Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TIMÍNN
fyrirhyggjunni að þvi, hvernig slíku
hlassi verði haganlegast velt i
framtíðinni, en binu, hvernig hin
daglegu vandkvæðamál eru leyst.
Á þessu atriði'koma strax fram
tvær hliðar: Önnur veit að því
á hvern hátt þeim nauðsynlegu
aköttum sem til þess þurfa, að
rétta hag landsinS við, verði hag-
anlegast jafnað niður, en hin að
því, að styðja atvinnuvegi landsins
á þann hátt að almenn hagsæld sé
að og skattþol allrar þjóðarinnar
aukist. Nú varðar það miklu, að
þessi tvíhliða umbótastarfsemi
lylgist að, svo að ekki rífi önnur
höndin niður það sem hin byggir
upp. Þá ber nauðsyn til að breyta
skattaskipulagi landsins, fyrst og
fremst að þvi leyti að létta tollum
af neyzluvörum eða almennum
nauðsynjum, því vissulega er það
að taka af öðrum endanum til að
bæta við hinn, að ætla í orði
, kveðnu að sfyðja að efnalegu sjálf-
stæði alþýðu, en leggja hinsvegar
meginhluta opinberra gjalda á, eftir
þeim mælikvarða, að jafnt hvíli á
ungum og gömlum, ríkum og fá-
tækum, eins og liggur i augum
uppi að er um flesta neyzlutolla.
Það Skipulag hefir frá upphafi
ranglátt verið, en þó keyrir nú
fyrst um þverbak, ef sömu stefnu
ætti að fylgja, eftir að svo hefir
dregið i sundur milli manna i
efnalegu tilliti og orðið er, og þvi
fremur sem búast má við, að ár-
leg opinber gjöld þurfi að hækka
að miklum mun frá því seitn verið
hefir.
Það hefir löngum þrætuepli ver-
ið hvaða leiðir skuli velja i skatta-
málum, en óneitanlega horfir það
undarlega við, að velja þá stefn-
una, sem sízt allra uppfyllir þau
skilyrði, sem krefjast þarf af hverj-
nm skatti, svo skynsamlegur sé og
réttlátur; — stefnu sem allir skýr-
ir  og  sanngjarnir  menn  játa  í
hjarla sinu að sé í raun réttri
lakasta úrræðið sem hægt er að
velja; — stefnu sem öll alþýða
manna myndi hverfa frá á svip-
stundu, ef henni væri nægilega ljós
áhrif hennar og afleiðingar.
Að sjálfsögðu á ekki eitt yfir
alla tolla að ganga, enda tekur það
langan tíma að breyta svo til um
skattastefnur, sem nauðsyn kref-
ar. En þá er sjálfgefið að afnema
fyrst þá tolla, serh hvíla á beinum
nauðsynjum (t. d. sykurtoll, vöru-
toll o. fl.) en halda munaðarvöru-
tollum lengst (tollum á tóbaki o.
fi.). Jafnhliða afnámi tolianna þarf
auðvitað að koma á beinum skatt-
gjöldum og auka þau sem fyrir
eru, svo tekjuskerðingin fyllist —
óg betur þó. Fyrst i stað liggur
næst að hækka eigna og tekjuskatt
til mikilla muna. Eignaskatt er sér-
stök ástæða til að hækka með til-
liti til þess, að skattalöggiöfin hefir
tekið tiltölulega vægum höndum á
»striðsgróðanum« hingað til. Þá
myndi og affarasælla að fá eitt-
hvað upp i tekjuhallann, við afnám
tollanna, með auknum útflutnings-
gjöldum, heldur en hafa ástandið
lítið eða ekkert breytt. En svo er
og sjálfsagt að taka upp nýja skatt-
stofna, og er þá vafalaust að að-
hyllast fyrst og fremst skatta af
löndum og lóðum og öðrum þeim
náttúrugæðum sem arðgæf geta
verið. Ætti fasteignamatið að geta
lagt fyrst« um sinn til grundvöllinn
fyrir slíkum skatti, þó ósýnt sé
enn hversu vel það er af hendi
leyst.
í þessu sambandi er ekki hægt
að koma við nánari greinargerð á
hinum nýrri skoðunum og leiðum
i skattamálum, þó fyllilega væii
þess vert, enda þótt málið hafi
verið dálítið rætt í tímaritum hér
undanfarin ár.1)
1) Sbr. Skírni 4. b. 1917, ritgerö
eftir J. G. P.               Ritstj.
Þá er að víkja að hinni hliðinni
hvernig hægt er að styðja atvinnu-
vegi landsins með opinberum af-
skiftum, svo til almennrar hag-
sældar horfi.
