Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						T IM I N N
195
hefði verið »í húsi«. Hann segir
nú »Tímanum til fróðleiks að síld-
in var ekki í húsi«.
Tíminn beygir sig fúslega fyrir
þessu og telur nú víst að síldin
haíi ekki verið »í húsk. En hvað
bætir það málstað hr. M. P. Ef
nokkuð er þá gerir það hann verri.
Úr þvi síldin var undir berum
himni var miklu hættara við að
hún væri skemd og átti því að
vera ódýrari.
En er hægt að bugsa sér aumk-
unarverðari vörn en það, að færa
fram fjórar afsakanir sem ailar eru
í rauninni ákærur og geta svo
hrakið einungis þetta eina að síld-
in var ekki »í húsi«. —
Hr. M. P. neitar að svara spurn-
ingunni um það hvaða verði hann
keypti síldina. »Um það varðar
engan og allra sízt Tímann«, segir
hann. — Gott og vel. Hann vill
ekki svara því. En almannarómur
segír að síldin hafi ekki kostað þá
þingmennina nema kr. 12,50 tunn-
an og leikur það þá á nokkrum
tugum þúsunda sem þeir hafa
grætt. Verði hr. M. P. sá gróði að
góðu,  svo sem  hann  er  fenginn.
Öll vörn hr. M. P fór fram hjá
kjarna málsins. Hann hefir reynt
að verja sig einungis sem kaup-
sýslumann. Hann ber ekki við að
verja hitt að þetta gerði hann sem
þirrgmaður.
En einmitt þess vegna hefir þessu
máli verið hreift í Tímanum að
hr. M. P. og þeir félagar, gerðu
þetta sem þingmenn.
Spurningin er þessi: Þoliríslenzka
þjóðin það að þingmenn hennar
stundi gióðabrall á þingbekkjun-
um? Eða gerir hún hærri siðferðis-
kröfur til þeirra manna?
Og eitt fer.hr. M. P. rétt með
í grein sinni. Tíminn er að undir-
búa kosningar með þessu máli.
Hann er að vekja þjóðina svo hún
Alþýðuskóli Húnvetning-a
á Hvammstanga.
Námstími frá 1. nóv. til 1. apr., en einstakir nemendur fá þó
að vera styttri tíma, ef sérstaklega stendur á fyrir þeim.
Inntöltnsliilyröi: Að hafa lært það, sem fræðslulögin áskilja
til fullnaðarprófs, að hafa engan næman sjúkdóm og að hafa óspilt
siðferði. Inngöngu fá bæði piltar og stúlkur, alstaðar að, og er starfs-
svið skólans eigi bundíð við Húnavatnssýslu.
Áætladnr kostna.ðtir fyrir piltlV Heimavist 320 kr. skóla-
gjöld 25 kr., bækur 25 kr. eða samtals 370 kr. og ca. 80 kr. minna
fyrir stúlkur; en auk þessa ferðakostnaður og vasapeningar.
Námsgreinar: íslenska, roikningnr, náttnrnfræði, leikftmi,
söngur, hannyrðir, saga, landafræði, skrift, danska, enska; en enginn
er bundinn við að taka þátt í öllu sem kent er.
Ath. Prófdómarar og aórir, sem hafa kynt sér kenslu og starfsemi skólans
hafa évalt gefið honum bezta vitnisburð. Nánari upplýsingar um það og ann-
að er lýtur að skólanum gefur undirritaður og tekur á móti umsóknum.
Hvammstanga 1. sept. 1918.
Ásgeir Magnússon.
sjái það að slika menn sem sildar-
þingmennina má hún ekki senda á
þing afíur. Og þess skal hr. M. P.
ekki ganga dulinn, að svo framar-
lega sem hann diríist að bjóða sig
fram til þings framar, þá skal
Tíminn gera sitt til að sýna kjqs-
endum hans og öllum landsbúum,
hversu mjög hann treður á öllu
velsæmi með því að gera það og
hversu háskalegt það er í siðferði-
legu tilliti, að menn sem slíkt gera
sem hann hefir gert, sitji á alþingi
og séu þar nokkurs ráðandi.
