Tíminn - 14.09.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.09.1918, Blaðsíða 2
194 T I M 1 N N Hefði vafalaust meira á þeim bor- | ið, ef ekki hefði það verið á und- an gengið, að sá þeirra, Magnús Pétursson, sem þeir hafa helzt haft á orði að gera að ráðherra, var illa lamaður af síldarkaupunum. Magnús Guðmundsson skrifstofu- stjóri var einn þeirra þingmanna sem vafalaust hefði greitt atkvæði með vantraustsyfirlýsing á nánasta húsbónda sinn, fjármálaráðherr- ann, enda greiddi hann atkvæði gegn dagskránni. Er það öilum Ijóst að sama regla á að gilda um skrifstofustjóra og gilti um land- ritara, að þeir mega ekki vera þingmenn. Tveir þingmenn, Einar Jónsson og Björn~R. Stefánsson voru fjar- verandi við atkvæðagreiðsluna, án gildra forfalla, enda hlýddu þeir á mikið af umræðunum. Slikt ósjálf- stæði, að þora með hvorugum að vera undir slíkum kingumstæðum, er langt fyrir neðan alt velsæmi. Hefir slíkt nógu lengi verið iðkað í islenzkri pólitík og verður aldrei of hart dæmt. Nokkurri klofning bar á í Sjálf- stæðisflokknum, þar eð tveir þeirra greiddu atvæði gegn dagskránni. Annar þeirra, Hákon Kristófersson, telur sig þó fylgjandi stjórninni. En miklu mest var hún í Heima- stjórnarflokknum og bar mest á, þar eð aðalflutningsmaður van- traustsins var í þeim flokki þangað til í sumar, hinn ílutningsmaður- inn enn i ílokknum, síra Eggert Pálsson fylgdi þeim, tveir þorðu ekki að greiða atkvæði, en for- maður flokksins, Guðmundur Björnsson flutti dagskrána i nafni meiri hluta ílokksins. Kom það hvað eflir annað fram í umræð- unum að allir viðurkenna nú að gamla flokkaskiftingin á sér engan tilverurétt framar, þótt enn sé bang- ið saman — af vana. Tultugu og sex má telja fyigis- menn stjórnarinnar á þingi, þá tuttugu sem fylgdu dagskránni, ráð- herrana þrjá, H. Kr. og þá M. Torf. og Ben. Sveinsson sem ekki greiddu atkvæði um dagskrána, vegna þess að hún var miðuð við sambands- málið. — Stjórnarandstæðingar alls fjórtán. Þeir ellefu sem greiddu at- kvæði gegn dagskránni: E. A., M. P., M. G„ G. Sv„ S. St„ B. Kr„ Kr. D„ J. J., E. P„ H. St. og P. O. Þeir tveir er ekki þorðu að greiða atkvæði: E. J. og B. R. St. Og loks Þórarinn á Hjaltabakka sem ekki kom á þingið. Það er hinn eini árangur af öli- um þessum leik að hægt er að skifla Jiðinu á þennan hátt. Á þær salcir á hendur stjórninni sem ininst hefir verið á hér í biaðinu, t. d. um fuiltrúana tvo i Vesturheimi o. fl„ var ekki minst einu orði af stjórnarandstæðingum. Jón forseti og Víðir eru ný- komnir úr Englandsferð. Seidi hinn fyrnefndi afla sinn fyrir um 5 þús. sterlingspund en hinn síðarnefndi fyrir um 7 þúsund. Þingmannasíidin enn. Þingmaður Strandamanna, hr. Magnús Pétursson, hefir loks lálið tilleiðast að gefa hljóð frá sér út af síldarkaupum þeirra félaga á Reykjarfirði. Gerir hann það í langri grein í ísafold síðustu og heitir svargreinin: »Illkvitni og síldarrógurcc. Fór það að líkindum að helzt myndi hr. M. P. hafa brjóstheilindi til þess að verja þær gerðir, því að það er almannamál að hann hafi verið upphafsmaður þessa »bjargráða«-fyrirtækis og í annan stað átti hann úr hæstum sess að delta, þar eð stjórnarandstæðingar á þingi munu einna helzt hafa haft augastað á honum sem ráð- herraefni. Og höfðu hvorirtveggja jafnan heiður af. Verður nú greinin athuguð í sem stystu máli. Mikill hluti greinarinnar kemur Tímanuin ekki við, þar eð höf. er þar að verja sig fyrir smágrein sem birtist i Vísi. Mun hr. M. P. hafa þótt