Tíminn - 21.02.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.02.1919, Blaðsíða 1
TiMim ■<að minsía kosli 80 blöð á ári, koslar 5 krónur árgangurinn. III. ár. æ Roykjavík, 21. febrúar 1919. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum nær og fjær, að bróðir minn Edvard Runólfsson andaðist f Glasgow 18. þ. m. úr inflúensu. Borgarnesi 20. febr. 1919. Sig. B. Runólfsson. Gamlai* ^yndir. Hrun þýska keisaradæmisins er afleiðingaríkur viðburður. Mikill hluti af æfistarfi Bismarcks hrynur þar til grunna. Enginn getur sagt hve lengi þýska' þjóðin býr að hörmungum stríðsins og ósigursins. Fyrirsjáanlegt að langvinnar innan- iandsóeyrðir og mikil fjárlát til annara þjóða muni fyrst um sinn verða uppskera sú, sem styrjöldin færir þýsku þjóðinni. Ekki má samt gleyma því að ófriðurinn hefur fært Þjóðverjum eina réttar- bót. í*eir hafa losnað við hina arf- gengu og harðdrægu höfðingja- stjórn, sem orðin var í ósamræmi við lýðfrelsiskröfur samtíðarinnar. Og þeir eru líklegir til að geta haldið helsta hnossinu, sem sigur- viiíningar Bismarcks lögðu þeim i skaut: ríkiseiningunni þýsku. Jafn- "vel að bælt verði úr skák, þar sem austurrískir Þjóðverjar geta nú sameinast kynbræðrum sínum í norðurátt. Vafalaust verða þeir menn margir í hlútlausum löndum, sem unnað hefðu þýsku þjóðinni meira gengis á komandi árutn, heldur en líklegt er að náin framtið geymi í skauti sínu. En þá má heldur ekki gleyma þvi, að -j'firstandandi raunir eru að uokkru leyti gömul syndagjöld. Fyrir hálfri annari öld var Prússa- Jkonungur einn at helstu hvata- aiönnum þess að svifta Pólverja fornu frelsi. Og einni öld síðar hrifsaði Bismarck dönsk og frönsk héruð undir þýslcu þjóðina. Með- ferðin á þessum undirokuðu þjóð- um hefir verið grimmileg. Sýnis- born af því er það, að á síðustu árum hafa Prússar eytt 550 milj. marka til að kaupa pólskar jarð- eignir handa Þjóðverjum. Miskunn- arlausri hörku hefir verið beitt til að framkvæma þessi Jandbrigði. Og hinir erlendu undirokuðu þjóð- flokkar hafa einkis óskað fremur en þess, sem nú er fram komið, að herveldi Þýskalands yrði brotið á bak aftur. Það var þeirra eina frelsisvon og nú er hún að rætast. Ósjálfrátt kemur manni nú í hug við slríðslokin, að landrán Þjóð- verja, forn og ný, hafi átt mikinn þátt i styrjöldinni 0g þeim geig, sem sigurvonir Þýskalands vöktu í hugum manna út um allan heim. Þess vegna varð óvir.aflokkurinn svo stór og máttugur. Og þess vegna gafst þýska þjóðin upp, þegar sýni- *eSt var að herinn gat ekki unnið fnllnaðar sigur. Hún vildi vitan- ekki tapa leiknum. En hún trúði ekki á máistað sinn, svo að valdhöfunnm væri unt að leiða hana til að berjast til síðasta manns. Fleiri þjóðir hafa landrán á sam- viskunni, en Þjóðverjar. Bretar munu ekki fullbúnir að gjalda fyrir syndir feðranna á írlandi. Nú eru margra alda yfirsjónir i skiftum Breta við íra að bitna á afkom- endum sigurvegara, sem misbeittu valdi sínu. Ranglætið hefnir sín fyr eða síðar. Og hafi Þjóðverjum nú hefnst fyrir það að hinn mikli járnkansl- ari fór of langt, framdi rán og gripdeildir, er hann var að reisa úr rústum þjóðarhofið þýska, þá mega þeir, sem nú hrósa si’gri, gæta sín, að falla hvergi í sömu fordæminguna. Ef varanlegur friður á að verða þjóða milli, þá þarf einhver að byrja að fyrirgefa. frá brxðraþjóíinni. Eftir alt það rask og sturlun sem orðið hefir á atvinnuvegum og viðskiftum síðustu árin leikur mikill vafi á i mörgum greinum, hvort nú sæki í hið fyrra horf, eða kröfur hins nýja tíma séu svo frá- brugðnar hinum fyrri staðháttum að atvinnuvegir og viðskifti verði að gerbreytast. Siðan ílutningar heftust frá Ameríku til Danmerkur og lítið sem ekkert af kjarnfóðri komst leiðar sinnar frá Vesturheimi til Norðurlanda, og erfitt var um flulninga yfir Norðursjóinn til Bretlands hefir smjör- og flesk- flutningur frá Danmörku lagst nið- ur að mestu. Fullyrt er að neyð hafi kent Bretanum að nota smjörlíki í stað danska smjörsins nafnkunna, og tvísýnt sé hvort þeir vilji fleskið er til kemur, því þeir kjósi heldur að kaupa kjöt frá Bandainönnum sínum í Ástraliu og Ameríku, því nú sé orðið svo auðvelt að flytja það langar leiðir án þess að nýja bragðið og smekkurinn fari af því. Búnaðarfrömuðir