Pétnr Jónsson alþm. hefir verið
skipaður. formaður verðlagsnefnd-
ar. Hafði Guðmundur landlæknir
Björnsson sagt af sér því starfi
sökum anna.
Þjórsárfossarnir.
Öllum almenningi mun það
kunnugt að tvö útlend félög hafa
í hyggju að nota fossaafl austan-
fjalls og stofna þar til stórkostlegs
atvinnureksturs.
Annað þeirra er félagið ísland
og hefir þess verið meir getið, þar
eð það félag leitaði samninga við
alþingi í fyrrasumar og varð það
til þess að fossanefndin var skip-
uð. Mun það félag ætla sér að
beizla Sogsfossana, enda þótt það
hafi enn ekki náð eignarhaldi á
öllu vatnsafli í Soginu. Eru það
danskir auðmenn sem að því fé-
lagi standa. Félagið hefir enn eigi
gert neina gagngerða rannsókn á
staðnum, né lagt fram skýrslu um
fyrirællanir sínar.
Hitt félagið er Títan. Standa að
því norskir menn aðallega. Það
hefir náð eignarhaldi á öllu vatns-
afli í Þjórsá og Tungná. — Það
hefir enn eigi hafið neina samn-
inga við alþingi um leyfi til starf-
rækslu. En undanfarin ár hefir
það haft verkfræðinga í þjónustu
sinni til rannsókna og mælinga
eystra. Birtir það nú árangurinn
og áætlanir í stórri bók og er G.
Sætersmoen, veikfræðingur frá
Krisfjaníu og aðal starfsmaður fé-
lagsins, höfundur ritsins. Fylgja
ritinu 32 teikningar og landsupp-
drættir til skýringar.
Aflstöðvar eru ráðgerðar sex. Við
Urriðafoss, Hestafoss, Þjórsárholt,
Skarð og Búrfell í Þjórsá og við
Hrauneyjarfoss í Túngná. Þarf að
gera stórkostlegar slýflur v.ið afl-
stöðvarnar og jafn vel að breyta
farvegi árinnar, Qg auk þess mikil
mannvirki við vötnin sem árnar
renna um og eiga að miða til að
jafna vatnsmegnið. Þá er áætlun
um járnbrautarlagning frá Eyrar-
bakka eða Stokkseyri, til flutnings
á verkfærum og byggingarefni til
stöðvanna. Sjálft þarfnast félagvð
ekki járnbrautar til Reykjavíkur,
en gerir ráð fyrir að komið geti
til mála að leggja til hennar. Loks
er áætlun um leiðslukosnað frá
aflstöðvunum til útflutningshafnar,
—  sem ráðgerð er við Skerjafförð
—  og yrðu þar þá aðalverksmiðj-
urnar.
Kostnaður er áætlaður alls um
277 miljónir króna, þegar allar
stöðvar séu reistar. En nauðsyn
er ekki að reisa þær allar þegar
í stað.
Það verk sem hér hefir verið
leyst af hendi er hið fyrsta af slíku
tagi sem gert hefir veiið á íslandi
í svo stórum stýl og er því mjög
merkt. Það opnar augun á hverj-
um manni sem les, hvíiikan feykna
auð landið á í ánum. Er það ekki
ofmælt, að sú auðsuppspretta geti,
Jrfcitfresrii.
(Frh.)
Næsta grein ritsins er og eftir
ritstjórann og heitir: »Samvinnu-
stefnan og Landið«. Snýst höf. þar
gegn ádeilugreinum þeim sem það
blað flutti í vetur á hendur sam-
vinnufélögunum. Mun það vera
einhver rökvísasta og glegsta grein
sem um það efni heíir verið ritað
á íslenzka tungu. Verða hér birtir
íneginkaflar greinarinnar:
»Þ. segir í umræddri grein, að
verzlun sé því betri sem ágóðinn
lendir á fœrri höndum. Það er að
segja: Verzlunin er þvi belri sem
kaupmönnum tekst að draga jneira
í sjóð sinn af verzlunarumsetning-
unni. En þá leiðir af sjálfu sér, milli-
að liðhnir eiga að vera sem þung-
heníastir á framleiðendum. Sam-
kvæmt kenningu P. er verzlunin i
því betra ástandi, sem milliliða-
stéltin er sigursælli við að græða
á almenningi.