nærri höggið er það blað leyfði umræður um málið, sem sýndi það að jafnvel eindregnasta flokksblað hans fanst það ekki geta gengið fram hjá því. — Svar hr. M. P. við þeirri grein er miklu ótyrirleitnast. Enda getur hann skákað i því skjólinu að um þá grein mælist hann nálega einn við frammi fyrir þorra landslýðs, því að Vísir er sjaldséður utan Reykja- víkur. Gagnvart Tímanuin reynir hann þó fremur að afsaka sig, af þvi að hann veit að þar mælist hann ekki einn við. En það ber hvort- tveggja til, að afsakanirar eru ger- samlega veigalausar, og að gengið er alveg fram hjá aðalatriðinu. Hr. M. P. rekur ástæðurnar sem hafi knúð þá til þess að leggja út í síldarkaupin. Er það þá fyrst að stjórnin átti kost á að kaupa alla brezku síld- ina en hafnaði því boði. Hvers vegna hafnaði hún því boði? Af því að þá vissi enginn að síldveiði myndi bregðast, en þá var gert ráð fyrir að landssjóður keypti mjög mikið af síldyfrá í sumar og ætl- aði auðvitað að láta það af lienni sem ekki yrði ílutt út, falt handa bændum til skepnufóðurs. Og það gátu orðið 50 þús. tunnur. Sljórn- in vildi með öðrum orðum ekki lála brezku síldina spilla fyrir að sú sild seldist sem íslendingar kynnu að veiða í sumar. Enda var svo um hnútana búið aö stjórnin gat selt þá sild mjög lágu verði til skepnufóðurs. En ef síld- veiði brj'gðist, gat stjórnin engu að siður náð kaupuin á brezku síidinni, eins og fram er komið. Petta var þingmönnunam kunn- ugt og þess vegna áttn þeir einmitt ekki að jara að sletta sér /ram í rnál- xð Sömu áslæðurnar sem ullu því, að stjórn, landsverzluuarforstjórar og bjargráðanefndir alþingis, slógu því á frest að kaupa sildina af Bretum, áttu og að lialda hverjum einasta lieiðvirðum þingmanni frá að gera það. Afskifti einstakra þinginanna af málinu gátu aldrei orðið til annars en ills. Þeir gerðu það nú engu að síð- ur og þá kemur hr. M. P. ineð þá gullvægu afsökun, að ef þeir hefðu ekki gert það þá hefði verið »mikil hælla á því að bændur hefðu neyðst til að sælta sig við ókjör út úr neyð, ef lítil yrði síldveiði sumars- ins«. Hér hefði því orðið að hrökkva eða stökkva og svo hafi þeir ráðist í þetta með hálfum huga. Það þarf bíræfni lil að segja annað eins og þetta. Vilandi að stjórnin gat — eins og fram er komið — keypt síldina siðar, og hér var því ekkr um hina allra rninstu hættu að ræða. Og að leyfa sér að gefa það í skyn að bændur liefðu orð- ið að sæta ókjöruin annars, og setja svo sjálfur verðið stórkostlega upp. Nei, það voru einmitt þeir sjálfir sem Iétu bændur sæta ókjörum, neyddu þá ekki til þess að vísu, en lokkuðu þá til þess, og er með öllu óvíst hvor aðferðin er fegurri. Þá kemur önnur afsökunin og er hún sú að þeir félagar hafi orðið »að leggja algerlega i hæltu fjárhags- legt sjálfstæði okkar«. — Sú á- stæða getur ekki verið vörn gegn öðru en þvi, að þessvegna hafi þeir orðið að græða, vegna áhætt- unnar. Með þvi að bera þessa ástæðu frani, játar hr. M. P. það sjálfur, sem raunar allir vissu, að hér var um gróðafyrirlæki að ræða. En hver var svo áhættan? Hr. M. P. getur þess ekki hvaða tími leið frá því að kaupin voru gerð og þangað til selt var. Marg- ir eru þeirrar skoðunar, að hvor- tveggja hafi farið frain mjög jafn- Snemma, að þeir félagar haíi haft síldina »á hendinnicc þangað til þeir höfðu seit. Og kunnugt er það af yfirlýsing br. Sig Runólfssonar, að Borgfirðingar urðu að greiða andvirðið fyrir fram. Og hvaða á- hælta var að eiga hjá hreppsfélög- unum og kaupfélögunmn