Þau afskifti sem hið opinbera
hafði af atvinnurekstri lándsmanna
fram að heimsstyrjöldinni mátti
nær því öll kalla óbein, þ. e.
skertu ekki beinlínis þær athafnir
sem honum fylgdu né mörkuðu
stefnu hans í nokkra vissa átt.
Með því er ekkert dregið úr gildi
þeirra opinberu framlaga til bættra
samgangria á sjó og landi, sima o.
s. frv., sem á ótalmargan hátt
greiddu fyrir atvinnulífinu í land-
inu. Þar er þó margt ógert enn
eða hálfgerr, og sjálfsagt að halda
áfram í þá átt eins og efni og
ástæður leyfa.
En i þessu sambandi rís upp
spurningin sem áður var vakin:
Hvað hefir þjóðin lært á undan-
förnum styrjaldarárum?
Svörin kunna að verða sundur-
leit, en að réttu lagi ætti að mega
draga eitt sameiginlegt út úr þeim:
Pjóðin hefir lœrt að vera betur sam-
taka en áður var. I stjórnmálun-
um hefir það komið berlegast i
Ijós. í viðskiftamálum hefir að
vísu mjög skorist í odda milli
kaupmanna og þeirra fylgifiska
annarsvegar og samvinnumanna
hinsvegar. Hvorirtveggja viiðast
hafa fylkt liði, svo þrátt fyrir
flókkadrættina hefir þeirri skoðun
aukist fylgi, að menn þurfi að
vera samtaka að sínum áhugamál-
um. En til hliðar við þessa bar-
áttu hefir svo þörfin eða neyðin,
knúið fram bein opinber afskifli
af viðskiftum Iandsins út á við og
inn á við. Stórfé hefir verið lagt i
skipakaup, vörukaup, húsbyggingaf
o fl. eins og kunnugt er. Viðskifta-
samningar hafa verið gerðir við
önnur ríki, og allri framleiðslu
landsins,  sem ætlað var á erlend-
an markað, safnað á eina hönd til
samninga og sölu o. s. frv.
Að stríðinu loknu þarf að svara
þeirri spurningu, hvernig eigi að
ráðstafa þessu opinjiera athafna-
bákni svo sem bezt fari; hverju
eigi að sleppa, hverju að halda
og auka.
Hér kemur fyrst og fremst til
greina, að striðinu er alls ekki
lokið þó skothriðin falli niðuf.
Nei, alt bendir til þess að við-
skiftastrið haldi áfram árum sam-
an eftir það. Má meðal annars
marka það af undirtektum Breta í
viðskiftasamningunum í fyrravor,
að þeir hugsa sér að ná »herskatt-
inum« með hnefaréttarskilmálum f
viðskiftum við hlutlausar þjóðir,
sem þrátt fyrir margfalt aukna
örbyrgð almúgans hafa grætt á
styrjaldarástandinu í orði kveðnu.
En sá gróði hefir lent á hendur
fárra manna, svo ekki kæmi rétt-
lállega niður að krefjast hans til
baka af alþjóð manna, eins og
yrði, ef niður kæmi á verði al-
mennra nauðsynja. — En þá væri
ástæða áð meiri til að haga skatta-
álagningu á þá leið, að vinna á
móti þeirri ósanngirni.
Með þessa væntanlegu örðugleika
i viðskiítum fyrir augum, eru
allar borfúr á, að nauðsyn beri til
að halda áfram meiru eða minnu
af þeim opinberu afskiftum af við-
skiftalífi þjóðarinnar, sem nú er
kominn rekspölur á. Fyrst og
fremst má telja sjálfsagt að halda
skipunum sem keypt hafa verið
og jafnvel kaupa fleiri, því skipa-
leigur munu verða afar háar um
langt skeið, og ilt að þurfa að
sækja þar undir högg erlendra
skipafélaga, ef hinn íslenzki skipa-
stóll hrekkur ekki til að flytja að
landinu eins og þörf krefur. Nú
má búast við að flulningaþörnn
verði afar mikil, því eins 'og á var
minst  i  upphafi,  bíða  ótalmörg
ííolísíchieviclíai*.
(Frh.).       ~-----
Þegar ófriðurinn hófst, komst
friður á milli stjórnmálaflokkanna
í Rússlandi. Stjórnin lét í veðri
vaka að hún ætlaði að bæta ráð
sitt og skifta valdinu milli keisara
og þjóðarinnar. Pólverjum var lof-
að sjalfstjórn og ýmsar mikilvæg-
ar fyrirskipanir í framfaraáttina
voru gefnar út, en alt var hálfgert
og í molum. Stjórnin vakti vonir
manna, en brást þeim svo þegar á
átti að herða.