Samt hugsar P. engan veginn,
að  hann sé að lala móti almeim-
ingsheill. Þvert á móti álítur hann
og aðrir auðvaldssinnar, að þeirra
skoðun sér bezt fyrir alla. Pening-
arnir eiga að lenda í vösum þeirra,
sem duglegastir séu að klófesta þá.
Þeir kunni bæði að afla og með
að fara. Þeir noti fjármagnið til
nýrra fyrirtækja, sem veiti atvinnu
og lífsuppeldi. Þeir verði styttur
þjóðfélagsins. Blásnauður almúginn
hnígi að fótum þeirra, hlýti forsjá
þeirra og ráðdeild i hvíveína. P.
og skoðanabræður hans álíta, að
allur almenuingur sé.heimskur og
ráðlaus. sPakkið verður altaf
pakk«, sagði einn af nafnkendustu
vísindamönnum landsins við mig
siðastliðið sumar, þegar talið barst
að alþýðumentun. Hann vildi þar
engu til kosta. Það væri algerlega
gaguslaust. Vinnandi stéttir lands-
ins væru »pakk« og hlytu svo að
vera. Þessi maður er skoðanabróð-
ir P., og hvor bætir annan upp.
Því að segi vísindamaðurinn satt,
að allur almenningur sé og verði
»pakk«, þá er fjármálamanninum
P. varla láandi, þótt hann vilji,
að afraksturinn af eríiði fáráðling-
anna renni í vasa »bezlu manna«,
sem sumpart nota það á heppileg-
an hátt, svo sem til að gefa út
blöð eins og »Landið« og sumpart
til framkvæmda, sem gefa auknu
og ófæddu »pákki« daglegt brauð.
Það er að bera í bakkafullan
lækinn að taka það fram, að hver
einasti samvinnumaður á landinu
er algerlega ósamþykkur báðum
þessum mönnum. Þeir tiúa þvi,
að bæði góðsemd og gáfur séu
engu síður einkenni fátæklinga en
svo kallaðra stórmenna. Og þeir
vilja haga verzluninni svo, að hver
fái sitt, njóta sannra tekiia af sínu
eifiði, til þess að geta notið lífsins
i sem fylstum mæli, þroskað hæfi-
leika sína og eflt þjóðlíkamann
allan með sinni eigin framför. Orð-
um P. um verzlunarágóðann í
sem fæstum höndum breyta sam-
vinnumenn með því að setja »flest-
um« fyrir »fæstum«. En á bak við
þá einu orðabreytingu er falin hyl-
dýpisgjá í lisskoðunum. Alt, sem
hver aðilinn mælir um félagsmál,
er í eyrum hins óskiljanleg mein-
loka eða eiturþrungið hatursmál.
f sömu grein segir höf., »að bænd-
ur og kaupfélögin ætli sér að hafa
altan haginn einir af framleiðslu
sinni«. Þetta þykir honum frámun-
anlega óheppilegt. Þess vegna ritar
hann með breyltu letri: »Allan
haginn oinir«. Þar er dauðasynd-
in. Einhverjir nienn eru ti), sem
vilja hafa eitthvað töluvert af þess-
um hag líka. Það munu vera
milliliðirnir, sem eins og Guðbrand-
um Mangússon sagði í verzlunar-
hugleiðingum sínum í. fyrra, eta
með framleiðendum úr hverjum-
aski. — Litlu síðar bætir höf. við
siðferðislegri röksemd til sluðnings
því, að bændur og kaupfélögin
megi ekki ætla sér allan haginn af
sinni framleiðslu. Og röksemdin
er þessi:
»Þetta mun ekki vera framkvæm-
anlegt, því að það ríður alveg í
bága við tilætlun náltúrunnar og
reynsluna, því — að einn eigi að
lifa á öðrum. Ein stétt gelur aldrei
til lengdar notið alls hagsins af
framleiðslu sinni. Það stríðir á
móti alheimsviðskifalögmálinu og
einnig kærleikslögmálinu, að unna
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196