nyrðra? Áhæltu-afsökunin er algerlega einskis virði, hversu oft sem hr. M. P. vitnar í hana. Þriðja afsökunin kemur að verð- inu og bún er sú að þeir hali selt síldina nódgrara en hega. Er gott að veita því athygli hvað höfund- urinn játar upp á sig, með því að færa -fram þessa afsökun. Hann kemur sem sé upp um sig, hvað það var sem hann fór eftir, þegar hann verðlagði síldina. Hann hugsaði sem sé eklci um það hvaða verði hann keypli síldina, og þar af leiðandi átti að selja hana fyrir, ef tiigangurinn yar að forða bændum frá þeirri neyð að sæta ókjöruin. Nei. Hann bar sam- an fóðurgildi heys og síldar. Spyr svo: Hvað kostar hey? Hvaða verði er inér þá óhætt að selja síldina? Þar er hið rélta samband milli g(-asbrestsins og síldarkaupa hr. M. P. Hann veit að nú kostar hey mikið. Það er nálega ófáanlegt. Þess vegna er nú hægt að fá goLt verð fyrir síld. Með því að færa fram þessa af- sökun — ódýrara en hey! —játar hr. M. P. það því enn greinilegar á sjálfan sig, að hann hefir verið að fásl við gróðafyrirtæki af verra tagi. Grundvallarhugsunin við verð- lagninguna er þessi: hvað er hægt að koma vörunni í hátt verð? Sést það og greinilega af því hvað kaup- endunum hefir orðið mismunandi mikið ágengt að færa verðið niður. Hr. M. P. neitar því heldur ekki að liann hafi gert þetta í gróða- skyni. Hann reynir einungis að hrekja að það hafi verið gert »ein- göngu í gróðaskynicc. Má hann gjarnan reyna að þagga niður samviskubitið með því, að reyna að grafa upp einhverjar aðrar hvatir en eigingirninnar, en það þarf hann ekki að gera opinberlega. Og svo kemur hann með ljórðu og síðustu afsökunina og hún fer langverst með hann, því að með henni játar hann ósóinann upp á •sig með lang augljósustum hætti. Hann segir svo — og það má til að prentast með skáletri — y>við gerðum allaf ráð fyrir, ef síldin reyndist góð og við gœlum losnað við hana alla, að reyna að láta héraðsbúa okkar á einhvern hátt njóta þesstí. Og svo kemur frásag- an um það að 160 af þessum síld- arlunnum fóru í brimi á Blöndósi og y>bgst eg við að við tökum þann skell á okkur að meira eða minna legti eftir þvi sem við getum! ! Mikil dæmalaus göfugmenska. Eða sú djúpviska og göfugmenska að leggja skatt á alla lil þess að gela aumkast yfir þá sem kynnu að verða fyrir tjóni — »eftir því sem við getumcc. — Það er ekki langt siðan að töluverðu fé var stolið í Kaup- mannahöfn og var þjófurinn ó- kunnur. En svo vakti það athygli manna að piltur einn, sem enginn vissi von til að ætti fé, gaf til ýmissa guðsþakkaslofnana, lölu- verðar upphæðir, hvað ofan í ann- að. Menn fóru að athuga þetla og það komst upp að pilturinn hafði stolið fénu. — Þessi göfugmenska að ælla sér að taka að sér skellinn, »að meira eða minna leyti eftir því sem við getumcc — knúðir til að gera eitt- hvað af sárgrömuin almenningi, er nákvæmlega sama játning og manngarmurinn gerði i Kaup- mannahöfn. Það er verið að reyna að friða eigin samvisku, með því að kaupa syndakvittunarhréf — það er verið að slá ryki í augu almennings með gulisandi. Slíkur kattarþvotlur og »yfirskyn guðliræðslunnarcc mælist hvervetna illa fyrir. Að þingmaður skuli leyfa sér að bjóða upp á slíkt og láta mikið yfir, er lilægilegt og sorglegt í senn. En fyrir málslað Tímans í þessu síldarmáli er þessi játning þing- mannsins mikils virði. — Eitt gat lir. M. P. lirakið af því sem Tíminn sagði — einungis eilt. Tíminn talaði um að síldin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.