Gangur ófriðarins réði þó mestu.
Rússland er landbúnaðarland eins
og áður er sagt og verður að
kaupa mestallar verkvélar og iðn-
aðarvörur, er það þarf að nota, frá
Vesturevrópu og Ameríku. Sömu-
leiðis kol og skotfæri. Nú lokuðu
Þjóðverjar Eystrasalti og Tyrkir
Hellusundi. Og seinna hindruðu
þýzkir kafbátar siglingar til Hvíta-
hafsins. Rússland var innilokað
eins og umsetin borg. Það vantaði
vopn  og vélar  og  því biðu her-
menn þess hvern ósigurinn á fætur
öðrum, enda þótt þeir berðust af
ágætri hreysti, eins og Rússar eru
vanir að gera. Hungursneyð kom
fljótt upp í borgunum og í hinum
þéttbygðu héruðum við Eystrasalt,
Þótt korn væri til í Suðurrússlandi,
vantaði járnbrautir og umfram alt
gufuvélar, til þess að flytja það
norður. Yfir höfuð má segja, að
hafnbann Þjóðverja og Tyrkja,
var frá öndverðu miklu hættulegra
fyrir Rússland, en hafnlokun Breta
fyrir Þýzkaland. Því Rússland var
þannig statt, að það gat ekki háð
stríð, nema stuttan tíma án hjálp-
ar frá iðnaðarlöndunum vestrænu.
Rússland var öllum löndum
fremur vel fallið fyrir starfsemi
njósnara og æsingamanna. Fólkið
ómentað og þjóðfélagsskipunin
veik. Allsstaðar gátu útlendir leigu-
þjónar og njósnarar skýlt sér og
unnið í myrkrinu.
Þjóðverjar notuðu sér þelta ó-
spart. í öllum stéttum i Rússlandi
voru þýzkir leiguþjónar. Jafnvel í
sjálfu herforingjaráðinu. Þannig er
það fullsannað, að hinar miklu ó-
farír Rússa í Massóríu-mýrum
haustið 1914 voru því að kenna,
að russneskir herforingjar höfðu
gefið Þjóðverjum upplýsingar um
hernaðarfyrirætlanir Rússa.
Þegar undantiald Rússa stöðv-
aðist haustið 1915 og Þjóðverjar
tóku að verða vondaufir um að
geta unnið algerðan sigur á víg-
vellinum, þá tóku þeir að róa að
því öllum árum að koma á stað
innanlands ófriði í Rússlandi. Og
nú gerðu þeir axarskaft það, sem
ekki á sinn lika i sögunni. Keis-
arastjórnin þýzka, sterkasti vörður
hervaldsstefnunnar og »konungs-
valdsins af guðs náð«, gekk í ná-
ið samband við rússneska stjórn-
leysingja og gjöreyðendur.
Auk flokka þeirra á Rússlandi,
sem nefndir hafa verið, var þar
einn flokkur, sem vann í kyrþey
og átti ekkert þingsæti, það vóru
hinir svo nefndu Þjóðfélagsbylt-
ingamenn (Social-Revolutionister).
Þeir skiftust aftur í tvo flokka,
Minimialista og Maximalista. í hin-
um siðarnefnda flokki voru eink-
um Anarkistar,  og  af þeim þjóð-
flokkum, sem undirokaðir voru í
Rússlandi, sérstaklega vora margir
foringjar þeirra Gyðingaættar.
Margir þessara manna voru út-
lagar á Rússlandi, og dvöldu i
Sviss, Ameríku og á Norðurlönd-
um. Frægastir þeirfa voru Uli-
anof eða Lenin öðru nafni, hið
upphaflega nafn' hans mun vera
Jedeiflum, sem ,þá var í Zúrich,
og Braunstéin sem var í New-York.
Þjóðverjar studdu þessa menn
með ýmsu móti. Ýmsir þeirra voru
sendir heim til Rússland með of
fjár milli handa, til þess að »agitéra«
og múta hermönnum. Milligöngu-
maður milli Þjóðverja og Maximal-
ista var einhver Dr. Helphand*
Lika þektur sem rithöfundur undir
nafninu Parvus. Hann var Gyð-
ingaættar, fæddur í Miklagarði, en
var rússneskur borgari. Hann var
mikill fjárbraskari og hafði grætt
of fjár í Balkanstríðinu 1913. —
Hann var jafnframtr stjórnleysingi
og höfundur að ýmsum pólitiskum
flugritum og blaðaútgefandi. Nú
gerði hann það að verkefni sinu .
að eyðileggja  stjórnarfyrirkomulag
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8