Tíminn - 18.01.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN að minsta kosli 80 blöð á ári, kosiar 5 krónur árgangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavik Laugaveg 18, simi 286, út um land i Laufási simi 91. III. ár. Reykjavífe, 18. janúar 1919. Horfur. Friðarfundurinn i Versölum á uð byrja í vor sem kemur, Hann á að sníða heiminum stakkinn öldina sem er að líða, og ef til vill lengur. Ákvarðanir hans verða geysilega þýðingamiklar fyrir allar siðaðar þjóðir. Deilan milli fámennistjórnarinn- ar í Miðevrópu og lýðstjórnarþjóð- anna vestrænu endar þannig, að vesturlönd og þeirra hugsjónir sigra. f*að eilt út af fyrir sig^er mikill ávinningur öllum heimi, því að svo gölluð sem drotnun Frakka og Engilsaxa kann að verða, þá hefði þó hin prússneska kúg- un orðið mörgum sinnum þung- bærari. En innan vébanda hinna sigr- andi þjóða eru ekki allir á einu máli sem varla er við að búast. Gætir þar einkum tveggja höfuð- strauma. Annars vegar eru menn sem vilja fylgja fast eftir sigrinum, láta óvinina finna í orði og verki, að þeir hafi orðið undir. Hægri- menn, eða ''auðvaldsflokkarnir, í Frakklandi, Bretlandi og Banda- ríkjunum hallast á þessa sveif. — þeim er ósárt, þótt þýzkur iðnað- ur verði ekki undir eins tilbúinn að hefja samkepni eftir stríðið. — Þessi ílokkur manna stendur hálf- ur í því sem er að skapast. Gagn- stætt hægrimönnunum standa hin- ir frjálslyndu friðarmenn. Þeir horfa fram í tímann, sjá hylla undir var- anlegan frið, gerðardóma, afvopn- un og ótakmarkað mentunarfrelsi. Ef til vill töfrar framtíðin þá, svo að þeir gá eigi sem skyldi að stór- grýtinu sem liggur við fætur þeirra. Langmestur og glæsilegastur af hugsjónamönnum Bandamanna er Wilson forseti. Honum fylgja að málum vinstri menn í Bandarikj- unum. Enginn efi er á þvi að Wil- son mun láta sér vel farast við hinar sigruðu þjóðir, það sem hann nær til. í því er og fullkomið sam- ræmi, að fara í stríðið til að bjarga lýðfrelsi heimsins, og nota síðan sigurinn til að vinna ný lönd í heimi hugsjóna og drengilegra skifta þjóða milli. En því miður er óvist hvort iðnaðar-burgeisarnir eða hugsjóna- mennirnir mega sín meira á frið- arfundinum. Skömmu eftir að vopnahlé var samið beið flokkur Wilsons töluverðan ósigur við kosn- ingar í Bandaríkjunum. Á Eng- landi unnu íhaldsmenn og þeirra manna menn fullkominn sigur við allsherjar-kosningarnar í des. Á Frakklandi þykir Clemenceau nú mestur maður, og mun hann held- ur harðleikinn við óvini sina, þó að víða kenni í ræðum hans mik- illar frelsisástar og bjartra fram- tíðardrauma. En þegar til úrslitanna kemur í vor þá mun það sannast, að fram- tiðarþýðing friðarfundarins verður að mjög miklu leyti undir því komin, hvort Wilson og skoðana- bræður hans ráða þar miklu eða Iitlu. Miljónaskattur. Skrá um eigna og atvinnutekjur í Reykjavík árið 1917 liggur nú frammi til ílits og gæti gefið til- efni til margra hugleiðinga. Skal hér einungis gripið niður í eitt atriði. Átta heildsalar eru samtals taldir að hafa í tekjur á þessu eina ári meira en eina miljón feróna. Tnttugu og fimm smákaupmenn eru einnig samtals taldir að hafa i tekjur meira en eina niiljón króna. Langflestar upphæðirnar eru ekki gefnar upp af hlutaðeigend- um, heldur áætlaðar af skattanefnd og mun víst, mega ganga út frá að þær séu a. m. k. ekki of háar. Sfeattinn, sem Reykvíkingar — og landsmenn allir að nofefern leyti — hafa orðið að borga milii. liðnnnm & þessu eina ári, mnn mega áætla í allra nsinsta lagi þrjár miljónir króna. Það er nálega tíu sinnum slærri upphæð, en veitt var á fjárlögum Iiðins árs til kenslumála. Það er fimtán sinnum stærri upphæð en veitt er til vegabóta á sama ári. Það er tíu sinnum stærri upp- hæð en veilt er til heilbrigðismála a saina ári. Séu Reykvíkingar taldir 15 þús. og sfeattnrinn af þeim einnm tvær miljónir, þá er það 13S — eitt hnndrað þrjátíu og þriggja — feróna sfeattnr á nef. Og þennan skatt hafa Reykvík- ingar greitt möglunarlítið. Hefði þessi verzlun farið um hendur allsherjar samvinnnfélags, væri almenningnr, viðskiftamenn kaupmannanna,þrem rniljón króna ríkari. Og þetta er einungis á einu ein- asta ári. Það verður aldrei tölum talið hversu óumræðilega mikla þýð- ingu það hefði haft, hefðu þessar þrjár miljónir