjónarmiði sem liún sé skoðuð, að ekki verður hjá því komist að gera hana að umtals- efni«. Er svo rakið lið fyrir lið hversu mjög hér hafi verið brotið: póstmeistari lítilsvirtur, póstmanna- stéltinni misboðið, hagsmunir hins opinbera virtir að vettugi, ungir menn fældir frá póststörfum, og ekkert hirl um að tryggja almenn- ingi góða afgreiðslu. Það á ekki að leyn^ sér að verið sé að vinna verk í þjónustu sannleika og réttlætis. v>Það verður ekki hjá þvi komisi«. En hvernig í dauðanum slóð þá á því, að grein- arhöfundur sagði ekki eitt einasta orð hinn 13. apríl 191(3, þegar póstafgreiðslustaðan á Seyðisfirði losnaði næst á undan og Einar Arnórsson ráðherra veitti Birni Pálssyni lögtræðingi stöðuna, þvert ofan í tillögur póstmeistara sem þá mælti með Friðriki Klemens- syni, póstþjóni í lteykjavik. Pá varð hjá þvi komist að gera veit- inguna að umtalsefni — en nú ekki. Hvers vegna? Var ekki jafn mikið í húfi þá? Sú heilaga vandlæting sem á að hvila yfir greininni breytist í eitt- hvað annað og óhreinna, hjá þeim sem öllu eru kunnugir. Nú er gert veður út af þessu, af því að það keinur sér vel tyrir hr. J. Þ. að finna eitthvert tilefni til þess að ráðast á Sigurð Jónsson ráð- herra. Pá var E. A. ráðherra skjól- stæðingur heimastjórnarflokksins og þá þagði lir. J. Þ. Það er ekki heilög vandlæting yfir »misbrúkun veitingarvalds« sein gerði það að verkum að hr. J. Þ. »komst ekki hjá því« að gera veitinguna að umtalsefni. Sú heilaga vandlæting er einungis grima sem hinn harð- vítugi stjórnarandstæðingur bregð- ur fyrir andlit silt, þegar hún þvkir koma sér vel. Með þessu er ílett ofan af til- gangi þessarar Lögréttugreinar. En rétt er í þessu sambandi að víkja að hinu, hvernig lita beri á þessa veiting frá óhlutdrægu sjónarmiði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.