Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TIMIN N
11
ur sjálfur fundið, að þau »rök«
hans, sem nú hafa verið nefnd,
VOru einskis virði, hefir hann grip-
ið til miklu magnaðra ráðs. Það
er þriðja röksemdin og hún er
svona:
»Það eru visvitandi ósannindi
og blekking, að kolaálagninglands-
verzlunarinnar hafi ekki verið
meiri en blaðið (c. Tíminn) segir.
Visir fullyrðir, að dæmið, sem
Timinn er látinn flytja, um 16
skipsfarmana, sé rangt og vill-
andi«.
Þetta er aðalröksemdin. Vísir
fullyrðir, að hér sé um að ræða
»blygðunarlausar blekkingartil-
raunir af hálfu forstjórnar« lands-
verzlunarinnar. Með öðrum orð-
um, að þeir Ágúst Flygenring,
Hallgrímur Kristinsson og Magnús
Kristjánsson haíi opinberlega gefið
ranga skýrslu.
Þetta fullyrðir Jakob Möller rit-
stjóri Vísis, maður, sem engar
fyrstu handar heimildir hefir, um
þá þrjá menn, sem íslenzka þjóð-
in hefir falið hið mesta trúnaðar-
starf, sem íslenzka þjóðin heíir átt
mest undir afkomu sina á liðnu
ári, sem hún á ef til vill mest að
þakka á liðnu ári og ber óskorað
traust til.
Hafa nokkurn tíma önnur eins
undur heyrst í ísrael.
Vitanlega varðar þetta við hegn-
ingarlög. Að forstjórar landsverzl-
unarinnar hafa ekki látið dæma
ritstjórann til refsingar fyrir þetta,
stafar vitanlega af sömu ástæðu
og að forsætisráðherra fór ekki
þá leið undir svipuðum kringum-
/_ stæðum — sem sé af því, að þeir
telja ritstjórann mann ómerkan
orða sinna, sem ekki sé virðandi
svars.
Það verður ekki einn maður
af þúsundi, sem skoðar hnga sinn
um það, hverju hann eigi að
svara,  væri  hann spurður, hvort
Höfuðbó
til sölu.
Eignar og ábúðarjörð rriín, Hjarðarholt, fæst til
kaups og ábúðar í næstu fardögum.
Skepnur og búsáhöld verður líka selt.
Jörðin heíir miklar og góðar byggingar yfir menn,
skepnur og hey. Túnið er girt, og að langmestu slétt og
gefur af sér 350—400 hesta.
Útheysslæjur nægar — Útbeit ágæt.
Góður upprekstur fylgir jörðinni, laxveiði nokkur
og einka sími. Aðeins 4 kilómetra akveguí er til næsta
kauptúns.
Peir sem kynnu að hafa hug á að kaupa, snúa sér
hið fyrsta til mín, eða til Páls kaupmanns, sonar míns,
Grettisgötu 2, Reykjavík.
Hjarðarholti i Dölum 6. des. 1918.
/
X
Ólafur Ólafsson.
hann tryði betur í þessu máli rit-
stjóra Vísis, eða Ágúst Flygenring,
Hallgrími Kristinssyni og Magnúsi
Kristjánssyni.
Þessi fullyrðing ritsljórans er
óðs manns æði; hún er ótvíræður
vottur  um  það,  hversu hann er
öldungis óhæfur til þess að koma
nærri opinberum málum, þvi að
hún sýnir það berlega, að hann
svííisf einskis, honuni er öldungis
sama hvort hann segir satt eða
ósatt. Þegar það er sannað með
fyrstu handar heimildum, að hann
heíir farið með ósannindi, hikar
hann ekki við að telja það ósatt,
þótt hann . hafi ekkert í hönd-
unum.
í blaðinu í fyrra dag fullyrðir
hann t. d. enn, að »til skams
tima hafa kolin ekki kostað meira
hingað komin en útsöluverðið nú
er ákveðið«. Méð öðrum orðum,
áð álagningin hafi verið 75 kr. á
smálest.
Börn eru flengd fyrir óþektar-
stífni. Flengingarlög gilda ekki á
fslandi. En slikur margfaldur opin-
ber ósannindamaður ber úr býtum
fullkomið virðingarleysi og fyrir-
litning alþjóðar.
4. Fjórða röksemdin, siðasta
hálmstráið sem á að grípa til, er
að vitna í reksturskostnaðinn, sem
forstjórarnir telja 2°/o, 6 krónur á
hveríi smálest.
»LitIu verður Vöggur feginn«, og
er það hátt fall, að detta ofan úr
ósannindunum um 100 kr. álagn-
ing á smálest og hengja hatt sinn
á 6 kr. reksturskostnað á smálest.
Það  er  16 sinnum lægri upphæð.
Vísir  tekur ekkert tillit til þess:
að þetta er að sjálfsögðu að eins
áætluð upphæð. sem gildir um all-
ar vörur, sem eins og alt er í
garðinn búið, mun engum sann-
sýnum manni virðast of há,
að t. d. áætlaði liðurinn um
vaxtatap á kolunum, 3%, getur
tæplega talist nógu hár, og tækist
það sem þar á vantaði af reksturs-
kostnaði, og
að á landsverzluninni hvílir t. d.
nokkur kostnaður við seðlakerfið,
allur koslnaður af erindrekunum í
Vesturheimi, auk alls annars, sem
Iiggur í augum uppi. Mun islenzk
alþjóð sízt ætlast til þess að lands-
verzluninni sé svo stjórnað, að
ekki fáist fyrir rekstrinum.