orðið éign almenn- ings í stað þess að safnast á ör- fáar hendur. Og að hugsa til þess að með öðru er bein afleiðing þessa skipulags á verzluninni sú, að landssjóður og bæjarsjóður verða að verja stórfé í dýrtíðar- ráðstafanir og fátækrastyrk. Þessar þrjár miljónir er stór hluti dýrtíðarinnar. En með Vísi og ísafold í broddi fylkingar, kennir fáfróður almenn- ur landsverzluninni, bjargráða- og varnarfyrirtækinu, um alla dýr- tíðina. — Styrjaldarástandið veldur þessum geypigróða. Það er hið síhækkandi verð á vörum. Hér er um stríðs- gróða að ræða. Og hann getur ekki verið að öllu leyti eðlilegur, mikið af honum hlýtur að stafa at alóþarfri verðuppfærslu á fyrir- liggjandi vörum og sumt af keðju- sölu. Það hefir verið aðalverkefni er- lendra fjármálastjórna, að ná nokkru af stríðsgróðanum í ríkissjóð bæði með mjög háum tekjuskatti og í annan stað með óheyrilega háum sektum við óhæfilegri verðfram- færslu og keðjusölu. Neyðin rak fjármálasljórnina ís- lenzku lil þess að gera dálítið að hinu fyrra. Tekjuskattslögin frá síðasta þingi enn betra en ekkert, þótt langt sé'frá að viðunandi sé og á þingið meiri sök á þvi en stjórnin. Siðara atriðið hefir stjórnin ger- samlega vanrækt, hér hefir alt haldist uppi af því tagi, verið lát- ið sitja við óbeinu varnirnar. Það þykir ekki hlýða í islenzku stjórn- arfari að stugga við þeim sem duglegir eru að græða peninga, á hvern hátt sem það er gert. SatngSsguvanirxði $ort|firðm;a. Sími, járnbrautir, góðir akfærir vegir á landi, hraðskreið, ábyggi- leg fólks og flutningaskip á sjó, flugvélar í lofti eru nú talin að vera helztu samgóngatæki ment- aðra þjóða. Hvert sem litið er, og verksvit er í heiðri haft, eða sé um einhverjar verulegar fram- kvæmdir og framleiðslu að ræða, telja allir siðaðir menn fyrstu og sjálfsögðustu nauðsynina að koma heppilega fyrir þessum höfuðmenn- ingartœkjnm, samgöngufærunum. Hvað höfum við Borgfirðingar af þessum ómissandi framfaratækj- um að segja? Innanhéraðs. Frá höfuð kauptúni okkar Borg- firðinga liggur sæmileg akbraut 4. blað. upp frá kaupstaðnum, skiftist við Borg, Iiggur önnur álman vestur Mýrar, en hin liggur upp Borgar- hrepp og Stafholtstungur og beygir yfir Kláffossbrú, sem nú er orðin skjálfandi skelfing héraðsbúa, — suður og austur í Reykholtsdal. Þessi braut er nú meginslagæð héraðsins og til mikilla bóta, en svo hún fæði hina einstöku hluta þess sem bezt, vantar enn þá til- finnanlega hliðarálmur. Ein liggur þó frá Kláffossbrú upp að Norð- tungurétt, og önnur er byrjuð, þó hægt fari, frá Svignaskarði og stefnir upp í Norðurárdal. Þessar vegabætur eru nú allar vestan og norðan Hvitár. Austan árinnar, eða í Borgarfjarðarsýslu er menningin slík, að þar er varla fært menskum mönnum bæja á milli. Samskot hafa verið hafin allmyndarleg, manna og hreppa á milli, til þess að reyna að bæta ögn úr þessu. Hugmyndin *er að leggja veg frá Borgarnesbrautinni frá Gufuá um Ferjukot, brú þar yfir Hvítá og þaðan upp að Norð- lingavaði við Grimsá, og er þá komið á gamla Akranespóstvegjnn. Með tiltölulega litlum kostnaði mætli svo gera akfæran veg upp í Reykholtsdal og sameinast þar brautinni. Lunddælir fá akfæran veg eftir Grímsá á vetrum, og Skorrdælir ættu að ná vatninu og flytja eftir þvi. Út á við. Sima hötum við fengið, sumir hverjir og er það gott og blessað. Þó er ánægjan og gagnið sem við höfum af honum stundum lítið, því þar eru venjulega tíu fyrir einn sem að vilja komast, og cr betra að hafa ekki mikið annríki, eða að vera óþolinmóður. Hefðum við þó aðrar samgöng- ur í samræmi við simann, mundi hann notast miklu betur, því sann- ast að segja er siminn nú aðallega handa »kjaftakindum«, þar sem öll veruleg viðskifti og framleiðsla er stórlömuð af ónógum flutninga- tækjum. Undanfarin ár fór »Ingólfur« á milli Borgarness og Reykjavíkur. Hafði hann ferðaáætlun og lands- sjóðsstyrk. Allir muna Ingólf og líðan sína á honum, smáskip, en þó sæmilega traust, að því er virtist, þar sem hrúgað var saman fólki og farangri, oft fram úr hófi, til þess að reyna að fullnægja flutningaþörfinni. Hefi eg aldrei séð aðra eins ruslaskrínu, ekki einu sinni á Sigeunasamkundum. Þetta *smáskip var, eins og eðli- legt er, alls ekki i misjafnt veður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.