Danmerkur hugsa þvi mikið um hvaða bún- aðarafurðir þeir eigi að framleiða næstu árin ef breskri markaðurinn bregst. Helsta nýingin sem er uppi á teningnum er að gera þurmjólk. í miðevrópu allri og fleiri ófriður- löndum hefir búpeningi fækkað rnjög og er mjólkureklan mjög til- finnanleg. Hefir danskur maður Jonas Nielsen að nafni fundið nýja aðferð til þess að gera mjólkur- duft, og er talið að þurmjólk hans jafnist alveg á við nýja mjólk. Líkur eru til þess að bændur geti fengið mun meira fyrir mjólkur- pottinn til þurmjólkar en áður fékst fyrir smjör og svín og kost- ur að losna við þau ef markaður- inn skyldi bregðast. (Undanrenn- ingin var mestmegnis notuð handa svínum eins og kunnugt er.) Enginn vafi er á að við hér heima ættum að veita því athygli hvað gerist á þessu sviði, því það væri okkur ef til vill hentugra að framleiða þurmjólk til útflutnings og handa kaupstöðunum heldur en smjör, þegar stærri ræktunar- fyrirtæki komast á og kúabúin aukast og íjölga. Eða væri það úr vegi að skipa nefnd manna nú á næstinni til þess að athuga framtíðbrhag land- búnaðarins. Þó nefnd sú gæti ekki í fljótu bragði afmarkað nýjar leið- ir gæti hún orðið til þess að mörg þau mál kæmust á hreyfingu sem Jakob Háifdánarson. Nýlega barst dánarfregn þessa manns og var birt i »Tímanum« þegar í staö. Hann dó 30. f. m. 83 ára gamall, fæddur 5. febr. 1836. Nafn Jakobs hefir verið lands- kunnugt og verður þó eigi síður hér eftir, af því, að hann er fyrsti og helsti frömuður kaupfé- lagsskaparins hér á landi. Sú hreyfing er þegar orðin svo mátlug og þýðingarmikil, og Jakob svo mikið við hana riðinn, að hún hlýtur að halda uppi nafni lians. Kauptélag Þingeyipga er fyrsta og elsta félagið hér á landi sem tekið hefir upp reglulega samvinnu-versl- un, eins og flestum er kunnugt, og er Jakob helsti stofnandi þess og fyrsti framkvæmdastjóri. Nán- ustu tildrög félagsins voru þessi: Fyrst og fremst nokkur samtök í verslunarefnum í Mývatnssveit ár- in 1879 til 1881. Voru það einkum ungir menn og einhleypir; en Ja- kob, sem þá var roskinn og ráð- AFGREIDSU i Regkjavik Laugaveg Í8, slmi 286, át um land íLaufási simi 91. 12. blað. dauft hefir verið yfir, og það ein- mitt núna þegar allar nágranna- þjóðir búast f óða önn til þess að fullnægja kröfum hinna nýju tíma — framleiða mat og flytja á mark- aðinn handa hungruðum og afl- vana þjóðum álfunnar. jsleniingsjélagil nýja. Eins og öllum er kunnugt hafa komið fyrir nokkur þau atvik ný- lega, sem mikil hætta var á að spiltu milli Austur- og Vestur- íslendinga. Sökin er þar mest okkar megin. Frændurnir vestra hafa við fjöl-mörg tækifæri sýnt ræktarsemi sína til ættlandsins, ekki síst við stofnun Eimskipafélagsins. Þá lá okkur mikið á og þeir hlupu undir baggann skjótt og drengilega. En hver voru svo launin? Allir þekkja þau nú. Þegar félagið er bersýni- lega orðið gróðafyrirtæki reyna nokkrit voldugir peningamenn hér á landi að sparka Vestur-íslend- ingum út úr félaginu. Tveir menn úr stjórn félagsins hafa játað það, og ekki treyst sér til að færa fram neinar varnir. En vitanlega voru og eru miklu fleiri sekir. Og enn bætist við nýr þáttur. Helsta málgagn Fáfnis-manna ræðst beinlínis á Vestur-íslendinga nú -----------^ inn bóndi þar í sveitinni (á Gríms- slöðum) sló sér strax í hópinn og varð lífið og sálin í þessari hreyf- ingu. Svipuð samtök komu og upp þessi árin i Helgastaðahreppi. Þá gekst og Jakob einkum fyrir því, að um miðbik Þingeyjarsýslu voru gerð samtök 1881 um sauðasölu til Slimons, og þótthþað hagkvæm- ara bændum þar, að þeir veldu sér sjálfir millilið til sauðasölunn- ar, en- að Gránufélagsverslunin á Oddeyri hefði hana, eins og við- gengist hafði um nokkur ár á undan, því sú verslun skilaði eigi sauðaverðinu í peningum að öllu leyti, heldur visaði á sumt í vöru- úttekt á Oddeyri, þótti sú verslun þá lítt frábrugðin orðin verslunum kaupmanna, og þar að auki erfið tilsóknar fyrir marga Þingeyinga. Var Jakob nú kjörinn milligöngu- maður við söluna, og hafði víst engin laun fyrir mikið starf og stapp. Þannig var Jakob manna mest riðinn við tildrögin og sá sem mest lagði á sig í þeim, og var það engin smáræðis fyrirhöfn sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.