Hálmstráið um reksturskostnað-
inn er jafn einskisvirði og hitt.
hafði gert fádæma gagn. Nú hófst
afskaplegur drykkjuskapur. Vín var
bruggað í hverju þorpi. Öil stjórn-
arstarfsemi lagðist niður. Embætt-
ismennirnir neituðu að hlýða Bol-
schevickastjórninni og lögðu niður
störf sín. Hefir síðan engin eigin-
legur embættisrekstur átt sér stað
í Rússlandi.
Bolschevickar sögðu í fyrstu að
stjórn þeiria ætti að vera að eins
til bráðabirgða, Létu þeir nú kjósa
til þjóðþings, til þess að semja lög
og ákveða stjórnarfyrirkomulag
Rússlands. Pingið kom saman og var
mestur hluli þingmanna Kadettar,
Menschervickar og Minimalistar.
Voru þeir allir ákveðnir andslæðing-
ar Bolschevicka. En Lenin og hans
vinir voru ekki af baki dottnir. —
Þeir slitu þinginu með hervaldi og
ráku þingmenn burtu. Þannig var
frelsið hjá Bolschevickum!
Öll völd færðust nú í hendur
fárra manna sem stýrðu landinu
af meiri harðstjórn og grimd en
dæmi eru til. í raun og veru náði
þó vald þeirra ekki yfir nema
nokkurn hluta af Rússlandi. Ýmsir
ríkishlutar slitu sig lausa og í hinu
eiginlega Rússlandi var vald Bol-
schevicka aðallega í stórbæjum og
í þeim héruðum, sem lágu með
fram járnbrautum og skipgengum
fljótum. Allsstaðar komu upp verk-
manna- og hermannaráð, en sam-
bandið milli þeirra var veikt, og
oft störfuðu þau hvort í sínu lagi
og upp á eigin spýtur.
Mótspyrnan gegn Bolschevickum
var þó ekki eins sterk eins og bú-
ast hefði mátt við. Réði það mestu
að við afvopnun hersins höfðu
Bolschevickar náð miklum hlut
vopnanna á sitt vald. Þannig höfðu
þeir náð í ílestar stærri fallbyssur
og vélbyssur. Eystrasaltsflotinn var
þcim tryggur og einnig nokkrar
herdeildir, lettneskar herdeildir og
skrillinn í Moskva og Petrograd,
sem nú fékk vopn í hendur, varð
tryggasti vörður Bolschevicka.
Samtímis og Bolschevickar sömdu
frið við Þjóðverja og aðra fjand-
menn sína, geysaði ófriðurinn inn-
anlands. Það var eins og Bolsche-
vickar hefðu tekið sér að einkun-
orðum: »Frið á vígstöðvunum en
stríð heima fyrir«.
Bolschevickar höfðu náð völd-
um með því að lofa þjóðinni friði,
og nú urðu þeir að efna það lof-
orð. Hófust brátt samningar milli
þeirra og Þjóðverja. Trotsky, sem
fór með utanrikismál Rússa, stóð
fyrir þeim samningum af þeirra
hálfu.
Hér skal ekki rakin saga friðar-
samninganna í Brest-Litovsk. En
svo fóru leikar að Rússar urðu að
ganga að afarkostum Þjóðverja, —
Rússland var bútað sundur í mörg
ríki og hið eiginlega Rússland. þar
sem Bolseheviekar réðu, varð al-
veg háð Þýzkalandi fjárhagslega.
Sendiherrasamband hófst aftur
milli þessara rikja og Bolschevick-
ar sendu einn af sinum duglegustu
mönnum, Joffe, til Berlinar, með
miklu fylgdarliði.
Nú sáu Bolschsvickar að við svo
búið mátti ekki staðar nema. Með
því að semja sérfrið við Þjóðverja
og með þvi að upphefja allar rik-
isskuldir, höfðu þeir gert Banda-
menn að óvinum sínum. Vissu þeir
glögt, að þaðan áttu þeir engrar
miskunar að vænta. Var þvi ekki
um annað að gera, en að reyna að
koma á stað uppreisn í Vestur-
evrópu.
Frakkar og Englendingar leyfðu
ekki sendimönnum Bolschevicka
landgöngu og vörðu þaniiig lönd
sín fyrir kenningum þeirra. Þá
sneru Bolschevickar sér fyrst að
nágrannalöndunum. Eftir áeggjun
Trotskys og með styrk frá Rúss-
landi hófu Bolschevickar í Finn-
landi, hina hræðilegu uppreisn, sem
öllum mun vera í fersku minni-
Sama stjórnleysið og grimdaræðið
og í Rússlandi einkendi hana, en
hún varð yfirunninn af borgarstétt-
inni með tilstyrk Þjóðverja. Siðan
hefir Finnlandi verið stjórnað með
hervaldi og hin versta kúgun átt
sér þar stað. Enn er hatrið og
fjandskapurinn frá byltingadögun-
um brennandi, og óvíst hvort
Finnland getur staðist sem sjálf-
stætt riki.
Bolschevickar sendu þegar sendi-
menn með of fjár til Norðurlanda
til þess að undirbúa þar byltingu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12